Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 16
10 MORCUISBL AÐIÐ Sunmifiagvtr 3. névember 196T „Old English" DRIBRITE (frb. dræ-bræt) FI /ótandi g I jávax — Sparar dúkinn! — — Léttir störfin! — — Er mjög drjúgt! — Inniheldur undraefnið „Silicones", sem bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma, erfiði, dúk og gólf. Fæst alls staðar. Endurskoðunarskrifstofa mín er flutt að Tryggvagötu 8 (inngangur frá Vesturgötu). ÓEAFUR J. ÓLAFSSON, Simi: 33915. lögg. endurskoðandi. HAIMDLAUGAR Margar stærðir og gerðir. A. Jóhannsson £- Smith hf. Brautarholti 4 — Sími 24244. OFN. KR A INi A R Beinir og vinkil. Vt” — %” — 1” — U4” A. Jóhcnnsson & Smith hf. Brautarholti 4 — Simi 24244. Iðnaðar- eða geymslupláss 120 ferm. til leigu nú þegar. Tiiboð merkt: „Geymslupláss —3204", sendist afgr. Mb). fyrir 8. þ. m. ÞAKPAPPI A. Jóhannsson & Smith hf. Brautarhoiti 4 — Sími 24244. vinnur verk 9 mismunandi véla! • BANTAM kraninn er fjölvírkasla verkfærið, sem fáanlegt er til graftar og hífingar. • BANTAM kraninn er fljótvirkur og auðvelt er að skipta um hin 9 mismunandi tæki: ámokstursskófla, skurðgrafa með föstum armi — dragskófla — gripskófla — lyftibóma — fallhamar — rafsegull — stórgrýtisgreipar — skurðhreinsitörin. • BANTAM fást á beltum — sjálfknúnum vagni eða til að setja á hvaða bíl sem er. • BANTAM er fljótvirkari og liprari en flestir aðrir kranar. • BANTAM lyftir 6—8 tonnum og mokar með % cu. yd. skóflu. • BANTAM verksmiðjurnar eru stærstu íramleiðendur bílkrana og vélskófla í heiminum. • Sérstök áherzla er lögð á fullkomnar varahlutabirgðir umboðs- manns vors. EINKAUMBOÐSMENN: ►*-* Waverly, lowo, U.S.A. pi P&mMnmom §$&©> [ — Jarðhitararm- sóknir Framh. af bls. 6 berggrunnsi«*l Og með því að kanna hætti þessara strauma, ættum við að geta í grófum drátt- um kortlagt hitann í efstu 1000 —2000 metrunum, en það er ein- mitt það, sem við leggjum höfuð- áherzlu á í jarðhitarannsóknun- um. Þessi aðferð hefur ekki ver- ið reynd hér á Islandi enn þá, en ég bind miklar vonir við hana, og þess má geta að California Institute lánar okkur nokkur þeirra tækja, sem til þarf. Um fcáðar framangreindar aðferðir er það að segja, að þær krefjast mikillar vinnu og langs tíma, en ég er vongóður um, að hinn hagnýti árangur verði mjög mik- ill áður en yfir lýkur. Auk þess sem hér hefur verið getið, koma einnig til greina ýms- ar aðrar leiðir til þess að kanna jarðhitasvæðin, svo sem efna- fræðilegar aðferðir og aðrar eðl- isfræðilegar aðferðir en þær, sem við höfum rætt um hér að framan. Efnasamsetning vatns- ins og gufunnar veitir okkur hag- nýtar upplýsingar. Sama er að segja um nókvæmar og víðtækar hitamælingar í borholum. Að sjálfsögðu hafa jarðhitarann- sóknir mikið gagn af þeim al- mennu jarðfræðirannsóknum, sem aðrir aðilar framkvæma nú, og er reynt að hafa sem mest samband við þá. Frá hagnýtu sjónarmiði vildi ég minnast á eitt atriði, sem hefur úrslitaþýðingu, en það er öflun nýrra bortækja. Það er ekki nóg að finna vatnið, við verðum líka að geta borað eftir því á sem ódýrastan hátt. Við liöfum að vísu keypt stór- virkan jarðbor, sem ætiaður var til gufuborana, en það er ekki hentugt að nota hann til heit- vatnsborana, a. m. k. ekki fyrst um sinn. Það er mikið hags- munamál, að ætíð séu íyrir hendi stórvirk áhöld við að bora fyrir laugarvatni, og vildi ég í því sambandi minna á það, sem áður var sagt um verðmæti eins sekúndulítra af 80—90° heitu vatni. Stórvirkur bor fyrir laug- arvatn mun kosta eina og hálfa milljón króna án tolia, svo óhætt ei að segja, að slík fjárfesting margborgar sig. Brekkukohaanáll kominn út í Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 29. okt. — Brekkukotsannáll, bók Halldórs Kiljans Laxness kom í dag út í Danmörku í þýðingu Martins Larsens fyrrum sendikennara. Hún er gefin út af Gyldendal og nefnist á dönsku „Aar og dage í Brattekaad". Samdægurs birt- ast umsagnir blaðanna um bók- inn og eru þær vinsamlegar. í Socialdemokraten skrifar Frederik Nielsen um bókina. Seg- ir hann að þessi nýja bók sé mjög ólík fyrri bók Laxness „Kæmpe- liv í Nord“ (Gerplu). Hún muni sennilega ekki ná eins miklum vinsæidum og Gerpla. Það er of lítið sem gerist í nýju bókinni. Hún verður þó kær lesendum sínum. Bókin er mild, vizka henn ar mikil, umhverfið þröngt en I svo mikil tilfinning er í henni, að I hún birtir okkur hvað eftir ann- : að kraftaverkið, sem ætíð er að * finna í mikilli. list. [ í Politiken skrifar Jörgen Buk I dahl um Brekkukotsannál. Hann ' segir, að þessi nýja saga sé mikl- i um mun merkilegra verk en t.d. Atómstöðin, sem hafi misheppn- azt á sínum tíma vegna þess að 1 pólitískar skoðanir hafi borið ! skáldskapinn ofurliði. Bukdahl segir: Laxness er mikið skáld, sögumaður, og óvenjumikill stfl- snillingur. — Páll. 2-24-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.