Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 1
X 24 siður Listkynning Mnrgunblaðsins Nlna Tryggvadóttir t GÆR hófst sýning á verkum eftir Nínu Tryggvadóttur listmál- ara á vegum listkynningar Morg- unblaðsins. Sýnir hún að þessu sinnl 7 málverk, aðallega olíu- málverk. SI. sumar sýndi hún á vegum Itstkynningar blaðsins tillögu- uppdrætti að steindum glerrúð- um í kirkju Óháða fríkirkjusafn- aðarins. Var listamannsferill hennar þá rakinn hér. Nína Tryggvadóttir er einn af þekktustu „abstrakt“-málurum þjóðarinnar. Hún hefur haldið fjölda sýninga bæði utanlands og innan. Hafa bæði listasöfn og einstaklingar keypt myndir hennar. Hefur hún undanfarin ár verið búsett í New York, París og nú síðast í London. Þar dvelst hún um þessar mundir. Te- og tóbakslausir ABERDEEN, 2. nóv. — 52 íbúar Foula-eyjar í Shetlandseyjaklas- anum undan norðurströnd Skot- lands hafa ekki verið í símasam- bandi við meginlandið í 28 daga. í dag bárust fregnir frá þeim gegnum radíóstöð, að þar væri vellíðan og allt í lagi að öðru leyti en því að te- og tóbaksbirgð ir væru þrotnar. — Reuter. Zhukov úr œðsta ráði og miðstjórn Sveik Hokkinn — lét bern sig oflofi — rongfærði stríðssögunn — gerði lítið úr öðrum Moskvu, 2. nóv. — Frá Reuter. ZHUKOV, sem fyrir viku síðan var vikið úr embætti land- varnaráðherra, hefur nú verið vikið úr æðsta ráðinu og einnig úr miðstjórn rússneska kommúnistaflokksins. — Til- kynning um þetta var gefin út í Moskvu í dag. — Zhukov, sem er 61 árs að aldri, var fyrsti hermaðurinn sem sæti fékk í æðsta ráðinu. Hann varð fullgildur meðlimur þar í júlí- mánuði sl. eftir að hafa verið aukameðlimur í 16 mán. í til- kynningu miðstjórnar flokksins segir að Zhukov verði falin staða í samræmi við hæfileika hans og reynslu. Að ganga á milli bols op; liöfuðs á einvaldi PARÍS — Zhukov var settur af af því að hann vildi ekki vinna að því að öll völd höfnuðu hjá einum og sama manninuin, Krús- jeff, segir blaðið „Franc-Tireur“. Þetta franska blað, sem er gefið út af sósíalistum, gefur eftirfar- andi skýringu á atburðunum í Kreml: Gátan um fall Zhukovs á eina skýringu, þau orð er Zhukov mælti á stórveldafundin- um í Genf 1955, en þá sagði hann: Búizt er við því, að Zhukov verði fengin minni háttar her- foringjastaða. Zhukov hefur ekki sézt í Moskvu síðan hann kom úr heimsókninni til Júgóslavíu s. 1. laugardag. Samt er það ætl- an manna að hann sé í Moskvu og sennilega í sinni eigin „villu“. Gamlar akvarðanir Það var Tass fréttastofan sem gaf tilkynninguna út. Segir í henni að miðstjórn kommúnista- flokksins hafi seint í október haldið fund um aukna flokks- starfsemi í Rauða hernum og í flotanum. Á þeim fundi voru drög lögð að þeim ákvörðunum, sem nú hafa verið gerðar kunn- gerðar, segir í tilkynningunni. Búizt er við umfangsmiklum breytingum í stjórn hersins svo að öll áhrif Zhukovs verði úti- lokuð. Flokkurinn vill nú ná al- geru tangarhaldi á öllum stjórn- ardeildum hersins. Meðal þeirra hershöfðingja er vikið verður er Sokolovsky, herráðsforingi Rauða hersins í ár, en hann hef- ur verið einn nánasti vinur Zhukovs. Rokkossovsky, annar af aðalmönnum hersins er þegar kominn á bak við tjöldin. Hann var náinn samstarfsmaður Zhukovs, þar til fyrir mánuði, að hann var sendur til að stjórna her Rússa við landamæri Sýr- lands og Tyrklands. Önnur útlegð Útlegð Zhukovs frá Moskvu — borginni sem hann bjargaði frá falli á stríðsárunum — verður hans önnur útlegð það- an. Hinn fyrri var, er Stalin sendi hann á bak við tjöldin, vegna þess að hann óttaðist vinsældir hans og persónu- leika. Allt bendir til að nú liggi svipað v orsakir til út- legðarinnar. Það var Krúsjeff sem batt endi á hans fyrri útlegð, strax eftir dauða Stalins, og litlu síðar tók