Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 8
8
M o n n V is B r 4 Ð 1Ð
Sunnudagur 13. okt. 1957
Sr. Sigurður Einarsson:
Litazt um á leiðinni II:
FRÁ ÞÝZKALAN Dl
ÉG HEFÐI viljað gefa nokkuð
til þess að vera kominn suður til
Þýzkalands kvöldið, sem verið
var að lesa úr atkvæðaseðlunum
og telja. Það hefði verið ákaflega
fróðlegt að sitja þá í einhverju
stóru bjórhúsi eða ráðhússkjall-
ara í Hamborg, Frankfurt, Bonn,
Miinchen eða Heidelberg og virða
fyrir sér viðbrögð fólksins, hiusta
á tal þess og blanda við það geði.
Á slíkum stundum er Þjóðverj-
inn opinskár. Og þýzkt bjórhús
með öllu sínu margbreytilega og
þjóðlega lífi og félagsskap, er svo
elskulega ólíkt öllu því, sem átt
er við með setu á reykvískum
gildaskála, að á milii þeirra
tveggja hugmynda er ekki einu
sinni loftskeytasamband. En því
miður gat þetta ekki orðið. Ég
var of seint á ferð til þess.
Örlagaríkar kosningar
En því vildi ég hafa verið kom-
inn þarna suður. að kosningarnar,
sem háðar voru í Þýzkalandj á
dögunum, eru tvímælalaust ein-
hverjar þær örlagaríkustu og
merkilegustu, sem háðar hafa ver
ið í Þýzkalandi síðustu hálfa öld.
Og það ekki einungis fyrir Þýzka
land sjálft, heldur fyrst og fremst
Vestur-Evrópu og samstarf vest-
rænna þjóða. Og þær eru ef til
vill merkilegasta kynning, og
djúpfærasta, sem heiminum hef-
ur verið boðin á því, hvar á vett-
vangi Þjóðverjar standa nú, ef
þær eru skoðaðar niður í kjölinn.
Þær eru skýrt og ótvírætt svar
við spurningunni um það, hvaða
veg vestur-þýzka þjóðin hefur
gengið í atvinnu- og félagsmála-
þróun sinni síðustu 10 árin, hvert
hún ætlar sér — og það, sem at-
hyglisverðast er — hvað hún hef-
ur lært á leiðinni, og gleymt.
Horft á kosningatölur
En nú sit ég sem sagt hér eftir
að allur kosningahávaðinn er um
garð genginn og horfi á þessar
kosningatölur, ber þær í hug-
anum saman við það, sem ég hef
séð, og það sem ég hef heyrt í
viðræðum við fólk. Það iiggur
ekki við, að ég ætli mig svo spak-
an að ég geti rakið þá undir-
strauma, sem skila þessum tc’um
upp á yfirborðið, sem vilja yfir-
lýsingu þjóðarinnar, daginn eftir
kosningar. En ég get ekki látið
vera að gera mér mínar hug-
myndir. Tölurnar, sem ég er að
brjóta heilann um eru þessar:
Kristilegi demókrataflokkurinn
270 þingmenn (við síðustu kosn-
ingar 244). Jafnaðarmannaflokk-
urinn 169 þingmenn (áður 151).
Frjálsi demókrataflokkurinn 41
þingmann (við síðustu kosningar
48). Þýzki flokkurinn 17 þing-
menn (við síðustu kosningar 15).
Flóttamannaflokkurinn engan
þingmann (við síðustu kosnir.gar
27). Miðflokkurinn engan þing
mann (við síðustu kosningar 2).
Auðvitað eruð þið fynr löngu
búin að sjá þessar tölur heima.
En þær segja okkur það meðal
annars, að tveggja flokka kerfið
er á hraðri leið með að verða
staðreynd í Vestur-Þýzkalandi,
hvort sem mönnum líkar betur
eða verr. Að samstarf og sam-
staða með hinum vestrænu lýð-
ræðisríkjum verður óbifanleg
stefna Vestur-Þjóðverja næstu
árin, gagngert fyrirskipuð af hin-
um almenna þýzka kjósanda með
atkvæði hans á kosningadaginn.
Og þær segja okkur meira. Hið
gífurlega fylgi stjórnarflokks
Adenauers segir okkur það með-
al annars, að skelkurinn við ævin
týramennskuna og stigamennsk-
una í stjórnmálum, er orðmn
ábærilegasta einkenni þessa fólks
er þannig kýs. Og þær segja
reyndar margt fleira.
Hví hefur mikið breytzt á fá-
um árum, segjum frá 1937, þegar
Þjóðverjar öskruðu sig hása og
vitlausa af fagnaðarlátum yfir
foringjanum Hitler og afrekum
hans, þegar djöfulóðir SS-menn
æddu um götur borganna og
börðu og limlestu andstæðinga
sína eða meinta fjandmenn Þriðja
ríkisins. Og Gyðingar voru rekn-
ir þúsundum saman til Póllands
til að deyja þar í gasklefunum á
sínum tíma. Og stúlkurnar kjög-
uðu áfram eins og fylfullar ;tóð-
merar og það þótti yndislega
ariskt að vera lendabreið og hupp
mikil knarrarbringa á flatbotn-
uðum hnöllum. Jú, hér hefur eitt-
hvað meira en lítið breytzt.
