Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. okt. 1957
Wfiunrivnr i»ip
23
William Besten og kona hans i Morristown í New Jersey í Bandaríkjunum eignuðust nýlega 11.
barn sitt og var það stúlka. Þau áttu tíu stúlkur fyrir og vonuðu ásamt öllum systrunum að 11.
barnið yrði drengur. Fjölskyldan er samt síður en svo óánægð með „litlu systur“ og horfir á hana
með aðdáun.
Krlstmann Guðmundsson skrifar um
BÓKMENNr;iR
„Kjarnorka og kvenhylli"
og „Andbýlingarnir"
BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins hefur í sam-
vinnu við Bandalag íslenzkra leik
félaga hafið á ný útgáfu Leik-
ritasafns Menningarsjóðs. Komin
eru út í safni þessu tvö ný leik-
rit, Kjarnorka og kvenhylli eftir
Agnar Þórðarson og Andbýling-
arnir eftir J. G. Hostrup í þýð-
ingu Lárusar Sigurbjörnssonar og
Steingríms Thorsteinssonar. Hef-
ur Lárus þýtt óbundna málið, en
söngvarnir eru birtir í þýðingu
Steingríms.
Áður voru komin út 12 hefti
af Leikritasafni Menningarsjóðs.
Útgáfan lá niðri í fyrra, en vegna
margra áskorana er hún nú hafin
að nýju. Áskrifendur Leikrita-
safnsins njóta sérstakra hlunn-
inda um verð. Þeir fá hin nýju
leikrit fyrir 55 kr. bæði leikritin,
en útsöluverð þeirra er 70 kr.
(35 kr. hvort leikrit).
Leikrit Agnars Þórðarsonar,
Kjarnorka og kvenhylli, hefur
hlotið fádæma hylli á leiksviði.
Það var frumsýnt í Iðnó af Leik-
félagi Reykjavíkur 27. október
1955 og sýnt fyrir fullu húsi
allt það leikár. Haustið 1956 voru
sýningar teknar upp að nýju, og
var aðsókn mikil. Alls hefur Leik
félag Reykjavíkur sýnt Kjarn-
orku og kvenhylli á 71 sýningu,
oftar en nokkurn annan íslenzk-
an sjónleik. Næst í röðinni er
Gullna hliðið.
Andbýlingarnir, hinn létti og
gamansami söngleikur danska
skáldsins og prestsins Jens Christ
ian Hostrups (1818—1892), kem-
ur nú í fyrsta sinn út á prenti
hér á landi. Við hliðina á Ævin-
týri á gönguför njóta Andbýl-
ingarnir meiri vinsælda 1 heima-
landi sínu en nokkurt annað leik-
rit, sýningar Konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn á leikn
um skipta hundruðum. Bæði leik-
ritin hafa orðið vinsæl hér á
landi, „Ævintýri á gönguför“
með hæzta sýningartölu allra
leikrita, sem hér hafa verið sýnd,
en kunnugt er um a.m.k. þrjár
sjálfstæðar þýðingar á Andbýl-
ingunum á undan þeirri. sem hér
liggur fyrir og sýnt hefur leik-
ritið verið í Reykjavík 1866 (á
dönsku), á Akureyri 1878, fsa-
firði 1899 og Seyðisfirði 1921,
fyrstu sýningar, og oftar á öllum
þessum stöðum.
í útgáfu Menningarsjóðs, er
haldið Ijóðaþýðingum Steingríms
frá 1878, en óbundið mál hefur
verið þýtt að nýju af Lárusi Sig-
urbjörnssyni.
Félagslíf
fslandsmót 3. flokks
Sunnudaginn 13. okt. á Háskóla-
vellinum kl. 2. — Valur—Þróttur.
— Mótanéfndin
íþróttafélag kvenna
Munið leikfimina mánudag 14.
okt. kl. 8 e.h. í Miðbæjarskólanum,
innritun á staðnum. — Stjórnin.
Flugbjörgunarsveitin
Æfingar hefjast þriðjudaginn
15. október kl. 20,30 í birgðastöð-
inni. Skipað verður í flokka.
— Stjórnin.
Baugabrot.
Eftir Sigurð Nordal.
Almenna Bókafélagið.
Tómas Guðmundsson
tók saman.
