Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 20
MORGVNBL AÐIÐ Sunnudagur 3. nóvember 1957 |A ustan Edens eftir John Steinbeck 172 „Jæja“, sagði Oscar. — „Við sjáum nú til“. Svo beygði hann fyrir húshorn. Joe tók til fótanna og hljóp léttilega sem héri. Hann stökk þvert yfir götuna, yfir járnbraut arteinana og tók stefnu á búðirn- ar og öngstrætin í kínverska borg arhlutanum. Oscar varð að taka af sér vettl- ingana og hneppa frá sér kápunni, til þess að grípa til byssunnar. — Hann hleypti af án þess að miða og skaut hjá hinu hlaupandi skot- marki. Joe byrjaði að hlaupa í krékum og beygjum. Hann var um fimmtíu metrum á undan áhlaupsmanni sínum og nálgaðist opið bil á milli tveggja húsa. Oscar snaraðist að símastaur við gangstéttarbrúnina, studdi vinstri olnbogann við hann, greip um hægri úlnliðinn með vinstri hendi og miðaði beint á þrönga húsasundið. Hann hleypti af á sama andartaki og Joe bar við dökkt húsasundið. Joe féll fram yfir sig á götuna og rann eftir henni nokkm fet, en stanzaði svo og lá hreyfingarlaus. Oscar gekk inn í knattborðs- stofu, til að síma og þegar hann kom út aftur, hafði mannfjöldi safnazt utan um líkið. 1) — Þetta er nú líf, sem segir •ex. Alveg stórkostlegt. 2) — Það er eitthvað hrífandi við það að róa eftir vatninu. — Viltu □------------------□ Þýðing Sverrii Haraldsson □------------------□ LI. KAFLI. Árið 1909 sigraði Horace Quinn hr. R. Keef í kosningunum um hér aðsfógeta-embættið. Hann hafði hlotið reynslu og almennar vin- sældir sem varafógeti. Og kjósend urnir ályktuðu sem svo, að fyxst Quinn framkvæmdi mestan hluta embættisverkanna, þá væri ekki nema sanngjarnt að hann hlyti einnig titilinn. Quinn héraðsfógeti gegndi starfi sínu allt til ársins 1919. Hann var svo lengi héraðs- fógeti að við sem ólumst upp í Salinas, liéldum að orðin „héraðs- fógeti" og „Quinn" hlytu ávallt að fylgjast aG. Við gátum með engu móti hugsað okkur nokkurn annan héraðsfógeta. Quinn eltist í emb- ætti sínu og varð gamall maður. Hann var haltur sökum gamals meiðslis. Við vissum að hann var hugrakkur maður, því að hann hafði oft og mörgum sinnum af- vopnað og sigrað ófyrirleitna þorp ara. Þar að aukí leit hann út eins og héraðfógeti — við gátum a. m. ekki að ég skipti við þig og rói aftur í, Vermundur. Ég veit það er þreytandi. k. ekki hugsað okkur neinn héraðs- fógeta með öðruvísi útlit. Hann var breiðleitur og rauðbirkinn og hvíta efrivaraskeggið hans var snúið og oddhvasst eins og horn á uxa. Hann var herðibreiður og r eð aldrinum fitnaði hann og varð þannig enn valdsmannslegri í út- liti og fasi. Hann gekk alltaf með fallegan Stetson-hatt •' höfðinu, í síðum beltisjakka og á síðari ár- unum hafði hann skammbyssuna í axlarhylki, því að hann var orð- inn of feitur til að hafa beltið um sig miðjan, eins og áður hafði ver- ið. — Hann hafði þekkt umdæmið sitt árið 1903 og hann þekkti það og stjórnaði því enn betur árið 1917. Hann var jafnóaðskiljanlegur frá Salinas og fjöllin. 