Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 2
t MORCVNBL4ÐIÐ Sunnudagur 3. nóvember 1957 Kosningafundur í bœjar stjórn Reykjavíkur Bæjarstjórnarminnihlutinn í Reykjavik er sem kunnugt er margklofinn hópur, sem fátt virð ist eiga sameiginlegt nema áhug- ann á að bera fram óundirbúnar tillögur og halda ræður til birt- íngar í blöðum. Á bæjarstjórnar- fundinum í fyrradag bar mjög á þessum áhuga, enda fara kosn- ingar í hönd. Skal hér sagt nokk- uð frá fundinum að því leyti, sem það er ekki þegar gert í Mbl. Togarakaupin Guðmundur Vigfússon, helzti talsmaður kommúnista í bæjar- stjórn, bar fram till. um að 10 af 15 nýjum togurum, sem ríkis- stjórnin sagðist ætla að kaupa í fyrra, en lítið hefur heyrzt af síðan, skyldi ráðstafað til Reykja víkur og bæjarútgerðin fá a.m.k. 6 þeirra. Þeir Einar Thoroddsen og Guðbjartur Ólafsson, kváðust fagna þessum áhuga Guðmundar á útgerðarmálum, vona að tillag- an reyndist á rökum byggð við nánari athugun og vera sammála honum um að efla ætti útgerð frá Reykjavík, enda væru hér bezt skilyrði fyrir stór fiskiskip að því er varðar viðlegupláss og losun. Þeir spurðu Guðmund síðan nokkurra spurninga um þessi nýju skip, og dró þá nokkuð nið- ur í kappanum. Vissi hann ekk- ert um stærð þeirra, gerð, bygg- ingarstað, byggingartíma — hvað þá um jafnveraldlega hluti og verð eða hvort ríkisstjórnin hefði nokkrar ráðagerðir á prjónunum til að tryggja, að menn fengjust á íslenzka fiskiflotann. Má Guðmundur að sjálfsögðu ekki vera að því að velta fyrir sér aukaatriðum, meðan Þjóð- viljapressan bíður! Tillögunni var vísað til útgerðarráðs og bæj- arráðs með samhljóða atkvæð- um. Bæjarfulltrúi Framsóknar Bæjarstjórnarfundurinn í fyrra dag stóð lengi, frá kl. 5 og fram yfir kl. 11. Langir fundir eru að vísu ekki sjaldgæfir í bæjar- stjórn Reykjavíkur, en þessi fund ur dróst hins vegar ekki á lang- inn af löngum ræðum Þórðar Björnssonar, bæjarfulltrúa Fram sóknarmanna eins og oft vill verða. Á næstsíðasta bæjar- stjórnarfundi var aðgangurinn t. i d. svo harður, að allir aðrir bæj- | arfulltrúar misstu þolinmæðina og voru um tíma ekki aðrir í fundarsalnum en forseti, 2 frétta- menn og Þórður Björnsson. Tal- aði Þórður af miklum sannfær- ingarkrafti og blaðamaður frá Tímanum skrifaði af jafnmiklum dugnaði. Þórður talaði ekki nema 4 sinn um á fimmtudaginn. Var það sögulegast í því sambandi, að hann bað um orðið um sandnáms tillögu eins af kommúnistunum, en hvarf síðan út í bæ. Er röðin kom að honum, var hann hvergi sjáanlegur, þó að menn væru gerðir út að leita. Kom hann þó um síðir og minnti forseti hann á, að fjórðungur stundar væri lið- inn, frá því að nafn hans var kallað upp og honum gefið orðið. Blaðamaður Tímans var ekki á fundinum í fyrradag, og kann það að vera orsök fámælis bæj- arfulltrúa Framsóknarmanna. Hefur Tíminn ekkert um fundinn að segja í gærmorgun, nema að hann hafi verið sögulegur, rætt hafi verið um fundarsköp og sandnám. Umræður um funðarsköp Ekki rekur blaðið þó nánar hver var orsök umræðnanna um fundarsköp. Stóð þannig á þeim, að Alfreð Gíslason bað um orðið og flutti tillögu um hitaveitumál. Strax á eftir bar Óskar Hall- grímsson, annar minnihlutafull- trúi, upp tillögu um lóðamál. Héldu tillögumenn báðir ræður um þessi framlög sín til bæjar- málanna. Borgarstjóri