Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 13. okt. 1957
AlvöruorS til nemenda
1 öllum þeim æsingum, sem urðu
í bænum Little Rock í Arkansas
í sambandi við inngöngu nokk-
urra svertingja í miðskóla borg-
arinnar, gleymdu þeir menn, sem
fyrir ólátunum stóðu að taka til-
lit til sjálfra hinna hvítu nem-
enda, sem ganga í þann skóla.
Svo mikið er víst, að það voru
ekki nemendurnar, sem hófu æs-
ingar þessar, það voru utanað-
komandi menn eða foreldrar nem
endanna, sem höfðu sig mest í
frammi.
Nú má kannske segja, að það
sé þýðingarlaust að leita álits hjá
unglingum á gelgjuskeiði, sem
ekki eru einu sinni orðnir lög-
ráða. Málið snerti þó skóla þeirra,
samveru þeirra með unglingum
af öðrum kynþætti. Því er vert
að íhuga nokkuð, hvaða afstöðu
Edwin A. Walker hershöfðingl.
unga kynslóðin hefur til sameig-
inlegrar skólagöngu kynþátt-
anna.
★
Það er skemmst frá því að
segja, að víðast þar sem kynþætt-
irnir hafa byrjað sameiginlega
skólagöngu, hafa hvítu ungling-
arnir tekið því með stillingu.
Þetta hefur verið svo áberandi,
að menn tala nú um það í Banda
ríkjunum, að algerlega ný við-
horf séu að skapast meðal æsku-
lýðs Suðurríkjanna í þessum mál-
um.
1000 kr. sekt fyrir
að aka á 110 km hraða
UNGUR maður hefur verið dærnd
ur hjá sakadómara í 1000 króna
sekt fyrir of hraðan akstur. Hann
hafði aldrei áður verið tekinn
fyrir neins konar brot gegn um-
ferðarlögunum.
Maður þessi var fyrir nokkru
síðan á leið út fyrir bæinn
snemma morguns, og mældi þá
lögreglumaður sem sá til ferða
hans og elti á bifhjóli, hraða bíls-
ins 110 km. Á þessum feikilega
hraða var maðurinn nærrj því
búinn að missa bílinn út af vegin-
um að því er sjónarvottur greindi
frá, en honum tókst á síðasta
augnabliki að bjarga sér frá stór-
slysi.
Bíllinn sem maðurinn ók var
15 ára gamall.
Með tilliti til þess að maðurinn
hafði aldrei áður komizt undir
manna hendur fyrir umferðar-
brot, var ekki talin næg ástæða
til að svipta hann ökuleyfi, sem
annars hefði komið mjög til
greina, að sögn dómarans.
Ökumaðurinn gaf þá skýringu
á akstri sínum að hann hafi orðið
að flýta sér.
Víst hefur það komið fyrir í
skólunum, að hvítir unglingar
láti í ljós andúð á þeim svörtu,
þegar þeir koma fyrst í skólana.
Þetta virðist þó aðeins vera und-
antekningarnar. Langvíðast setj
ast svartir og hvítir piltar og
stúlkur inn í bekkjadeildlrnar
og blanda þar geði eins og ekk-
ert hafi í skorizt.
★
Þegar æsingarnar í Little Rock
hófust voru það ekki nemend-
urnir, sem komu þeim af stað,
heldur maður sá, sem skipaði
sæti ríkisstjórans í Arkansas.
Hefði hann ekki framið sínar að-
gerðir, hefði sameiginlega skóla-
gangan farið fram í röð og reglu.
Það var ákvörðun Faubus fylk-
isstjóra um að kalla út lögreglu
og þjóðvörð, sem kveikti bálið.
Síðan liðu þrjár vikur við deil
ur og æsingar. Öll æsinga- og
öfgaöfl í þessari suðlægu borg
voru að verki við að kynda
undir í glóðum haturs. Það er
fyrst þegar líður á deiluna,
sem unglingarnir fara sumir
að smitast af ofstækinu, fyrir
áhrif frá foreldrum sínum og
öðru fullorðnu fólki.
