Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 2
? Mnnr.rnvnr jnrp Sunnudagur 13. okt. 1957 4 r Myndin hér að ofan er tekin við það tækifæri, er biskupinn afhenti Ásgeiri Magnússyni frá Ægissíðu, fyrir hönd kirkju- ráðs, ljósprentað eintak af Guðbrandsbiblíu. Ráðið heiðraði hann þannig í lilefni þess að hann hafði áður afhent biskupi að gjöf Jobsbók í eiginhandriti, þýdda í íslenzk Ijóð úr hebresk- um frumtexta. Talið frá vinstri: Biskupinn, Ásmundur Guð- mundsson, Ásgeir Magnússon, Gísli Sveinsson, fyrrv. sendi- herra, Gissur Bergsteiitsson, hæstaréttardómari, séra Þorgrím- ur Sigurðsson frá Staða-Stað og séra Jón Þorvarðarson. Þýddi Jobsbók úi hebresktun finmtexto í Ijóð Ásgeir Magnússon gat biskupi eiginhand- rit sitt af þýðingunni HINN 14. septembcr síðastliðinn, afhenti Ásgeir Magnússon frá Ægisíðu, biskupi íslands, Ás- mundi Guðmundssyni að gjöf, eig in handrit sitt af Jobsbókarþýð- ingu sinni sem hann hefur unnið að á undanfömuim árum. Þylt úr hebresku Þýðingin er öll í ljóðum og hef- ur Ásgeir þýtt bókina úr hebresk- um frumtexta. Kemst biskup svo að orði um þetta verk, að hvort tveggja sé fagurt mál og bragar- háttur. Telur hann þýðingu þessa mikið afreksverk. Þakkaði hann þennan mikla dýrgrip og kvaðst mundu gefa biskupsdæminu. Eitl af fegurstu íslenzkum handritum Biskup segir ytri búning bók- arinnar er einnig með ágætum og telur að hún muni skipa sæti með allra fegurstu íslenzkum handrit- um bæði fyrr og síðar. Bókin er Ætln oð feiðost bundin inn í afbragðs band, af I Unni Stefánsdóttur og er í fögru ! skríni smíðuðu af Edvard Guð- mundssyni og skornu af Hannesi Flosasyni. Var afhcnt GuSbrandsbiblia að gjöf Hinn 11. október s.l. kon. Kirkju ráð Islands samar. á fund og J minntist aldf jórðungsaimælis síns. 1 lok fundarins kom Ásgeir Magnússon að beiðni ráðsins. Biskup afhenti honum þá í nafni ráðsins Ijósprentað eintak af Guð brandsbiblíu og mælti f. þessa leið m.a.: Ódauðlegt afreksverk „Kirkjuráð Islands ræður hvorki yfir nafnbótum né verðlaunasjóð- um, en það vill votta yður þakk- ir fyrir ódauðlegt afreksverk í þágu kirkju vorrar og heiðra yður með því að afhenda yður að gjöf á þessum merkisdegi ljósprentaða útgáfu af Guðbrandsbiblíu. nm oUoa heim Tvœr konur trd Perú sem œtla aö vinna aö ritstorfum hér MEÐ Gullfossi komu síðast tvær konur, sem heima eiga suður í Perú í S-Ameríku. Er önnur kennslukona og hin blaðakona. Þær eru hingað komnar til þess að vinna að ritstörfum. Hafa þær sett sér það mark að ferðast til hvers einasta ríkis á hnettinum og skrifa ferðabækur. Þær lögðu upp í ferðalag sitt fyrir 15 mánuðum. Þær hafa nú ferðazt til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins, um N-Afríku, öll Evrópulöndin vestan Járn- tjalds, en austan þess hafa þau farið til Júgóslavíu. Hér ætla þær að vera í þrjá mánuði ef peningarnir hrökkva til, sögðu þær við tíðindamann blaðsins er hitti þær á förnum vegi í gær. — Allir segja okkur að hér sé svo dýrt að lifa