í þann mund sem Sigurður
Nordal varð sjötugur, veitti hann
Almenna Bókafélaginu leyfi til
að gefa út sýnishorn af helztu
ritverkum sínum, í fræðum,
heimspeki og skáldskap. Var
Tómas Guðmundsson síðan feng-
inn til að sjá um útgáfu þessa
fyrir félagið. Er það örðugt starf,
því satt að segja hefur Nordal
vart látið annað frá sér fara á
prenti en úrvalsverk, og því
næsta vandvalið úr ritum hans,
en um þetta segir Tómas svo í
formála: „Ég held mér hafi jafn-
vel fundist það eins konar hót-
fyndni að ætla sér að gera úrval
úr ritum Sigurðar Nordals. —
Ég hef á öðrum stað látið svo
um mælt, að flest ritverk þessa
öndvegishöfundar og listamannr
eigi raunverulega hvergi betui
heima en í bókmenntaúrvali“
Munu flestir vera honum sam
mála um þetta.
Að því glögglega greindu a';
bókin er sýnishorn, en ekki úr
val, verður að telja að Tóma
hafi tekizt valið vel og smekV
víslega. Bókinni er skipt í 6. kafl
Nefnist hinn fyrsti: „Land 0o
saga“ og er sá mestur. í honum
er útdráttur úr „íslenzkri menn-
ingu“, „Snorra Sturlusyni" og
smærri ritgerðum vísindalegs
eðlis. Eru slikir útdrættir afar
vandgerðir og má raunar lengi
um deila hvort og hvernig gera
skuli. En eftir nákvæman lestur
og samanburð fæ ég ekki séð að
þetta verði betur gert, ef dæma
skal af sanngirni. Auðvitað
munu einhverjir sakna uppáhalds
kafla og setninga, en enginn get-
ur stýrt hjá þess háttar skerj-
um.
Annar kaflinn nefnist „Menn
og minni" .og fjallar, eins og
heitið gefur í skyn, um einstaka
menn og afrek þeirra. Hafa þær
greinar flestar birzt í tímaritum
eða sem formálar bóka. Þá er
þriðji kaflinn: „Á förnum vegi“,
og er þar meðal annars snilld-
argreinin um Maríu guðsmóður.
„Gekk ég upp á hamarinn“
heitir fjórði kaflinn. í honum er
útdráttur úr „Fornum ástum“, en
auk þess nokkur kvæði Nordals,
m. a. þulan snjalla, er mun þykja
jafnlifandi skáldskapur eftir
þúsund ár sem nú, en verða þá
meira metin. Loks er í þessum
kafla fyrsti þáttur „Uppstigning-
ar“.
„Líf og dauði“ nefnist fimmti
þáttur; útdráttur úr samnefndri
bók. í henni birtist einnig „Ferð-
in, sem aldrei var farin“, en
smásaga þessi er hér sjötti kafl-
inn.
Ég veit ekki hvort „Ferðin,
sem aldrei var farin“ hefur þeg-
ar verið þýdd á framandi tungur,
— en hún mun vissulega verða
það. Henni liggur máski ekki á,
hún á tímann fyrir sér, lengra
líf en obbinn af því, sem á öld
vorri hefur verið skrifað. Þessi
litla saga ér nefnilega stórvirki,
hún mun fyrr eða síðar hljóta
sinn örugga sess í heimsbók-
menntunum, — meðal þess allra
óezta sem skrifað hefur verið á
örðinni.
Aðra sögu meistaralega hefur
iordal gert: „Síðasta fullið“.
lún er ekki í þessari bók, — en
5kin er sýnishorn, ekki úrval.
Ég fæ ekki betur séð en að
igurður Nordal sé mesti rit-
íillingur íslendinga á vorri öld
- og raunar allt aftur til Snorra.
Er ég því fullkomlega sammála
Tómasi Guðmundssyni, er hann
segir í formála „Baugabrota“ svo:
„— fullyrði ég að ekki séu þær
bækur ýkjamargar á vorri tungu,
er taki þessari fram að heiðri
hugsun, mannviti og málsnilld,
og er ég illa svikinn, ef lestur
hennar verður ekki mörgum
manni hvatning til að hugsa á
eigin spýtur af nýrri djörfimg og
auðugri hugkvæmni".
Það getur naumast hjá því
farið.
Hægláti Ameríkumaðurinn.
Eftir Graham Greene.
Eiríkur Hreinn Finnboga-
son þýddi.
Almenna Bókafélagið.
ÞAE) skal játað, kinnroðalaust, að
mér hefur alltaf fundizt Graham
Greene með leiðinlegri höfund-
um. En þessi saga er undantekn-
ing, því hvað sem um hana má
segja, leiðinleg er hún ekki, og
hún er auk þess fortakslaust
bezta verk höf. frá bókmennta-
legu sjónarmiði. Sumir hafa kall-
að hana árás á Ameríukmenn og
naumast verður sagt að hún leiti
eftir bestu kostum Vestmanna.
