Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 16
10
MORGVNBl AÐIÐ
Sunnudagur 13. okt. 1957
Bændur krefjast sama réttar
og aðrar stéttir þjóðfélagsins
Eftir Halldór Jónsson bónda á Leys-
ingjastöðum í Austur-Húnavatnssýslu
ÞEGAR líður á septembermánuð
fara ísl. bændur að geta gert sér
Ijósa efnalega afkomu sina ár
hvert. Heyskap er þá oftast lok-
ið eða hann kominn það langt að
séð verður útkoman, spretta ga' ð
ávaxta vituð og hægt að gera sér
allglöggar hugmyndir um væn-
leika sláturfjár. f>ar við bætist
einnig nú hin síðari árin að þá er
uppkveðið það kaup, sem bónd-
anum er ætlað, þ. e. verðlags-
grundvöllur landbúnaðarafurða
er fundinn og birtur.
Ekki hafa bændur haft mikla
ástæðu til að gleðjast yfir út-
reikningum þessum undanfarin
ár og svo er enn. Er þó skylt að
viðurkenna að sumt hefir stefnt
í rétta átt, þótt mjög skorti á að
fullu réttlæti sé náð.
Hér verður gerð tilraun til að
ræða verðlagsgrundvöllinn nokk-
uð. Er þó hætt við að það verði
ekki til fullnustu gert, þar eð
málið er í eðli sínu svo víðtækt
að því verða ekki gerð full skil
í stuttri blaðagrein. Vera mætti
þó að af henni spryttu einhverjar
umræður og málin skýrðust þá
nokkuð.
Fyrst skal þá snúið að gjalda-
hliðinni. Tveir fyrstu liðn gjald-
anna — kjarnfóður og tilbúinn
áburður eru að sjálfsögðu teknir
eftir innflutnings- og söluskýrsl-
um og því örðugt að deila um
magn þeirra, gætu þó komið til
greina ýmsar athuganir í því sam
bandi, sem ekki verður farið út
í hér. Um verð þeirra er það að
segja að áburðurinn mun vera
reiknaður sem næst því verði,
sem bændur verða að kaupa hann
á. Miða ég þar við söluverð K. H.,
Blönduósi. En um kjarnfóður
gegnir öðru máli. í grundvellin-
um eru taldar aðeins tvær teg-
undir kjarnfóðurs auk fóður-
mjólkur — fóðurmjöl og mais.
Þetta þykir okkur bændum fá-
breyttur matseðill. Við gefum
kúnum aðallega fóðurblöndu,
sem í eru allt að 10 tegundir
fóðurefna með mismunandi verði,
blandan sjálf er seld hér á Blöndu
ósi kr. 2,75 kg og sjá allir að
nokkru munar á því og maisverð-
inu í grundveliinum, sem er kr.
2,09
Fóðurmjólkin er reiknuð á kr.
2,70 kg og er það óskiljanlega
lágt, þar sem um nýmjólk er að
ræða til kálfaeldis. Söiumjóik er
hins vegar reiknuð til tekna kr.
3,50 kg. svo hér munar kr. 0,80.
Er þar allríflega ætlað fyrir flutn
ingskostnaði, þó hann sé að sjáJf-
sögðu mikill.
Þá er komið að þriðja gjaida-
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag-
anna, Kópavogi
Fundur í Valhöll
annað kvöld klukkan 8,30.
ÓLAFUK THORS mætir á fundinum.
Stjórnin.
Ferminga gjafir
★ Tjöld
★ Vindsængur
★ Svefnpokar
★ Bakpokar
★ Prímusar
★ Áttavitar
o. fl. o. fl.
Skíðaútbúnaður
væntor»toinir
í næoia manuði.
lið, viðhaldi fasteigna. Til hans er
talið timbur, þakjárn og máining
að upphæð kr. 2.162. Það er furðu
lega lá_g upphæð í þeirri dýrtíð,
sem nú ríkir, að því ógleymdu,
að ekki er minnzt á ýmislegt
annað, sem til viðhalds bygginga
þarf, s. s. sement, gler saum,
þéttiefni o. fl. Þá er bóndanum
sýnilega ætlað að inna aí hönd-
um með eigin vinnu allt viðhald
og það þó um fagvinnu sé að
ræða. Um viðhald girðinga gegnir
nokkuð sama máli, þó ekki sé þar
eins hallað á bændur, en erfitt
mun verða að komast af með
kr. 1.122 til viðhalds girðinga á
meðalbýli. Ber að athuga að víða
eru, auk heimagirðingar, langar
og dýrar afréttagirðingar, sem
bændur standa straum af á fé-
lagslegum grundvelli.
Mjög alvarlegt er, ef ekki er
séð sæmilega fyrir viðhaldi fast-
eigna. Illa viðhaldin fasteign
verður að lokum dýrari í rekstri
en sú, sem vel er við gert, við-
haldssparnaður verður því eyðsla
af versta tagi.
