Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. nóvember 1957 MORCUNBTAÐIÐ 1 Starfslið Æfingastöðvarinnar á Sjafnargötu, talið frá vinstri: Jutta Miiller, Valborg Þórðar- dóttir, Lis Christensen, Jóhanna Guð'mundsdóttir, Oddný Jónsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir og Jane Houston. Húsgögn Hef á boðstólum sófasett, svefnsófa og svefnstóla. Húsgagnaverzlunin Kaj Pind, Grettisgötu 46. N ý k o m i ð Plastik og pergament skermar í fjölbreyttu úrvali fyrir vegglampa, standlampa og borðlampa. Einnig ljósakrónuskálar, 3 tegundir. kunnugt er, segir framkvæmda- stjóri félagsins, fær það 10 aura »f hverjum eldspýtustokk, sem seldur er með merki félagsins. Loks fær það smávægilegan styrk frá Reykjavíkurbæ og rík- issjóði. En það er nú að verulcgu leyti komið undir árangrinum a.f simahappdrættinu, hvort hægt verður að reka Æfinga stöðina á næsta ári. Undir- tektir almennings við sölu happdrættismiðanna ráða þvi örlögum þessarar nauðsyn- legu heilbrigðisþjónustu. Hvað er símahappdrættið? Þegar þessa er gætt, er það vissulega ómaksins vert, að gera sér ljóst, í hverju simahapp- dustti Styrktarfélags lamaðra og íatiaðra sé fólgið. í>að er fólgið í því, að um leið og símanotandi greiðir afnota- gjald af síma sínum fær hann afhentan miða, sem veitir hon- um rétt til þess að kaupa happ- drgettismiða með símanúmeri sínu. Þennan happdrættismiða getur símanotandinn keypt í húsi Anna Lise Persen sígur í lyft- stólnum niður í sundlaugina rétt við innlieimtu Landssímans gegn afhendingu heimildarmið- ans. Kostar happdrættismiðinn 100 krónur. Ætlunin er að hver símanot- andi hafi forgangsrétt til kaupa á happdrættismiða með símanúm eri sínu fram til 15. nóv. n.k. En dráttur í happdrættinu fer fram 20. des. nk. Vinmwgarnir í síma- happdrættinu eru tvær tveggja herbergja íbúðir, fokheldar með hitajögn, önnur iið verðmæti kr. 135 þús. en hin kr 125 þús. Loks verða fjór;r aukav..mi)igar. sem •ru avísun á vöruúttekt, hver að ispphæð 10 þús. kr Hver sá, sem kaupir miða f þessu happdrætti skapar sjálf- um sér ekki aðeins mikla vinn ingsmöguleika, heldur leggur hann miklu mannúðar- og nauð- synjamáii lið. Húsakynni æfingastöðvarinnar Þegar við gengum um húsa- kynni æfingarstöðvarinnar þessa morgunstund var brugðið upp fyrir okkur skyndimynd af því uppbyggingarstarfi, sem þar er unnið. Þar er stefnt að þvj að létta böli lömunarinnar af fjölda fólks, aðallega börnum og ungu fólki. Fyrir þrautseigju og þekk- ingu fá máttvana limir þrótt að nýju. í kjallara hússins er stór og falleg sundlaug, sem sjúklingun- um er hjálpað út í í lyftustól. í vatninu verða margskonar æfing ar miklu léttari en á þurru. Fara hjúkrunarkonurnar í vatnið í sundfötum til þess að hjálpa sjúklingunum við æfingar þeirra, nudda þá og leiðbeina þeim. Við hliðina á sundlaugarsaln- um er allstór föndurstofa. Þar er sjúklingunum kennt að hjálpa sér sjálfir, samræma og stjórna hreyfingum sínum, klæða sig, reima skóna sína o.s.frv. Einnig læra þeir þar margskonar vinnu, svo sem vefnað, bastvinnu, tré- skurð, leirmótun, málningu, vél- ritun o. fl. Þarna starfa bæði börn og fullorðnir- í kjall- aranum er ennfremur eitt æfinga herbergi. Á fyrstu hæð er lækningastofa Hauks Kristjánssonar læknis, bið stofa og stór leikfimissalur. Er hann einkum notaður af þeim sjúklingum, sem þurfa að æfa allan líkamann. Tvö minni æf- ingaherbergi eru einnig á þess- ari hæð. Eru þau helzt ætluð fyr ir séræfingar á einstökum vöðv- um eða útlimum. Margskonar þjálfunartæki eru í þessum herbergjum, tröppur, göngubrýr, vegggrindur og hest- ar. Á annarri hæð er lítill leikfimi salur, sem aðallega er notaður fyrir lítil börn og böm með „spastiska" lömun, þ.e. meðfædd ar lamanir, aðallega á útlimum, og ósjálfráðar hreyfingar. Á þess ari hæð eru einnig skrifstofur forstöðukonu og framkvæmda- stjóra. Á þriðju hæð er svo kaffi stofa og fundarherbergi. Trúin á lífið Þessari stuttu morgunheim- sókn er lokið. Myndin af því, sem var skoðað stendur eftir. í æfinga stöðinni við Sjafnargötu fær fólkið ekki aðeins mátt í lamaða limi. Það öðlazt nýja trú á lífið og framtíðina. Og þjóðfélag þess eignast dugandi og hamingju- sama einstaklinga. Litla stúlkan, sem við mættum í anddyrinu er tákn þeirra sigra, sem unnir eru í þessu húsi. En mikið verk er enn að vinna í bar- áttunni við lömunarveikina og afleiðingar hennar. Þess vegna þarf Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra enn að verða vel til liös. S. Bj. VHandavinnu- og kaffikvöld heldur Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA, Kópavogi, i Valhöll mánud. 4. nóvember kl. 8,30 e. h. — Frk. Ingibjörg Hannes- dóttir mætir og kennir föndur. STJÓRNIN Ruth Jolinson beitir rafmagnsáhaldi við sjúkling. Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinu Votið SHELLt BENZIN 1 SHELL-benzín með I.C.A. hindrar glóðarkveikju og skammhlaup í kertum og kemur þannig í veg fyrir óþarfa benzineyðslu og orkutap í hreyflinum. — Þér akið því lengri vegalengd á hverjum benzínlítra. BETRI NÝTNI — AUKIN ORKA — JAFNARI GANGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.