að hætt sé við að áform okkar um þriggja mánaða dvöl hér geti far- ið út um þúfur. Hér höfðum við hugsað okkur að skrifa fyrstu ferðabóki.ia, um heimsókn okkar til þjóðland- anna sem við höfum þegar ferð- azt til, segja þar almennt frá því sem fyrir augun ber og leggja höfuðáherzluna á að lýsa lifnað- arháttum fólks til sveita og í bæj- um. Þannig höfuð við tekið þetta viðfangsefni, og þannig ætl- um við að skrifa um dvöl okk- ar hér á íslandi. Þessar Perúkonur voru sérkenni- legar nokkuð í klæðaburði og út- liti, þannig að eftir þeim er tek- ið þar sem þær fara. Þær sögð- ust hafa mikinn hug á að geta komizt á einhvern rólegan stað úti á landi, þar sem þær gætu stundað ritstörfin. önnur heitir Stella Pando og hin Nanna Valentine. Héðan ætla þær til New York, þar sem þær eiga mikinn fjölda mynda geymdan frá ferðum sín- um, velja í bókina myndir, ganga endanlega frá henni til prentun- ar en síðan hefja ferðina aftur og fara þá austur í Asíu. Fjölmennur fundur HAFNARFIRÐI — Sjálfstæðis- félögin héldu sinn fyrsta fund á haustinu í fyrrakvöld og voru bæjarmálin til umræðu. Var fundurinn fjölsóttur og ræðu- mönnum vel tekið, en þeir voru Stefán Jónsson, Eggert ísaksson og Helgi S. Guðmundsson. Auk frummælenda tóku til máls frú Jakobína Mathiesen og Páll Daníelsson. Gafst þarna gott tækifæri til að kynnast þeim málum, sem hæst bera hér um þessar mundir. — Spilakvöld félaganna eru nú hafin og var hið fyrsta mjög fjöi- sótt. Næst verður spilað á mið- vikudaginn. — G. E. Tómstundaið/a Æskuiýðsráðs Moykýavíkur að heí/ast ESKULÝÐSRÁÐ Reykjavík- ur er nú að hefja tómstunda- iðju fyrir æskufólk. Munu tómstundaflokkar verða á ýmsum stöðum í bænum eins og í fyrra, en miðstöð starfs- ins verður í hinu nýja æsku- heimili að Lindargötu 50. — Væntanlegir þátttakendur komi til viðtals sem hér segir: AS Lindargötu 50. Mánudaginn 14. okt. og þriðjudaginn 15. okt. kl. 2—4 e.h. og 8—10 e.h. báða dagana. Þar mun starfað að þessum greinum: Bast- og tágavinna, bók- band, pappa- og leðurvinna, raf- magnsvinna Ijósmyndaiðja (fram- köllun og stækkun) útsögun og út- skurður, teiknun, skrautmálning. Síðar mun hefjast starf við plast- og beinavinnu, modelsmíði, vefnað og mosaik. Þeir, sem hafa á áhuga á frímerkjasöfnun og tafli gefi sig fram á sama tíma. Séra Bragi Friðfiksson, framkvstj. Æskulýðsráð'sins. í samkomusal Laugarneskirkju. Stúlkur komi til viðtals, mánudag 1 smíðastofu LangKoItsskóIa. Piltar komi mánudag 14. okt kL 8—9 e.h. Tómstundaflokkar munu taka til starfa í Vesturbænum, Lang- holtshverfi og væntanlega Hliða- hverfi síðar og verður það sér- staklega auglýst. Eins og frá var sagt í Mbl. á sínum tíma, var hið nýja Tóm- stundaheimili Æskulýðsráðs Reykjavíkur að Lindargötu 50 formlega opnað hinn 1. þ.m., en nokkur starfsemi hófst þar á s.l. vori, er klefar á neðstu hæð húss- ins voru teknir til notkunar fyrir áhugamenn um ljósmyndagerð. önnur starfsemi er nú að hefjast í rúmgóðum salarkynnum, sem í sumar