Kostnaður við vélar er gerður
kr. 5.854 — þar af olía, benzín
og varahlutir kr. 3.539 — hitt er
fyrning. Auðséð er þegar að fyrn-
ingin samsvarar 8% af tuttugu og
níu þúsund krónu höfuðstól. Nú
er til skatts leyfður 10%frádrátt-
ur á vélum og verkfærum, svo
hér er farið nokkru lægra. Auk
þess er mjög óliklegt að meðal-
vélakostur bænda sé ekki meiri
en kr. 29.000, þegar þess er gætt
að til svarar að tveir af hverjum
þremur bændum landsms teljest
eiga dráttarvél, eru þó ótalin öll
önnur tæki, sem til búrekstrar
eru notuð. En hvað er annars um
ýmis handverkfæri, sem eru bæði
dýr í innkaupi og fljót að ganga
úr sér? Þeirra er hvergi getið,
máski þau séu innifalin með vél-
unum og versnar þá enn sagan.
Ómögulegt er að sjá hvernig sú
upphæð á að nægja, sem ætluð
er til rekstrar vélanna, með því
verði, sem er á varahlutum, olíu
og benzíní, að ógleymdri verk-
stæðisvinnu, sem jafnan verður
nokkur. Og þó aðeins 2/3 hlutar
bænda eigi dráttarvél, hafa þeir
svo margar og dýrar aðrar vélar
í notkun að fullt tillit þarf að
taka til þeirra um viðhald og
rekstur.
Gjaldaliður 5 — flutningskostn
aður hefir færzt nokkuð í rétt
horf, hefði þó þurft að hækka
heldur meira, þar sem flutnings-
kostnaður á mjólk verðui allt að
kr. 3.500 miðað við meðalbúið og
upplýsingar, sem fyrir hendi eru
um meðalflutningskostnað.
Gjaldalið 6, vöxtum, hefir þok-
að í rétta átt. Þó vantar mikið á
að þar sé fyllt skarð í vör Skíða.
Vextirnir, sem okkur eru ætlaðir
svara til 5% af kr. 164 000 Nú er
það svo að þótt allmikið af skuld-
um bænda sé á lægri vöxtum en
það, er hægt að fá hærri innláns-
vöxtu og lausar skuldir víxlar
og verzlunarskuldir, vaxtast með
allt að átta af hundraði. Er því
auðséð að 5% að meðaltali af fé
því er í jörð og búj liggur, ér
mjög hófleg krafa. Hitt getur svo
hver reiknað fyrir sig, hve mikið
þarf að leggja fram í krónutölu
fyrir meðalbúið ásamt bújörð-
inni, en fyrir 164 þús. kr. fæst
það ekki.
7. gjaldaliður — annar reksfr-
arkostnaður — er nokkurs konar
ruslaskrína. Er talsvert verk að
taka til í henni, en með þeim
álögum, sem eru á öllum rekstri
og að athuguðum ýmsum liðum,
sem hvergi koma annars staðar
fram er öruggt að hann er sízt of
hár.
Áttundi og síðasti gjaldaliður
tekur sig vægast sagt einkenni-
lega út. Um leið og búið er kk-
að og afurðamagn þess aukið og
kaup bóndans hækkað til sam-
ræmis við aðrar stéttir, er að-
keypt vinna lækkuð um kr. 3.687.
Finnst bændum þetta lítið sam-
ræmi við aðrar stéttir, sem fá
aukin frí með hækkuðum laun-
um.
Yfirlit um gjaldaliðina leiðir til
þeirrar niðurstöðu að þar fer eng-
inn liður yfir lágmark, en sumir
eru langt undir því. En um tekj-
ur er önnur saga.
Tekjur af kúabúinu eru hækk-
aðar um kr. 5.736, — og er það
aðallega fengið með hækkun af-
urðamagns, því að mjólkurkg.
hækkar aðeins um kr. 0,07 pr. kg.
Ekki skal hér amazt við eðli-
legri hækkun á afurðamagni bú-
anna en fullmikið virðist þetta
vera á einu ári.
Óþægilega kemur við mann að
sjá heimamjólkina, þegar hún
loks er tekin sér, reiknaða 3,33
eða aðeins kr. 0,17 lægri en sölu-
mjólk, ætti munurinn að vera
allt að kr. 0,25. Nást þarna nokkr
ir aurar úr vasa bænda þótt upp-
hæðin sé ekki stór.
Þá vekur það dálitla undrun,
hvað óskakýr sexmenninganna
eru frjósamar. Tíu flokkar af
nauta. og kálfakjöti eru taldir
upp og má það eftir atvikum
teljast gott á búi, sem telur 0,5
kýr og kefldar kvígur. þessi
flokkafjöldi er að vísu aðeins til
gamans, en vart er hægt að verj-
ast þeirri hugsun að skynsam-
legra hefði verið að sundurliða
betur 7. gjaldalið og 5. tekjulið en
hafa færri kálfabása.
