Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 18
18 MORCrWRT 4 Sunnudagur 13. okt. 1957 Sextugur Haraldur Hallddrsson bóndi Efri-Rauðalæk í>EIR, sem leggja leið sína um Holtin hafa sjálfsagt veitt at- hygli reisulegu býli,' sem stendur á austurbakka Rauðalækjar. Þar eru miklar byggingar og víðáttu- miklir töðuvellir. Þetta er Efri- Rauðalækur og bóndinn þar, Har aldur Halldórsson, er sextugur í dag. Það væri að sjálfsögðu hægt að segja margt í þessu tilefni, þó að hér verði aðeins stiklað á stóru. Haraldur er fæddur að Syðri- Rauðalæk og dvaldist þar að mestu til fullorðinsára. Á unga aldri mun hann hafa stundað nám í Hvítárbakkaskóla og all- lengi var hann togarasjómaður á veturna. Kynntist hann þannig mönnum og málefnum og munu honum hafa orðið þau kynni gott veganesti á lífsleiðinni. Haraldur hóf búskap að Efri- Rauðalæk er hann var orðinn fulltíða maður og hefur búið þar langa tíð við rausn og skörungs- skap. Er nú bú Haralds eitt hið stærsta hér í sveit og rekið af miklum myndarskap, enda á ýms an hátt til vandað að allt sé sem bezt úr garði gert. Ýmsum trúnaðarstörfum hefur Haraldur gegnt hér í sveit. Tvö félög tel ég sérstaka ástæðu til að nefna, sem hann hefur verið og er formaður í. Hér hafði um langa tíð verið starfandi búnað- arfélag er náði yfir þrjá hreppa. Árið 1942 var því breytt í þrjú félög. Var þá Haraldur einróma kjörinn formaður Búnaðarfélags Holtahrepps og hefur verið það síðan. Vann hann ásamt fleirum mjög að undirbúningi og stofnun ræktunarsambandsins hér á þessu svæði. Enda er Haraldur mjög mikill ræktunarbóndi með mikinn áhuga um almennar fram farir í þeim málum. Hitt félagið, er ég vil minnast á, er sjúkra- samlagið. Löngu áður en lögin um sjúkrasamlögin í hinni nú- verandi mynd urðu til, beitti Haraldur sér fyrir stofnun sjúkra samlags hér í sveitinni. Hefur hann alla tíð verið formaður þess og látið sér mjög annt um vöxt þess og viðgang. Hygg ég, að á engan sé hallað þó sagt sé, að engum manni eigum við sveit- ungarnir eins mikið að þakka og Haraldi í sambandi við sjúkra- samlagið, enda hefur hann alla tíð mjög borið hag þess og vel- ferð fyrir brjósti. Fleira mætti nefna hér þó að það verði ekki gert að sinni. Ráð Haralds þykja jafnan traust og ákveðin, enda maðurinn þannig að hann meinar jafnan í fullri alvöru það, sem hann segir, og stendur við það. Haraldur er kvæntur myndar- og dugnaðarkonu, Ólafíu Sigur- þórsdóttur. Hefur hún reynzt hon um traustur lífsförunautur. Eiga þau fimm börn, sem öll eru kom- in nokkuð á legg og taka orðið virkan þátt í hinum myndarlega búskap foreldra sinna. í fljótu bragði mætti virðast, að Haraldur hefði ekki mjög lagt land undir fót á lífsleiðinni, því að á milli æskustöðvanna og bú- skaparbýlisins er ekki nema meðallöng bæjarleið, enda liggja löndin saman. En þeir, sem tala við Harald og þeir, sem þelckja hann, komast fljótt að raun um að hann hefur mörgu kynnzt og er alls staðar vel heima á at- hafna- og fjármálasviðinu. Þess vegna er gott að tala við hann um ýmsa þá hluti, sem mestu máli skipta iyrir vöxt og við- gang þjóðfélagsins. Haraldur var alinn upp á stóru heimili, þar sem var margt fólk við störf og rekinn stórbúskapur af myndarbrag miklum. Sjálfur hefur hann jafnan haft stórt heimili og stórbú og þannig getað unnið að áhugamálum sínum. Ég veit að í dag hefðu margir viljað heimsækja Harald og eiga ánægjustund með fjölskyldunni, en ekki getur orðið af því að sinni, þar sem móðir hans, Val- gerður Runólfsdóttir, á Syðri- Rapðalæk, lézt fyrir fáum dög- um. En í huganum réttum við þér allir höndina, Haraldur, með þeirri ósk að þú megir lengi enn vinna heill og glaður að áhuga- málum þínurn. M. G. ★ Haraldur Halldórsson, bóndi að Efri-Rauðalæk, er 