Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur. 24 síður 232. tbl- — Sunnudagur 13. október 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins* Þetta er fyrsta myndin, sem birtist af rússneska gervitunglinu. Var hún tekin áður en því var skotið upp og stendur það hér á grind. Aftur úr því eru fjórar stangir hver rúmleg'a 2 metrar á lengd. Það eru loftnet fyrir senditæki. Meðan hnötturinn var í eldflauginni voru loftnetin vafin utan um hann, en eftir að hann losnaði skyldu þau spennast út og verða eins og myndin sýnir. Pravda upplýsir að gervi- fungiið sé búið mælifækjum RÚSSNESKA blaðið Pravda hefur skýrt ýtarlega frá gerð gervi- tunglsins. Að sögn blaðsins hefur það inni að halda mikinn fjölda af alls kyns mælitækjum og eru radíósenditæki notuð til að koma boðum frá gervitunglinu og veita þannig ýmsar þýðingarmiklar eðlisfræðilegar upplýsingar. Eins og áður hefur verið skýrt frá er gervitunglið kúla sem er 58 sentimetrar í þvermál og veg- ur 83,6 kg. Skel þess er gerð úr sérstakri mjög harðri aluminium blöndu og er það spegilfægt. Út frá því standa fjórar stangir, 2; 4 —2,9 metrar að lengd. Eru það loftnet fyrir senditækin. Kúlan er fyllt með köfnunar- efni eða ammoníaklofttegund, sem stuðlar að því að jafna hita- stigið. Þegar sólin skín á hnött- inn kælir þessi lofttegund hann, en þegar hnötturinn er í skugga við jörðina heldur lofttegundin hita á honum. Inni í hnettinum eru ýmis tæki. Þar ber fyrst að nefna radíó- sendistöðina, sem er mjög öflug, svo að í henni hefur heyrzt í 10 þús. km fjarlægð. Þessi sendistöð sendir ýmis hljóðmerki, og má greina af þeim ýmsar mælingar sem fara fram í öðrum tækjum í hnettinum. í fyrsta lagi eru mældar hita- breytingar sem verða á loftinu inni í hnettinum. Af öðrum mæl- ingum og hljóðmerkjum má m. a. greina eftirfarandi: Upplýsingar um gerð og mynd- un jónósferunnar. Þær upplýsing- ar fást m. a. við athugun á því, hve hlustunarskilyrði eru góð Þetta er í fyrsta skipti, sem tek- ið er á móti radíómerkjum frá stað utan jónósferunnar, svo radíóbylgjurnar þurfa að fara i gegnum hana og má þar af marka þykkt jónósferunnar. Upplýsingar fást um efnafræði- lega samsetningu háloftanna og um loftþrýsting. Þá eru tæki í hnettinum til að mæla segulmögnum jarðar og háloftanna, eðli ýmissa geim- agna og geisla sólarinnar, svo sem gamma-geislanna, aðra röntgengeisla og útfjólubláu geislana. Einnig eru tæki í hnettinum til að kanna rafsvið jarðar, hvern ig norðurljósin koma upp, efnis- samsetningu sólhjúpsins, hvort jörðin sé rafhlaðin annað hvort +, eða eða neutral. * Sérstök tæki eru til að mæla geislun efna eins og litíum og berillium, sem eru í miklu magni í sólinni. Þá verður lögð áherzla á að kanna hina svonefndu %, 1 og 27 sólarhringa „tíðni“, sem eðlisfræðingar hafa veitt athygli og talið er að stafi frá reglu- bundnum breytingum í sólinni. Það er tekið fram í Pravda, að radíóskeyti frá gervitunglinu muni breytast nokkuð með tím- anum og gert er ráð fyrir, að þau muni hætta innan skamms, annað hvort af því að loftsteinn hitti hnöttinn sjálfan eða loft- netsstangirnar, eða rafgeimarnir tæmist. Krúsjeff viðurkennir að Rússar séu í vígbúnaðarkapphlaupi Reiðubúinn að veita