Morgunblaðið - 18.04.1957, Page 20

Morgunblaðið - 18.04.1957, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Flmmfudagtir 18. aprfl 195T „Það líkist helzt brennimarki á kú“, skrifaði hann. „En þó er verst að það er alltaf að dökkna. Það verður líklega orðið biksvart, þegar þú kemur heim. Guð má vita hvers vegna mér fellur þetta svona illa. Ég hef svo sem mörg önnur ör, en þetta er alveg eins og brennimark. Þegar ég kem til þorpsins, t. d. í veitingahúsið, þá glápa allir á það og ég sé að þeir tala um það, þegar þeir halda að ég heyri ekki til þeirra. Ég veit ekki hvem fjandann þeir eru að skipta sér af þessu. Mér er næst skapi að fara aldrei til þoi-psins framar....“. 2. Adam var leystur frá herþjón ustunni árið 1885 og hann lagði þegar af stað heim á leið. 1 útliti var hann lítið breyttur og enginn hermannsbragur varð merktur á honum. Það var engin áherzla lögð á slíkt innan riddaraliðsins, enda þótt sumar herdeildir aðrar gerðu það að metnaðarmali sínu. Adam var innanbrjósts eins og hann gengi í svefni. Það er ekki auðvelt að yfirgefa tilveru, sem O- Þýðing: Sverrir Haraldsson □- -□ maður hefur vanizt um árabil. Á hverjum morgni vaknaði hann á sömu sekúndunni og lá svo og beið þess að blásið yrði til fótaferðar. Án legghlífanna fannst honum hann ekki vera nema hálfklædd- ur og það var eins og háls hans og brjóst væri bert og nakið, þeg- ar þykka, aðskorna kragann vant- aði. Hann kom til Chicago og tók þar á leigu herbergi, búið húsgögnum, til einnar viku, dvaldi þar í aðeins tvo daga, hélt svo til Buffalo, breytti um áform og fór til Niag- ara-fossanna. Hann langaði ekki til að koma heim og frestaði því eins lengi og honum var unnt. Hann minntist ekki gömlu heim- kynnanna sem hlýlegs eða skemmtilegs staðar. Þær tilfinn- ingar sem hann þá hafði borið í brjósti, voru nú dauðar og hann Hveitibrauðsdagar okkar hafa staðið í Gár! Og ennþá erum við ham- ingjusöm. Eiginmaður minn er stöðugt jafn ástfanginn í mér, og segir að ég sé jafn falleg og á giftingardaginn. Hann ýkir máske dálítið, — en húð mín er alltaf jafn fögur og það á ég TOKA- LON að þakka. Á hverju kvöldi nota ég RÓSA TOKALON nætur- krem með hinu nærandi BIOCEL efni, sem gengur djúpt inn í húðina og vinn- ur smá kraftaverk á meðan ég sef. Á hverjum morgni fegra og vernda ég húð mína með hinu hvíta og fitulausa TOKALON dagkremi, sem er hið ákjósanlegasta púð- urundirlag sem hægt er að hugsa sér. Svona auðvelt er að við- halda andlitsfegurð. Reynið TOKALON strax dag! Einkaumboð á íslandi F O S S A R H/F Box 762. Sími 6105 langaði ekki til þess að vekja þær til lífsins að nýju. Stundum sam- an stóð hann og starði á fossana. Niður þeirra deyfði hann og dá- leiddi. Eitt kvöld vaknaði hjá honum djúp löngun eftir samvistum við gömlu herdeildarfélagana, sem hann hafði búið með í bröggum og tjöldum. Hann þráði að hafa menn fast hjá sér, umhverfis sig, til þess að fá frá þeim einhvem yl í líkama sinn — marga menn. Fyrsti mannmargi staðurinn sem hann gat fundið, var lítil veitingastofa, troðfull af fólki og mettuð tóbakslykt. Adam andvarp aði af vellíðan og hreiðraði bók- staflega um sig í mannþrönginni, eins og köttur í ofnkróknum. Hann bað um viskí, tæmdi glasið í einum teyg og leið vel og