60 ára í dag. Hann er fæddur að Syðri-Rauða- læk og ólst þar upp hjá afa sín- um og ömmu og móður sinni, Valgerði Runólfsdóttur, sem nú er dáin fyrir fáum dögum. Efri-Rauðalækur er stór jörð og margbreytilegt land. Skiptast þar á valllendisásar, holt og mýr- ar. Þessa jörð kaus Haraldur sér til búsetu. Hann sá hvað þar var hægt að gera og hann var ekki lengi að velta vöngum yfir því. Hann lét verkin tala. öllu var umrótað, stóru, gömlu grasgefnu en kargaþýfðu túni og móum allt í kringum túnið, öllu breytt í rennislétt tún. Það lét hann sér ekki nægja á ræktunarsvið- inu. Þá var farið út í mýri, þar sem hagaði vel til með áveitu. Mýrin tætt í sundur, hlaðnir garðar fyrir vatnið, veitt á og girt. Nú er þarna mörg hundruð hesta slægja sem aldrei bregzt gras á. Þá var og umrótað gömlu kofunum og allt byggt upp á fá- um árum, bæði íbúðarhús, fjós, hlöður og fjárhús fyrir mörg hundruð fjár. Einnig voru alls konar vélar keyþtar og var þar á meðal fyrsta dráttárvélin, sem kom í Holtin. Búið á Efri-Rauðalæk er stórt og afurðamikið, enda hefur bónd inn lagt mikla rækt við fénað sinn og miklu til kostað. Hann hefur skilið þi. manna bezt að jörðin og fénaðurinn er banki bóndans og jörðin skilar því aft- ur, sem í hana er lagt. Haraldur byrjaði búskap á erf- iðum tímum. Þá var kreppa, en hann hafði trú á framtíð sveit anna og því gekk hann á land af aflasælum togara eitt vorið og fór að búa á Efri-Rauðalæk. — Honum hefur orðið að trú sinni. Hann hefur verið heppinn með allt. Hann á góða konu, Ólafíu Sigurþórsdóttur, og fimm efnileg börn, sem nú eru að verða stoðir heimilisins. Haraldur er búinn að vinna mikið, bæði til sjós og lands. Hann hefur ekki hlíft sér við erfiði og eigi dregið sig í hlé við að hjálpa nágrönnum, sem oft hafa til hans leitað með að hjálpa veikum skepnum. Á því sviði er hann fremri sumum dýralækn- um. Haraldur hefur lengi staðið framarlega í félagsmálum sveit- ar sinnar, hlaðinn margs konar störfum, sem of langt yrði upp að telja. I dag ætluðum við sveitungar hans og fleiri að heimsækja hann og eyða hjá honum einni kvöld- stund, en af því getur ekki orðið, þar sem móðir hans er nýlátin. Ég þakka honum hjálpsemi og góðvild mér og mínum auðsýnda frá því að ég kom í þennan hrepp öllum ókunnur, fyrir hartnær 40 árum. Ég vona að hann eigi marga og bjarta daga framundan og að lífsgleði og starfsgleði end- ist honum ævina alla. H. E. I B M rafmagnsritvél og Hermes ritvél með rafmagnsvalsi og Gestetner f jölritari. 7/7 sölu Tilboð óskast. — Til sýnis l skrifstofu Loftleiða, Reykjanesbraut 6. i i ( í I * LESBÓK BARNAM -rA LESBÓK BARNANNA S ii frændi notar sjóinn og sólskinið. Hann hefur ekki ígmynd um, að stór krabbi hefur komið auga á mn og situr um að laumast að honum og klípa hann tána. — En það er aðeins ein leið, sem krabbinn ;tur komist. — Getur þú fundið hana? hugsaði til þess, að við sundkennsluna kynni að blotna á honum nefið. En frændinn vissi, hvernig hann átti að kenna Óla, því að einu sinni hafði hann verið vatnshræddur sjálfur. Hann stakk upp á því, að þeir færu tveir einir í litla vík, þar sem engir aðrir voru. Loksins féllst Óli á það, og þeir lögðu af stað. Hér verður ekki mikið sagt frá fyrsta sundtím- anum. Óli myndi áreiðan- lega ekki kæra sig um það. En þegar honum lauk, hafði hann þó lært, að vatnið var ekki eins hræðilegt og hann hafði haldið, og að Helgi frændi var fyllilega fær um að gæta hans og kenna hon- um. Ekki liðu margir dag- ar þangað til hann var farinn að fljóta, þegar hann tók sundtökin. —. Aldrei á æfi sinni hafði Óli verið eins glaður og hann var þá. „Þú skalt nú ekki halda að þú sért orðinn útlærð- »ir“, sagði Helgi frændi brosandi. „Þegar þú ferð í hópinn með krökkunum á