Það gegnir jafnvel furðu,
hve lítil áhrif æsingarnar
höfðu á nemendurna, sem sést
bezt af því, að þegar svert-
ingjanemendurnir voru flutt-
ir til skólans undir hervernd,
hófust samtök meðal hvítra
nemenda um að segja sig úr
skólanum til mótmæla. En það
voru þó aðeins 75 nemendur
af um 1200, sem tóku það
skref og hafa nú flestir snúið
aftur til skólans.
★
Einn maður var það þó, sem
nálægt þessum deilum kom, er
tók fullt tillit til sjálfra nenriend-
anna í skólanum og það var yfir-
maður herliðsins, sem að skipun
Eisenhowers forseta fór inn í
Little Rock og sá um að lögin
yrðu framkvæmd. Hann er hers
höfðingi að tign og heitir Edwin
A. Walker. Nokkru eftir að her-
liðið var komið inn í borgina,
óskaði hann eftir því við skóla-
stjórann að fá tækifæri til að
ávarpa nemendurna „á sal“ og
var honum leyft það góðfúslega.
★
Þar flutti Walker hershöfðingi
ræðu, sem nemendurnir munu
lengi minnast, þar sem hann
skýrði fyrir þeim, eins og í svo
lítilli kennslustund nauðsyn þess
ara aðgerða. Fyrst skýrði hann
fyrir þeim með öfgalausum hætti
úrskurð Hæstaréttar um sameig-
inlega skólagöngu allra unglinga
Bandaríkjanna. Hann ræddi um
það, að hér lægju að baki
ákvæði stjórnarskrár Bandaríkj-
anna og þær grundvallarreglur
mannréttinda, sem hvert frjálst
lýðræðisríki yrði að hlíta. Síðan
sagði hann:
— Eins og ykkur er kunnugt
um, ungu konur og karlar, þá
hefir ástandið í borg ykkar Little
Rock verið þannig að undan-
förnu, að skólaganga nokkurra
unglinga hefur verið hindruð.
Þess vegna hefur Eisenhower for-
seti skipað svo fyrir, að þjóð-
vörður ríkisins verði settur und-
ir sambandsstjórnina og herlið sé
kallað á vettvang til að fram-
kvæma lögin. Hef ég verið kvadd
ur til sem herforingi að sjá um
þá framkvæmd.
— Hvaða þýðingu hefur þetta
fyrir ykkur, unga fólk? Þig hafið
vafalaust oft heyrt, að Banda-
ríkin séu réttarríki, sem stjórnað
sé af lögum en ekki mönnum.
Þetta þýðir, að við verðum öll
að hlýða lögunum, hvort sem
okkur er það Ijúft eða leitt, og
okkur ber öllum skylda til að
vernda þau og sjá um að þeim
sé framfylgt. Engar undantekn-
ingar er hægt að gera, ef svo
væri, myndum við ekki vera öfl-
Sexfugur á morgun:
Dr. Kristinn Guðmundsson
sendiherra
ug þjóð, heldur óskipulagður
múgur.
Ég vænti þess, aS þið séuS
velviljaðir, löghlýðnir borgat-
ar, sem skiljið að nauðsynlegt
er að hlýða lögunum. Þið
þurfið ekkert að óttast frá
hendi hermanna minna og eng
inn mun trufla ykkur í námi
ykkar. En ég skal hins vegar
vera fullkomlega hreinskilinn
við ykkur — ég mun nota öll
tæki og öll þau ráð til að fram
kvæma hina löglegu sameigin
legu skólagöngu kynþáttanna.
Það er einmitt það, sem mér
hefir verið fyrirskipað að
framkvæma og ég mun hik-
'laust gera það. Þeir
sem reyna að trufla löglega
stjórn skólaais munu verða
fjarlægðir af hermönnum og
afhentir lögreglunni, til þeirr
ar meðferðar, sem löð ákveða.
Að lokum yil ég aðeins segja
þetta um hermenn mína: Þeir
eru hér af því, að þeir hafa feng-
ið fyrirskipun um það. Þeir
eru vanir hermenn og eru því
eins ákveðnir og ég í að fram-
kvæma fyrirmælin. En löghlyðn-
ir borgarar þurfa ekkert að óttast
frá þeirra hendi. Mikil áherzla
hefur verið lögð á það, við her-
mennina, að þeir valdi ekki
meiðslum á borgurunum eða
skemmdum á eignum og þeir
munu hlýða þeim fyrirmælum út
í æsar.