sósíaliskum stjórnum sömu „hjálp“ og Kadarstjórninni var veitt, sagði hann í samtali við fréttaritara New York Times. NIKITA KRÚSJEFF átti fyrir skömmu langt viðtal við frétta- ritara New York Times, James Reston. Má segja, að hann hafi í þessu samtali rætt um alla heima og geima. Mesta athygli vakti þó sú yfirlýsing hans, þar sem hann viðurkenndi að Rússland stæði nú í vígbúnaðarkapphlaupi við Bandaríkin og að mannaðar flug- vélar væru orðnar úreltar, hin fjarstýrðu flugskeyti tækju við. Hér verður sagt nokkru nánar frá samtali þessu: Hverjir veiða lagðir í rúst? Fyrst lagði Reston spurningu fyrir Krúsjeff um friðsaml^ga sambúð Rússa við vestrænar þjóðir. Svaraði Krúsjeff henni með hinum venjulegu slagorðum um friðsamlega sambúð. Síðan vék hann talinu að því að auð- valdsríkin yrðu lögð í rústir og myndu hrynja í nýrri styrjöld. Fréttaritarinn spurði Krúsjeff þá, hvort Sovétríkin yrðu ekki líka lögð í rúst í slíkri styrjöld. Krúsjeff neitaði því.Hann kvað kommúnistaríkin mundu bíða mikið tjón og svo yrði að sjálf- sögðu á báða bóga. En eftir það hrun myndi það fólk, sem eftir lifði krefjast kommúnísks þjóð- skipulags. — Nú gætuð þið ætl- að, sagði hann, að með slíkan sigur fyrir augum í þriðju heims- styrjöldinni myndu sósíalisku ríkin hefja styrjöldina. En það gera þau ekki. Það yrði auðvalds heimurinn sem byrjaði slíka styrj öld, en myndi fara flatt á því. Rússar eru sterkir. Krúsjeff talaði með miklu sjálfs trausti um vopnabúnað Sovét- Framh. á bls. 2 A hrif gervihnattarins LONDON, 12. okt. — Það hlaut að koma að því — gervihnöttur Rússa hefur þegar haft áhrif á kvenhattatízkuna. Á kvenhatta- sýningu í London í fyrradag vax í fyrsta sinn sýndur hattur af gervihnattargerð. Hann er úr rauðu pelli, í lögun eins og hjálm ur, og skreyttur fjórum „loft- netsstöngum" úr rauðu satíni. SIDNEY, 12. okt. — Fyrirtæki eitt í Sidney í Astralíu, hefur tekið út tryggingu, sem nemur um hálfri milljón króna, hjá Lloyds í London, fyrir starfsfólk sitt og viðskiptavini. Tryggt er gegn „dauðaslysi af völdum'þess gervihnattar, sem nú snýst í kringum jörðina“. Tryggingin kostaði fyrirtækið 1500 krónur. Það getur sem sagt orðið dýrt spaug fyrir Lloyds í London, ef einhver af starfsmönnum eða viðskiptavinum hins ástralska fyrirtækis skyldi fá „ráðstjórn- armánann“ í hausinn. Fyrir ári ptu BaniarÉkÉu senl gervihnöll úf í geiimnn CHATTANOOGA, Tennessee, 12. okt. — Blaðið „Chattanooga Times" skýrði frá því í dag, að hópur þýzkra eldflauga-sérfræð- inga í Huntsville í Alabama hefði beðið um leyfi bandaríska land- varnaráðuneytisinS til að senda gervihnött út í geiminn fyrir rúmu ári, en fengið synjun. Blaðið segir, að það hafi verið þáverandi landvarnaráðherra Charles Wilson, sem synjaði sér- fræðingunum um leyfið á þeim forsendum, að hann vildi ekki leyfa hernum að hafa afskipti af gervihnöttum, þar sem flotanum hefði verið falið að sjá un alla gervihnetti. Sérfræðingarnir ætluðu að senda gervihnöttinn út 1 geim- inn með Júpíter-eldflaug, sem hafði komizt í 960 kílómetra hæð 26. september 1956. Blaðið hafði það eftir ónafngreindum vísinda- manni í Huntsville, að hægt hefði verið að senda gervihnöttinn upp um það leyti. Fréttamenn útilokaðir