Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. nóvember 1957 MORCVNBL4Ð1Ð 23 Slœmt atvinnuástand norður á Ekkert atvinnubótafé SIGLUFIRÐI, 2. nóv. — Atvinnu- leysið hefur nú knúið á dyr hjá Siglfirðingum og er það nokkurt um þessar mundir. Þess er fyrst að geta að síld- veiðin brást sem kunnugt er og hefur því sú vmna sem kringum saltsíldina er og síldarmjölið ver- ið hverfandi. Eini vinnumarkað- urinn er hraðfrystihúsin og nú á næstunni í tunnuverksmiðjunni. Mikil og almenn óánægja er og ríkjandi hér í bænum yfir því, að af 15 milljón kr. fjárveitingu til atvinnubóta úti um byggðir lands ins á þessu ári, skuli ekki hing- að hafa verið ráðstafað einni ein- ustu krónu til atvinnuaukningar. Þó er atvinnuaðstaðan hér þann ig að eðlilegt hefði verið að Siglufjarðarbær-sæti í fyrirrúmi um þessar fjárveitingar. Eim erfiðara eiga bæjarbúar með að skiija slíka afstöðu, þegar nær því á sama tíma, er tveim Siglufirði — Neitað um báta mönnum sem sótt höfðu um aust ur-þýzka báta, synjað leyfis. Eina leiðin til atvinnuaukning- ar hér í þessum bæ virðist vera að efla útgerðina og fiskiðnað. Á því eru nú orðnar litlar horf- ur og því ekki að undra, þó þeir menn sem hér stunda almenna verkamannavinnu séu uggandi um sinn hag á nýbyrjuðum vetri. í sumar var unnið að endur- byggingu hafnarbryggjunnar. Nú skortir fé til áframhaldandi fram kvæmda. Á fjárlögum 1958, er all ir útgjaldaliðir virðast hækka, þá er lækkað framlagið til hafn argerða. Mönnum hefur dottið í hug ein leið til úrbóta í atvinnuleys- inu hér, en hún er að vinna í vet- ur við jarðgöngin miklu í hinum nýja Siglufjarðarvegi fyrir norð an Stráka, því þá vinnu er hægt að stunda þótt vetur sé. — Stefán. Vaxandi óró meðal tékkneskrar æsku Óeirðir í mörgum bœjum og flótfatilraunir TEKKNESK blöð geta stöðugt um óeirðaseggi meðal ungmenna, skort á hlýðni við málefni kommúnistaflokksins og í einstaka til- fedum um fangelsanir fólks, sem hafði áformað að steypa ríkis- Etjórninni af stóli. „Á ungverskan hátt“ Sagt er að hið síðastnefnda hafi gerst í Ostrava. Blað komm- únista þar „Nova Svoboda" seg- ir að 4 menn hafi verið hand- teknir og í fórum þeirra hafi fundizt listi með nöfnum manna í ríkisstjórninni og kommúnista- flokknum. Segir blaðið að hinir handteknu hafi ætlað að með- höndla þessa menn „á sama hátt og ungversku fasistarnir léku suma kommúnista". Ringulreið Fleiri blöð hafa í forystugrein- inn sínum skrifað um þá upp- lausn og ringulreið sem orðið hafi vart í bæjum og þorpum og leitt hafi til ailmargra fangelsana. 12 ára fangelsi Slóvanska kommúnistablaðið „Pravda“ segir að 4 ungir menn hafi verið dæmdir í fangelsi fyr- ir árás á landamæravörð, en ungmennin reyndu að flýja til Ausburríkis. Alþýðudómstóllinn Sovézki sendiherr- ann fáorður um bandarískt lýðræði NEW YORK, 31. okt. — Banda- rískir verkamannaleiðtogar eru andvígir því að skiptast á sendi- nefndum við verkalýðsfélög í Ráðstjórnarríkjunum. Sovézki sendiherrann í Washington, Georgi Zaroubin, hafði komið þessari tillögu á framfæri og stungið upp á, að þetta yrði þátt- ur í gagnkvæmum menningar- tengslum, sem stýrt væri af stjórnum landanna. George Meany, forseti banda- rísku verkalýðssamtakanna, lét þess getið í þessu sambandi, að verkalýðsfélög í Bandaríkjunum eru algjörlega óháð stjórninni. Sagði Meany, að sovézki sendi- herrann hefði komið upp um, hversu fáfróður hann væri um bandarískt lýðræði með því að skýra Bandaríkjastjórn frá því, að Ráðstjórnin óskaði eftir að koma á tengslum milli verkalýðs- félaga Bandarikjanna og Ráð- B tjórnarríkj anna. sem um málið fjallaði, dæmdi fyrirliða ungmoinanna, hinn 