og haust hafa verið útbúin fyrir æskulýðsstarfið. Þarna er einnig skrifstofa æskulýðsráðsins, en framkvæmdastjðri þess er séra Bragi Friðriksson. Allar upplýs- •rtrgar um tómstundaiðjuna eru veittar í skrifstofunni kl. 2—1 hvern virkan dag ( að laugar dögum undanskildum). Sími ar 15937. Allt æskufólk, stúlkur og pilt- ar, á aldrinum 13—20 ára er vel- komið ð taka þátt í einni eða fieiri greinum, en öllum er ráð- lagt að gefa sig fram á greindum tímum, því að aðsókn virðist ætla að verða mikil. Unnið verður í tímabilum, og mun hið fyrsta ná fram til jóla og er þátttökugjald í hverri grein kr. 15,00 fyrir allt tímabilið. Frh af bls. 1. ríkjanna. Hann sagði, að Rússar ættu allar þær tegundir eld- flaugna, sem þörf væri á í ný- tízku hernaði. Bæði langdrægar tii að skjóta milli heimsálfa og skammdrægar. Orð hans um styrkleika rússneska hersins sýndu, að hann væri ekki tilbú- inn að ræða takmörkun vígbún- aðar á þeim grundvelli að Rúss- ar væru veikari en Vesturveldin á hernaðarsviðinu. Hann sagði: Við erum reiðubúnir að tak- marka vígbúnaðinn, en það er bezt að heimurinn viti að við erum sterkir. Krúsjeff ræddi lítið um hið nýja gervitungl Rússa. En þegar fréttaritarinn fitjaði upp á því, vék hann talinu að því, að nú væru orðin þáttaskil í hernaði. Venjulegar flugvélar væru orðn- ar úreltar. Sprengjuflugvélar skortir bæði hæð og hraða og þær verða ekki varðar gegn eld- flaugaárásum. Orrustuflugvél- arnar eru orðnar svo hraðfleyg- ar, að skotvopn þeirra eru ekki lengur nákvæm. Krúsjeff kvaðst ekki vilja halda því fram, að Rússar stæðu framar Bandaríkja- mönnum um gerð allra vopna. Það væri breytingum undirorp ið, stundum væru Rússar fram ar á einu sviðinu í dag, en Bandaríkjamenn á morgun og öfugt. Hann sagði, að báðir að- iljar stæðu nú í eins konar víg búnaðarkapphlaupi, það væri skaðlegt kapphlaup og Sovét- ríkin vildu það ekki.Þau vildu aðeins frið, sagði hann. Þjófar og ræningjar í Sovét- ríkjunum. Sovétríkin eru reiðubúin að af- vopna allan her sinn, sagði Krú- sjeff. Það myndi alveg nægja okkur að hafa mátulega mikið lögreglulið til þess að verja góða borgara gegn þjófum og ræningjum. Það eru líka þjófar og ræningjar í okkar þjóðfélagi, sagði hann. Hitlar risinn upp? Um Þýzkalandsmálið var Krú- sjeff mjög harðorður. Hann sagði að Bandaríkin hindruðu samein- 14. okt. kl. 8—9 e.h. I smíðastofu Melaskólans. Pilt- ar komi mánudag 14. okt kl. 8—9 e.h. 1 Miðbæjarskólanum. Þar fer fram leirmótun og leikbrúðugerð. Stúlkur og piltar komi fimmtu- dag 17. okt. kl. 8—9 e.h. 1 Víkingsheimilinu við Réttar- holtsveg. Stúlkur komi til viðtals, mánudag 14. okt. kl. 8—9 e.h. ingu Þýzkalands og væri það mjög hættulegt. Vel gæti við það risið upp í Þýzkalandi nýr Hitl- er, sem héti Þjóðverjum að sam- eina ríkið. Síðan beindi hann orðum sínum að Adenauer og líkti honum við Hitler. Það er spurning hvort nýr Hitler er ekki þegar risinn upp meðal Þjóð- verja, sagði hann og átti við Adenauer. Gömlu nazistarnir