Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Vestan kaldi smáskúrir eða slydduél. 232. tbl- — Sunnudagur 13. október 1957. Reykjavíkurbréf er á bls. 13. Þessi mynd er af einu málverka Magnúsar Jónssonar prófessors, sem verið. liafa til sýnis undan- farið á vegum listkynningar Mbl. Er hún frá Hvítá nálægt Kalmannstungu. íslendingum fjolger um riím 3 jnísund á ári Hvafarfundur um hœjar- mál á mánudagskvöld Frú Aubur Aubuns forseti bæjar- stjórnar frummælandi Mœðiveiki varf í Dalasýslu í hólfi, sem nær einnig yfir IVIýrasýslu og stóran hluia af Snæfelisnesi ÁRIÐ 1956 voru 1347 hjón gefin saman hér á landi, að því er segir í síðasta hefti Hag- tíðinda. Sama ár var 10; hjóna- böndum slitið með skilnaði, og er þá einungis miðað við lögskilnað, en ekki skilnað að borði og sæng. Séu þsssar tölur bornar saman við mannfjöldrnn í landinu sést að 8,3 hjónavígslur og 0,6 skiln- aðir koma á hvert þúsund lands- manna. Hjónavígslurnar eru heldur færri en 2 næstu ár á undan (voru 1429 eða 9,3 á púsund 1954). Hlut fallstalan er hins vegar mjög svip uð og yfirleitt hefur verið undan- farin 15 ár, en í stríðsbyrjun hækkaði tala giftinga mikið frá því, sem áður hafði verið. Á árun um 1936—1940 voru að meðallagi aðeins 694 hjónavígslur á ári eða 5,9 á hvert þúsund iandsmanna. Hjónaskilnaðir eru færri 1956 en næstu 15 árin á undan, ef tillit er tekið til fólksfjölgunai (Hag- tíðindi greina þó ekki tölur um þessi mál árið 1951). Árið 1955- urðu hér 129 skilnaðir (0,8 af þúsundi). íslendingum fjölgar um rúm 3 þúsund á ári. 1 síðasta hefti Hagtíðinda er yfirlit yfir mannfjölgun á Islandi. á s.l. árum. Kemur þar fram, að árið 1956 fæddust 4564 lifandi börn og 1152 menn dóu. Mismun- urinn er 3412 eða 2,12%. Ef jafn- framt er tekið tillit til fólksflutn- inga til og frá landinu, má ætla, að fjölgunin hafi orðið nokkru minni. Eftir þjóðskránni ættu að hafa flutzt burt 192 menn um- fram þá, er hingað komu, og fólki á Islandi því raunverulega að hafa fjöigað um 3220. Sú tala er þó ekki fullkomlega áreiðanleg. Fyrrnefnd mannfjölgun er örlítið minni en nokkur önnur síðustu ár. Mæhgu- veiðuxn hæit BÍLDUDAL, 12. okt. — Fyrir um hálfum mánuði var hætt að veiða rækjur og frysta hér á Bíldudal. Ástæðan mun vera sölu tregða í Ameríku, en þar hefur verð á þessari vörU lækkað ný- lega, og svarar nú ekki lengur kostnaði að vinna hana og selja vestur. Þetta hefur komið sét illa, því að rækjuverkunin var nær eina atvinnan, sem hér var að fá í sumar. í hraðfrystihúsinu hefur nær ekkert verið starfað. — Fréttaritari. BrauBin hœkka VERÐL AGS YFIRV ÖLDIN til- kynntu í gærkvöldi nýtt verð á brauðum og hækka þau nókkuð samkvæmt því. Franskbrauð hækka um 20 aura og kostar þá heilt brauð kr. 3,60. Vínarbrauð hækka um 5 aura. — Rúgbrauðin sem kostað hafa kr. 4,65 hækka upp í 5 krón- ur. 4564 hörn fædd- ust hér á landi 1956 ÁRIÐ 1956 fæddust 4564 börn lifandi hér á landi. Eru það 28,3 börn á hvert þúsund landsmanna. Þó að fæðingar séu fleiri 1956 en nokkru sinni áður hefur hlutfallstal- an