Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 4
4 MORGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 1S. okt- 1957 f dag er 286. dagur ársins. Sunnudagur 13. október. Árdegisflæði kl. 9,13. Síðdegisflæði kl. '1,37. Slysavarðslofa Reyítjavíkur í Heilsuverndarstöðinní er opin all an sólarhringinn. Læknavörður L.R. (fyrir vxtjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 11330. — Ennfremur eru Holtsapótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjarapótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttalin apótek eru opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. — Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek ex opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Krdstján Jóhannesson. — Sími 50056. — Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími 1032. — Næturlæknir er Stefán Guðnason. □ EDDA 5957107 — 1 Atkv. I.O.O.F. 3 13910148 = FI. ES^Messur Langholtsprestakall: — Messað í Laugarneskirkju kl. 5. Barna- samkomuna í Laugarásbíói kl. 10,30 f.h. Séra Árelíus Níelsson. Keflavíkurkirkja — Barnaguðs- þjónusta kl. 11 árdegis. Áður aug lýst messa kl. e.h. fellur niður. Björn Jónsson. K^Brúðkaup Nýlega voru gefin saman í hjónaband, af séra Emil Björns- syni. Einar Halldór Gústfsson og | Sólveig María Guðlaugsdóttir. — Heimili þeirra verður að Bjarnar stíg 11. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband Anna Þ. Þórkelsdóttir, Grettisgötu 44A og James Ray Argabrite frá Duck, West Virgin- ia. — Heimili ungu hjónanna verð ur fyrst um sinn á Grettisg. 44A. Séra Þorsteinn Björnsson gaf brúð hjónin saman. Hjönaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Laufey Guðmunds- dóttir frá Hvoli, Innri-Njarðvík og Jóhann Davíðsson, Hjallav. 54. Afmæli 60 ára er á mánudaginn 14. þ. m., Petrina Jónasdóttir frá ísa- firði. Hún dvelst nú á heilsuhæl- inu Vífilsstöðum. Guðmundur Sveinsson, sjómað- ur, Kárastíg 3 er áttræður á morg un, (mánudag). 50 ára er í dag frú Jónína Ölafs- dóttir frá Hvítárvöllum nú til heimilis að Gunnlaugsgötu 13 Borgarnesi. jg5B Skipin Eimskipafélag Islands h. f.: — Dettifoss fór frá Vestm.eyjum í gærdag til Fáskrúðsfjarðar, Norð fjarðar, Eskif jarðar, Reyðarfjarð ar og þaðan til Gautaborgar, Len ingrad ,Kotka og Helsingfors, — Fjallfoss fór frá London 12. þ.m. til Hamborgar. Goðafoss fór frá New York 8. þ.m. til Rvíkur. — Gullfoss er í Reykjavík. Lagarfoss fór frá Kotka 10. þ.m. til Reykja- víkur. Reykjafoss er í Hull. — Tröllafoss er í Reykjavík. Tungu- foss fór frá Keflavík í gærdag til Antwerpen og Hamborgar. — Drangajökull er í Reykjavík. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla fer frá Reykjavík kl. 20 í kvöld, vestur um land í hringferð. Esja er á Austfjörðum á norðurleið. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið fór frá Rvík í gær vestur um land til Akureyr- ar. Þyrill r í Reykjavík. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Siglufirði. Arnarfell fór frá Dalvík 9. þ.m. áleiðis til Napolí. Jökulfell er á Djúpavogi. Dísarfell er á leið til Caglíari og Palamos. Litlafell er á leið til Húsavíkur og Akureyrar. Helgafell er í Reykja- vík. Hamrafeil fór frá Reykjavík 9. þ.m. til Batúm. Eimskiparélag Rvíkur h. f.: —— Katla er væntanleg til Reykjavík- ur á þriðjudag. — Askja er í Hudiksvall. Flugvélar Flugfélag íslands li.f.: — Milli- landaflug: Gullfaxi er væntanleg- ur til Reykjavíkur í dag kl. 17,10 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló. Flugvélin fer til London á morgun kl. 10,00. — Innanlands- flug: í dag er ráðgert að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Egilsstaða, Fagurhóls mýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Aheit&samskot Hallgrímskirkja í Saurbæ, afh. Mbl.: — R Á kr. 100,00. BH Tmislegt KFUM og K, Hafnarfirði: Sunnu- dagaskólinn er kl. 10,30 ®g drengja fundur kl. 1,30. Almenn samkoma verður kl. 8,30 á sunnudagskvöld og verður Jóhannes Sigurðsson, prentari, ræðumaður. — Á mánu- dagskvöldið kl. 8,30 hefjast fund- ir fyrir pilta á aldrinum 13—17 ára. — Haustmarkaður Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfiroi verður í Sjálf stæðishúsinu í dag og hefst kl. 4. Háskólafyrirlestur. — Prófessor Koch flytur fyrsta