Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 15
Sunnudaffur 3: nóv. 1957 \1 OKCT’Nfír 4ÐIÐ 15 Rússar hefja árásina — Hjálpið Ungverjalandi EINS og óður hefur verið skýrt frá, hefur Útvarpshljómsveitin nú verið stækkuð, og er ætlunin að hún skipi enn meiri sess í dag- skrá útvarpsins en áður. Eru nú í hljómsveitinni 26 hljóðfæraleik- arar fastráðnir, en þegar verkefni krefja mun hún enn aukin eftir þörfum. Útvarpshljómsveitin mun leika vikulega í útvarp, og þá einkum tónlist, sem ætti að falla í góðan jarðveg hjá öllum almenningi. — Ýmsir einleikarar og einsöngvarara munu koma fram með hljómsveitinni, og með- al þeirra, sem á næstunni heyr- ast á þeim vettvangi, eru: Guðr- ún Á. Símonar söngkona, Einar Vigfússon cellóleikari, Ernst Nor mann flautuleikari og dr. Páll fs- ólfsson. — Nokkrir af tónleikum Útvarpshljómsveitarinnar verða fluttir opinberlega, og verður öll- um heimill aðgangur. Þeesum tónleikum verður vitanlega út- varpað samtímis. •— Aðalstjórn- endur hljómsveitarinnar verða tveir. Eins og áður mun Þórarinn Guðmundsson stjórna hljómsveit- inni, en að auki hefur verið ráð- inn hingað þýzkur hljómsveitar- stjóri, Hans-Joachim Wunderlich. Fyrstu tónleikar Útvarpshljóm sveitarinnar, undir stjórn Hans- Joachim Wunderlich, eru í Há- skólanum í kvöld kl. 20,15. Efnisskráin er á þessa leið: Mozart: Forleikur að óperunni „Brúðkaup Figaros". Beethoven: Rómansa í F-dúr fyrir fiðlu og hljómsveit. Ein- leikari: Ingvar Jónasson. Lortzing: Aría úr óperunni „Zar und Zimmermann" — Flot- ow: Porterlied úr óperunni „Mart ha“ — Mozart: Aria Osmins úr operunni „Brottnámið úr kvenna- búrinu“. Einsöngvari; Kristinn Hallson. Haydn: Sinfónía í D-dúr nr. 104 (Lundúna-sinfónían). Geisla permanent er permái ent hinna vand- látu. Vinnrna og útvegum hár við íslenzkan búning. Hárgreiðslustofan 1‘Kld.A Vitast 18A. Sími 14146. Frh. af bls. 1. ingja og aðra meðlimi samninga- nefndarinnar, sem fór til þæki- stöðva rússnesku herstjórnarinn- ar í gærkvöldi kl. 10, að snúa þeg ar til baka og taka við störfum sínum. KI. 7,14: Ungverska stjórnin biður liðs- foringja og hermenn í rússneska hernum að skjóta ekki. Forðizt blóðsúthellingar. Rússar eru vin- ir okkar og munu verða vinir okkar áfram í framtíðinni. Kl. 7,56: Bandalag ungverskra rithöf- unda sendir orðsendingu sína til allra rithöfunda, vísindamanna, allra rithöfundafélaga, allra vís- indastofnana og vísindafélaga í heimi. Við snúum okkur til and- legra leiðtoga í öllum löndum Íími okkar er takmarkaður. Þið þekkið staðreyndirnar. Við þurf- um ekki að lýsa þeim. Hjálpið Ungverjalandi. Hjálpið hinum ungversku rithöfundum, vísinda- mönnum, verkamönnum, bænd- um. Hjálp. Hjálp. Hjálp! ★ KI. 8,24: sos — sos — sos. ★ Skeyti fréttastofunnar Ungverska fréttastofan og blaðið Szabad Nep sendu skeyti með firrðritunartækjum til Vínar borgar. Hér fara nokkur þessara skeyta á eftir: TJm klukkan 4,30 var byrjað a» senda eftirfarandi skeyti: Rússneskir glæpamenn hafa svikið okkur. Rússneskir her- menn réðust skyndilega á Buda- pest og allt Ungverjaland. Þeir hófu skothríð hvarvetna í Ung- verjalandi. Það er allsherjarárás. Ég tala í nafni Imre Nagy. Hann biður um hjálp. Nagy