Morgunblaðið - 21.09.1957, Page 2

Morgunblaðið - 21.09.1957, Page 2
2 MORGZJNBL 4Ð1Ð Laugardagur 21. sept. 1957 ixynning skákmanna: BjömJóhanness. MEÐAL þátttakenda í Stórmóti Taflfélags Reykjavíkur er Björn Jóhannesson. Hann er fæddur ár- ið 1930. Vann sig upp í meist- araflokk 1949. Varð meistari Sængurkonurnar voru lálnar hafa fófa- visi 12 klukkusiundum eftir barnshurðinn Islenzk sfúlka lauk nýlega prófi í meóferó sængurkvenna og barna Taflfélags Reykjavíkur 1950 og síðar 1956 og heldur því þeim titli nú. Björn hefur teflt á nokkr um öðrum innlendum skákmót- um, en aldrei erlendis og hefur sennilega teflt minnst af öllum þátttakendum í þessu Stórmóti T. R. Björn er meistari í enskum fræðum frá Edinborgarháskóla. NÝLEGA er komin heim frá Nor- egi, ung stúlka, Anna Lísa Gunn- arsdóttir, til heimilis að Kópa- vogsbraut 50. Hún er ein þeirra fáu hérlendra kvenna, sem lokið hafa prófi í „Spedbarns- og barselpleie", sem er nánast með- ferð sængur kvenna og nýfæddra barna. Hún er fyrsta íslenzka stúlkan, sem stundað hefur þetta nám í Noregi. Anna Lísa var við eins árs nám í þessu fagi við Dröbak Födehjemmet í Óslófirði, sem er í 30 km fjarlægð frá Gsló- borg. Barnasjúkdómar Fréttamaður Morgunblaðsins hitti Önnu Lísu fyrir skömmu og ræddi við hana um skóla þennan. Hún kvað kennsluna fólgna í bæði bóklegu og verklegu námi. — Við lærum um barnasjúk- dóma og hvernig hægt sé að fyrir byggja þá, sagði Anna Lísa, sem er mjög aðlaðandi stúlka 23ja ára gömul. T.d. var mikil áherzla lögð á húðsjúkdóma, bólur sem ung- börn eru gjörn á að fá skömmu eftir fæðinguna og yfirleitt allt Sagf frá síldarleit íslend- inga á alþjóða-fiskiþingi í OKTÓBER n.k. verður á vegum FAO efnt til fisveiðiþings í Ham- borg, sem mun mestmegnis fjalla um veiðarfæri og tæki til að leita uppi fisk í sjónum. í fréttatilkynningu frá FAO er skýrt frá því að Jakob Jakobsson fiskifræðingur leggi fram á þinginu skýrslu um síldarleit. En 100 skýrslur hafa þegar borizt frá ýmsum hlutum heims. 1 skýrslu Jakobs er greint frá því, hvernig flugvélar hafa verið notaðar við síldarleit, og einnig frá síldarleit Ægis með asdic- tækjum og með bergmálsdýptar- mæli. Sagt er frá því í skýrslunni að þegar árið 1928 hafi íslenzkir fiski menn notað sjóflugvél til að leita sílar. Nú eru notaðar í sílarleit- ina tvær tveggja-hreyfia flug- vélar, sem eru í notkun alla síld- arvertíðina. Árið 1956 flugu þær á 50 dögum í 286 klukkustundir rúmlega 60 þúsund km. Urðu flug vélarnar 60 sinnum varar við síld. Frá árinu 1953 hefur síldar- leitin verið endurbætt með sam- starfi flugvélanna við rannsókna- skipið Ægi. Sumarið 1956 sendi skipið síldarflotanum 45 sinnum tilkynningar um síldartorfur. Jakob lýkur skýrslu sinni með því að leggja áherzlu á að sam- starf milli flugvéla og rannsókna skips sé mikilvægt. Fréttabréf úr Borgar''irði eystra Ótíðarkafll hefur verið á Auslfjörðum BORGARFIRÐI eystra, 15. sept-j ember. — Heyskapur hefur geng- ið vel enda veríð fádæma góð tíð lengst af í sumar. í síðustu viku ágústs og það sem af er september hefur þó verið lítið um þurrk og nú síðustu daga hefur rignt talsvert. Snjóað hefur 1 fjöll og mikið kólnað í veðri. Sums staðar er talsvert úti af heyjum sem þegar eru farin að hrekjast. Menn hafa að mestu látið hey