1 öll þau ár, sem liðin voru frá því er Kate skaut Adam, hafði Quinn héraðsfógeti fylgzt með henni. Þegar Faye dó, vissi hann þegar, að Kate myndi vera eitt- hvað meira en lítið við það mál riðin. En hann vissi jafnframt, að honum myndi reynast það ófram- kvæmanlegt að sanna sök hennar o„' hygginn héraðsfógeti reynir aldrei að framkvæma það sem ó- framkvæmanlegt er. Þar að auki var hér aðeins um tvær auvirðileg ar hórur að ræða. Næstu árin á eftir sýndi Kate einungis heiðarleik og hreinskilni í viðskiptum sínum við hann og smátt og smátt fór hann að bera eins konar virðingu fyrir henni. Svo lengi sem slíkar stofnanir væru starfræktar, var bezt að for- stöðufólk þcirra sýndu ábyrgðar- tilfinningu og heiðarleik í stjórn þeirra. Svo kom það líka ósjaldan fyrir að Kate gat vísað á einn og annan sem réttvísin var að elt- ast við. Það var aldrei kvartað eða klagað í sambandi við þjónustu meyja hennar og vopnahlé hélzt r.ieð þeim Quinn héraðsfógeta og Kate. Laugardaginn eftir Thanksgiv- ing, um nónbil, rannsakaði Quinn héraðsfógeti blöð þau og skilríki, < fundizt höfðu í vösum Joe Valery’s. Skammbyssukúlan hafði tætt sundur helming hjartans og smogið út á milli rifjanna og rifið með sér holdflyksu á stærð við mannshnefa. Brúnu umslögin voru límd saman með svörtu, storknuðu blóði. Héraðsfógetínn vætti þau með blautum vasaklút, 3) — Ég þreyttur! Ég gæti róið í allan dag . . . og þori að veðja til þess að losa þau í sundur. Hann las erfðaskrána, sem hafði verið samanbrotin, svo að blóðið var að- eins utan á henni. Svo lagði hann hana til hliðar og skoðaði mynd- irnar í umslögunum. Hann stundi þungan. Hvert umslag innihélt eins manns heiður og sálarró. Þessar myndir gátu, ef rétt var á haldið, orsakað tíu—tólí sjálfsmorð. — Kate lá nú þegar á borðinu hjá Muller, með formalin í æðunum og maginn úr henni var geymdur í glerkrukku hjá lögreglulækninum. Þegar héraðsfógetinn hafði skoð að allar myndirnar, hringdi hann í símann: — „Geturðu skroppið til mín á skrifstofuna?" sagði hann. — „Ja, þú vei’ður bara að geyma hádegisverðinn til betri tíma, eða geturðu það ekki? Já, ég býst við að þér muni finnast það harla mikilvægt. Ég bíð þá eftir þér“. Nokkrum mínútum síðar stóð sá sem héraðsfógetinn hafði talað við, hjá skrifborðinu í skrifstof- unni hans. Quinn héraðsfógeti sýndi honum erfðaskrána. — „Sem lögfræðingur geturðu sagt mér hvort þessi erfðaskrá er gild?“ Gesturinn las hinar tvæi lín- u • og andaði þungt í gegnum nef- ið: —- „Er þetta sú sem ég held að það sé?“ „Já“.. „Jæja, ef nafn hennar hefur raunverulega verið Cathariné Trask og þetta er hennar skrift og ef Aron Trask er sonur henn- ar, þá er þessi erfðaskrá fullkom- lega gild. Quinn sneri upp á fallega, hvíta efrivararskeggið sitt. „Þú þekktir hana, var það ekki?“ „Ja, það get ég nú ekki sagt. Ég vissi hver hún var“. Quinn studdi olnbogunum á borðið og hallaði sér fram. „Fáðu þér sæti. Ég þarf að tala við þig“. Gesturinn dró fram stól og færði að skrifborðinu. Fingur hans fitl- uðu við tölu á jakkanum. „Beitti Kate þig fjárkúgun?" spurði héraðsfógetinn. „Nei, alls ekki. Hvers vegna ætti hún að hafa gert það?“ „Ég spyr þig sem vinur. Þú veizt að hún er dauð. Þér er óhætt að segja alveg eins og er“. „Ég skil ekki hvað þú átt við — ég hef aldrei verið beittur neins konar fjárkúgun". Quinn þreif mynd úr einu um- slaginu, sneri henni eins og spili og renndi henni yfir borðið. Gesturinn lagfærði gleraugu sín og andardrátturinn hvein í nösum hans. — „Guð minn góður“, sagði hann lágt. „Vissirðu ekki um það að hún hefði þessa mynd?“ „Jú, ég vissi það. Hún sagði mér frá því. í guðs bænum, Horace — hvað ætlarðu að gera við hana?