eru aftur farnir að rísa upp, eins og Hans Speidel, sem var hershöfð- ingi Hitlers. Reiðubúinn að „veita hjálp". Fréttaritarinn spurði Krúsjeff, hvort ekki hefði verið hagkvæm- ara fyrir Rússa sjálfa að koma fram við Þjóðverja, Tékka og önnur sósíalistaríki með sama hætti og þeir hafa komið fram við Finna og Austurríkismenn. Hann svaraði því til, að þar væri ólíku saman að jafna, Finn- land og Austurríki væru auð- valdsríki, en Austur-Þýzka- land og Tékkóslóvakía væru só- síalísk ríki. Sovétríkin, sagði hann aðstoð uðu ungversku rikisstjórnina bróðurlega, þegar hún leitaði aðstoðar. Enda þótt Rússar sjálfir hefðu beðið mikið tjón í Ungverjaiandi, hjálpuðu þeir við að bæla niður gagn- byltingu og myndu þeir veita sömu aðstoð hverri annarri só- síaliskri stjórn, sem bæði um hana. Eldflaugin á imdaa aenribneflinnnt LONDON, 12. okt. — Rússneska eldflaugin, sem flutti gervihnött- inn út í geiminn, er nú um það bil 3 mínútum á undan gervihnett- inum og hefur nálgazt jörðina, segja vísindamenn í Cambridge í dag. Gervihnötturinn fór yfir Bretland í dögun í morgun. Stærsti radioturn í heimi, sem er í Jodrell Bank í Cheshire, náði sambandi við gervihnöttinn eða eldflaugina í nótt. Prófessor Lovell, sem veitir útvarpssjónauk anura forstöfilu, átti í dag von á mikilvægum upiAýsingum frá starfsbræðrum sínum í Moskvu, sem áttu að gera honum kleift að stilla móttökutækin rétt. Feiming í dng í Dómkirkjunnl sunnudag kL 11. Sr. Jón AuSunt. Stúlkur: Birna M. Elmersdóttlr, Melaveg- ur 1 A Erla Diego, Reykj avíkurflugvelU, Gíslína M. Sigurgisladóttir, Skóla vörðuholt 2 Ingibjörg Ágústsdóttir, Meðal- holt 21 María Halldórsdóttir, Grensáavag ur 47 Matthildur Arnalds, Miklubr. St Sveiney Sveinsdóttir, ÁsgarSur 7 Unnur Þórunn Birgisdóttir, Leifa- gata 11 Þórunn Kolbeinsdóttlr, AsvaHa- gata 13. Piltar: Arnar Ö. Björgvlnsson, Kapla- skjólsvegur 41 Hafþór E. Byrd, Skúlagata 88 Kristinn Jón Sölvason, Skafta- hlíð 38 Kristján T. Ragnarsson, Vestur- gata 36 B Sigurgeir Þorgrímsson, Drápu- hlíð 46 Símon Á. Sigurðsson, Brunnstíg 1, Hafnarfirði Tryggvi Ólafsson, Rauðalæk 35 Örn Jónsson, Háuhlíð 18 í Dómkirkjunnl sunnud. 13. okt. kl. 2. Sr. óskar J. Þorláksson. Stúlkur: Agnes Bjarnadóttir, Bogahlið 15 Ásthildur I. Haraldsdóttir, Karla gata 1 Bergljót Hermundsdóttir, Bú- staðavegur 93 Guðrún K. Halldórsdóttir, Sól- vallagata 19 Guðrún S. M. Guðbergsdóttir, Grundarstíg 10 Jóna Lis Eva Petersen, Ingólfs- stræti 12 Margrét Höskuldsdóttir, Nönnu- gata 12 Sigrún Karlsdóttir, Ásgarði 17 Sigurhanna Óladóttir, Bergstaða- stræti 41. Piltar: Aðalsteinn B. ísaksson, Vestur- gata 69. Ásgeir H. Einarsson, Hallveigar- stíg 8 A Baldur Heiðdals, Ásvallagata 69 Björn Theódórsson, Guðrúnar- gata 9 Einar Ásgeir Pétursson, Eiríks- gata 8 Pétur G. Pétursson, Eiríksgata 8 Jón Magngeirsson, Teigagerði 13 Ólafur Guðmundsson, Drápu- hlíð 45 Ólafur S. Guðmundsson, Fram- nesvegur 5. — Krúsjeff

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.