svaraði þeim með nokkrum orðum, en þá stóð upp Einar Ögmundsson, kommúnistafulltrúi, og bar upp tillögu um siglingar Reykjavík- urtogara á erlenda markaði. Ekki var bann fyrr setztur niður en Bárður Daníelsson, Þjóðvarnar- maður, stóð upp og ræddi um hitaveitumál, en síðan Sigurður Guðgeirsson kommúnistafulltrúi og talaði um lóðamál. Að þessu loknu benti dr. Sigurður Sigurðs son á, að hér væri fullmargt haft í takinu í einu, og urðu allmikl- ar umræður um starfshætti bæj- arstjórnar. Voru ræðumenn sam- mála um, að úrbóta væri þörf. Ákveðið var að hafa sérstakar umræður um þessi efni á næsta fundi bæjarstjórnar. Lóðomólin rædd í bæjarstjóm LÓÐAMÁLIN voru til umræðu i fundi bæjarstjórnar í fyrra- kvöld. kom fram tillaga um að athugað yrði, hve margar af þeim lóðaumsóknum, sem nú liggja fyrir, væru raunhæfar. Urðu menn ekki á eitt sáttir um, hvern ig það yrði bezt gert, vildu sumir láta skrifa öllum umsækjendum, en aðrir vildu láta athuga hvort ekki væri heppilegra að láta end- urnýja umsóknirnar. Ákveðið var með samhljóða atkvæðum að fá umsögn lóðanefndar um málið. Þá kom til 2. umræðu tillaga Bárðar Daníelssonar, bæjarfull- trúa Þjóðvarnarmanna, sem hann bar upp á fundi bæjarstjórnar 19. sept. sl., óg nokkuð var sagt frá í Mbl. á sínum tíma. Nokkrar breytingartillögur komu fram og voru sumar samþykktar, en til- lagan síðan afgreidd samhljóða þannig orðuð: „Bæjarstjórn felur bæjarráði að láta rannsaka eftirtalin atriði: 1. Hvaða leiðir séu tiltækileg- astar til að standa undir kostnaði við að gera lóðir sem fyrst bygg- ingarhæfar og fullgera götur og gangstéttir. 2. Hvort rétt sé að taka gjald fyrir byggingarréttinn á lóðum, lem era eftirsóttar undir verzl- anir, skrifstofu- og verksmiðju- kús. 3. Hvort ekki megi með lög- gjöf auðvelda endurskipulagn- ingu gamla bæjarins. í því sam- bandi verði sérstaklega athugaðir eftirfarandi möguleikar: í fyrsta lagi að skipuleggja heil svæði í gamla bænum í samráði við eigendur lóðanna, þannig að þeir fái lóðir að nýju á hinu endurskipulagða svæði. í öðru lagi að taka lóðir eígnar- námi, skipuleggja að nýju og selja síðan lóðirnar eða réttinn til að byggja á þeim, og fá þann- ig a. m. k. að nokkru greiddan kostnaðinn við endurskipulagn- inguna.“ Sáralífill sífdarafli AKRANESI, 2 .nóv. — M.b. Sig- urvon er á leiðinni hingað til Akraness, með örfáar tunnur af síld. Annar bátur héðan var einnig úti, en hann lagði ekki net sín. Heyrst hefur, að bátarnir suð- ur frá hafi fengið mjög lítinn síldarafla í nótt. Mun sá afla- hæsti hafa verið með 12 tunnur. Einhverjir bátar lóðuðu þó síld, en hún dýpkaði fljótlega á sér. —Oddur. Démsmólaréðiineytið getur ekbi bunnuð útgáiu nokkurrar bókar Ingvar Ásmundsson Fjöltefli Heim dallar í dag INGVAR Ásmundsson skákmeist ari teflir fjöltefli á vegum Heim- dallar kl. 2 í dag í Valhöll við Suðurgötu. Menn eru beðnir að koma tímanlega og hafa með sér töfl, ef því verður við komið. í nefnd þessari eru bæjarstjór- inn, Jón Kjartansson, og bæjar- fulltrúarnir Ólafur Ragnars, Þór- oddur Guðmundsson og Kristján Sigurðsson. Síðan 1953 hefur sú skipan tog- araútgerðarinnar verið hér, eftir að Siglufjarðarbær hafði fengið 4 millj. kr. lán til togaraútgerð- arinnar, að Síldarverksmiðjur rík isins hafa rekið báða togarana á ábyrgð bæjarsjóðs. Síldarverk- smiðjurnar