Að svo mæltu vil ég biðja
ykkur unga gólk að aðstoða þá
við framkvæmd laganna ykkar
sjálfum og öðrum í hag.
Af þessum orðum herforingj-
ans mátti glöggt merkja, að hér
var fullkomin alvara á ferðum,
enda var ástæða til þess, þar sem
mótstaðan í Little Rock var brot
á stjórnarskránni.
DR. Kristinn Guðmundsson,
sendiherra íslands í London á sex
tugsafmæli á morgun, hinn 14.
október. Hann er Vestfirðingur
að ætt, fæddur að Króki á Rauða
sandi, sonur hjónanna Guðrúnar
Einarsdóttur Thoroddsen og Guð
mundar Sigfreðssonar , hrepp-
stjóra. Stundaði hann fyrst nám
í Núpsskóla í Dýrafirði en síðan
í Menntaskólanum í Reykjavík
og lauk stúdentsprófi þar árið
1920. Að loknu stúdentsprófi
stundaði hann nám í hagfræði í
Kiel og Berlín. Lauk hann dokt-
orsprófi í þeirri fræðigrein árið
1926.
Dr. Kristinn gerðist kennari
við Menntaskólann á Akureyri
árið 1929. Kenndi hann við skól-
ann fram til ársins 1952, aðallega
þýzku og bókhald. Á Akureyri
gegndi hann fjölmörgum opin-
berum störfum, átti sæti í skatta-
nefnd, niðurjöfnunarnefnd og
bókasafnsnefnd. Ennfremur
gegndi hann um 10 ára skeið
starfi skattstjóra þar.
Sumarið 1953 varð dr. Kristinn
utanríkisráðherra í fjórða ráðu-
neyti Ólafs Thors. Gegndi hann
ráðherraembætti fram yfir mitt
sumar 1956. Síðar á því ári var
hann skipaður sendiherra íslands
í London.
Dr. Kristinn er kvæntur þýzkri
konu, Elsu, f. Kalbow, ættaðri
frá Berlín.
Sá, er þetta ritar, kynntist dp.
Kristni í Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Naut hann þar almennra
vinsælda sakir ljúfmennsku siniw
ar. Elskulegri kennara gat naum-
ast en dr. Kristin Guðmundsson.
Eiga „Norðanmenn" allar endur-
minningar góðar um samvistirn-
ar við hann.
Dr. Kristinn er maður mikill að
vallarsýn og hinn glæsilegasti,
virðulegur í framkomu og hinn
bezti drengur. Fróður og vís er
hann um marga hluti.
Nemendur hans og vinir óska
honum heilla sextugum og all*
farnaðar í nýju starfi. —S.Bj.
shrifar úr
daglega lífinu
1
Verðskulduð verðlaun
NÝLEGA hafa verið veitt verð-
laun úr minningarsjóði
Björns Jónssonar, Móðurmáls-
sjóðnum. Verðlaun þessi eru, sem
kunnugt er, veitt fyrir gott mál
og góðan stíl. Að þessu sinni hef-
ur aðalritstjóri Morgunblaðsins
Bjarni Benediktsson hlotið þessi
verðlaun og þar með viðurkenn-
ingu okkar færustu manna.
Skólar landsins útskrifa árlega
mikinn fjölda æskufólks, sem að-
eins hefur ríumið undirstöðuatriði
móðurmálsins. Andlegur þroski
þessara ungmenna og um leið
næmleik þeirra fyrir fegurð máls
ins, fer að mestu leyti eftir því
lesmáli, sem fyrir þeim verður.
Dagblöðin ei-u það lesmál, sem
mest er lesið og mest áhrif hefur
á málsmeðferð þjóðarinnar. Það er
því þýðingarmikið að dagblöðin
séu vel skrifuð á góðu og fögru
máli,
Morgunblaðið er stærsta og út-
breiddasta dagblað landsins, er
lesið af svo að segja hverju
mannsbarni á landinu. Það er því
ánægjuefni hverjum sönnum
Islending að svo ritfær maður
sem Bjarni Benediktsson er skuli
stjórna því ot þannig hjálpa til
að móta og auka næmleik þess
æskufólks, sem vex upp í byggðum
landsins, fyrir þeim fegursta
gimstein er þjóðin á, móðurmál-
íu.
