Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1957, Blaðsíða 17
Sunnudagur 13. okt. 1957 MORGTjyBI AÐIÐ — frá Þýzkalandi Framh. af bls. 8 tötrughypjur, ófrjálsir menn, sveltir, fyrirlitnir og hundsaSir af „alþýðu“-pótentátum, sem Moskvu herrarnir setja yfir þá í skjóli hers og lögreglu. Um leið og vér horfum á þess- ar kosningatölur má ekki gleyina því, að kommúnistar hafa hvað eftir annað boðið Vestur-Þýzka- landi upp á vináttusáttmála og samvinnu — vitanlega eftir rúss- nesku munstri — en stjórnin í Bonn að staðaldri hafnað. Á með- an Berlín var í herkví Rússa, buðu þeir hvað eftir annað að láta eldiviðarlausum og hungr- uðum íbúum Vestur-Berlínar í té mat og eldsneyti, ef þeir aðeins vildu sýna fjandskap sinn í garð Vestur-veldanna með því að koma austur fyrir i nægilega stórum hópum og biðja um að- stoð. En íbúar Vestur-Berlínar kusu fremur hungrið og kuldann, en að gleypa hina rússnesku tál- beitu. Þetta er kannske gleymt nú norður á íslandi. En menninir, sem kusu í Þýzkalandi á dögun- um hafa ekki gleymt því.Og ekki heldur hverju loftbrúin barg. Einnig sú minning felst undir yfirbragði þessara talna. Vilja ekki minnast hins liðna. Ég tók alveg sérstaklega eftir því 1954, að það var eins og Þjóð- verjar vildu ekki minnast hins liðna, aðeins horfa fram. Þetta er nákvæmlega eins nú, aðeins ennþá ábærilegra. Það er alveg sama við hvern er talað, búðar- Þessi mynd er tekin af ítölsku sopran-söngkonunni Renata Tebaldi og tenorsöngvaranum Mario del Monaco, er þau komu meS hafskipinu „Liberté“ til New York nýlega. Þau voru á Ieið til Chicago, þar sem þau munu starfa við óperu í veíur. stúlku, sporvagnsstjóra, stúdent, kennara, afgreiðslumann í banka, lögfræðing. Og tímabilið, sem enginn vill tala um er nánar til- tekið árin frá 1933 til loka síðari heimsstyrjaldar. Það er eitthvað þarna, sem svíður í sálmni. Og raunar vandalaust að geta sér þess til, hvað það er. Það er til- finningin um það að hafa orðið sér til smánar. Hitt er meiri vandi að geta sér til um, hvað dýpra býr niðri fyrir. En prússneski hrok- inn, sem einkenndi opinbera framkomu Þýzkalands á dögum Vilhjálms II, og hans hamslausa og tillitslausa drotnunargirni, er Hitler gerði að höfuðeinkenni Þýzkalands um stund, hafa að minnsta kosti á yfirborðinu, verið afskrifuð sem ónothæf viðhorf í samskiptum manna og þjóða. Skoðanakönnun, sem nýlega var gerð leiddi í ljós, að í vitund al- mennings í Vestur-Þýzkalandi leit metorðastiginn í þjóðfélag- inu þannig út: Háskólaprófessor- ar — biskupar — framkvæmda- stjórar stórfyrirtækja — ráð- herrar — vísindamenn og tækni- fræðingar — hershöfðingjar. Öðru vísi mér áður brá! Hers- höfðingjar orðnir sjöttu í röðinni. Hvað sem marka má svona skoðanakönnun, þá er Ijóst, að Vestur-Þjóðverjar eru næmari nú í dag fyrir hugmyndum utan að, og gæddir meiri skilningi á öðrum þjóðum, en þeir hafa nokkru sinni verið áður. Og það er ávöxtur af hernámssambúð- inni við Vesturveldin. Maður skyldi ætla, að það væri ekki líklegasti skólinn, til þess að kenna í velvild og skilning, en það er þarflaust að skekkja svo fyrir sér myndina af ásýnd yfir- standandi tíma, að leyna því að þetta hefur Bandaríkjamönnum, Bretum og Frökkum tekizt að gera í Vestur-Þýzkalandi, á sama