eiga hér hraðfrystihús sem kunnugt er. SVO erfiðlega hefur togaraút- gerðin á Akureyri gengið að und anförnu hjá Útgerðarfélagi Ak- ureyringa, að við borð mun liggja að félagið neyðist til að leggja togurunum, nema þá að úr erfiðleikunum greiðist með skjótum hætti. Mál þessi bar á góma á fundi bæjarstjómar Akureyrar fyrir skömmu, sagði fréttaritari Mbl. á Akureyri, Jakob Pétursson, í símtali í gær. Á fundi þessum var samþykkt að kjósa nefnd manna til þess að fara til Reykjavíkur og taka upp viðræður við ríkis- stjórnina um vandamál togara- Rússnesk mynda- sýning BLAÐAFULLTRÚI rússneska sendiráðsins hér í Reykjavík og fréttaritari Tass í Moskva, Guy- enko, sýndi blaðamönnum í gær ljósmyndasýningu, sem sendiráð- ið efnir til í Bogasal Þjóðminja- safnsins í tilefni af 40 ára afmæli byltingarinnar í Rússlandi. Myndasýningu þessari er ætlað að bregða upp myndum úr dag- legu lífi fólks þar eystra, í leik og í starfi. Á miðju gólfi í salnum hefur verið komið fyrir mynd af Lenin, en aðrar myndir eru þar ekki af ráðamönnum, hvorki föllnum né núverandi. — Sýning- in verður opin til 14. nóv. n.k. Blaðinu barst eftirfarandi fréttatilk. frá dómsmála- ráðuneytinu í gær: í DAGBLÖÐUM hafa verið rædd væntanleg viðbrögð stjórnar- valda við útgáfu á íslenzkri þýð- ingu á skáldsögu norska rithöf- undarins Agnars Mykle „Sangen om den röde rubin“. — Hefir orðið vart nokkurs misskilnings á hlutverki dómsmálaráðuneyt- isins í sambandi við hugsanlegt bann við slíkri birtingu bókar- innar. Þykir rétt, af þessu tilefni, að leggja á það áherzlu, 1) að ráðuneytið hefir ekki bann að og getur ekki bannað út- gáfu neinnar bókar, 2) að dómstólarnir einir geta tekið slíka ákvörðun eftir því sem lög kunna að standa til og 3) að jafnvel dómstólarnir geta ekki bannað prentun bókar eina út af fyrir sig, þar sem fleiri atriði þurfa að koma til Það hefur hlotið stuðning margra að eðlilegt væri að rekst- ur hraðfrystihússins og togaraút- gerðin væri í höndum sömu aðila. Bærinn leitaði fyrir sér um kaup á hraðfrystihúsinu af SR, en það reyndist vera óframkvæmanlegt. Því er það nú, sem bæjaryfir- völdin senda þessa nefnd til Reykjavíkur, til að athuga þar möguleikana á því að Síldarverk- smiðjurnar kaupi togarana. Báð- ir hafa þeir verið reknir með halla undanfarin ár. — Stefán. útgerðarinnar. Útgerðarfél. Ak- ureyringa gerir út fjóra togara. í bjargráðanefndinni, er legg- ur af stað til Reykjavíkur um þessa helgi eru þeir Steinn Stein sen bæjarstjóri, Jón G. Sólnes og Jakob Frímannsson. Sfúdeniafélag Rvíkur AÐALFUNDUR Stúdentafélags Reykjavíkur verður nk. mið- vikudagskvöld klukkan 9 í Sjálf- stæðishúsinu. Sást síðast 1. októher sh RANN SÓKN ARLÖGREGLAN hefur nú að mestu lokið rann- sókn sinni í sambandi við lík það, sem fannst í fyrradag í húsi einu hér í bænum og skýrt var frá í blöðunum í gær. Hér er um að ræða lík Guð- mundar Jóakimssonar trésmiðs, er var ættaður úr Fljótunum. Hann var 61 árs að aldri. Álitið er að dauða hans hafi borið að með snöggum hætti, en þá lík- ið fannst lá það á gólfinu fram- an við legubekk. Það er síðast vitað um ferðir Guðmundar kringum hinn 1. okt. s. 1., að hann greiddi húsaleig- una, en í húsi þessu búa fleiri. Þar sem hann átti fáa að hér í bænum var ekkert farið að undrast um Guðmund. Það var ekki fyrr en