nota- lega. Hann hvorki heyrði né sá, naut bara snertingarinnar við aðra. Þegar líða tók á kvöldið og fólk fór að búast til heimferðar, byrj- aði hann að kvíða fyrir þeirri stundu, þegar hann yrði líka að fara heim. Brátt var hann einn eftir hjá veitingamanninum, sem nuddaði og núði mahogníplötu skenkiborðsins og reyndi með svip og látbragði ac gera gestinum það ljóst, að nú væri ekki lengur til setunnar boðið. „Gefið mér eitt glas í viðbót", sagð! Adam. Veitingamaðurinn skákaði flösk unni fram á borðið og nú fyrst veitti Adam honum athygli. Hann hafði stóran fæðingarblett á enn- inu. „Ég er ókunnugur á þessum slóðum", sagði Adam. „Það eru helzt ókunnugir menn, sem koma til að sjá fossana", sagði veitingamaðurinn. „Ég var í hernum. 1 riddaralið- inu“. „Já, einmitt það“, svaraði veit- ingamaðurinn. Adam fékk skyndilega löngun til að vekja áhuga mannsins með einhverju móti: „Ég barðist við Indíána", sagði hann. „Og þá var nú stundum volgt í kringum mann“. Veitingamaðurinn svaraði ekki. „Bróðir minn hefur ör á enn- inu“. Veitingamaðurinn bar fingur að fæðingarblettinum: „Þetta er ekki ör. Þetta er fæðingarblett- ur“, sagði hann. „Stækkar með hverju ári sem líður. Hvers kon- ar ör er það, sem bróðir þinn hefur?" „Eftir sár. Hann skrifaði mér um það“. „Hafið þér tekið eftir því, að fæðingarbletturinn minn er líkur ketti?“ „Já, ég sé það núna, þegar þér nefnið það“. „Þess vegna kalla þeir mig líka Kisa. Hafa gert það frá því að ég var lítill. Þeir segja að blett- urinn stafi af því, að móðir mín hafi orðið hrædd við kött, þegar hún gekk með mig“. „Ég er á heimleið. Hef verið lengi í burtu. Má ekki annars bjóða yður eitt glas?“ „Þökk þeim er býður. Hvar hald ið þér til, hérna í bænum?“ „1 gistihúsi frú May“. „Hana kannast ég við. Það er sagt að hún skammti kostgöngur- unum svo mikla súpu, að þeir hafi helzt enga lyst á kjötinu". „Já, það er sjálfsagt beitt klækj um í öllum viðskiptum". „Já, það er þó sannarlega satt. Nóg eru a. m. k. brögðin, sem þekkjast í mínu starfi". „Því trúi ég vel“, sagði Adam og brosti. „En samt er það eitt vandamál, sem ég kann engin ráð við, hversu mjög sem ég þarfnast þess“. „Og hvað er það?“ „Hvemig í fjandanum ég eigi að koma yður héðan út, svo að ég geti lokað kránni". Adam starði á manninn, starði á hann án þess að segja auka- tekið orð. „O, ég var nú bara að spauga", sagði veitingamaðurinn og reyndi að brosa afsakandi. „Ég fer sennilega heim á morg- un“, sagði Adam. „Ég meina, sko, raunverulega heim“. „Til hamingju", sagði veitinga- maðurinn. Adam gekk í gegnum hina myrkvuðu borg og hvatti sporið, líkast því sem hans eigin einstæð- ingsskapur væri að læðast á eftir honum. Svignandi útiþrep gisti- hússins mörruðu óþægilega undir fótum hans. Það var almyrkt í anddyrinu, nema hvað rétt glitti í ofurlitla, gula Ijósglætu frá olíulampa, sem svo mjög hafði Hotel Kongen af Dan mark — Köbenhavn Frá 1. