Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. okt. 1957 MORCVTSBÍ 4 ÐIÐ 1S REYKJAVÍKUHBREF Mynd af hluta forsíðu Þjóðviljans sl. föstudag. — Þó að Þjóðviljinn geti þess ekki, er myndin raunar tekin þangað úr bandarísku blaði og af þvi hvernig Bandaríkjamaður nokkur hugsaði sér, að gervitungl tilbúið þar vestra liti út! Laugard. 12. október Sovétmáninn GERVIMÁNI Sovétríkjanna er mikið tæknilegt afrek. Eðlilegt er að Rússar miklist af því. Fylgi hnettir þeirra víða um lönd hreykja sér og mjög af þessum nýja félagsbróður. Kommúnistar hér á landi eru svo glaðir, að ánægja þeirra myndi litlu meiri, þótt máninn hefði verið smíðað- ur á Skólavörðustíg 19. Gagn- rýnin, sem þeir öðru hverju að undanförnu hafa talið sér hyggi- legt að bera fram gegn einstök- um þáttum skipulags í Sovét- ríkjunum, er nú gleymd með öllu. Eins talið um það að ís- lenzka stjórnmálabaráttu megi ekki heyja austur á Volgu-bökk- um. Gervimáninn á að hafa sann- að í eitt skipti fyrir öll yfirburði hins kommúniska þjóðfélags! „Gervitungl, um loft þú líður -------segir Þjóðviljinn stór- um stöfum á föstudaginn og inni í blaðinu byrjar grein um stjórn- arkreppuna í Frakklandi svo: „Gervitunglið heldur áfram að hringsnúast umhverfis jörðina og Coty Frakkiandsforseti heldur áfram að snúast í leit sinni að nýjum forsætisráðherra". Ófyrirsjáanlep; álirif Skiljanlegt er, að kommúnistar vilji leiða huga manna frá við- fangsefnum íslenzkra stjórnmála. En úr gildi gervimánans og af- rekinu, sem birtist í gerð hans, er á engan hátt dregið, þótt sagt sé sem satt er, að hann sannar engan veginn ágæti, hvað þá yfir burði Sovétskipulagsins. Hér kemur fram það, sem oft hefur orðið áður, að einræðisríki á hæg ara með að einbeita kröftunum að úrlausn ákveðins verkefnis en lýðræðisríki. Þetta var mjög áber andi á árunum fyrir seinni heims styrjöldina um ýmislegt, sem þá var gert í Hitlers-Þýzkalandi. — Yfirburðir nazista í hernaðarefn- um á fyrstu stríðsárunum spruttu m. a. af þessu. Engu að síður var sjálft þjóðskipulagið í Þýzka- landi gerspillt. A sama veg er nú í Rússlandi. Hitt er annað, að lýð- ræðisríkin fá hér enn einu sinni hvatningu til að leggja sig betur fram en þau hafa hingað til gert. Áhrifin af þessari nýju tækni eru ófyrirsjáanleg. Þar skiptir ekki öllu máli, hver á undan verður á hverjum spretti fyrir sig. Reynslan er búin að sýna, að áður en varir eru metin jöfnuð. Ilrslitaþýðingu hefur, að tæknin er orðin svo voðaleg, að ekkert má láta undan'íallast til að koma í veg fyrir, að hún verði notuð í nýrri heimsstyjöld. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn, að allra ráða sé leitað til að tryggja frið í heiminum. . Norsku kosningarnar Sigur Ve^rkamannaflokksins í norsku kosningunum kom mönn- um ekki á óvart. Þó er hann eft- irtektarverður. Ekki sízt fyrir það, að fylgisaukning Verka- mannaflokksins svarar nákvæm- lega til fylgistaps kommúnista. Sigurinn hefur vafalaust margar skýringar, en eitt af því, sem mjög hefur styrkt stöðu Verka- mannaflokksins, er hin skelegsa stefna Halvards Lange í utan- ríkismálum. Sú stefna nýtur ekki aðeins fylgis meðal Verkamanna- flokksins sjálfs, heldur er megin- hluti allrar norskh þjóðarinnar þeirri stefnu fylgjandi, og telur, að ekki sé annar hæfari til að fara með embætti utanríkisráð- herra þar í landi en Halvard Lange. Hverjum flokki hlýtur að vera mikil stoð í að hafa sem einn af helztu forystumönnum sínum þann, er nýtur svo al- menns trausts. Lange hefur frá upphafi verið einn af mestu styrktarmönnum Atlantshafs- bandalagsins. íslendingar mega einnig vera honum þakklátir fyr- ir framlag hans í þeim efnum og raunar allir frjálshuga friðelsk- andi menn, því að engin stofnun hefur á seinni árum gert meira til að halda heimsfriðnum við en einmitt Atlantshafsbandalagið. Allt í sömii áít Fylgistap kommúnista i Nor- egi er mjög í samræmi við það, sem orðið hefur hvarvetna ann- ars staðar í frjálsum