tíma, sem neyðarópin ber- ast frá undirokuðum þjóðum fyr- ir austan járntjald. — Frá ári til árs verður hugsunarhátturinn lýðræðislegri, nánar samofin við- horfum vestrænna lýðræðisríkja. Bonn-lýðveldið virðist ekki þjást af neinum þeim veilum, sem mest háðu Weimar-lýðveldinu. Það ólgar ekki í fólkinu neitt dulið og augljóst hatur, eins og eftir Versala-samninginn. Það er hvorki hægt lengur að telja því trú um að vestrænir menn séu úrkynjaðar lyddur — né sam- vizkulausir og siðlausir arðræn- ingjar. Það eru 12 milljónir manna innan vébanda Vestur- Þýzkalands, sem af eigin raun hafa komizt í kynni við nernám kommúnista í Austur-Þýzkalandi. Þeir vita í hvaða átt er að leita siðleysis, kúgunar og arðráns. Og þetta fólk má tala og skýra frá reynslu sinni. Það má gera ráð fyrir, að það tali kannske við einar 20 til 30 milljónir manna á dag. Einnig þess rödd hefur talað í þessum tölum, sem liggjá fyrir framan mig. Ekki allir jafnánægðir með úrslit En það eru vitanlega ekki allir jafnánægðir með úrslitin. Þau urðu jafnaðarmönnum beisk von- brigði. Þeir höfðu gert sér von um að brjóta á bak aftur meidhluta Adenauers í þinginu. Aðaileið- togi jafnaðarmanna Erich Ollen- hauer, lét svo ummælt þegar eft- ir kosningar, að flokkur hans hefði því miður ekki náð tak- marki sínu að vinna bug á því alræði eins flokks, sem nú virtist enn á ný vera í uppsiglingu í Þýzkalandi, en jafnaðarmenn hefðu ávallt barizt á móti En með því að flokkur hans hefði fengið meira en þriðjung þing- manna, væri hann að minnsta kosti megnugur þess, að koma í veg fyrir óæskilegar stjórnar- breytingar. Og þarna er máske eini bletturinn, þar sem þessar tvær stóru fylkingar geta mæzt og orðið sammála: Lýðveldisstjórnarskráin er góður þjóðfélagsgrundvöllur, sem sjálf- sagt er að byggja framtíð Vestur- Þýzkalands á. Og þetta er í raun og veru það, sem mestu varðar fyrir okkur, nábúa hinnar vestur- þýzku þjóðar. Geigvænlegar veil- ur Weimar-stjórnarskrárinnar áttu meðal annars þátt í því að Hitlers ævintýrið — sem sögu- lega séð þjónaði þeim eina til- gangi að beygja þriðjung Norður álfunnar undir járnhæl kommún- ista — var mögulegt. Þeim væri þess vegna alveg vansalaust að reisa honum myndastyttu á ein- hverjum hinna auðu fótstalla Stalins — og annað tæplega sæmilegt miðað við árangur. Lokið í Hamborg 26/9 Sigurður Einarsson Svíar með í tunglkapp- hlaupinu STOKKHÓLMUR, 11. okt. — Sænska geimferðafélagið til- kynnir að það hafi gert teikn- ingar af f jögurra þrepa geim- flaug sem á að geta komizt 1000 km út í geiminn. Eld- flaug þessi á að vera 25 metra löng og á hún að flytja hnött upp í þessa hæð, sem er nógu stór til að hafa einn mann innanborðs. Ó D Ý R Ibúð til sölu Til sölu lítið hús, 2 herb. og eldhús. Útb. 16 þús. Einnig er á sama stað Rafha-ísskáp ur til sölUj ódýr. — Upplýs- ingar í síma 16069. LESBÓK BARNANNA Strúfurínn R A S Hfl U S Negrakóngurinn hélt áfram að gráta. Hann grét svo mikið að sækja varð handa honum vatnskönnu til að gráta í. Víst mundi hann vel eftir litla, indæla drengnum sem var svo fallega svartur .. „ svart- ur eins og lítill Surtur átti að vera. „Viljið þið koma með mér að sækja hann?