í vothey sem slegið er síðan rosinn byrjaði. Minnkandi engjaheyskapur Síðutu þrjár vikur má segja að heyskapui hafi lítið gegnið. Gras sölnar nú óðum og er útlit fyrir að september heyskapur verði sama og enginn. Er þetta mest engjasláttur sem víða hefur þó farið mmnkandi vegna stöðugrar ræktunar. Fé er nú óðum að koma af af- rétt heim að túngirðingum. Virð- ist bæði fullorðið fé og lömb vera f meðallagi að vænleika. Lítið hefur verið tekið upp úr görðum og mun uppskera vera víðast rýr. Berjaspretta ar allgóð einkum krækiber. Nokkuð er unnið að vegagerð hér í sumar í hreppnum. Aðal- lega var unnið við veginn til Húsavíkur. í ágúst var lokið við að merkja, sá í , valta og girða hinn fyrirhugaða flugvöll á Jök- ulsármóum. Ekki hafa flugvélar þó sezt á hann ennþá. Talið er að völlurinn verði vel fær litlum vélum þegar hann er gróinn. Jarðvinnsla hefur ekki hafist hér enn í haust vegna vöntunar á varahlutum til jarðýtu Búnað- arfélagsins, en skurðgrafa hefur unnið úrtaka lítið í allt sumar og ræst fram mikið land i kring um Bakkagerðisþorp í landi Bakka og Bakkagerðis. Verið er að byggja í hreppnum fjögur íbúðar hús að Hólalandi og Geitavík og tvö í Bakkagerðisþorpi. Fisklaust var hér framan af sumri. f ágúst og fyrstu daga sept ember var að jafnaði reytings- afli á línu er glæddist heldur er á leið. Síðustu dagana fyrir ros- ann, sem nú hefur tekið fyrir róðra nokkuð á aðra viku, var mikill og góour afli hja öllum bátum sem réru með línu. Um 10 trillubátar hófu róðra að stað- aldri eða þeir sem höfðu út- búnað til línuveiða. Mestur afli er nú 70 skippund. Handfærabát- arnir hafa yfirleitt fiskað mjög lítið í sumar. í dag er kalt og næðingsamt Ekki er fyrirsjáanleg v^ðurbreyt- ing til hins betra, því hryðju- veður er og festir snjó niður í miðjar hlíðar. Vegurinn til Hér- aðs er enn vel fær þótt snjóað hafi á harrn á kafla. — I. L sem ungbörnum viðkemur. Þá lærðum við meðferð þeirra, allt til átta mánaða. — En hvað um sængurkonur? — Þegar sængurkona kom á fæðingarheimilið, var það okkar verk, nemanna, að taka á móti henni, gera allar nauðsynlegar athuganir, svo sem á blóði, blóð- þrýstingi, þvagi og fleira. Sýn- ishornin vorum við svo látnar rannsaka sjálfar og með- höndla konuna eftir útkomu þeirra. Þessar athuganir voru gerðar þrisvar sinnum á hverri konu, einu sinni fyrir fæðingu og tvisvar eftir fæðinguna, en þær voru átta daga á fæðingarheimil- inu, ef allt gekk eðiilega. — Aðstoðuðu nemarnir við sjálfa fæðinguna? — Já, þegar að fæðingu kom vorum við látnar gefa konunni sprautu, sótthreinsa og undnbúa undir fæðinguna, en það er tals- vert verk. Sinntu konum og börnum — Voruð þið látnar annast börnin strax eftir fæðinguna? — Já, við tókum þau nýfædd og sinntum bæði þeim og lconun- um. Við böðuðum börnin, og það er ef til vill gaman að geta þess, að þau voru strax böðuð í steypi- baði. Það þykir mjög hentugt. Við böðuðum börnin einu sinni á dag, og skiptum svo á þeim eftir því sem þurfti. Við fylgd- umst með konunum í samband við börnin til dæmis að leggja þau á brjóst og að brjóst væru í lagi. Konurnar voru látnar fara á fætur eftir 12 klukkustundir frá því að barnið fæddist og var það gert til að fyrirbyggja æða- hnúta og blóðtappa. — En hvernig er það, jafngild- ir þessi menntun