baðströndinni verður þú að synda eins vel og þau og helzt betur“. Óli dró heldur ekki af sér. Vatnshræðslan var horfin og nú stóð honum á sama, þótt hann af og til sypi á söltum sjó. í rúmlega hálfan mánuð æfði Óli sig marga tíma á dag og árangurinn af kennslu Helga frænda kom brátt í ljós. Hann lærði ekki aðeins venju- ægt bringusund, heldur líka baksund, skriðsund og köfun. Loksins rann dagurinn upp, þegar Helgi frændi sagði, að nú væri hann orðinn nógu duglegur til að synda með hinum börn unum á baðströndinni. Óli flýtti sér að klæða sig úr, og fara í nýju sund skýluna, sem Helgi frændi hafði gefið honum. Hann stóð spölkorn frá hinum börnunum og neyddi sig til að bíða sem lengst með að sýna þeim, hvað hann gæti. Allt í einu heyrði hann óp utan frá ströndinni. Hann sá, að hin börnin höfðu líka heyrt það, því að þau hættu leiknum og störðu út á sjóinn. Óli varð fyrstur til að koma auga á ljóst höfuð og hendi, sem veifaði til þeirra langt undan landi. „Það er Karen“, kallaði Óli, „ég þekki hana á hár- inu. Hún hlýtur að hafa fengið krampa". Tveir, þrír drengir höfðu þegar kastað sér til sunds og voru á leið út, þegar Óli hljóp eins og örskot niður að sjón- um. Gusurnar gengu frá honum, er hann þeyttist út í og hann synti skrið- sund eins hratt og hann gat. Hann fór fljótlega fram úr hinum drengjun- um, en nú var enginn tími til að hælast um yfir því. Hann átti nokkra metra eftir, ' þegar hann andaði hann djúpt að sér og kafaði. Gegnum grænt vatnið sá hann ógreyni- lega ljóst höfuð Karenar fyrir sér. Með því að beita ítrustu kröftum gat hann náð taki um handlegginn á henni og sparkað frá sér, uns þau komu upp á yfirborðið. Hann sogaði að sér loftið, honum fannst, að hann væri að kafna. Nú voru þrír af hinum drengjunum komnir á rétti honum hendina og sagði: „Aldrei, aldrei skulum við framar stríða þér, Óli“. Kæra Lesbók. Ég kalla mig Dalamær og er Dísu Karenu sökkva. ÁkvefflSfc^Ég slcrifaði þér, þegar þú komst fyrst út í Morgun- blaðinu og hef safnað þér frá byrjun. Nú ætla ég að senda þér nokkuð í blaðið. Viltu svo segja mér, að hverju þér finnst mest gaman og hvað þú vilt helzt fá bllÖj* Hvernig finnst þér skriftin? staðinn og í sameiningu . þessu. tókst þeim að synda með Karenu til lands. Þegar þeir voru komnir á svo grunnt vatn, að hægt var að vaða, hafði Karen jafn að sig það mikið, að hún komst hjálparlaust á land. Þegar þau höfðu öll fast land undir fótum aftur, var það, að einhver sagði. „Óli getur synt“. Hin tóku undir það og ekki var laust við, að Óla fyndist hann stækka, þeg- ar Karen gekk til hans, Vertu svo blessuð, kæra Lesbók, ég vona, að þú j gætir notað eitthvað af Dísa Dalamær. Krossgáta Hestnafn. 4. sundfugl. — 5. manns- nafn. Lóðrétt: 1. Bæjarnafn. — 2. árstíð. — 3. illgresi. G á t u r : Maður gekk upp að fjalli, á leiðinni mætti hann karli. Karlinum fylgdu synir sjö, syninum hverjum börnin tvö. Hvað fóru margir fætur heim að Fjalli? ★ Hvað er það sem hest og skip hagsamlega prýðir, en á mönnum allan svip afskræmir og niðir? S k r í 11 a : Hann: Hvers vegna ertu að fá þér fótabað? Bíll- inn getur komið, þegar minnst varir. Hún: Ég er ekki að fá mér fótabað. Ég stakk bara fótunum í vatn, svo að blómin haldist lengur lifandi í hárinu á mér! ★ Við þökkum Dísu kær- lega fyrir bréfið og efnið, sern hún sendi í blaðið. Um skriftina er það að segja, að prentið er gott, en skrifstafirnir eru ekki ennþá allir jafn fallegir. Með meiri æfingu verða þeir áreiðanlega jafnari. Mundu að stafirnir eiga að vera af jafnri stærð, með jöfnum halla og tengdir saman með jöfn- um millibilum. Ef þú manst það og vandar þig alltaf verður skriftin þín falleg. Efnið, sem blaðið fær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.