18 ára gamla Willibald Stanzi, í 12 ára fangelsi. Það fylgdi frétt- inni að þessir fjórir væru allir í hópi ungs fólks sem dansaði „rock’n roll“ á næturklúbbum Bratislava. Berklaveikir flóttamenn fá hæli í Danmörku og Svíþjóð GENF — Danir, Svíar og Ný- Sjálendmgar hafa fallizt á að skjóta skjólshúsi yfir enn fleiri ungverska flóttamenn, segir í til- kynningu frá skrifstofu flótta- mannanefndarinnar. Þ. á. m. eru allmargir berklaveikir flótta- menn. Svíar hafa fallizt á að sjá þegar fyrir 40 berklaveikum flóttamönnum og fjölskyldum þeirra, en 28. okt. fóru frá Sví- þjóð 106 ungir Ungverjar og tvær fjölskyldur. Danir munu veita viðtöku 41 berklaveikum flótta- manni og fjölskyldum þeirra — alls 125 manns. Og Ný-Sjálend- ingar munu taka við 300 flótte- mönnum. EINAR ASMUNDSSON hæstarcttarlogmaðui • Hafsteinn Sigurðsson hérnðsdómsJögmaður. Skrifstota Hafnarstræu 5. Sími 15407. Magnús Thorlacius hæstarcttarlögmaður. Málf lutningsskrif stof a. Aðalstræti 9. — Sími 11875. DENTOFIX heldur gcrvigómnum bctur föslum DENTOFIX heldur gervigóm- unum svo fast og vel að þægilegra verður að borða og tala. Finnst ekki meira til gervitanna en eigin tanna. DENTOFIX dregur úr ótt- anum við að gervigómarnir losni f'J hreyfist. — Kaupið Deutofix í dag. — Einkaumboð: REMEDIA h.f., Reykjavík. liping Suðurnesja heíst á morgun SKÁKÞING Suðurnesja verður sett í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík mánudaginn 4. nóv. kl. 8 e. h. Þá verður dregið um röð og 1. umferð hefst að því loknu ef tími vinnst til. Á mótinu er keppt um titilinn „skákmeistari Suðurnesja 1957“, en hann veitir rétt til þátttöku í næstu landsliðskeppni. Keppt er um Suðurnesjabikarinn í skák. Núverandi skákmeistari er Ragnar Karlsson, starfsmaður a Keflavíkurflugvelli. Skákfélag Keflavíkur sér um mótið. í því eru 50—60 félags- menn, sá yngsti 10 ára. Formað- ur félagsins er Sigfús Kristjáns- son, tollvörður á Keflavíkurflug- velli. Skólarnir lokaðir til fimmfudags Tímarilið Dagskrá TÍMARITIÐ Dagskrá kom út í gær, og er það 2. hefti. Er það efnismikið, birt eru ljóð eftir þá Guðm. Böðvarsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, Karl ísfeld, Jón frá Pálmholti og Helga Kristjánsson. Þar er samtal við Guðmund Böðvarsson, smásaga eftir Indriða Þorsteinsson. Þar er kafli úr leikriti Jóns Dan, Brönugrasið rauða, og grein eftir Gunnar Ragnarsson, Markvís hugsun. Ýmsir smærri þættir um bókmenntir, hljómlist o. fl. _______i___________ Ný jólamerki NÝLEGA eru komin út jólamerki á vegum Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins í Reykja- vík. Jólamerki þessi verða seld til ágóða fyrir Barnauppeldis- sjóðinn, og eru til sölu á Póst- húsinu, Thorvaldsensbazarnum og í bókabúðum. Merki þessi sem eru mjög smekkleg, hefur Gréta Björns- son teiknað. Þau eru miðuð við jólin 1957 og er það ártal prent- að á þau. ÞEGAR skólunum var lokað á mánudaginn var, vegna inflúenzu faraldursins hér í Reykjavík, var ákveðið að fyrir næstu helgi (í gær) skyldi hafa fram farið athugun á því hvernig heilsufari kennara í barna- og unglinga- skólum bæjarins væri háttað. Voru forföll þeirra kringum 35% þá er lokað var. Á sameiginlegum fundi skóla- stjóra fyrrgreindra skóla hjá fræðslustjóra í gærmorgun, báru skólastjórar saman bækur sínar. Þeir höfðu þá aflað upplýsinga um það, hver fyrir sinn skóla, hvernig heilsufari kennaranna væri háttað. f ljós kom að for- fallatalan var um 10%. í sum- um skólum var enn ófært að hefja kennslu á mánudaginn. Með hliðsjón af þessu, svo og því að heilbrigðisyfirvöld bæjarins telja veikina enn lítt í rémm, var ákveðið að fresta