löndum. — Fregnum bæði vestan um haf og austan, frá Bandaríkjunum og Danmörku, ber t. d. saman um upplausn umhverfis kommúnista- blöðin þar. Blaðamenn hverfa á brott og lesendum stórfækkar. Engin regla er þó án undantekn- inga. Á sama tíma og lið komm- unista annars staðar riðlast, fær- ast þeir til aukinna áhrifa á ís- landi. Hér nota þeir sjálft Stjórn- arráð Islands til þess að standa af sér óvirðingardembuna, er þeir hlutu af Ungverjalandsmál- unum og Krúsjeff-ræðunni um Stalin og öðru ámóta. Annars staðar hafa hinir sósíaldemókrat- isku flokkar sætt lagi og fengið til sín verulegan hluta af þeim, er áður fylgdu kommúnistum. Hér hjálpar Alþýðuflokkurinn kommúnistum út úr vandanum, og eflir þá svo, að þeir verði sjálf um honum síðar sem allra skeinu hættastir. Fiuidinn í forseta-stól Þessi greiðasemi Alþýðuflokks ins íslenzka við kommúnista end- urnýjaði sig enn í kjöri Einars Olgeirssonar sem forseta neðri deildar Alþingis. í sumar fárað- ist Alþýðublaðið mjög yfir lang- vinnum fjarvistum Einars. Blað- ið taldi hann um skeið sitja fund í Moskvu með öðrum kommún- istaforingjum úr Vestur-Evrópu, til þess að fá þar leiðbeiningar um baráttuaðferðina hér á landi. Morgunblaðið veit ekki, hvort sú frásögn málagagns utanríkismála ráðherrans er rétt eða ekki. Hitt er víst, að Einar kom nægilega snemma í leitirnar til þess, að Al- þýðuflokksmenn á Alþingi gætu greitt honum atkvæði sem for- seta þingsins. Næstu mánuðina má væntanlega ganga að honum vísum í forseta-stól elzta löggjaf- arþings heimsins. Ef hann verð- ur ekki á ný kallaður austur til Moskvu eða stjórnarflokkarnir senda hann úr landi til sérstakra trúnaðarstarfa. Með þvílíku athæfi ómerkir Alþýðuflokkurinn gersamlega að dróttanirnar í Einars garð eða gerist sjálfur samsekur landráð- unum, er hann ber á Einar. Óliöndude® þi mgsetnmg Stjórnarflokkunum tókst fleira óhönduglega við þingsetninguna en kjörið á kommúnista í forseta sess neðri deildar. Hermann Jón- asson setti þingið sem einn af handhöfum forsetavaldsins og söknuðu menn þess, að forseti íslands skyldi ekki gera það sjálfur. Þegar þingsetning- unni var lokið gat Hermann ekki lengur setið á strák sínum og stóð ekki við það, er leiðtogum stjórnarandstöðunnar hafði verið tjáð af ríkisstjórninni daginn áð- ur. Þá var þeim sagt, að ekki myndu verða kosnir forsetar á fyrsta þingdegi, en frá þessu var brugðið, að því er virtist einungis til þess, að forsætisráðherra gæti sýnt mikillæti sitt. í sjálfu sér skipti þetta ekki máli að öðru leyti en því, hvort leggja ber trúnað á orð forsætisráðherra og samráðherra hans. Það ber auð- sjáanlega ekki að gera, jafnvel í svo litlu sem þessu. Var því ó- skiljanlegra, að svona skyldi far- ið að, þar sem forseti Sameinaðs Alþingis frestaði frekari störfum, þar með kosningu varaforseta, jafnskjótt sem hann hafði sjálfur verið kosinn. Það var því ekki einu sinni verið að hraða þing- störfum, heldur aðeins að gera leik að því, að láta töluð orð ekki standa. *Ie frumvarp Hún var býsna ömurleg fyrsta kveðjan, sem þingmenn fengu með hinu nýja fjárlagafrumvarpí Eysteins Jónssonar. Það lá eitt á borðum, þegar þingmenn tóku sér sæti við þingsetninguna. — Samkvæmt frumvarpinu er beinn ma tekjuhalli 71 millj. kr. Því til | viðbótar er sagt í greinargerð- inni, að búast megi við 20 millj. í auknum, óráðgerðum niður- greiðslum á landbúnaðarvörum. Ólíklegt er annað en, að verk- legar framkvæmdir verði að mun hækkaðar frá því sem í frumvarpinu er. Af orðum grein- argerðarinnar virðist og ljóst, að sum rekstrarútgjöldin séu of lágt áætluð. Þörfin fyrir nýjar tekjur verður því vafalaust mun meiri en nemur þeim nær 100 millj., sem stjórnin segir frá strax í upp hafi. Þá er enn ófengið fé fyrir hallanum í ár, bæði á ríkissjóði og útflutningssjóði. Eins þarf vafalaust að afla útflutningssjóði aukinna tekna í framtíðinni, ef ekki verður gerbreytt um stefnu. Vegna þess að ríkisstjórnin gætir