fyrirlestur sinn hér í 5. kennslustofu Háskól- ans kl. 10 f. h. á mánudag. Efni Constantinus mikli. — Annar fyr- Fyrir níu árum var Caryl Chessman dæmdur til dauða og átti aftakan að fara fram í gasklefa í Los Angeles, en þeim dómi hefur ekki enn verið fullnægt. Hefur aftökunni verið frestað hvað eft- ir annað á síðustu stundu. Tímann hefur Chessman notað til þess að skrifa hækur, sem vakið hafa mjög mikla athygli. — Mál hans verður tekið fyrir að nýju 25. nóv. nk., og í tilefni þess hefur hann fengið leyfi til að halda til í sérstöku herbergi í fangelsisbyggingunni, þar sem hann les lög, ef það mætti verða honum að gagni við vörn málsins. Tveir lögreglumenn gæta hans. irlestur Kochs verður á þriðju- dagsmorgun kl. 10 f. h. og nefn- ist: Kirkjan í veraldlegu um- hverfi samtíðarinnar. Kvenfélagið Keðjan heldur fyrsta fund vetrarins á Hverfis- götu 21, í húsi hins ísl. prentara- félags, mánudaginn 14. þ.m. kl. 8,30. — Vísindamaðurinn og rithöfund urinn frxgi, Peter Frechen, var alger bindindismaður. — Umdxm- isstúkan. Fermingarskeyli sumarstarfs K F U M og K í Vatnaskógi og Vind áshlíð eru afgreidd í dag frá kl. 10 f.h. til 5 e.h. í húsi félaganna á Amtmannsstíg 2B, -Kirkjuteig 33 og barnaheimilinu Drafnar- borg. — Frá Guðspckifélaginu. — Mister John Coats flytur fyrirlestur í kvöld í Guðspekifélagshúsinu kl. 8,30. — Knattspyrnufélagið VALUR. ■— Fyrsti skemmtifundur fyrir IV. og V. fl. á haustinu, er . dag kl. 2 að Hlíðarenda. Margt til skemmtunar Kvikmyndasýning m. a. Pennavinir. — Nokkrir erlend- ir pennavinir hafa skrifað Morg- unblaðinu og beðið um að nöfn þeirra væru birt. Fara nöfn þeirra hér á eftir. Nils Petter Isakson, Borgheim, Nötterög pr. Tönsberg, Norge, vill skrifast á við íslenzkan frí- merkjasafnara. Jens Thomas Scheen, Söndre Mellerandgard Nordstrandshögda, Osló, vill skrifast á við íslenzkan pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára og skiptast á frímerkjum. — Vafalaust má skrifa honum á dönsku. — Ekkehard Atzpodien, Grimma, Sachsen, Leisnigelstrasse 4, vill skrifast á við stúlku á aldrinum 14—16 ára. Tor Jarle Slind, Elverum, Norge, vill skrifast á við 12—13 ára dreng. Áhugamál, frímerki og íþróttir. Bréfið má skrifa á dönsku Vagn Otterström, cand. polit., Fredériksdal pr. Lyngby, Dan- r..ark, vill skrifast á við frímerkja safnara, og fá um leið upplýsing- ar um frímerkjaverð hér. Kvenréttmdafélag íslands heldur fund þriðjudaginn 15. þ.m. að Hverfisgötu 21 kl. 8,30. Aðatbjörg Sigurðardóttir flytur erindi. Taflfélag Reykjavikur: — Æf- ing verður kl. 2 í dag í Þórskaffi. Bandalag íslenzkra skáta — I dag er hinn árlegi merkjasölu- Skátar, selja merki sín í dag. Styðjið æskuna, kaupið skáta- merkin. dagur skáta um land allt. Merldn kosta 5 kr. Söfn Þjóðminjasafnið er opið sunnil- daga kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtu daga, og laugardaga kl. 1—3. Árbæjarsafn opið daglega kl. 3 —5, á sunnudögum kl. 2—7 e.h. Listasafn ríkisins er til húsa i Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafn ið: Opið á sur-tudögum kl. 13—16 ÆL m f Slíl. IUyrkar horfur viðgerðarmannsíns Viðutan prófessor: — Nú mun ég kryfja frosk og sýna ykkur innvortis byggingu hans. (Opnar böggul og tekur upp franskbrauða sneið, lítur á hana og hrópar). — Drottinn minn, góði, ég var sannfærður um að ég hefði verið að borða brauðið mitt fyrir fáein- um mínútum. Leikari, sem hafði lítið hlutverk veiktist og aðstoðarmaður í leik- húsinu var settur inn í hlutverk- ið. Hann kom upp á leiksviðið, og mælti eins og fyrir hann hafði verið lagt: — Lávarður minn, lögreglan hefur komizt að öllu og er við hliðið! Vondi lávarðurinn: — Þetta er vitleysa, drengur minn, þetta er vitleysa. Aðstoðarmaðurinn: •— Allt f lagi, góði. F'arðu bara og spurðu leikstjórann að því, hann sagði mér að segja þetta. ★ — Þykir manninum yðar gam- an að garðyrkju? — Já, hann elskar garðinn sinn svo mikið, að mér finnst leiðinlegt að hann skuli ekki vera ánamaðk- ur. — ★ Ríkur Amerikani fékk viðtal við hans hátign páfan . Ameríkan inn rétti hans hátign höndina hressilegur í bragði og mælti: — Gleður mig að kynnast yður. Ég hafði þá ánægju að þekkja föð ur yðar, páfann sálaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.