Þegar í heiti bókarinnar felst
skemmtileg ensk ósvífni. Og í
lýsingu amerísku aðalpersónunn-
ar er illa dulinn enskur menn-
ingarrembingur, — sem fer
Greene þessum ekki vel. — En
aðalatriðið er að margar persónu
lýsingar höf. eru góðar, sumar
stórvel gerðar, atburðalýsingar
undantekningarlítið með ágætum
og frásögnin lifandi, fjörug og
listræn vel.
Sagan gerist í Vietnam og er
ákaflega „spennandi“, eins og
flestar sögur Greenes. Aðal-
persónur eru hægláti Ameríku-
maðurinn, fjarska geðfelldur
Englendingur, sem reykir ópíum,
og annamítisk stúlka, er heitir
Phonga. Hún er í fyrstu ástmey
Englendingsins, en Ameríkumað-
urinn tekur hana frá honum. Þeir
eru þó miklir vinir, en raunar
er sá enski nokkuð kaldrifjaður
í vinskapnum, sem naumast er
hægt að lá honum. Fjöldi ann-
arra persóna kemur við sögu, —
skýrar svipmyndir, gerðar kunn-
áttusamlega, en ekki allar sann-
færandi, af ýmsum Austurlanda-
búum m. a. Lesandinn er leidd-
ur inn í framandi veröld, sem
er litauðug og heillandi, en eink-
um kynnist hann ensku aðal-
persónunni, lýsing hennar er
vönduð, gerð af samúð og skiln-
ingi.
Þýðandanum hefur vel tekizt
að ná lífi og fjöri frásagnarinn-
ar. Málsmeðferð höfundarins er
ekki sérlega vönduð, og því síður
ástæða til að saka þýð. um að
nota ekki eingöngu gullaldar-
íslenzku! Á stöku stað virðist
hann hafa misskilið enskuna
lítils háttar. En þetta eru smá-
vægilegir gallar, þegar litið er
til þess, að blær og sérkenni sög-
unnar hafa varðveitzt ásam lífi
og litauðgi hinnar fjörugu frá-
sagnar.
2-24-80
Samkomur
Hjálpræðisherinn
Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl.
2: Sunnudagaskóli. Kl. 8,30: Sam
koma. S.-major Gulbrandsen stjórn
ar og talar. — Mánudag: kl. 4:
Heimiliasamband. Kl. 6: Barna-
samkoma.___________
Fíladelfía
Útvarpsguðsþjónusta kl. 13,15.
Almenn samkoma kl. 8,30. — Allir
velkomnir!
Z I O N
Sunnudagaskóli kl. 2 e.h. Alm.
samkoma kl. 8,30 e.h. — Hafnar-
fjörður: Sunnudagaskóli kl. 10 f.
h. Samkoma kl. 4 e.h. — Allir vel-
komnir. —
HeimatrúboS leikmanna.
Bræðrahorgarstíg 34
Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn
samkoma kl. 8,30. — Allir vel-
komnir. —
Almennar samkomur
Boðnn fagnaSarerindisins
Austurgötu 6, Hafnarfirði, á
sunnudögum kl. 2 og 8.
KnattspyrnufélagiS VALUR
Skemmtifundur í félagsheimil-
inu að Hlíðarenda kl. 2 £ dag, fyr-
ir V. og IV. fl. — Kvikmyndasýn
ing, upplestur, einnig rætt um
vetrarstarfið. Fjölsækið, félagar,
stundvíslega. —
UnglingaleiStogi.
L O. G. T.
Barnastúkan Æskan nr. 1
Fyrsti fundur stúkunnar er
£ dag kl. 2 e.h. £ GT-húsinu. Mætið
vel og stundvislega. —
— Gæzlumenn.
Víkingur
Fundur annað kvöld, mánudag,
£ G.T.-húsinu kl. 8,30. — Inntaka
nýrra félaga. ViS gluggann. önn-
ur mál. Fjölsækið. — Æ.t.
St. FramtíSin nr. 173
Fundarefni annað kvöld. Kosn-
ing og vígsla embættismanna, —
Skuggamyndir, H. T. o. fl. —
— Æ.t.
HafnarfjörSur
St. Morgunstjarnan nr. 11
Fundur annað kvöld. Fjölmenn-
ið. — ÆSsti templar.
Þökkum hjartanlega öllum, sem sýndu okkur hlýhug
við fráfall og útför föður okkar
ÓLAFS SIGURÐSSONAR
frá Hamri.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Agúst Ólafsson.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför eiginmanns míns
LÁRUSAR EINARSSONAR
fyrrum bónda að Hvammi í Dýrafirði.
Guðrún Kristjánsdóttir.
Vegamótum, Þingeyri.
Innilegt þakklæti fyrir hluttekningu við andlát
FINNS ÓLAFSSONAR,
stórkaupmanns
Fyrir hönd aðstandenda,
Gnðsteinn Eyjólfsson.