Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 18
10 MOnCVMJT 4ÐTÐ Surnudagur 3. névember 1951 A.A.-kabarettínn Agæt skemmtun / Austurbæjarblói Frjálslyndi ílokkurinn vinnur A. A.-félagsskapinn hér í bæ er óþarft að kynna. Hann á að vísu ekki langa sögu að baki sér, en hefur þó þegai unnið hér frá bært starf til hjálpar fjölda fólks, kvenna og karla, sem orðið hafa drykkjufýsninni að bráð. Má hik laust segja, að þetta ágæta mann- úðarfélag hafi tekið forustuna á þessu sviði þó ungt sé. Það ræður af líkum, að það krefst mikils fjár að halda uppi slíkri starf- semi og með jafnmiklum myndar brag og stórhug og A. A.-félags- skapurinn hefur sýnt, enda er fjárhagur félagsins mjög þröng- ur. Hefir félagið því, til þess að afla sér fjár, stofnað til skemmti- kabaretts, með innlendum og er- lendum skemmfikröftum og fór fyrsta sýningin fram í Austur- bæjorbíói í fyrrakvöld, en æ'dazt er til að sýningarnar verði all- margar. — Áður en sýningin hófst ávarpaði Jónas Guðmunds- son, formaður A. A.-félagsins, gesu og gerði stuxta grein fyr.r starfi félagsms og tilgangi sýn- ingarinnar. Skemmtiatriðin á þessari kabarett-sýningu eru mörg og má segja að þau séu öll hin prýði legustu. Af erlendu skemmtikröft unum má nefna Tivoli-ballettinn, listamenn frá Pantomime leikhús inu í Tivoli í Kaupmannahöfn, er daiisa mjög fagurlega, Rex og Romain, bráðfyndna skopfim- -eixa- og tónlistarnenn, er vöktu mikinn hlátur, Miamar og Sher- mon, danspar, sem sýnir meðal annars akrobatik dans af frá- bærri leikni, og mæðir þar mest á dansmeyjunni. Ennfremur sýn- ir þarna enskur maður, er nefnir sig Gentieman Jack, ýmis töfra- brögð, en einkum vakti leikni hans í vasaþjófnaði undrun og kæti áhorfenda. En þessi snjalli maður ber nafn með réttu, eins og hann segir sjálfur, því að hann skilar „þýfinu“ jafnharðan oftur. — Og síðast en ekki sízt skal nefna tríóið, óviðjafnanlega, sem leikur á kontrabassa, fiðlu og gít- ar. — Þessir þrír skrítnu náung- ar eru með skop-tónlist sinni eitt allra bezta atriði sýningarinnar, enda vöktu peu- geysifögnuð á- horfenda. — Fer saman hjá þeim mikil leikni á hljóðfærin og ó- mótstæðilegur húmor. Baldur Hólmgeirsson söng gam anvísur mjög skemmtilega og Óli Ágústar söng þrjú Rock’n Roll- lög og virðist hann kunna allgóð skil á þessu nýja „list“ fyrirbæri. Og svo var það kynnirinn, — auð vitað Baldur Georgs, með Konna sínum. Þeir voru nú, sem endra nær, bráðskemmtilegir. Forseti vor og frú hans og fleira fyrirfólk var viðstatt sýn- inguna og lét með því í ljós hug sinn til A.A.-félagsskaparins. — Er þess að vænta að sem flestir bæjarbúar fari að þeirra dæmi og styrki með því mikla og nauð synlega mannúðarstarfsemi. — S. Gr. Undir ísnum WASHINGTON, 28. okt—Banda- ríska flotamálaárðuneytið hefur tilkynnt, að kjarnorkukafbátur- inn „Nautilus“ hafi siglt 1600 kílómetra leið undir norður- skautsísnum. Báturinn var 5% dág undir ísnum í þessari sögu- legu ferð. — Bandaríkjamenn eiga annan kjarnorkukafbát sömu tegundar og „Nautilus“. Nefnist hann „The Sea Wolf“ og fór Eisenhower Bandaríkjaforseti með honum í stutt ferðalag ekki alls fyrir löngu. LUNDÚNUM. — Fyrir helgina voru haldnar aukakosningar í Ipswich í Bretlandi og sigraði frambjóðandi Verkamannaflokks ins, Dingle Foot með 7737 atkv. yfir næsta mann. Það sem vakti mesta athygli í þessum kosning- um var frammistaöa Manuelu Sykes, frambjóðanda Frjálslynda flokksins. Hún fékk um tólf og hálft þúsund atkvæða, eða 21,5% greiddra atkv. Af því má sjá, að flokkurinn hefilr unnið atkvæði bæði frá íhaldsmönnum og jafnaðarmönnum og segja RITHÖFUNDAFÉLAG ÍSLANDS og Félag íslenzkra