þar til á fimmtudaginn að hefja skóla- starfið á ný. Þá skulu nemendur fyrrgreindra skóla mæta til kennslu samkvæmt stundaskrá. Á fimmtudaginn var Mennta- skólanum lokað og kennslu frest- að þar til kl. 10 á mánudaginn og sú ákvörðun er óbreytt. Bæjarkraninn á Akranesi á hafsboni AKRANESI, 2. nóv. — Á ellefta tímanum í morgun vildi það til, að bæjarkraninn hér á Akranesi hrapaði í höfnina er hann var að enda við að draga malarfarm upp úr hafnarferjunni. Steyptist kraninn með miklum dynk niður milli hafnargarðsins og ferjunn- ar, snerti ferjuna, og beyglaði hana lítilsháttar. Er kraninn nú á sjávarbotni og stendur aðeins bóman upp úr, um einn metra. Mikla mildi má telja að ekki hlauzt slys af er kraninn hrap- aði. Kranastjórinn, sem sat í kranahúsinu, sá hvað verða vildi, og tókst honum að stökkva út úr húsinu og niður á hafnar- garðinn, áður en kraninn fór í sjóinn. Sakaði hann ekkert. Ekki er ennþá vitað um hve miklar skemmdir hafa orðið á krananum, en von er á Tungu- fossi hingað eftir helgina, til þess að ná honum upp. —Oddur. Samkomur k. f. u. M. Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 f.h. Kársnesdeild. Kl. 1,30 e.h. YD og VD Kl. 8,30 e.h. Fórnarsamkoma. — Scra Þorsteinn Björnsson talar. — Allir velkomnir. ZION Sunnudagaskóli kl. 2 e.h. Alm. samkoma kl. 8,30 e.h. — Hafnar- fjörður: Sunnudagaskóli ,.1. 10 f. h. Samkoma kl. 4 eih. Allir vel- komnir. Heimatrúboð leikmanna. Almennar nmkomur Boð-in fagnaðarerindisina Austurgötu 6, Hafnarfirði, á sunnudögu.n kl. 2 og 8. Fíladelfía Sunnudagaskóli kl. 10,30. Brotn ing brauðsins kl. 4. Almenn sam- koma kl. 8,30. Ingolf Kolshus tal- ar. — Allir velkomnir! Iljálpræðisherinn Kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20,30: Hjálpræðissamkoma. Kl. 23: Mið- nætursamkoma. Aðalæskulýðsfull- trúi, s-major Arvid Strand stjórnar og talar. Fleiri foringjar og her- 1 menn taka þátt. — Mánudag kl. 16 Peimilasamband. Kl. 20,30 sam- koma. Sým verður kvikmynd frá æskulýðsstarfi I Jíoregi. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 8,30. — Ailir vel- komnir. Við þökkum sveitungum okkar í Djúpárhreppi fyrir vináttif og gott samstarf á liðnum árum. Ennfremur þökkum við höfðinglega gjöf, sem þeir gáfu okkur við brottför okkar úr sveilinni. Guð blessi ykkur öll. Guðrún og Guðmundur frá Önnu-Parti. Jarðarför föður okkar BJARNA SIGURDSSONAR skrifstofustjóra, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. nóv. kl. 2 e.h. Þeir, sem hefðu hugsað sér að heiðra minn- ingu hans með blómum eru fremur beðnir að láta Barna- spítalasjóð Hringsins njóta þess. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Sigurður Bjarnason, Eiríkur Bjarnason. Jarðarför konunnar minnar, ELfNAR HAFSTEIN, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. þessa mánaðar klukkan lYz eftir hádegi. Þórhallur Árnason. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför RAGNHEIÐAR LÁRUSDÓTTUR BLÖNDAL Guðmundur Guðmundsson, og börn. Þökkum innilega alla vinsemd við fráfall FRANCISKU OLSEN Lena Kampmann Hanna Þorsteinsson og aðrir vandamenn. Móðir mín GUÐRÚN HILMANN ÞORSTEINSSON, andaðist 2. nóv. að EIli- og hjúkrunarheimilinu Grund. María Kerff. Móðir mín og tengdamóðir SIGRÚN ODDSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. nóv. klukkan 10,30 f. h. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast bent á Slysavarnafélag íslands. Ólafía Sigurjónsdóttir, Þórarinn Gunnlaugsson. Hjartans þakklæti til allra fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns GUÐBJARTAR PÉTURSSONAR. Kristjana Krist jáns. Börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.