komizt örlítið hærra á þessum tug aldarinnar. Á síð- ustu 15 árum hefur fæðing- um annars farið fjölgandi, voru þær aðeins sem svarar 20,5 af þúsundi á ári 1936— 1940. — Andvana fædd börn yoru 61 árið 1956. NÆSTKOMANDI laugardag, hinn 19. október, ganga háskóla- stúdentar að kjörborðinu og velja stúdentaráð fyrir skólaárið, sem nú er að hefjast. Listar voru lagð ir fram í gærkvöldi. Á lista Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, eru þessi nöfn: 1. Birgir Isl. Gunnarsson stud. jur. 2. Bogi Melsted stud. med. 3. Ólafur G. Einarsson stud. jur. 4. Hörður Sævaldsson stud. odont. 5. Magnús Þórðarson stua jur. 6. Hannes Pétursson stud. mag. 7. Kristín Bjarnad. stud. philol. 8. Jóhann G. Möller stud. med. SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ- LAGIÐ Hvöt efnir til fundar ann að kvöld, mánudagskvöld kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. Fyrsta mál á dagskrá fundarins eru bæjar- mál og verður frú Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar frummæl- andi. Síðan verða frjálsar um- ræður. Auður Auðuns Þá verður rætt um vetrarstarf semi félagsins. Einnig verður kaffidrykkja. Hjálmar Gíslason leikari skemmtir með gaman- vísnasöng. Allar Sjálfstæðiskonur eru vel komnar á fundinn. Er þetta fyrsti fundur Hvatar á haustinu og má gera ráð fyrir að félagskonur fjöl menni þangað. 9. Richard Hanness. stud. oceon. 10. Ólafur B. Thors stud. jur. 11. Vigfús Magnússon stud. med. 12. Garðar Ingvarsson stud. oceon. 13. Jón Már Maríuss. stud. polyt. 14. Bennedikt Blöndal stud. jur. 15. Matth. Frímannss. stud. theol. 16. Jóhann J. Ragnarsson stud jur. 17. Grétar Ólafsson stud. med. 18. Bjarni Beinteinssoi. stud. jur. Við stúdentaráðkosningarnar í fyrra hlaut listi allra andstöðu- félaga Vöku sameinaðra 263 at- kvæði, en listi Vöku 307 atkv. og 5 menn ar 9 í ráðinu. Sameigin- legur listi Vökuandstæðinga var ekki borinn fram nú. BÚÐARDAL, 12. okt. — 111 tíð- indi hafa spurzt úr Laxárdai í Dalasýslu. Þar hefur hinn mikli vágestur, mæðiveikin, enn gert vart við sig. Það er á Þorbergs- stöðum, sem veikinnar hefur orð- ið vart. Miklum óhug hefur sleg- ið á bændur í sýslunni við þess- ar fregnir og vart um annað talað. Veikin hefur fundizt í einni kind í þessari viku var slátrað á Þorbergsstöðum og að venju voru lungu úr öllum fullorðnum kindum send til rannsóknar að Keldum. Framkvæmdi Guðmund ur Gíslason læknir rannsóknina á lungunum. Fann hann sýkt lunga í einni á. Borið hafði á rýrð í kindinni, sem lungun voru úr, áður en henni var slátrað. Fékk fé sama haust og skorið var niður Á þessum bæ, sem er sunnan- BLAÐAMENN Reykjavíkurblað- anna voru sem oftar á olaða- mannafundi í gær. Lauk þeim fundi með því að þeim var boðið að sjá hann á kvikmynd, og er það fyrsti blaðamannafund- urinn hér á landi, sem þannig er kvikmyndaður. Aðili sá, sem blaðamennirnir ræddu við var ný stofnað fyrirtæki: íslenzkar kvik myndir. Kvikmyndafyrirtæki þetta hefur komið sér' upp svo- nefndu kvikmyndaveri í hínni gömlu Sjávarborg, sem