Kaupum hreinar
iéreftstuskur
Prentsmi&ja
ilíaóó
órcjunL
lómó
Sveinspróf í rafvirkjun
Sveinspróf í rafvirkjun fer fram
í lok þessa mánaðar.
Umsóknir um próftöku skulu sendar formanni próf-
nefndar, Ólafi Jensen, Grundargerði 27, fyrir 18.
þ. m., ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi
kr. 600.00 fyrir hvern próftaka.
Reykjavík, 11. október 1957.
Prófnefndin.
Tekjur af sauðfjárbúinu hafa
hækkað um kr. 11.109. Má það
heita góð frammistaða, þar sem
verðhækkun er sáralítil, aðeins
kr. 0,60 pr. kg af fyrsta verð-
flokki. Ætti bændum vel að farn-
ast, ef þeir auka svo framleiðslu
sína á hverju ári. Þá er ekki
skömm að skinnverðinu, sem
bændur eiga að fá, kr. 6 pr. kg
af nautgripahúðum og hátt á
fjórðu krónu pr. kg. af hross-
húðum. Húnvetningar mega
hlakka verulega til að fá „á
einu bretti“ útborgað þriggja ára
skinnverð frá K. H., því varla
mun þetta ár líða svo í aldanna
skaut, að menn fái ekkert fyrir
stórgripahúðir sínar. Færi svo er
huggunin hæg: Allt er þegar
þrennt er.
Ekkert bendir til að fjórði tekju
liður,garðávextir, sé rétt áætlað-
ur ennþá, þó hann hafi lækkað
dálítið. Þar þyrfti að taka meðal-
tal af uppskeru margra ára,
vegna þess hve uppskeran er óár-
viss. Þar má og virða til vorkunn
ar að iþðugt er að greina milli
bænda og annarra garðmatar-
framleiðenda.
Um 5. tekjulið gegnir sama
máli og 7. gjaldalið, hann er ílát,
sem losa þarf og sundurgreina í
og er hér með borin fram sú ósk
að það sé gert. Að öðru leyt; verð-
ur hann ekki tekinn til athugunar
nú.
Um verðlagsgrundvölimn sjálf-
an verður ekki frekar rætt, að
sinni, en lesendur látnir dæma
sjálfir, hvort þar er um að ræða:
klett eða kviksyndi.
Þegar búið er að gera sér grein
fyrir annmörkum grundvallarins
verður manni á að virða fyrir sér
næstu hlið verðlagsmálanna.
Hvernig greiðist það verð til
bænda, sem ráðgert er?
Undanfarið hefur reynslan orð-
ið sú, að ekki hefir tekizt að
greiða hið svokallaða grundvallar
verð til bænda, — og það ekki
einu sinni á pappírnum, þó að
! pennaliðugir og samvizkuliorir
menn hafi verið fengnir til að
túlka það með vegnum meðaltöl-
um og öðrum mýkjandi meðöl-
um. Er því auðséð hve mjög hlut-
ur bændastéttarinnar í heild er
fyrir borð borinn.
Enn ein hlið þessara mála er
hve misjafnt verð bændur fá fyr-
ir afurðir sínar, eftir því -ívar
þeir eru búsettir á landinu og
miðar það sízt að því að auka
„jafnvægið“, sem nú er mjög
rætt um. Tæplega er hægt að lá
þeim, sem í fararbroddi stéttanna
og þjóðfélagsins fara, þótt þeir
hafi tilhneigingu til að halda í
skefjum þeirri ægilegu verð-
') bólgu, sem nú ógnar öllum þjóð-
‘ arhag. Hitt er misskilningur ef
trúnaðarmenn okkar bænda
halda að þeir geti óátalið velt
meginhlutanum af þeirri byrði
yfir á okkar bök, þegar aðrar
stéttir halda uppi langvinnum
verkföllum í því skyni að rýmka
sinn hag. Verður það tæplega til
að stöðva flóttan úr sveitunum,
enda í litlu samræmi við hávært
hanagal um jafnvægi í byggð
landsins.
Hér verður nú stungið við fæti
að sinni. En ekki er hægt að skilj-
ast svo við þessar hugleiðir.gar
með þeim niðurstöðum, sem þær
gefa að þegja yfir þeirri frómu
ósk bændum til handa að þeir
beri gæfu til að taka verðlags-
mál sín í eigin hendur og láta
ekki lengur ríkisþjón og íeyt-
anda hafa æðsta úrskurðarvald
í þeim. Það er tvímælalaust
skylda og réttur stéttarinnar
gagnvart sjálfri sér, að skapa sér
sömu aðstöðu og aðrir starfs-
hópar hafa um kaup og xjör.
Verði hins vegar settur gerðar-
dómur í launadeilum eiga bænd-
ur einnig að hlíta sams konar
dómi í sínum kaupgjaidsmálum,
— verðlagsmálunum, — Við
krefjumst sams konar réttinda
og aðrar stéttir þjóðfélagsins.
Leysingjastöðum. 30. sept. 1957.
Ilalldór Jónsson.