og ríkis- stjórnin og öll þjóðin biðja um hjálp. Ef þið hafið nokkra tilkynningu frá austurrísku stjórninni sendið þið skeyti um það. Áríðandi, áríð andi, áríðandi! Lengi lifi Ungverjaland og Evrópa. Við deyjum fyrir Ung- verjaland og Evrópu. Hafið þið nokkrar fréttir um hjálp? Fljótt, fljótt, fljótt! Rússneska árásin hófst kl. 4. Rússneskar MIG-orrustuflug- vélar fljúga yfir Búdapest. Rúss- neskar MIG-orrustuflugvélar fljúga yfir Búdapest. Gyor er al- gerlega umkringd af Rússum. Szekesfehervar svara ekki. Sameinaða fréttastofan Vínar- borg. Ef þið hafið einhverjar frétt ir, sendið mér þær. Ríkisstjórnin bíður eftir svari. Við megum engan tíma missa, við megum engan tíma missa. Talsmaður ungversku stjórnar- innar hr. Hamori hefur staðfest þá fregn að Rússar hafi tekið ung versku herstjórnina fasta. Nagy forsætisráðherra er á ör- uggum stað. Zoltan Tildy er í þinghúsbyggingunni. Klukkan er 5,45: -g Rússar hafa stöðvað skothríðina andartak. Götuljósin loga og borgin virðist friðsæl, ef skriðdrekarnir væru ekki alls staðar á strætunum. Rússnesk fótgönguliðshersveit stefnir að þinghúsinu. Nagy talar nú til þjóðarinnar í útvarpinu. Hann segir að ætlun- in hafi verið að steypa hinni lög- legu ríkisstjórn. Hermenn okkar eiga í bardögum við Rússa. Rússar réðust á Pecs kl. 2 í nótt. Þeir reyndu að taka úran- ium-námurnar, en Ungverjarnir hindruðu það. Nú er borgin í þeirra höndum, en við ráðum yfir þjóðvegunum. Ef þið hafið svar við hjálpar- beiðnum okkar, sendið það. Ef þið hafið svar, sendið það. Imre Nagy óskar eftir hjálp. Nagy óskar eftir hjálp. Einhverjar að- gerðir á alþjóðavettvangi. Skeyti frá Szabad Neb Hér koma á eftir skeyti sem voru send frá ritstjórnarskrifstofum Szabad Neb. Frá því snemma í morgun hafa rússneskir hermenn gert árásir á Búdapest og fólkið. Segið heiminum frá hinni svik- samlegu árás á frelsisbaráttu okkar. Hermenn okkar eiga í bar- dögum. Hjálp. Hjálp. Hjálp! SOS. — SO'S. — SOS! Fólkið var að velta um spor- vagni, sem verður notaður sem virki nálægt byggingunni. Og í byggingunni er ungt fólk að búa til Molotoff-kokteila og hand- sprengjur til þess að berjast við skriðdrekana. Við erum rólegir og alls ekki hræddir. Sendið fréttirnar út um allan heim og segið fóki að for dæma árásarseggina. Bardagarnir eru nálægt okkur. Við höfum ekþi nóg af hand- vélbyssum í húsinu. Ég veit ekki, hvað lengi við getum varizt. Við erum að ganga frá handsprengj- unum. Fallbyssuskot springa skammt frá okkur. Fyrir ofan okkur fljúga stríðsþotur, en það skiptir engu máli.... Kl. 8,30: Nú í bili er kyrrð yfir. Það getur verið að það sé lognið und- an storminum. Við höfum næst- um engin vopn, aðeins léttar vél- byssur, rússneska riffla og skammbyssur. Við höfum engar þungar byssur. Fólkið stekkur að skriðdrek- unum. Það kastar handsprengj- um inn í þá og skellir svo hler- unum aftur. En því miður getum við ekki varizt lengi. Maður var að koma inn af göt- unni. Hann segir að við skulum ekki halda að fólkið hafi flúið í skjól, þótt gatan sé mannlaus. Það stendur í anddyrunum og bíð ur eftir góðu tækifæri. Þegar ungverskur hermaður var að leggja út í bardaga í morgun, sagði mór/ hans við hann. „Vertu