POSTOJNA, Júgóslavíu, 12. okt. — Sjúkov marskálkur, landvarna ráðherra Rússa, sem er í opin- berri heimsókn í Jógóslavíu, var í dag viðstaddur heræfingar i Knozak, um 50 km. frá Opatija, sem er á veginum til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Mikil leynd et yfir allri heimsókn her- foringjans, og vestrænum blaða- mönnum var bannað að vera við staddir heræfingarnar bæði í dag og í gær, en þá var Sjúkov einnig viðsíaddur æfingar júgó- slavneska hersins. Jsínvægið óraskað STRASSBORG, 12. okt. — Þing Evrópubandalagsins, sem tekur til 7 ríkja, var sammála um það í dag, að rússneski gervihnött- urinn hefði ekki raskað jafnvæg- inu milli austurs og vesturs, þrátt fyrir þau sálfræðilegu áhrif, sem þetta afrek hlyti að hafa. Þessi yfirlýsing var gefin í sérstakri álitsgerð að loknum tveggja daga umræðum um ör- yggismál Evrópu með tilliti til síð ustu þróunar í Sovétríkjunum. Var þar tekið fram, að gervi- hnötturinn hefði engin áhrif á styrkleikahlutföllin í heiminum í dag, þar eð báðir aðilar væru búnir nýtízku vopnum. Fréttir / stuttu máli MOSKVU, 12. okt. — Rússar hafa sent mótmæli til dönsku stjórn- arinnar fyrir að vísa úr landi starfsmanni við rússneska sendi- áðið í Höfn, Smirnov, sem stund- aði njósnir um hernaðarmann- virki í Danmörku. NEW YORK, 12. okt. — Fyrr- verandi saksóknari Bandaríkja- stjórnar, Myles Lane, sagði í dag, að Julius og Ethel Rosenberg, sem tekin voru af lífi fyrir njósn- ir, hafi sent Rússum leynilegar upplýsingar um rannsóknir Bandaríkjamanna á gervihnött- um árið 1947. Sagði hann að þetta hefði komið fram í réttarhaldun- um gegn bróður frú Rosenberg, David Greenglass, sem dæmdur var í 15 ára fangelsi fyrir njósnir. ALSÍR, 12. okt. — í dag voru þrír menn líflátnir í Alsír fyrir morð. Inoiæddii mótmæla aigerðum Frohka ó Sahara-eyðimörkinni BAMAKO, Frönsku Vestur-Af- ríku ,12. okt. — Sendinefndir frá Chad-, Niger- og Franska Súdan- landsvæðinu mótmæltu því í dag, að þeir hlutar þessra landsvæða, sem liggja í Sahara-eyðimörkinni, hafa verið lagðir undir stjórn sér- staks fyrirtækis, sem á að hafa umsjón með olíuvinnslu Frakka í Sahara-eyðimörkinni. Eftir fund Lýðræðissambands Afríku, sagði formælandi sendinefndanna þriggja, Mhamane Alassane við fréttamenn, að umrædd land- svæði hefðu órækan rétt til hluta af Sahara-eyðimörkinni, og þess vegna væri ólöglegt að setja Sahara-eyðimörkina undir stjórn sérstaks fyrirtækis án samninga við landsvæðin þrjú, Chad, Niger og Franska Súdan. Eins og kunnugt er, hafa Frakk ar fundið ótrúlega fjársjóði í Sahara, ekki axkúns auðugar olíu- lindir, heldur og kol, járn, úran- íum og fleiri málma. NEW YORK, 12. okt. — Kvik- myndaleikarinn heimsfrægi Marl on Brando hefur gengið að eiga indverska leikkonu. LONDON, 12. okt. — Macmillan forsætisráðherra Breta hélt loka- ræðuna á landsþingi brezka I- haldsflokksins í dag og kvað Breta mundu halda áfram að smíða vetnisvopn, þar sem þau væru eina vörnin gegn viðleitni kommúnista við að leggja undir sig heiminn. LONDON, 12. okt. — í morgun fóru Elizabet Bretadrottning og Filippus maður hennar frá Lond- on áleiðis til Kanada og Banda- jríkjanna í opinbera heimsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.