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.00. HOLMENS KANAL 15 — C. 174. í miðborginni — rétt við höfnina. Málverkasýning Baldurs Edwins í Þjúðminjasafniru* opin daglega, alla bæna- og páskadagana kl. 2—10 M A K K U S Eftir Ed Dodd ~ M?YEH, UJCEEE CAME THIS VCAV ---- \NITH 1) — Þetta er dásamlegur hundur. Mig hefur alltaf langað til að eiga Sánkti Bernharðshund. Hvað ætli hann heiti? — Hann heitir Andi. Það stendur á merkispjaldinu. En nafn eigandans er orðið máð. 2) — Bara að við getum feng- ið að hafa hann. Hann væri góð- ur félagi. — Já, vissulega. Mér finnst strax eins og ég hafi átt hann í mörg ár. 3) Á meðan: — Jú, Láki fór hérna framhjá, NO TVtANKS, PAEDNER... X MUST KBBP UOOKINS FOE - /AV DQ6. ff en hann hafði engan svona stór- an hund með sér. Villtu annars ekki koma og fá þér tesopa. — Nei, þakka þér fyrir. Eg verð að halda áfram leitinni að Anda. verið skrúfað niður f, að ljósið á kveiknum blakti og var alveg að lognast útaf. Veitingakonan stóð í herbergis- dyrum sínum og nefið á henni varpaði skuggarák alveg niður á hökubroddinn. Köld augu hennar hvíldu á Adam og hún saug upp í nefið, til þess að vita, hvort víö- lykt væri af honum. „Góða nótt“, sagði Adam, Hún svaraði ekki. Uppi í stiganum stanzaði Adam og leit við. Konan stóð enn í söma sporum og horfði upp til hans og nú varpaði hakan skugga niður á hálsinn og augun voru köld sent áður. Loftið í herberginu hans var þungt og mettað ryki, sem ýmist hefur vöknað eða þomað, en aldrel verið hreinsað. Hann kveikti á eldspýtu og bar hana að kerta- stubbnum í lakkboma stjakanum. Svo ieit hann á rúmið — það var sigið niður í miðju, eins og hengi- rúm, með óhreinu, stagbættu vatt- teppi. Aftur heyrðist marra f þrepun- um og Adam vissi, að brátt myndi veitingakonan birtast í herbergis- dyrunum til þess að taka á móti næsta næturgesti, með sömu köldu ógestrisninni. Hann settist á rimlastól og studdi. olnbogum á hné sér, en höndum undir hökuna. Einhvers staðar á neðri hæðinni rauf snöggur hósti næturkyrrðina. Og Adam vissi, að hann gat ekki farið heim. Hann hafði oft heyrt gamla hermenn segja frá því áður, sem hann var nú 1 þann veginn að gera sjálfur. „Ég bara stóðst það ekki. Hafði engan stað að hverfa til. Þekkti enga lifandi sál. Flæktist bara um, eins og óttaslegið barn. Og áður en ég vissi af því sjálfur, stóð ég frammi fyrir undirforingjanum og grátbað hann að hleypa mér aftur inn — eins og hann gerði mér með því ómetanlegan greiða“. Þegar Adam kom til Chicago, lét hánn endurskrá sig í herinn og bað um að verða settur í gömlu herdeildina sína. Er hann beið þess í Kansas City að skipta um lest, var nafn hans skyndilega kallað upp og símskeyti var stung ið í lófa hans — skipun um að mæta í skrifstofu hermálaráðu- neytisins í Washington. Á þessum fimm árum hafði Adam lært — eða öllu heldur vanið sig á — að verða aldrei hissa á neinum skip- unum. 1 augum óbreytts her- manns vóru hinir fjarlægu guðir í Washington alveg óútreiknan- legir og hver sá, sem vildi halda viti sínu óskertu, hugsaði yfirleitt sem allra minnst um hershöfð- ingja. Tveim dögum síðar tilkynnti Adam komu sína á ráðuneytis- skriftofunni og settist því næst og beið inni í móttökuherbergi. Þar fann faðir hans hann. Það leið eitt andartak áður en Adam þekkti Cyrus aftur og það tók (hann enn lengri tíma að venjast 1 honum. Cyrus var orðinn mikill maður. Hann klæddist að hætti mikilla manna — svörtum jakka COBRA er bónið, sem bezt og lengst gljáir. — Hei ld söl ubi rgði r Eggcrt KristjánsMMl & Co. h.f. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.