Pétur Sturluson
Álafossi.
Götulífið hér í Reykjavík breyt-
ist ár frá ári.
Karlmenn með
regnhlífar
ÞAÐ er gaman að fylgjast með
því og þeir sem hér hafa
lengi átt heima og muna mörg ár
afur í tímann hljóta að hafa af
því bæði skemmtan — og kannske
stundum nokkra sorg að sjá hvern
ig tímarnir breytast og mennirnir
með. Undaufarnir dagar hafa ver
ið miklir rigningardagar. Og þeir
hafa líka leitt í ljós sérstakt fyrir
brigði í karlmannatízkunni sem
óhugsanlegt hefði verið fyrir fá-
um árum. Karlmenn með regn-
hlífar.
Lögmál tízkunnar eru ströng,
einkum í litlu þjóðfélagi, litlum
bæ þar sem menn hafa sér fátt
annað til dægradvalar en hlæja
hver að öðrum af litlu tilefni.
Karlmaður með regnhlíf hefði ver
ið álitinn eitthvað forskrúfaður
árið 1950, nema hann he^ði verið
virðulegur eldri maður sem gekk
auk þess í „gallosíum" og frakka
frá Aquascutum í London.
Ekkert hlægilegt
EN nú er öldin önnur. Þessa
dagana hefi ég tekið eftir all-
mörgum ungum og miðaldra mönn
um sem hafa lagt sér til þetta
mikla þarfaþing í regnviðrum
haustsins. Og þegar betur er
að gáð er í rauninni ekkert hlægi-
legt við karlmann með regnhlíf.
Stundum er tízkan svo sjálfri sér
æpandi ósamkvæm, sem í þessum
efnum að leyra kvenfólkinu að
skýla sér fyrir vætunni en ásaka
karlmanninn um dæmalausa fop.
dild og fíflshátt ef hann hefip
viljað koma í veg fyrir aó hann
vöknaði. Og hvers vegna eiga kon-
ur að hafa einkarétt á því að
stinga úr mönnum augun á gang-
stéttinni fremur en hitt kynið?
Ég hygg að við þeirri spum-
ingu finnist ekkert skynsamlegt
svar, a. m. k. ekkert sem karl-
mennirnir láta sér vel líka. Og-nú
þegar ísinn er brotinn verður
vafalaust sem flóðgátti:' hafi opn-
azt. Þannig er það venjulega hép
í Reykjavík að ef eitthvert sér-
atriði í klæðaburði kemur í ljós
á götunni þá eru hundruðin búin
að taka það upp daginn eftir og
þúsundir herma það eftir í næstu
viku. Það er píslarvætti þeirrar
konu sem í smáborg býr, píslar-
vætti sem hún verður að þola með
jafnaðargeði.
En snúum okkur aftur að hin-
um svörtu og virðulegu karl-
mannaregnhlífum sem nú eru
farnar að stinga upp kollinum.
Þær eru mesta þarfaþing og Yel-
vakandi óskar öllum þeim sem
hafa tekið á sig rögg og keypt sér
þær til hamingju með framtakið.
Það er miklu betra að leggja sér
til eina slíka frá Haraldi en leggj
ast daginn eftir hryðjuna í rúmið
með kvef, — eða jafnvel annað
verra Asíuinflúenzuna.
Burt með hlcin
JÓN skrifar:
Ég skil það vel að kvikmynda
húseigendum sé mikið í mun að
græða. Ella hefðu þeir ekki stofn-
að kvikmyndahús sín. En það
verða að vera takmörk fyrir því
hvað menn gera, og hléin eru
langt fyrir utan þau takmörk.
Undan þeim hefir verið fyrir
löngu kvartað og kvikmyndahús-
gestir hafa fordæmt þau með at-
kvæðagreiðslu. Samt halda sum
húsin þeim enn. Sælgæti er gott
en það á ekki við í skrjáf-
pokum í kvikmyndahúsum, og
stundum heyrist ekki í hetjunni á
tjaldinu fyrir vikið. Burt með öll
hlé, kvikmyndahúseigendur góð-
irl