hann við embætti Bulganins sem landvarnarráðherra. Svikari í tilkynningunni, sem gefin var út í dag, segir að hann hafi svikið grundvallarlög Leninstefnunnar með því að hef ja herinn á kostnað flokks- ins. Hann hafi óvirt störf flokksins og forystu, ríkis- stjórnina og vanvirt yfirráð þeirra yfir her of flota. I tilkynningunni segir enn- fremur að Zhukov hafi látið herinn dýrka sig. Með aðstoð smjaðrara og hræsnara hafi hann verið oflofi borinn í fyr- írlestrum, í skýrslum, í grein- um blaða, í kvikmyndum og bæklingum, og þáttur hans í styrjöldinni miklu var langt um of vegsamaður. Til þess að upphefja hann var saga stríðsins rangfærð. — Þáttur þjóðarinnar var gerður minni og einnig sigrar hersins i heild. — Þáttar undirmanna og stjórnmálalegra aðstoðar- manna, hæfileikar foringj- anna á sjálfum vígvellinum og hins mikla hlutverks kommúnistaflokksins var að litlu eða að engu getið, segir í skýrslunni. — Ef einhver leiðtoganna í Sovétríkjunum reynir að feta í fótspor Stalins, og gera sjálfan sig að einvaldi, mun ég verða sá fyrsti til þess að ganga milli bols og höfuðs á þeim paur“. Dulles heilsuhraustur WASHINGTON, 2. nóv. — Lækn ar við Walter Reed herspítalann í Washington tilkynntu í dag að Dulles utanríkisráðherra væri við ágæta heilsu, og kom tilkynn ingin eftir að ráðherrann hafði verið undir sólarhrings rannsókn. Orsök rannsóknarinnar var, að fyrir ári síðan var hann skorinn upp við krabbameini og var nú verið að athuga hvort sjúkdóm urinn hefði tekið sig upp. •— Reuter. Kússneskir skriðdrekar i Búdapest, eftir að Rússar höfðu náð borginni á sitt vald. ___________ Hinum örlagariku atburðum 4. nóvember 7956 lýst méð Annað blað bannað í Póllandi útvarpssendingum og fréttaskeytum frá Búdapest: „Rússar hefja árásina - Hjálpið Ungverjalandi" VARSJÁ, 2. nóv. — Enn eitt pólskt blað hefur verið bann- að, og það jafnvel áður en það Lamaði ibrótta- maðurinn AP vangá féll niður úr greln- inni, um lamaða íþróttamann- inn, Ágúst Matthíasson, að Morgunblaðið veitti fúslega viðtöku fjárgjöfum til hans — og sömuleiðis, eins og áður — íþróttasamband fslands á Grundarstíg 2A. (Sími 14955). sá dagsins ljós í fyrsta sinn Það var ritskoðari ríkisins sem lagðivbann við útgáfu 1. tölublaðs þess. Blað þetta var kallað „Evrópa" og var skrifað af hópi kunnra rit- höfunda. Ætlunin var að það yrði sjálfstætt mánaðarblað fyrir menntamenn. Fyrsta eintak blaðsins var sent ritskoðaranum á þriðjudag og á fimmtudag fengu allir útgefend- urnir tilkynningu um að útgáfa blaðsins yrði ekki leyfð. Stúdentablaðið Po Prostu hlaut sömu örlög fyrir skömmu af hálfu sömu ritskoðunar. Það orsakaði nokkurra daga mótmælaaðgerðir af hálfu stúdenta. — Reuter. í DÖGUN hinn 3. nóvember 1956 réðust Rússar til atlögu á Búda- pest með ofurefli liðs. Fréttir af þessari árás bárust til Vestur- Evrópu í ungverskum útvarps- sendingum og fréttasendingum frá hinni ungversku fréttastofu, en hún gat sent skeyti með firrð- símalínu, sem lá til Vínarborgar. Þessa alvarlegu atburði má nokk- uð rekja með útsendingum þess- um og eru nokkrar þeirra birtar hér á eftir. Útsendingar frá Frjálsu Kossuth-útvarpsstöðinni KI. 5,19: Takið eftir, Takið eftir. Imre Nagy forsætisráðherra ávarpar ykkur. — Þetta er Imre Nagy for- sætisráðherra, sem talar. Snemma í morgun hófu Rússar árás á Budapest í þeim tilgangi að steypa hinni löglegu lýðræðis- legu ríkisstjórn. Hermenn okkar eiga í bardög- um. Ríkisstjórnin er á sínum'stað. Þetta er orðsending mín tU ungversku þjóðarinnar og til ger- vallrar veraldar. ★ KI. 5,56: Takið ftir, Takið eftir. Imre Nagy forsætisráðherra biður Pal Maleter hermálaráð-. herra, Istvan Kovacs herráðsfor^ Framh. í bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.