Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 20
20 MORGVTfBlAÐIÐ Sunnudagur 18. okt 1957 SA ustan Edens eítir John Steinbeck I 15P1 hugsað sem svo: — „Nú, dauð hóra lítur út eins og allar aðrar venjulegar manneskjur“ Já, fyrri röddin • hafði verið Ethel. Þegar hún lá þannig vak- andi á næturnar og lét hugann reika, birtist henni alltaf myndin af Ethel og henni fylgdi jafnan þessi nagandi, áleitni ótti og það kom oft fyrir að Kate sagði við sjálfa sig: — „Hefurðu ekki gert vitleysu? Hvers vegna léztu reka hana út úr borginni? Ef þú hefðir notað skynsemina og haft Ethel hér hjá þér ..." Kate braut heilann mikið um það, hvar Ethel myndi nú vera niðurkomin. Gat hún fengið ein- hverja af þessum leynilögregiu- skrifstofum til þess að k^ófesta Ethel — eða komast að því, hvar hún héldi sig. Já, víst gat hún það, en þá myndi Ethel bara ijysa frá skjóðunni og sýna glösin. Þá hefði hún tvo að óttast í staðmn fyrir einn. En hvaða mismun gerði í rauninni það? Hvenær sem Ethel fékk sér glas af öii, brast það ekki, að hún gsrði ein- hvern eða einhverja að trúnaðar- vinum sínum. En þeir tófeí ekk- ert mark á orðum fesnnar. Þá gilti öðru máli með leynilögreglu- mann. Kate eyddi mörgum tímum í það að hugsa um Ethel. Haiði ^ómarinn nokkurn grun um það □- —□ Þýðing Sverrii Haraldsson -□ að ákæran væri fölsk og raka- laus? Það hefðu ekki átt að vera nákvæmlega hundrað dollarar. Það var of bersýnilegt. Og hvað með héraðsfógetann? Joe sagði að þeir hefðu flutt hana yfir landa mærin og inn í Santa Cruz hér- aðið. Hvað hafði Ethel sagt lóg- reglumanninum sem annaðist flutning hennar? Ethel var göm- ul, löt kjaftakind. Kannske hafði hún setzt að í Watsonville. Fyrst lá leiðin til Pajaro og þar var einmitt verið að leggja járnbraut- arteina yfir Pajaro og til Watson- ville. Mikill fjöldi járnbrautar- verkamanna var þar á ferðinni fram og aftur, bæði Mexikanar og Hindúar. Kannske hafði Ethel séð sér leik á borði. Var það ekki hlægilegt, ef hún hefði aldrei farið lengra en til Watsonville, en þangað voru aðeins þrjátíu mílur? Hún gat m. a. s. laumazt yfir landamerkin svona öðru hverju, til þess að hitta gamla kunningja. Hún gat jafnvel stund um komið til Salinas, án þess að tekið væri eftir hénni. Hún gat verið stödd í Salinas á þessari Nýkomið úrval af ódýrum storesefnum Gardíirabúðin Laugaveg 28. (Gengið inn undirganginn) Spil — Spil — Spil Höfum fyrirliggjandi sex gerðir af vönduðum þýzkum spilum. Falleg spil — Hagstætt verð. Magnús Kjaran Umboðs- og heildverzlun. stundu. Lögreglan fylgdist sjálf- sagt ekki lengur með ferðum hennar. Kannske var það ráðlegt að senda Joe til Watsonville og láta hann skyggnast þar um eftir henni. Hún gat líka hafa farið til Santa Cruz. Joe gæti leitað henn- ar þar. Það tæki hann ekki lang- an tíma. Það var ekki til sú hóra í neinni borg, sem Joe gat ekki fundið á nokkrum klukkustund- um. Ef hann kæmist á slóð henn- ar, gætu þau með einhverju móti lokkað hana hingað aftur. En kannske væri það betra að hún færi sjálf og heimsækti Ethel, ef Joe tækist að finna hana. Hún þyrfti bara að læsa dyrunum, festa miða á hurðina: — „Ekki til viðtals", fara til Watsonville, tala við Ethel og fara svo heim aftur. Ekki með leigubifreið, held ur með almenningsvagni. Far- þegarnir tóku aldrei eftir neinu á slíkum næturferðum. Þeir sáíu bara dottandi