Hvað hefur breytzt?
Hvað hefur breytzt? Ég kom til
Þýzkalands 1950. Ég var þar aft-
ur 1954. Árið 1950 var allt Vestur
Þýzkaland í hers höndum. Þá var
það ennþá í fullkominni óvissu,
hvernig hin sérstæða þjóð myndi
snúast við, þegar herfjötrunum
yrði létt af henni. Það, sem þá
vakti einkum athygli, var það,
með hve stórkostlegum dugnaði
þjóðin lagðist á eitt um það að
byggja upp úr rústunum stríðs-
eyðileggingarinnar og koma fót-
um undir atvinnulíf sitt og við-
skiptalíf. 1954 var þessi þróun
svo langt komið, að Þýzkaland
var enn á ný að verða harðsnúinn
keppinautur á alþjóðlegum mörk
uðum um leið og þjóðin varð að
bera gífurlegar fjárhagslegar
byrðar af skaðabótum í ýmsar
áttir, par á meðal til dæmis 830
milljónir dollara í skaðabætur til
ýmissa fórnardýra nazismans af
gyðingaættum og aðstandenda
þeirra. En þrátt fyrir það, þó að
þá væri búið að koma stjórnar-
farslegu skipulagi á lýðveldið
Vestur-Þýzkaland, var þó allt
ennþá í nokkurri óvissu um það,
hvernig það myndi reynast í sam-
starfi vestrænna þjóða. Fjöldi
manna var uggandi um það, þeg-
ar sýnt var að vestur-þýzka lýð-
veldið mundi hervæðast, að aftur
myndi með einkennisbúningun-
um skjóta upp kollinum forn
hernaðar- og yfirgangsstefna.
Reynslan af herveldi Vilhjálms
II og böðulsveldi Hitlers, var
ekki þess háttar, að hún beinlínis
eggjaði til bjartsýni. Ég skal
hreinskilnislega játa það, að þessi
beygur sat í mér haustið 1954,
þegar ég kom þaðan að sunnan
til Osló, og ég gat ekki að því
gert að láta hana í Ijós í erindi,
sem ég flutti þá í norska útvarpið.
Hitt duldist mér ekki, að á fólk-
inu hafði orðið mikilbreyting.Það
var aftur að verða létt og frjáls-
mannlegt, mannlegt og mennskt,
eins og ég minntist þess frá ár-
unum 1928 og 1929. En hvað stóð
þessi breyting djúpt, þrátt fyrir
geigvænlega sára reynslu undan-
genginna ára? Það var spurm'ng,
sem ég treysti mér ekki að svara
Þá.
Og reyndar ekki heldur nú,
nema að örlitlu leyti. En það get-
ur verið fróðlegt að líta á ýmsar
ytri aðstæður. Það er auðveld-
ara að meta þær en andleg við-
horf. Hvernig hafa þá ytri aðstæð
ur þýzku þjóðarinnar breytzt á
síðustu 20 árum, frá 1937?
Missir landa og lýðs
Síðan 1937 hefur til dæmis
Þýzkaland orðið að láta þriðjung
af landi sínu varanlega af hendi,
að því er virðist í svip í hendur
Rússa og Pólverja. Þeim tveim
þriðjuhlutum, sem eftir eru hef-
ur verið skipt í Austur-svæðið,
sem Rússar hafa gert að komm-
únisku leppríki, eða nýlendu, og
Vestur-svæðið, sem myndar Sam-
bandslýðveldið Vestur-Þýzkaland
Til marks um það mat, er Þjóð-
verjar leggja á lífskjörin sitt
hvorum megin járntjalds má geta
þess, að fram að þessu hefur
Vestur-Þýzkaland orðið að taka
við 12 milljónum flóttamanna
austan úr sæluríki kommúnista.
Flokkur þeirra hlaut 27 þing-
menn við kosningarnar 1953, en
engan nú. Það talar sinu máli um
þá afburða hæfni, sem vestur-
þýzk stjórnarvöld hafa sýnt í því
að gera þetta rótslitna fólk, að
heimamönnum og borgurum í
nýju föðurlandi. Og er um leið
TILVILJUN réði því, að ég fékk
að sjá, þegar örstutt atriði úr
kvikmyndinni „Fjallið“ var kvik-
myndað í Hollywood. „Fjallið"
er sýnt um þessar mundir í
Tj arnarbíói.
Þegar ég kom í Paramount
verksmiðjurnar í nóvember fyrir
nær tveim árum, var verið að
kvikmynda úr „Fjallinu", atriði
þar sem Robert Wagner nær í
vaðina, sem þeir bræður ætla að
nota á fjallinu og lætur Robert
sér illa líka, þegar Spencer
Tracy kýs sér betri vaðinn. Þeir
sem séð hafa kvikmyndina vita,
að það tekur ekki nema í hæsta
lagi mínútu að sýna þetta atriði.