rithöfunda hafa nýskeð stofnað með sér samband, Rithöfundasamband fs- lands. Hafa lög sambandsins ver- ið samþykkt á aðalfundi beggja félaganna og menn kosnir í stjórn þess. Stjórnina skipa fimm menn, skulu þrír kosnir af öðru félag- mu og tveir af hinu til skiptis árlega. Stjórnina skipa nú, Gils Guðmundsson, Friðjón Stefáns- son, Jón úr Vör og til vara Halldóra B. Björnson, frá Rit- höfundafélagi íslands og Guðm. G. Hagalín, Indriði Indriðason og til vara Stefán Júlíusson frá Félagi íslenzkra rithöfunda. — Stjórnin hefur haldið fyrsta fund sinn og var Gils Guðmundsson kosinn formaður sambandsins, varaformaður Guðmundur G. Hagalín, ritari Indriði Indriða- son og gjaldkeri Jón úr Vör. fréttaritarar, að vel geti þetta boðað aukið fylgi Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Þeir benda á, að hér sé um að ræða sömu sveiflu og í Glouchester fyrir sex vikum. Úrslit kosninganna í jpswich eru þessi: Verkamannaflokkur- inn fékk 26.898 atkv., íhaldsflokk urinn 19.161 og Frjálslyndi flokk urinn 12.587. Verkamannaflokk- urinn tapaði 5000 atkv frá kosn- ingunum 1955 og íhaldsflokkur- inn 9.000 atkv. Aðaltilgangur þessa sambands er að standa vörð um málefni rithöfunda og vera málsvari þeirra sameiginlega á ýmsum vettvangi, svo sem með því að taka að sér almenna samnings- aðild um rithöfundarétt, svo og aðild að samningum við Ríkis- útvarpið um flutning á verkum íslenzkra rithöfunda. Einnig á sambandið að vera fulltrúi rit- höfunda. Þá er og hlutverk sam- bandsins að vinna að kynningu við erlenda rithöfunda. Þá mun sambandið efna til rithöfunda- þinga er aðstæður leyfa og ástæða þykir til. Meðlimir sam- bandsins eru rúmlega hundrað. Rithöfundasambandið mun framvegis vera aðili að Banda- lagi íslenzkra listamanna en þá aðild hefur Rithöfundafélag ís- lands haft. Þéss er að vænta að þetta verði til aukins samstarfs í milli ís- lenzkra rithöfunda um hagsmuna mál sín og betri og meiri kynn- ingar á verkum þeirra erlendis og hérlendis. <S>— ------------------—— Rithöfundasamband stofnað s LESBÖK BARNAbl 4 LESBÖK BARNANNA S minna en 113 kálfskinn í hana. Vandasamt og sein- iegt hefur verið að verka skinnin þannig, að gott yrði að skrifa á þau. Þá þurfti einnig að búa til blek í ýmsum litum því allir upphafsstafir voru fagurlega gerðir, skreytt- ir myndum og litaðir rauðir, grænir, bláir og brúnir og stundum með mörgum þessara lita. — Jurtalitir voru notaðir til að búa til blekið Penn- arnir voru gerðir úr fjöð- urstaf og vandasamt hef- ur verið að skera þa til, svo að þeir yrðu góðir. Loks var skriftin sjálf akaílega seinleg og vand- unnin, svo að talið er, að duglegur skrifari hafi ekki gert meira en að skrifa eina blaðsiðu á dag. Árangur allrar þessarar vinnu varð Flateyjarbók, eitt stærsta og fegursta skinnhandrit, sem til er. Hver urðu svo örlög Flateyýarbókar? Lengi var þetta merki- lega handrit í eigu höfð- ir,gja, sem báru skyn á gildi þess og varðveittu það sem kjörgrip. En svo kom að því, að áhugi Dana fyrir íslenzk- um handritum tók að vakna. Friðrik III. Dana- konungur ritar. Brynjólfi biskupi Sveinssyni um 1652 og leggur fyrir hann: „að útvega á íslandi þær fornar bækur, sögui og skjöl, sem fást kynni hans hátign til þénustu og þókn unar, og til að auka hans konunglegu bókhlöðu1'. Um þetta ieyti átti Jón Finnsson bóndi í Flatey hina miklu skinnbók, sem síðan hlaut naínið Flat- ev.'arbók, eftir þessum síð a.sta dvalarstað sínum hér á landi. Brynjólfur biskup falaði nú bókina til kaups al Jóni bónda, fyrst fyrir peninga og síðar fyrir jarðarpart, en fékk hana ekki. Slíkan kjörgrip sem Flateyjarbók vildi Jón bóndi ekki