með lokuð augun í sætum sínum. Allt í einu varð henni Ijóst að hún var hrædd við að fara til Watsonville en hún varð að neyða sig til þess. Það var eina leiðin til þess að binda endi á þennan kvíða hennar og áhyggjur. Það var annars undar- legt að henni skyldi ekki hafa dottið það fyrr í hug, að senda Joe út af örkinni. Það lá þó alveg í augum uppi. Joe var einmitt ágætur til slíkra starfa. Joe færði henni morgunverð- inn á bakka, á hverjum morgni — grænt kínverskt te, rjóma og ristað brauð. Þegar hann hafði sett bakkann á náttborðið. gaf hann henni skýrslu sína og tók við dagskipan sinni í staðinn. Hann vissi, að hún varð meira og meira upp á hann komin með hverjum deginum sem leið. Og Joe hugsaði alltaf um það með meiri og fastari ásetningi að velta henni úr sessi og taka öll völd í sínar hendur. Ef hún yrði bara nógu veik, þá myndi honum gef- ast tækifæri til að koma þessari hugmynd sinni í framkvæmd. En Joe var og hélt áfram að vera hræddur við Kate. „Góðan daginn“, sagði hann. „Ég ætla ekki að risa upp, Joe. Réttu mér bara bollann. Þú verð- ur að halda á honum“ „Eru hendurnar slæmar?“ „Já, en það lagast strax aftur“ „Þér hafið víst ekki sofið vel í nótt?“ „Jú“, sagði Kate — „Mér leið ágætlega í nótt. Ég er búin að fá nýtt meðal, sem virðist ætla að gefast mjög vel“ Jœ hélt bollanum að vörum hennar og hún sötraði úr honum í litlum sopum og blés fyrst á teið, til þess að kæla það — „Þetta er nóg“, sagði hún, þegar hún hafði aðeins drukkið niður í bollann hálfan — „Hvernig gekk það til í gærkvöldi?" „Ég ætlaði nú einmitt að fara að segja yður frá því“, sagði Joe —„Það kom hingað náungi frá King City. Hann var nýbúinn að selja alla uppskeruna sína og var því með vasana fulla af pening- um. Hann borgaði fyrir alla sýn- inguna. Skellti á borðið sjö hundr uð dollurum, fyrir utan það sem hann greiddi stúlkunum“ „Hvað hét hann?“ „Það veit ég ekki. Ég vona að hann komi aftur“ „Þú hefðir átt að komast eftir því hvað hann hét, Joe. Það er ég búin að segja þér oft og roörgum sinnum" „Hann vildi ekki segja það“ „Því meiri ástæða til að kom- ast eftir því. Tókst ekki neinni af stúlkunum að tæma vasa hans?“ „ Ég veit það ekki“ „ Reyndu að komast eftir því“ Joe varð þess var, að Kate var ekki óvingjarnleg í hans garð og það gladdi hann. — „Já, ég skal víst komast eftir því“, sagði hann. Augu hennar hvíldu á honum, lengi og rannsakandi og hann fann að eitthvað merkilegt var í aðsigi — „Kanntu vel við þig hérna?“, spurði hún í hálfum hljóðum. „Já, ég hefi ekki undan neinu að kvarta“ „Þér gæti liðið betur — eða verr“, sagði hún. „Mér líður ágætléga hérna“, sagði hann áhyggjufullur og reyndi að rifja það upp fyrir sér, hvort hann hefði nú einhvers staðar brotið gegn boðum hennar —„Já, mér hefur liðið mjög vel hérna“ Hún vætti varirnar með örmjó- um tungubroddinum: — „Við gætum unnið saman, þú og ég“, sagði hiln. „Ég skal gera hvað sem þér viljið“, sagði hann smjaðurslega og hann sá fyrir sér í huganum margs konar möguleika til vax- andi frama í starfi sínu. Svo beið hann þolinmóður eftir því að hún héldi áfram, en hún tók sér langan umhugsunartíma Loks sagði hún: — „Joe, ég kæri mig ekki um það, að neinu sé stolið frá mér“ „Ég hefi ekki stolið neinu“ Fjölskylda Þjóðanna Alþjóðleg ljósmynda- sýning. Lokadagur sýningarinnar. Aðeins opið frá.10 til 18. Iðnskólinn við Vitastíg. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd 1) Foli Lovisu sýnir mikla, áhorfendur klappa honum lof í| 2) — Flýttu þér, Siggi. Það er. 3) — Ég geri allt sem ég get. leikni undir stjóm Markúsar, og l lófa, j komið að okkur. [ En Freyfaxi vill ekki hlýða méi. „Ég sagði heldur ekki að þú hefðir gert það“ „Hver hefur þá gert það?“ „Manstu eftir gömlu rottunni, sem við urðum að losa okkur við?“ „Er það Ethel, sem þér e}gið við? Ég man ekki hvaða eftirnafn hún hafði“ „Já, alveg rétt, Joe. Hún fór með dálítið, sem ég vil ógjarnan missa. Ég vissi það ekki fyrr en núna nýskeð“ „Hvað var það?“ Rödd hennar varð ísköld: — „Það kemur þér ekki við, Joe. Hlustaðu nú bara á mig. Þú ert skynsamur og hygginn náungi. Hvar myndir þú helzt eiga von á að hún væri?“ Hugur Joe starfaði með hraða og næmri skynjun: — „Hún var tiltölulega illa komin og hún hef- ur sennilega ekki farið' mjög langt í burtu. Þær gera það sjaldnast" „Heldurðu að hún sé í Watson. ville?" „Þar eða kannske í Santa Crus. Lengra en til San Jose hefur hún að minnsta kosti ekki farið. Það er ég alveg sannfærður um“ Hún nuddaði fingurna var- lega: — „Langar þig til að vinna þér inn fimm hundruð dollara, Joe?“ „Viljið þér að ég hafi upp á henni? „Já, ég vil bara að þér komizt að því hvar hún er niðurkomin. Láttu hana ekki verða neins vara. Útvegaðu mér bara heimilisfang hennar. Skilurðu það? Láttu mig bara vita hvar hún hefur falið sig“ „Eins og yður þóknast", sagði Joe — „Hún hlýtur að hafa leik- ið meira en lítið á yður“ „Það kemur ekki þér við, Joe*' „Nei“, sagði hann — „Viljið þér að ég leggi strax af stað til SHUtvarpiö Sunnudagur 13. októberi Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Árna- son. Organledkari: Páll Halldórs- son). 13,15 Guðsþjónusta Fíladelf íusafnaðarins (í útvarpssal). — 15,00 Miðdegisútvarp. (plötur). 16.30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórs- höfn). 17,00 „Sunnudagslögin". 18.30 Barnatími (Baldur Pálma- son). 19,30 Tónleikar (plötur). —■ '180,20 Tónleikar (plötur). — 20,50 Borgfirðingakvöld — Um^jón hef- ur Klemenz Jónsson leikari. 22,05 Danslög (plötur). — 23,30 Dag- skrárlok. — Mánudagur 14. október: Fastir liðir eins og venjulega. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Út- varpshljómsveitin; Þórarinn Guð- mundsson stjórnar. 20,50 Um dag inn og veginn (Guðmundur M. Þorlóksson kennari). 21,10 Ein- söngur: Sænska óperettusöngkon- an Evy Tibell syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21.30 Útvarpssagan: ,Barbara eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; XII. (Jóhannes úr Kötlum). — 22,10 Búnaðarþáttur: Búvélar í vetrargeymslu (Haraldur Árna- son ráðunautur). 22,25 Nútíma- tónlist: Verk ;ftir tékknesk tón- skáld (Hljóðritað á tónlistarháíð- inni í Prag í ár). 23,05 Dagskrár- lok. — Þriðjudagur 15. oklóber: Fastir liðir eins og venjulega. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Spjall um skólastarf — (Snorri Sigfússon fyrrum náms- stjóri). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,40 Einsöngur: Maria Mereghini-Callas syngur. 22,10 Kvöldsagar.: „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie- XXIII. (Elias Mar les). 22,25 „Þriðjudags þátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutn- ing hans. 23,20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.