ljósmóðurfræði? íslendingar eiga 36 skip í smíðum um 10 þús. rúml. NÚ eiga íslendingar í smíðum bæði heima og erlendis 36 skip sem eru samtals 10,657 rúmlestir. Af þessu eru 10,372 rúmlestir í smíð- um erlendis en 285 rúmlestir í skipasmíðastöðvum. hér á landi. Tvö stór flutningaskip eru í smíðum í Álaborg fyrir Eimskipafélag ís- lands, hvort um sig 2500 rúmlestir. Hitt mun allt vera fiskiskip. Upplýsingar þessar eru gefnar í nýútkominni tilkynningu frá Skipa- skoðun ríkisins. Tveir togarar Tveir togarar eru í smíðum er- lendis. Annar þeirra í Beverley í Englandi, fyrir Fylki hf. í Rvík og verður hann 700 rúmlestir. Hinn er smíðaður í Bremerhaven í Þýzkalandi fyrir bæjarútgerð Reykjavíkur og verður 800 rúm- lestir að stærð. Tólf 250 rúmlesta skip Þá er sem kunnugt er búið að semja um smíði á tólf 250 rúm- lesta fiskiskipum í Stralsund í A- Þýzkalandi. — Helming þeirra skipa hefur verið úthlutað til þessara aðila: Sigurðar Magnús- sonar, Eskifirði; Einars Guð- finnssonar, Bolungarvík; Leós Sigurðssonar, Akureyri; Sigfúss Þorleifssonar, Daivík, og sinn hvor fer til útgerðarfélags á Rauf arhöfn og Vopnafirði. Öðrum sex skipum úr þessum flokki hefur ekki verið úthlutað. Fimm 75 rúmlesta skip „ í Fúrstenberg í Austur-Þýzka- landi eru nú í smíðum fyrir Is- lendinga fimm 75 rúmlesta fiski- skip. Eigendur þeirra eru þessir: Kaupfélag Skagstrendinga, Kaup félag Stöðfirðinga, Ingólfur Flyg- enring, Hafnarfirði, Albert Guð- mundsson, Tálknafirði, og Guð- Anna Lísa Gunnarsdóttir — Nei, það gerir hún ekki. En þetta er mjög góður undirbúning- ur undir Ijósmóðurfræði. Þessir skólar eru mjög fjölsóttir á Norð- urlöndum og stúlkur útskrifaðar af þeim, vinna sem fullgildar hjúkrunarkonur á fæðingardeild um. — Hvað hugsarðu þér með at- vinnu hér heima? — Það er nefnilega mesta vandamál. Hér er aðeins enz fæð- ingarheimili sem tekur nema í ljósmóðurfræði, og það virðist ekkert hafa með mína menntun að gera. Ég vildi samt langhelzt vinna við fæðingarstofnun, þar sem ég er búin að miða mitt nám við það. Ég er því helzt að hugsa um, að læra ljósmóðurfræði, en það er nú heldur ekki hlaupið að því, Ég kemst ekki að nærri strax, því aðsóknin er mikill að ljósmóðurfræði hér. Það er ætíð sorglegt þegar fólk getur ekki fengið þá atvlnnu sem það hefur miðað nám sitt við og varið tíma og peningum í. En vonandi rætist úr fyrir Önnu Lísu þannig að hún fái starf við sitt hæfi, áður en langt um líður. — M. Th. Friðrik og Ingvar fefla fjöllefli FRIÐRIK Ólafsson og Ingvar Ás- mundsson tefla í dag fjöltefli í Iðnó, og hefst það kl. 2. — Þeir munu hvor um sig tefla við um 30 menn og eru þátttakendur beðnir að hafa með sér töfl. Fjöl- teflið er á vegum Félags ungra Jafnaðarmanna en öllum er frjáls þátttaka. Þetta er fyrsta fjöltefli Ingvars Ásmundssonar hér á landi en áður hefur hann telft fjöltefli í Svíþjóð með góðum árangri. Um tvö ár eru nú liðin síðan Friðrik tefldi fjöltefli síð- ast. Augafullur - óslasaður MIKILL mannsöfnuður safnaðist saman við Lækjartorg síðdegis í gær, er maður nokkur lá þar á götunni. Einn hinna hvítu rauða- krossbíla kom að vörmu spori á fleygiferð á vettvang. Menn héldu að slys hefði orðið að mað- urinn hefði lent fyrir bíl. Safnað- ist á svipstundu að allmikili mann fjöldi. — Sjúkraliðsmenn