“ Quinn tók myndina úr hönd hans. við þig um að ég á þar í fullu tré við Markús vin þinn. „Hvað hefurðu hugsað þér að gera við hana, Horace?" „Brenna hana“. Héraðsfóget- inn strauk með fingrinum eftir brún umslaganna: — „Allur þessi búnki er fullur af djöfullegum á- formum“, sagði hann. — „Afleið- ingarnar hefðu getað orðið skelfi- legar“. Quinn skrifaði langa röð af mannanöfnum á pappírsörk. Svo reis hann seinlega á fætur og gekk yfir að ofninum, sem stóð við norð urþil skrifstofunnar. Hann braut saman tölublað dagsins af Salinas Morning Journal, kveikti í því og fleigði því inn í ofninn. Og þegar vel hafði kviknað í því, kastaði hann brúnu umslögunum á eldinn og lokaði ofninum. Eldurinn fuðr- aði upp og gulur bjarminn barst út um glerið á ofnhurðinni. Quinn dustaði af höndum sér, eins og þær hefðu óhreinkazt. — „Þá eru þær úr sögunni“, sagði hann rólega. — „Ég er búinn að rannsaka skrif- borðið hennar. Þar voru engar fleiri eftirmyndir". Gestur hans reyndi að tala, en rödd hans varð að hásu hvísli: — „Þakka þér fyrir, Horace“. Héraðsfógetinn settist aftur við ailltvarpiö Sunnudagur 3. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Fríkirkjunni (Prest ur: Séra Þorsteinn Björnsson. — Organleikari: Sigurður Isólfsson) 13,05 Sunnudagserindið: — Um Óðinsdýrkun (Gabriel Turville- Petre prófessor við Oxfordhá- skóla). 14,00 Miðdegistónleikar — 15.30 Kaffitíminn: a) Jan Mora- vek, Carl Billich og Pétur' Ur- bancic leika vinsæl lög á fiðlu, pia nó og kontrabassa. b) (16,00 Veð- urfregnir). — Síðan lög af plöt- um. 16,30 Á bókamarkaðnum: — Þáttur um nýjar bækur. — 17,30 Barnatími (Baldur Pálmason). — 18,25 Veðurfregnir 18,30 Miðaftan tónleikar: Frá Landsmðti lúðra- sveita á Akureyri s.l. sumar: — Lúðrasveit Akureyrar og samein- aðar lúðrasveitir leika; Jakob Tryggvason stjóinar. 20,20 Hljóm sveit Ríkisútvarpsins heldur fyrstu hljómlei'ka sína í hátíðasal Háskólans. Stjórnandi: H ane Joachim Wunderlich. 21,20 Um helgina. — Umsjónarmenn: Gest- ur Þorgrímsson og Páll Bergþóri son. 22,25 Danslög: Sjöfn Sigur- björnsdóttir kynnir plöturnar. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson ritstj.). 18.30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,50 Fiskimál: Um möguleika á saltfiskþurrkun í vakúmtækjum (Bergsteinn Berg steinsson fiskimatsstjóri). 19,05 Þingfréttir. — Tónleikar. 20,30 Einsöngur: Ingibjörg Steingríms- dóttir syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 20,50 Um daginn og veginn (Sigurður Magn ússon fulltrúi). 21,10 Tónleikar (plötur). 21,25 Skólaskáldin: Dag skrá um ljóðagerð í Menntaskólan um í Reykjavík. — Einar Magnús son menntaskólakennari og Ævar Kvaran undirbúa og flytja. 22,10 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). —- 22.30 Nútímatónlist (plötur). — 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 5. nóveniber: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: -— „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Nonna; IV. (Óskar Halldórsson kennari). 18,55 Framburðar- kennsla í dönsku. 19,05 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvarsson kand. mag.). 20,35 Erindi: Daglegt lidf í Landinu helga á Krists dögum; I. (Hendrik Ottósson fréttamað- ur). 21,00 Tónleikar (plötur). — 21.30 Útvarpssagan: „Barbara", eftir Jörgen Frantz-Jacobsen; XVIII. (Jóhannes úr Kötlum). — 22.10 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Mort- hens sjá um flutning hans. 23,10 ! Dagskrárlok. *a g gf # \ \ t f / p ,# N \ ? / r #' -----------------" X ^ r«i oy j^ceót nú l öllum matiyörulúÍum Styrkið lamaða og fatlaða M A R K U S Eftir Ed Dodd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.