flutt var inn í Múlabúðir. Þeir Hafsteinn Böðvarsson, framkv.stj. fyrirtækisins, og Ósk- ar Gíslason eru áðaldriffjarðrirn- ar í þessu nýja fyrirtæki, sem hefur sett sér það mark að gera kvikmyndir að öllu leyti úr garði hér á landi. Þetta er hægt með þeim vélakosti, sem þeim félög- unum hefur tekizt að fá tii lands- ins, en aðalvélin er framköllunar- vél fyrir kvikmyndafilmur. — Hafsteinn hefur lært þessa grein vestur í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur dvalizt um nokkurt skeið. Stefán Bjarnason yfirverk- fræðingur, er tæknilegur ráðu- nautur. Sagði hann, að það ^æri reyndar ekki í fyrsta skiptið, sem íslenzkt kvikmyndafyrirtæki væri stofnað. En þetta hefur það umfram þau öll, að hafa allan nauðsynlegan vélakost til kvik- myndagerðar, með tali og tónum. Þeir félagar hafa í huga að gera íslenzkar myndir, t.d. þykir þeim sennilegt, að þeir muni leggja mikla áherzlu á barnamyndir. Einnig munu þeir gera auglýs- ingakvikmyndir, fréttamyndir, fræðslu- o% kennslukvikmyndir þegar fram iíða stundir. Með vélakosti sínum geta þeir og tekið að sér að gera kvik- myndir fyrir íslenzka kvikmynda tökumenn, sem fram til pessa hafa sent allar sínar filmur utan þar sem framköllun og kópering er hluti af filmuverði. Við, getum tekið fréttamynd um hádegið, sagði Óskar Gísla- Vert við mæðiveikivarnagirðing- una í Laxárdal var féð skorið niður haustið 1949. Sama haustið var fengið fé þangað úr Laxár- dal, norðan girðingarinnar. Ekk- ert hefur borið á fénu þar til í haust. Stórt hólf Hólf þetta er mjög stórt. Nær það yfir tvo bæi í sunnanverð- I um Laxárdal, Haukadal, Suður- dali, alla Mýrasýslu og innan- | vert Snæfellsnes. Síðan niður- skurður fór fram hafa líflömb I ekki verið flutt af þessum bæj- : um í Laxárdal í aðrar sveitir. Málið i athugun Á morgun verður fundur hald- inn hjá Sauðfjárveikivörnum í Reykjavík og þá ákveðið hvað gera skuli. Guðmundur Gíslason, læknir, hefur einnig komið hing- I að og gert athuganir á fénu. — Elís. son, og sýnt þá mynd með tónum og tali að kvöldi í einhverju bíó- anna hér. Framköllunarvél film- unnar er mjög margbrotin, en hún getur skilað fullunninni 100 feta filmu á svo sem 10 mínútum. Myndin, sem tekin var á blaða- mannafundinum, var mjög skýr og enginn titringur var á henni, þar sem hún birtist á léreftinu, með tali því, sem þar fór fram. íjölfefli á vegum Heimdallar í dag INGI R. Jóhannsson, skákmeist- ari, teflir fjöltefli á vegum Heim dallar í Valhöll við Suðurgötu kl, 2 e.h. í dag. Ingi R. Jóhannsson Varð Heimdallur fyrstur stjórn málafélaga til þess að gefa með- limum sínum kost á skákfræðslu og tefla fjöltefli. Naut Heimdall- ur þar aðstoðar margra færustu skákmanna landsins. Er ekki að rfa að margir munu vilja tefla við Inga í dag og er væntanlegum þátttakendum bent á að mæta tímanlega. Þeir sem geta hafi með sér töfl. StúeSentaróðshassa- ÍMag?arss.h. lautgardag FullkomiB kvikmyndaver í hinni gömlu Sjávarborg Byggisf allf á fullkomnum vélakosfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.