vart varð nályktar frá herbergi hans, að lögreglan var kvödd á vettvang. svo að saknæmt sé, þ.e. birt- ing eða fyrirhuguð dreifing bókar með saknæmu inni-, haldi. Lögreglustjórinn í Reykjavík, hefir í samráði við ráðuneytið skýrt hlutaðeigendum frá því, að ef til þess kæmi að umrædd bók yrði gefin út á íslenzku, mundi verða hlutazt til um að dreifing bókarinnar yrði stöðvuð til bráða birgða, unz dómstólunum hefði gefizt tóm til að skera úr því, hvort birting hennar varðaði við lög. Um lagaheimildir til slíkra bráðabirgða-aðgerða hefir ekki verið deilt. Það er því hverjum manni heimilt að láta prenta bókina, enda beri hann í samræmi við á- kvæði stjornarskrárinnar ábyrgð á efni hennst- fyrir dómi. Geta má þess, að aðili sá, sem nú hefir útgáfurétt að bókinni hér á landi, snéri sér að fyrra bragði til ráðuneytisins fyrir nokkru, með fyrirspurn um hverra viðbragða væri að vænta ef til útgáfu bókarinnar kæmi. Þar sem bókin hefir verið mjög umdeild, svo sem m.a. ýmsar á- skoranir til stjórnarvaldanna sýna, hefir þótt rétt að dómstól- unum yrði, ef'til kæmi, falið að skera úr þvi, eins og að framan segir, hvort birting hennar varð- aði við lög. Dómsmálaráðuneytið, 2. nóvember 1957. Snjókoma og inflúenza ÞAÐ var fallegt vetrarverður á Akureyri í gærdag. Logn var þar og töluverð snjókoma. Um miðj- an dag var kominn ökladjúpur snjór á götunum. Inflúenzan hefur borizt til bæjarins og nokkuð tekið á henoi að þera, en þó er hún enn seím komið er ekki komin á faraldurs- stig. Þannig voru forföll nem- enda í skólum þar í bænum ekki tiltakanlega mikil í gær. Smíði að hefjast í Svartagili í GÆR hitti tíðindamaður MbL Markús Jónsson, bónda í Svarta- gili. Hann kvaðst ekki hafa ver- ið fyrir austan undanfarið. Hann væri hér að reyna að viða að sér timbri og hefði auglýst eftir því í blöðunum. Hann var þá á hraðri ferð til þess að skoða skúr inni við Borgartún. 1 næstu viku hafði ég hugsað mér að ganga að því með oddi og egg að koma upp bráðabirgða- húsinu, sem ég ætla að vera í nú í vetur. Ég er vongóður um að það muni ekki taka langan tíma að koma því upp. Ýmsir góðir menn munu veita mér aðstoð, sagði Markús. Hann kvaðst ekki mundu verða einn í vetur í Svartagili, því til sín kæmi einn sona hans, Jón. í sambandi við rannsóknina á atburðunum í Svartagili sagði Markús, að rannsóknardómarinn myndi í gær hafa farið austur til þess að taka skýrslu af Þingvalla sveitarbændum. Varðandi það atriði, sem fram er komið, að gasleiðslan í Svarta gili hafi bilað í októberbyrjun, sagði Markús, að þar hefði í raun inni ekki verið um bilun á leiðsl unni að ræða, heldur hefði losn að um tengistykki milli lampa og leiðslu og hefði ekki verið annað en að skrúfa þetta stykki þétt- fast að, þá stöðvaðist útstreymi gassins. Gas þetta er svo lyktar. sterkt að bili leiðslan þá verður maður á augabragði var við slík- an leka, sagði Markús. Verið að vinna að því að S.R. kaupi togarana SIGLUFIRÐI, 2. nóv. — Suður í Reykjavík eru um þessar mundir þrír fulltrúar Siglufjarðarbæjar, sem eru að athuga möguleika á því að selja Síldarverksmiðjum ríkisins togarana Hafliða og Elliða, eign Bæjarútgerðarinnar hér. Neind iró flkureyri ræðir við ríkis- stjórn um útgerðareriiðleika Stöðvun fogaranna þar yfirvotandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.