Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 19
Sunnucfagur 13. okt. 1957 MORCVWBLAÐ1Ð m — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13 hafi með samtali við blaðamann frá Wall Street Journal í vor reynt að spilla því, að Sogs-lánið fengist vestan hafs. — Bjarni Benediktsson átti aldrei samtal við þennan mann. Hvorki sá hann né heyrði meðan hann dvaldist hér. Engu að síður ber Tíminn þessi ósannindi fram dag eftir dag og lætur sem hér sé um alþekktan atburð að ræða. Með slíkum tilbúningi fær Tíminn ekki dulið það, sem þjóðin veit og eitt stjórnarblaðanna hefur berum orðum sagt frá, að ríkis- stjórnin lét þá skömm henda sig, að semja um stórlántökur vestan hafs í sambandi við lausn varnar- málanna. Sveik sér úí sigurinn t rBsklegri ræðu, sem séra Guð mundur Sveinsson hélt við þing- setningu, talaði hann um, að stjórnmálamaður hefði eitt sinn sagt, að hann vildi ekki svíkja sér út sigur. Þessi orð eru þörf áminning fyrir ráðamenn Framsóknarflokksins. í síðustu viku tók Eysteinn Jónsson svo til orða, að sögn Tímans, að litlu hefði mátt muna, að bandalag Alþýðuflokks og Framsóknar fengi hreinan meirihluta við Al- þingiskosningarnar 1956. Var ekki annað að heyra en að ráð- herrann harmaði að svo skyldi til takast, að þessi meirihluti hefði ekki náðst. Það er alveg rétt að þarna munaði litlu um þingmeiri hluta Hræðslubandalagsins, en fylgi hjá þjóðinni var ekki meira en svo, að aðeins skreið fram yfir réttan þriðjung kjósendanna. Ef sá þriðjungur hefði fengið meirihluta á Alþingi, hefðu því tvöfalt fleiri kjósendur orðið að una því að lúta í lægra haldi fyr- ir þessum þriðjung. Hvernig Ey- steinn Jónsson, sem talinn hefur verið einna raunsæastur Fram- sóknarmanna, lætur sér detta í hug, að slíkur meirihluti hefði getað farið með stjórn landsins og leyst nokkurt mál, er sannar- lega torskilið. Vissulega hefði sá sigur, sem þannig fékkst, verið fenginn með svikum. En úr því, að raunsæið er ekki meira, er ekki við að búast, að vel takist til um lausn vandamálanna. Slæmar draumfarir Alþýðublaðsios Alþýðublaðið tekur sl. föstu- dag svo til orða: „Til dæmis væri ekki úr vegi að hann biði átekta fram yfir afgreiðslu fjárlaga að bera fram vantraust á ríkisstjórnina, en af því lét hann verða við þingbyrj- un í fyrra við lítinn orðstír". Af þessu sést að stjórnarliðið hefur þungar áhyggjur út af á- deilum stjórnarandstöðunnar. — Öðru vísi verður þessi saga um vantraustið frá í fyrra ekki skil- in. Sjálfstæðismenn fluttu þá enga vantrauststillögu gegn stjórninni, hvorki við þingbyrj- un, né síðar. Eftir að ríkisstjórnin hafði lát- ið Alþingi samþykkja jólagjöfina eftirminnilegu, báru Sjálfstæðis- wienn fram tillögu um þingrof og nýjar kosningar. Kom sú tillaga ekki til umræðu fyrr en eftir fund arhléið snemma á árinu 1957. Til- lagan um þinglausn og nýjar kosningar hvíldi á auðsæum rök- um, þeim, að stjórnarliðið hafi í öllu, er máli skipti, gersamlega brugðizt fyrirheitunum, er gefin voru fyrir Alþingiskosningarnar. Þess vegna höfðu þær farið fram á röngum forsendum, og því var eðlilegt, að kjósendum gæf- ist færi á að segja til um skoð- anir sínar að nýju. Alþýðublaðið telur þetta jafngilda vantrausti, og er það rétt að því leyti, að vafalaust hefði ríkisstjórnin og lið hennar orðið fyrir miklum áföllum við nýjar kosningar. — Einmitt þess vegna var tillaga Sjálfstæðismanna um þær felld. Stjórnarliðið hafði ekki kjark til þess, að koma fram fyrir kjósend ur að nýju og láta þá dæma um verk sín. í þessu sem öðru sannast, að þótt stjórnarflokkarnir komi sér ekki saman om lausn hins mest aðkallandi vanda, þá hanga þeir þó saman af óttanum við kjós- endur og mikinn framgang Sjálf- stæðismanna, eftir að almenning- ur hefur fengið að reyna stjórn- arhætti og orðheldni vinstri flokkanna. Fást allstaðar Blll óskast 4-—6 manna, helzt ekki eldra model en 1954. Tilb. merkt: „Góður bíll — 7851“, leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 18. þ. m. TIL SÖLU við tækifærisverði, sem nýtt -Jfasett, 2 bókahillur, 2 armstólar, O. fl., í Skafta- hlíð 31, I. hæð. BEIT AÐ AVGLTSA í MORGUNBLAÐllW Nýjusfu erlendu dœgurlögin TOO MUCH — Elvis Presley ROCK-A-BILLY — Don Lang SO RARE — Jimmy Dorsey ROUND AND ROUND — Perry Como G O N E — Ferley Huskin YOUNG LOVE — Sonny James SCOOL DAY — Chuck Berry BANANA BOAT (Day-O) Harry Belafonte GIDDY-UP-A-DING DONG — Ray Ellington MARIANNE — King Brothers PARTY DOLL — Buddy Knox CHUMBERLAND CAP — Vipers Skifle TRA LA LA — Eve Boswell ------ WHITE SPORT COAT — King Brothers----------- __ BUTTERFLY — Cherlie Gracie ___ FABULOUS — Charlie Cracie CHANTEZ, CHANTEZ — Alma Cogan. ROCK ’N‘ ROLL No. 2 — Big Ben. Jálb inn ItjS. liliómplötucleiict VORDIJR - HVÖT - HEIMDALLIJR - OÐINN völd haida SJáifstæðisfélogiai í Reykjav'ík miðvikudaginn 16. október Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.