Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. okt. 1957 MORCVNBl4 ÐIÐ ^J^uenjjjóÉin oc^ heimiiié Húfunni má koma fyrir á mismunandi vegu. eð hatt á höiði er honan velklædd Sfurt viðtal við frú Þóru Christensen hatta- saumakonu um gamla hatta og nýja EN hvað þú ert með fallegan hatt. Þetta heyrist ósjaldan er tvær konur hittast. Konur þykja yfirleitt ekki vera orðnar verulega „fínar“ fyrr en þær hafa látið hattkúf á höfuðið. En það er ekki sama hvernig hatturinn er, — sumir hattar eru dýrir modelhattar, sem geta kost- að allt yfir 500 kr. Aðrir hattar eru ódýrir, t. d. gamlir hattar, sem „gerðir hafa verið upp“ að nýju fyrir lítinn pening, 75 kr. En hvar er hægt að fá svo gott sem nýjan hatt fyrir ekki meira fé en 75 krónur? Gerir gamla hatta sem nýja Hér í bæ eru nokkrar konur sem hafa þann starfa að gera gamla hatta upp og meðal þeirra er frú Þóra Christensen, Skál- holtsstíg 7. Frú Þóra hefur verið búsett i Danmörku um 35 ára skeið og rekið þar hattaverzlanir í yfir 20 ár. Síðasta verzlun hennar hét „Lilly“ og var á Nörrebro- gade en frú Þóra kom hingað heim til íslands 1952. Á meðan hún dvaldist ytra hafði hún hatta-tízkusýningar tvisvar á óri og saumaði hún sjálf og stúlkur sem unnu hjá henni alla hattana, sem seldir voru í verzlunum hennar og voru á sýningunum. Húfan var tilefnið Tilefnið til heimsóknar kvenna- síðunnar til frú Þóru var eigin- lega húfan, sem meðfylgjandi mynd er af. Frúin hafði fengið hana frá London og þótti hún svo smekkleg að ástæða væri til að koma henni á frainfæri, þar.nig að íslenzkar tízkudömur gætu haft tækifæri til að eigast hana Húfan er úr flaueli, en hana má sauma úr hvaða hattaefni sem er, og gerir frú Þóra það ef kon- ur koma með efrii til hennar. Húfan er einkar smekkleg og má koma henni fyrir á marga mis- munandi vegu. Frú Þóra hefur vinnustofu sína að Skálholtsstíg 7, þar sem hún einnig gerir upp gamla hatta fyxir 75 krónur, ef hún þarf ekki að leggja til efni, en hún sagðist ekki gera neitt við hattana nema hún sæi að hún gæti gert þá alveg eins og nýja. Einnig sagðist frú Þóra alltaf hreinsa hattana áður en hún breytti þeim. Við ræddum lítillega um hatta- tízkuna, en frúin er nýlega kom- in heim af tízkusýningunum í Höfn. Hún sagði að hattaefnin væru mjög margvísleg, flauel, filt, o. s. frv. og litir hattanna eru fjölbreyttir og sniðin sömu- leiðis. Það snið sem var mest áberandi hafði lítil börð að fram- an en engin að aftan. Það er alltaf ánægjulegt að sjá konur með fallega hatta og ættu íslenzkar stúlkur að gera meira að því að nota höfuðföt, en þær virðast frekar á móti því. Ein- hvers staðar stendur að engin kona sé vel klædd nema hún sé með hatt, hanzka og kápuna hneppta að sér. A. Bj. Tvíburar ÖLLUM FINNST mikið til um tvíbura, þeir vekja öðrum börnum fremur aðdáun. Víst er eitt lítið barn mesta augnayndi, og hvað þá ef þau eru tvö, eins í framan og eins klædd, og flest- ir hugsa sem svo að það hljóti að vera mikil gæfa að eiga tvö börn á sama aldri. Bæði foreldrum og öðrum hætt ir því við að líta á tvíbura sem eina heild, en ekki eins og tvær sjálfstæðar persónur, sem eiga að þroskast og verða hver annarri óháð. Menn einblína oft meira á það sem skemmtilegt er, en minna á það, hvað hollast er Sérstaklega ef um eineggja tví bura er að ræða og samkynja. Þegar fólk hefir náið sam- neyti, annað hvort systkini, leik íélagar eða fullorðið fólk, þá vill oft fara svo að annar er sterkan og ræður en hinn er eftirlátari Ef um barn er að ræða, sem venst á það að vera alltaí annað hvort sá sem ræður eða alltaf sá, sem lætur undan, þá fer ekki hjá þvi að það hefur áhrif á þroska þess. 3á sem alltaf lætur undan lærir ekki að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur og verður háður Oft er þetta svo, þegar um tvíbura er að ræða, annar bók- staflega ræður yfir hinum. Þess vegna á uppeldi tvíbura ekki að vera öðru vísi en uppeldi syst- kina, sem ekki eru á sama aldri. Foreldrar ættu t.d. ekki að láta tvíbura alltaf vera í eins fötum. Venjulega eru systkini ekki sett í sama bekk í skóla. Oft er það svo að annað systkina er dug- legra við nám en nitt, og það er óþarfi að koma af stað sam- keppni á milli þeirra. Af sömu ástæðu ættu tvíburar ekki að vera í sama bekk, ef hægt er að komast hjá því. Ef til vill er erfitt fyrir foreldrana að skilja þetta, þeim finnst tvíburarnir eigi að fá að fylgjast að eins lengi og hægt er. En það er ekki börnun- um fyrir beztu . . . þau eiga að læra að standa á eigin fótum, hvort fyrir sig. Nauðungaruppboðið á vs. Sæfinni, RE 289, fer fram við skipið þriðju- daginn 15. október 1957, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Saumio nattkjólinn sjálfar ÞENNAN nýtízkulega náttkjói má ýmist hafa síðan eða stuttan eftir því, hvað hver vill. í miðjuna á efninu er klippt hálsmál (mælt út með venju- legri undirskál) og op niður að framan svo sem 15 cm. Efnið brotið til helminga. Hliðarsaum- arnir saumaðir en skilið eftir 20 cm. op fyrir handleggina. Síðan er kjóllinn faldaður að neðan. Kraginn sniðinn, 12 cm. breiður og eins langur og ummál háls- málsins, opið að framan faldað, kraginn brotinn tvöfaldur, saum- aður saman til beggja enda, hon- um snúið við, og síðan saumaður við hálsmálið. Á öxlma er stangað skáband á rönguna frá öxlinni og að háls- málinu, þar er skábandið sveigt og stangað aftur við hliðina á hinu fyrra. Band dregið í gegn, svo að hægt er að rykkja öxlina þangað til hún er hæfilega breið. Bandið bundið í slaufu. Þegar þvo á kjólinn og strauja, er hentugra að leysa slaufuna og slétta úr öxlinni. Ef efnið er 90 cm. breitt, þarf tvisvar sinnum síddina en aðeins einu sinni ef efnið er 130 cm. á breidd. Matseðill kvöldsins 13. október 1957. Grænmetissúpa o Lax í mayonnaise o Uxasteik Chorcnne eða Lambakótilettiir o Ferskjur m/rjóma o Neó-tríóið leikui Leiknúskjailarinn Inniskór í msklu úrvaVs Nýkomnir ódýrir inniskór fyrir K O N U R KARLMENN Ö R N Skóv. Þórðar Peturssonar Aðalstræti 18. FORELDRAR Raunhæfasta líftrygging barna yðar Kuldaúlpan með vao? geislanum Amerísku NORCE kœliskáparnsr eru komnir Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19 — Sími 13184.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.