En í Hollywood tók það meir
en klukkutíma að ná þessu á
kvikmynd. Fimm eða sex sinn-
um var atriðið kvikmyndað og
frá leikmannssjónarmiði virtist
allt ganga eins og í sögu í öll
skiptin. En kvikmyndastjórinn
var ekki ánægður. Einu sinni kom
það fyrir að Spencer Tracy fór
skakkt með tilsvör. Það vakti
hlátur er hann sagði: „Á föstu-
daginn kemur eru þrjátíu og tvö
ár liðin frá því það kom fyrir
mig síðast að fara skakkt með til-
svör!“
En hvað um það. Þarna þurftu
nokkur bending um það af
hverju stjórnarstefna Aden„uers
kanslara á svo traustu fylgi að
fagna.
En hér hefur fleira breytzt. f
síðari heimsstyrjöldinni misstu
Þjóðverjar hér um bil 5.500.000
menn og heim sneru 1.500.000
örkumla menn. Það eru 3.000.000
kvenna umfram karlmenn í Vest-
ur-Þýzkalandi og meira og minna
óhæfir til vinnu og á opinberu
framfæri eru 6.500.000 manns.
Tíundi hluti þjóðarinnar er yfir
65 ára að aldri, og fæðingartalan
hefur lækkað svo, að hún er orð-
in sú næstlægsta í Norðurálfunni.
tveir kunnir kvikmyndaleikarar
og ótal sérfræðingar að streitast
við í hátt á annan klukkutíma að
sýna örstutt ariði, sem rennur
fyrir augu bíógesta á tæpri mín-
útu. Og er þá ótalið allt undir-
búningsstarfið.
★
Þetta var um miðjan dag. Ég
átti tal við kvikmyndaleikarana
og sögðust þeir hafa verið i kvik-
myndaverinu frá því snemma um
morguninn; og þetta væri árang-
ur dagsins. Greinilegt er að heima
í Hollywood eru kvikmyndaleik-
arar eins og hverjir aðrir menn,
sem vinna fyrir sínum daglaun-
um. Allt hitt, sem um þá er
skrifað eða með þá látið er aðeins
gert í auglýsingaskyni.
★
Ég sá annað atriði í Paramount
verinu þennan dag. Það var úr
kvikmynd, sem sýnd var hér
heima ekki alls fyrir löngu, en
ég kann ekki að nefna. Þar var
verið að sýna, er kvikmyndaleik-
arinn Bob Hope gekk með hund
í bandi fyrir framan byggingu
eina og þreif hundinn að lokum í
fang sér og varpaði honum frá
sér. Þetta er ekki stórt atriði. En
Þjóð sem svona er ástatt um
lætur sig ekki dreyma um hernað
og sigurvinninga. En hit.t dylst
engum viti bornum manni, að
þrátt fyrir þessar gífurlegu byrð-
ar og stórkostlegu áföll líður fólk-
inu miklu betur en á uppgangs-
tíma Hitlersstjórnarinnar. Það
hefur einfaldlega lært, hvað elja,
starf og friður, getur skapað af
farsæld og verðmætum. Og lært
það svo rækilega, að vænta má, að
ekki gleymist, vegna þess að
handan við bæjarvegginn hinum
megin við járntjaldið, ganga sam-
landar þess eins og skjálfandi
Frh. á bls. 17.
það fór eins — kvikmyndatök-
unni á þessari göngu gamanleik-
arans og hundsins var ekki lokið,
er ég fór að klukkustundu lið-
inni. Helzt var það hundurinn,
sem örðugleikunum olli. Hann
átti að þefa að blómakössum, sem
voru meðfram húsinu, en seppi
vildi ekki hlýða, þótt faldir væru
að baki kassanna hlutir, sem
vekja áttu þefskynjun hans. í
þessu atriði komu fram ótal stat-
istar og var mesta raun að sjá
allt blessað fólkið þurfa að gera
sömu hlutina aftur og aftur.
★
Ef ég ætti að svara spurnlngu
um það hvað haft hefði mest
áhrif á mig í kvikmyndaverinu,
myndi ég segja að blátt áfram
ekkert væri þar áhrifaríkt öðru
fremur. Þarna vinna ótal verka-
menn, sérfræðingar og leikarar í
geysistórum sölum frá morgni til
kvölds. Menn strita þarna fyrir
daglaunum á sama hátt og verka
menn, sérfræðingar og forstjórar
í hinum geysistóru sölum bíla-
verksmiðjanna, efnaverksmiðj.
anna eða flugvélaverksmiðjanna.
Andrúmsloftið er hið sama á öll-
um þessum stöðum. Menn vinpa
vinnu sína og þegar dagsverki er
lokið hraða menn sér heim til
konu og krakka. Og síðan tekur
annar dagur við,
— P. ÓL
Smáþátfur frá Hollywood