fluttu manninn á slysavarðstofuna, en hann er Færeyingur. í ljós kom þá að hann hafði ekki orðið fyrir neinu slysi, heldur var hann svona augafullur, manngarmur- Tvelr íslendingar í efsta sæti BIÐSKÁKIR úr 5. og 6. umferð Stórmóts Taflfélags Reykjavíkur voru tefldar í gærkveldi og varð 6 skákum lokið um kl. 11.30, en tvær enn í gangi. Stáhlberg vann Guðmund S., Guðmundur Pálmason vann Gunnar, Ingi R. vann Gunnar, Friðrik vann Guðmund Ágústs- son, Björn vann Arinbjörn, en Benkö og Ingvar gerðu jafntefli. Skákir StShlbergs og Ingvars, Björns og Pilniks fóru aftur í bið. Friðrik og Ingi eru nú í efsta sæti með 414 vinning hvor. mundur Jónsson, Rafnkelsstöð- um. Skipasmíði innanlands Hér innanlands eru nú í smíð- um sjö fiskiskip. Tvö á ísafirði, bæði 58 rúml. Annað er fyrir Helga Björnsson o. fl,, Hnífsdal, en hitt fyrir íshúsfélag ísafjarð- ar. Tvö eru í smíðum í Neskaup- stað, annað 60 rúml., hitt 25 rúm- lestir. Er eigandi þeirra beggja skráður Dráttarbrautin hf., Nes- kaupstað. Þá er eitt 60 rúmlesta skip í smíðum í Hafnarfirði og er eigandi þess skráður Skipasmíða- stöðin Dröfn. Eitt 12 rúmlesta skip er í smíðum á Akureyri fyr- ir Kaupfélag Eyfirðinga og annað af sömu stærð í Vestmannaeyj- um fyrir Gunnar M. Jónsson. Fiskiskip í smíðum erlendis Önnur fiskiskip, sem nú eru í smíðum erlendis, eru eftirtalin: 70 rúmlesta skip í Risör, Nor- egi, fyrir Sigurð Lárusson o. fl., Hornafirði. 70 rúml. skip í Djupvik, Sví- þjóð, fyrir Óskar Valdimarsson o. fl., Hornafirði. 55 rúml. skip í Skagen, Dan- mörku, fyrir Guðmund I. Ágústs- son, Vogum. 60 rúml. skip í Strandby, Dan- mörku, fyrir Pál Ingibergsson o. fl., Vestmannaeyjum. 56 rúml. skip í Frederikssund, Danmörku, fyrir Þorbjörn hf., Grindavík. 60 rúml. skip í Frederikssund, Danmörku, fyrir Sigvalda Þor- leifsson, Ólafsfirði. 56 rúml. skip í Gilleleje, Dan- mörku, fyrir Fiskiðjuna Freyju hf., Súgandafirði. 70 rúml. skip í Buckie, Skot- landi, fyrir Kjartan Vilbergs- son o. fl., SöðvarfirðL 20 unglingar fá ákeypis skóla- visl á Norðurl. 20 UNGLINGAR fá nú í vetur ókeypis skólavist í lýðháskólum á Norðurlöndum, fyrir atbeina Norræna félagsins. Að þessu sinni hljóta 13 unglingar skóla- vist í Svíþjóð 5 í Noregi 1 í Finn- landi og 1 í Danmörku. Þeir sem þessar skólavistir hljóta í vetur eru: Svíþjóð.. Anna Brynjólfsdóttir Reykjavík, Auður Árnadóttir Akranesi, Ásdís Jakobsdóttir Reykjavík, Dómhildur Sigurðar- dóttir Draflastöðum Fnjóskadal, Edda Júlíusdóttir Akranesi, Elín H. Ásmundsdóttir Keflavík, Ið- unn Jakobsdóttir Reykjavík, Kat- rín Þorláksdóttir Hafnai firði, Margrét Guðmundsdóttir Reykja vík, Sigríður Magnúsdóttir Hafn- arfirði, Sigurlaug Árnadottir Akranesi, Snæbjörn Halldórsson ísafirði og Svanhildur Hilmars- dóttir Reykjavík. í Noregi. Anna Gunnlaugsdótt- ir Akranesi, Kristrún Ólafsdóttir Reykjavík, Ragnheiður Júlíus- dóttir Akranesi, Siðríður B. Sig- urðardóttir Siglufirði og Sigríð- ur Torfadóttir Akranesi. í Finnlandi Jón Aðalsteinsson Lyngbrekku Reykjadal og í Dan- mörku Dóra Egilsson Reykjavík. AKRANESI, 20. sept. — Reknetja bátarnir hér komu ekki nærri allir inn í dag, en þeir sem komu voru með rúmlega 200 tunnur af síld. Aflahæstur var Ver með 45 tunnur. — Oddur. X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.