seíja. En gefið þannig, að bækurnar voru rifnar sundur og skinnin notuð til ýmissa þarfa, eða að bókasendingar glöt uðust með skipum, sem fórust í hafi. Nokkur hand rit tókst Svíum að ná í, sem þá voru farnir að safna þeim í kappi við Dani. En flest handrit- anna voru eins og áður segir samankomin í hinu Síða úr handriti af Heimskringlu gæti hann biskupi bókina og varð það úr, að hann færði honum bókina að gjöf. Síðar gaf svo Brynj- ólfur biskup Danakonungi Flateyjarbók. Slík urðu örlög flestra íslenzku handritanna. Á árunum 1702—1712 ferð- aðist Árni Magnússon um allt ísland, til þess m. a. að safna öllum þeim hand ritum og fornum skjölum, sem hann gæti yfir kom- íst Allt petta mikla safn, sem komið var fyrir i 55 kössum, var árið 1720 flutt til Danmerkur. Var þar saman kominn meginhlut inn af öllum þeim fornum bókum og skjölum, sem þá voru til á íslandi. — Nokkuð af íslenzkum skinnbókum eyðilagðist mikla safni Árna Magnús- sonar. Árið 1728 kom upp eld- ur i Kaupmannahöfn og brann hluti borgarinnar. Eldurinn barst að húsi Árna og var björgun bóka safnsins ekki hafin fyrr en um seinan, þannig, að sðeins var unnt að bjarga þv: allra dýrmætasta af safninu, skinnbókunum og nokkru af pappírshand ritum og skjölum. Árni Magnússon arf- leiddi eftir sinn dag Hafn- arháskóla að öllu boka- safni sínu. Þá var heldur ekki til neinn íslenzkur háskóli, sem varðveitt gæti þetta mikla safn. Á síðari árum hafa fs- lendingar oft krafist þess af Dönum að handritun- um væri skilað. Þau eru dýrmætasti arfur fslend- inga frá fortíðinni og eiga hvergi heima nema á ís- landi. Engir eru heldur hæfari til að rannsaka þau, heldur en íslenzkir visindamenn. Margir réttsýnir Danir eru því hlynntir að hand- ritunum verði skilað Enn þá a það nokkurrj and- stöðu að mæla, einkum hjá dönskum háskóla- mönnum, sem líta á Hafn- arháskóla, sem réttmæ'.an eiganda þeirra. Hinn íslenzki málstað- ur mun sigra, en þangað Ul munu allir íslending- ar, ungir og gamlir, sam- emast í kröfunni: HANDRITIN HEIM. — ★ — Frímerkja|iáUur Söfnunar- aðferðir Þetta skrítna dýr hafa flest ykkar áreiðanlega ekkl séð, nema á myndum. Einhver hafa kannske séð það í dýragarði. Það á ekki heima í norðlægum löndum. Ef ykkur langar að vita, hvaða dýr þetta cr, skuluð þið draga strik frá nr. 1—31 og þá kemur það í ljós. Á fyrstu dögum frí- merkjasöfnunarinnar var talið sjálfsagt að reyna að safna öllum frímerkjum sem út komu frá sem flest um löndum. Þar var um heildarsöfnun að ræða í orðsins fyllstu merkingu. Brátt varð fjöldi frímerkj anna samt svo mikill, að menn urðu að takmacka sig við einhveria sérstaka grem í frímerkjasöfnun og þá urðu til ýmsar mL- rnunandi söfnunaraðferð- ir. Söfnun eftir löndum Flestir safnarar reyna að koma sér upp heildar- safni af frímerkjum sins lands Þannig er t. d. eðli- legt að þið byrjið á því að safna íslenzkum frí- merkjum. Meiri hlutann af íslenzk um merkjum er ennþá til- tölulega auðvelt að fá. Síðar getið þið svo, eftir því sem efni og ástæður leyfa, aukið í safnið fá- gætari og verðmeiri merkjum. Þegar þið farið að æf- ast í að safna, er eðlilegt að þið færið söfnunina út I til þeirra landa sem þið þekkið bezt til, t. d. tll Norðurlandanna. Margir velja sér líka eitt kjör- land, þar sem þeim finnst að gefin séu út sérstak- lega falleg frímerki og reyna að komast yfir sem fiest merki þaðan. Einhver bezta og skemmtilegasta aðferðin, við að afla sér frímerkja frá öðrum löndum, er að skrifast á við safnara þar cg skiptast á frímerkjum við þá. Þegar pið haíið lært dönsku getið oi# skrifast á við jafnaidra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.