hvorki hetja né raggeit". Skömmu síðar: Nú _er skothríðin aftur hafin. Það er skotið á húsið. Skriðdrekarnir nálgast og þeir eru með stórskotalið. Við vorum að fá svolítinn liðsauka eg vopn, en alltof lítið. Það má ekki leyfa að fólk ráðist á skriðdreka með berum hnúunum. Hvað gera Sameinuðu þjóðirn- ar? Sendið okkur hvatningu. í skrifstofum blaðsins eru 200—250 manns, þar af um 50 konur. Kl. 9: Skriðdrekarnir nálgast. Báðar útvarpsstöðvarnar eru enn í hönd um byltingarmanna. Þær voru að leika ungverska þjóðsönginn. Við munum verjast til hinzta blóðdropa. Ríkisstjórnin hefur ekki séð um að útvega okkur vopn. Niðri eru menn sem hafa aðeins handsprengjur að vopni. ★ Fyrstu sprengjuflugvélar Rússa fljúga yfir borgina. Það voru 15 sprengjuflugvélar og í fylgd með þeim voru orrustuflugvélar. Ég hleyp yfir að glugganum í næsta herbergi til þess að skjóta. En ég kem aftur ef eitthvað nýtt gerist. Þið verðið að afsaka, hvernig ég skrifa þessi skeyti. Ég er orð- inn æstur. Hvernig skyldi þetta enda. Mig langar til að skjóta, en það er ekkert til að skjóta á. Ég sendi ykkur eins lengi og mögulegt er. (Fréttamaðurinn var stöðugt að spyrja um, hvað Sameinuðu þjóð irnar ætluðu að gera. Þegar hon um var tilkynnt, að Mindszendty kardínáli hefði komizt í banda- ríska sendiráðið svaraði hann: — Er það allt sem þeir ætla að gera fyrir okkur?) Svo kom þessi frétt: — Rússnesk flugvél skaut af vélbyssum á borgina. Ég veit ekki hvar skotin lentu. Ég aðeins heyrði það og sá flugvélina. Það er haldið áfram að reisa götuvirki. Það er urmull af rúss- neskum skriðdrekum við þing- húsið. Flugvélar fljúga stöðugt yfir borginni, en þær eru svo margar að það er ekki hægt að telja þær. Drunurnar frá skrið- drekunum eru svo háværar að við heyrum ekki hver til annars. (Hann hætti í bili að senda með þessum orðum) — Nú verð ég að hlaupa yfir í næsta herbergi til að skjóta nokkrum skotum út um gluggann. En ég kem aftur, ef eitt hvað nýtt gerist. (Þegar hann kom aftur, skrif- aði hann) Við vorum að heyra orðróm um að bandarískt herlið yrði komið hingað eftir eina til tvær klst. Skriðdrekarnir eru nú að skjóta í áttina til fljótsins. Piltarnir okk- ar eru í götuvirkjunum og biðja um meiri vopn og skotfæri. Það eru harðir bardagar inni í borg- inni. KI.. 9,45. Nú er allt kyrt, nema fáein riffilskot. Skriðdrekarnir hurfu frá byggingunni og hafa farið eitthvað annað. KI. 10. Fallbyssukúla sprakk rétt hjá. Nú eru bardagarnir harðastir við Þjóðleikhúsið, skammt frá okkur í miðborginni. f byggingunni hjá okkur eru 15 ára unglingar og fertugir menn. Hafið ekki áhyggjur af okkur. Við erum sterkir þótt við séum aðeins smáþjóð. Þegar bar- dögunum lýkur skulum við endur reisa landið úr rústum. Við vonum að fundur Samein- uðu þjóðanna verði ekki of seinn. Sendið okkur allar fréttir sem þið hafið um hjálp við Ungverja- land. Hafið ekki áhyggjur, við brennum ailar tilkynningar ykk- ar, strax og við höfum lesið þær. Kl. 10,50. Nú eru hörðustu bardagarnir við Maria Teresia-herbúðirnar. Þar er stórskotahríð. Fimm mínútum síðar slitnaði sambandið. Sunnudacpshljómleikar nýju Utyarpshljómsveilarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.