þess að gefa ekki nauðsyn- legar upplýsingar, er enn ekki unnt að segja á hve miklum við- bótartekjum þurfi nú að halda. Fróðir menn. hafa nefnt 300 millj. kr. En jafnvel þó að á það sé fall- ist, að hún þurfi að hafa samráð við stuðningsflokka sína, þá var hægurinn hjá að gera það áður en Alþingi kom saman. Hitt er miklu meiri kostnaður, að halda þinginu starfslausu, meðan verið er að bræða sig saman bak við tjöldin. í fyrravetur var og haft mánaðarþinghlé, af því að þá þóttist stjórnin ekki geta unnið að tillögugerð nema næði væri fyrir þingstörfum. Nú er farið þveröfugt að. Það sannaðist og við umræður á Alþingi í fyrra, að þingmenn stjórnarflokkanna fengu ekki að sjá undirstöðuskýrslur, sem þá var byggt á, þegar jólagljöfin al- ræmda var útbúin. Hina óbreyttu þingmenn stjórnarflokkanna skorti því allar forsendur fyrir því, að gera sér sjálfstæða grein fyrir þeim ákvörðunum, sem þeir að lokum voru látnir taka. Þegar þannig er með þingmennina far- ið, er það bersýnilegur fyrir- sláttur að kveðja þá til, fyrr en stjórnin hefur sínar tillögur fram að færa. Sannleikurinn er sá, að hér stendur ekki á stuðningi stjórnarflokkanna heldur á því, að ríkisstjórnin sjálf bræði sig saman. Gainbur gegn málefnum Mjög var það áberandi, að sama daginn var birt í tveim stjórnarblaðanna grein eftir Hannibal Valdemarsson og í Morgunblaðinu var sagt frá Varð arfundi daginn áður. — Grein Hannibals var eitthvert innan- tómasta gambur, sem sézt hefur í blöðum lengi. — Ráðherrann skýrði efni greinar sinnar rétt, þegar hann nefndi hana: „Það dugir ekki að stappa — við verð- um að arga“. Af frásögn Morg- unblaðsins af Varðarfundinum mátti aftur á móti marka, að þar höfðu átt sér stað rækilegar mál- efnalegar umræður um velferð- armál bæjarfélags Reykjavíkur. Þegar gengið er til bæjarstjórn- arkosninga undirbúa Sjálfstæðis- menn þær með rólegri íhugun málanna og fræðslu um stað- reyndirnar. — Andstæðingarnir halda aftur á móti uppi einskis- verðu fjasi og reyna að forðast málefnin, sem allra mest. Segja að Hannibal sé ekki um að kenna, þó að hann geti ekki leynt tómahljóðinu. Við öðru sé ekki af honum að búast. Hann getur ekki við því gert frekar en rit- höfundar Tímans að ósanninda- hneigðinni, sem virðist álög á öll- um þeim, er þar rita að staðaldri. Algjört ur si Tvenn Tíma-ósannindi I greinargerð fjárlagafrum- varpsins er berum orðum tekið fram, að ríkisstjórnin hafi að sinni engar tillögur fram að bera um lausn fjárhagsvanda þess, sem hún hefur nú komið þjóð- inni í. Sagt er, að stjórnin geti ekki mótað iillögurnar nema í samráði við þingflokkana og Af óteljandi Tíma-ósannindum skal að þessu sinni aðeins minnzt á tvenn. Annars vegar er gömul * skröksaga um það, að Sjálfstæðis menn og kommúnistar hafi á næstu árunum fyrir seinna stríð- ið gert bandalag sín á milli í verkalýðsfélögunum. Á Bjarni Benediktsson að hafa staðið fyrir þeim samningum. Þessi saga er uppspuni frá rótum. Slíkt banda- lag átti sér aldrei stað og um það voru aldrei gerðir neinir samn- ingar né eftir þeim leitað. Það sem þessi skröksaga styðst við, er, að verkamenn úr ýmsum flokkum vildu ekki una því, að Alþýðubandalagið var á þessum árum eins konar útibú frá Al- þýðuflokknum. Þeir, er öðrum flokkum tilheyrðu, nutu þá minni réttar innan allsherjarsam- taka verkalýðsins en Alþýðu- flokksmenn. Þetta horfði til al- gers ófarnaðar, enda vildu verka- menn ekki una því. Það var og beinlínis gert að samningum í sambandi við þjóðstjórnarmynd- unina 1939, að þessu skyldi breytt. Alþýðuflokksmenn voru þess vegna hafi orðið að bíða þá sjálfir orðnir sannfærðir um, þingsins með að semja þær. Hér að nýja skipun yrði að taka upp skýtur mjög skökku við. Ríkis stjórn er höfð til þess að veita forystu. Sú forysta hefur nú ger- , er sú, samlega br.ugðizt. og stóðu síðan við það. Önnur nýrri skröksaga Tímans að Bjarni Benediktsson Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.