“ spurði hann þá Rasmus, Samma og Simma og öll dýrin. Þeir lofuðu því og svo fóru þeir allir að hyggja sér skip til að sigla á yfir haf- ið. Negrakóngurinn sat uppi á háum bíl og stjórn aði öllu. Jumbó bar þunga trjáboli að skipinu, en gírafinn sótti vatn og aparnir máluðu það að utan. Loks var skipði tilbúið. Það var nú fallegt skip. Ofan á því var lítið hús með mörgum rúmum til að sofa í. Undir skipinu voru hjól, svo að hægt væri að aka því upp á land. — Allir fóru nú um borð. Þeir fóru strax að sofa, því að allir voru svo syfjaðir. Daginn eftir stóð negrakóngurinn við stýr- ið en Rasmus var í kabyss unni að búa tii kjötboll- ur. Þegar hann að að bera þær inn í borðsalinn sá hann nokkuð skrítið. — Hann varð svo hræddur, að hann missti allar kjöt- bollurnar niður. „Komdu hingað, negrakóngur, og sjáðu“, kallaði Rasmus. sent þarf að vera sem fjölbreyttast. Ég vildi t.d. stinga upp á því, að þeir sem eru góðir að teikna búi til skemmtilegar myndir og skrifi stutta sögu um þær. Líka er hægt að senda góða ljós- mynd, ef hún er þannig að hægt sé að skrifa um hana sögu. Þú skilur, Dísa, að ég á ekki við mynd, þar sem þú „situr fyrir“ og „stillir þér upp“. í þanmg mynd er engin saga. Það þarf eitthvað að „gerast", í myndinni, þú veizt, hvað ég á við. Og ef sagan væri fallega skrifuð myndi ég kannske láta taka mynd af bréf- inu og birta í blaðinu, svo að allir gætu séð skriftina þína. Með kærri kveðju Lesbók barnanna. 1. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 'Jt 13. okt. 1957 Óli lœrir að synda ÓLI hafði litla ánægju af því að vera á boðströnd- inni, þegar önnur börn skvömpuðu í sjónum, því að hann kunni ekki að synda. Hann langaði held- ur ekki til að læra það af því að hann var svo voðalega vatnshræddur. Aldrei þorði hann að vaða dýpra út en upp að hnjám og með því móti getur enginn lært að synda. Ef hin börnin skvettu þá á hann vatnsgusum hljóðaði hann eins og stunginn grís, svo að það var engin furða þótt að hann yrði oft fyrir stríðni og áreitni. Oft var það, að Óli kom skælandi neðan frá strönd inni, af því að krakkarn- ir höfðu strítt honum. — Ykkur finst nú kannske að Óli hafi verið kjáni, að sigrast ekki á vatnshræðsl unni og læra að synda. En það er hægara sagt en gert og ef þér hefur ein- hvern tíma liðið eins og Óla, þá veiztu, hvernig það er. Venjulega sat Óli einn sér uppi á ströndinni langt frá hinum börnun- um, því hann þorði ekki að fara til þeirra vegna ertninnar, sem hann varð fyrir. Leiður og niður- dreginn sat hann og tuggði grasstrá, meðan aðrir skemmtu sér og hann óskaði þess innilega að hann væri laus við vatnshræðsluna. Svo var það dag nokk- urn að frændi Óla kom í heimsókn til foreldra hans og varla hefði betri gest getað borið að garði. Helgi frændi var nefnilega fram úrskarandi sundmaður, sem hafði sett met og hlot ið verðlaun. Strax sama daginn og hann kom, fór hann niður að baðstaðn- um og bað Óla að koma með sér, en Óli sagðist ekki nenna, og hann roðn- aði af smán, þegar hann varð að viðurkenna, að hann kynni ekki að syijda. „Kanntu ekki að synda?“, spurði Helgi frændi undrandi, „það var þá sannarlega gott, að ég skyldi koma hingað til að kenna þér“. En því fór fjarri að Óli væri hrifinn af þessu vin- gjarnlega boði. Hann varð dauðhræddur, þegar hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.