Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ VEÐRIÐ: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi, léttskýjað. Reykjavíkurbréf Sjá blaðsðu 13. Reykvíkingar minnast i dag ungversku byltingarinnar Endurminningar Sveins Björnssonar forseta Kome úf 20. nóvember hjá ísafoldar- Útlagaskáldið Falúdi komið frá London til oð tala á fundi kl. 2 i Gamla Bió UNGVERSKA ljóðskáldið George Falúdi kom til Reykjavíkur síð- degis í gær. Hann dvelst hér í 3 daga og talar kl. 2 í dag á fundi Gamla Bíói, þar sem minnzt verður ársafmælis ungversku bylt- ingarinnar. — Félagið Frjáls menning stendur fyrir fundin- um og auk hins ungverska útlaga munu þeir Gunnar Gunnarsson og Kristján Albertsson taka til máls. Gísli Magnússon leikur ung- versk lög á píanó. Aðgangur að heimill. Skáld í útlegð Blaðamenn voru kynntir fyrir Falúdi stuttu eftir að hann kom til Reykjavíkur. Hann er hvik- legur maður á miðjum aldri og talar með reiðilausum ákafa um örlög þjóðar sinnar. „Við heyjum frelsisstríð á hverri öld. í hvert skipti bætast nokkrir dagar við hinar fáu frelsisstundir í 1000 ára sögu okkar. En við töpum alltaf. Byltingin var e. t. v. vonlaus frá upphafi, en hún var ekki þýðingarlaus. Hún var eins og klukkuhringing, aðvörunarmerki til allra þjóða um að vera á verði gegn því, sem gerir lífið óbærilegt. Við getum hugsað margt um það sem hefði getað orðið, en við vitum, hvað varð. Það er erfitt að segja hvað framtíðin ber í skauti sínu. Við munum þó, að Kossuth fór í út- legð fyrir rúmum 100 árum, árið 1849. Hann dó árið 1804, og var þá enn í útlegð. Mín útlegð getur orðið löng.“ Skáld og heimspekingur George Falúdi er fæddur í Búdapest, þar sem faðir hans var prófessor. Hann stundaði nám í heimspeki við háskólana í Vín, Berlín, París og Bologna, en settist að námi lokhu að í ættborg sinni og fékkst við ljóða gerð og þýðingar. Hann þýddi ljóð eftir Villon, Shakespeare, Heine, Björnson og Bellman. Auk þess hefur hann þýtt skáld söguna Niels Lyhne eftir J. P. Jacobsen. Ljóð Falúdi hafa kom- ið út í 8 kvæðabókum. Landflótta hið fyrra sinnið Falúdi fór frá Ungverjalandi 1938. „Ég vildi berjast með lýð- ræðisþjóðunum, fór til Parísar og þaðan til Marokkó árið 1940, en var settur þar í fangabúðir. Það stóð þó ekki lengi, og síðar var ég boðinn til Ameríku. Þar var ég í innflytjendavarðhaldi í 2 mánuði á Ellisey. Góðar mót- tökur það! Eftir það gaf ég mig fram til þjónustu í Bandaríkjaher og var í honum í 3]/fe ár. Árið 1946 fór ég heim til Ung- verjalands. Var ég kallaður til yf- irmanns áróðursdeildar kommún istaflokksins, sem bað mig að ger ast leynilegur meðlimur flokks- ins og vinna fyrir hann. Launin voru m.a. 16 herbergja íbúð. Ég Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúenzuraraldurs vantar börn til blaðburðar Meðan þannig stendur a þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og taka að sér biaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, simi 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. ____ fundinum er okeypis og öllum George Falúdi á Reykjavíkurflugvelli í gær. stóð á þessum tíma nálægt komm únistum, ep hafði þó verið í sósíaldemókrataflokknum fyrir stríð. Ég fór til aðalstöðva míns fyrri flokks og þar var mér ekki heitið neinum fríðindum, en boð in staða sem bókmenntaritstjóri við blað hans. Ég tók við rit- stjórastöðunni. Fangavist Árið 1950 var ég boðinn til Tékkóslóvakíu og lagði af stað með blessun og fulltingi hinna kommúniátísku stjórnarvalda. Á landamærunum var ég handtek- inn og ákærður fyrir tilraun til að flýja land. Var ég í fangelsi næstu árin, og var m.a. kærður fyrir að vera njósnari Ameríku- manna. Ég var aldrei dreginn fyrir opinberan dómstól, heldur sett- ur í illræmdustu fangabúðir Ungverj alands. Þar vorum við 1700 saman, höfðum engar bæk- ur, engin blöð, engin skriffæri, engar upplýsingar voru gefnar um okkur og okkur var ekkert sagt utan úr heimi. Pyndingarn- ar gátu gengið svo langt, að menn væru negldir standandi við borð, og því svo sparkað til á gólfinu. Vinur minn einn, sem neitaði að játa á sig sakir, var barinn, unz hann missti vitið. Hann var 2 ár að deyja og á nóttunni heyrðum við hann gráta í klefa sínum. Þegar Nagy kom til valda í fyrra skiptið, 1953, vorum við látnir lausir. Þegar við fórum út stóðu verðirnir við dyrnar, hneigðu sig, réttu fram hendurn- ar og sögðu: „Við biðjum yður að fyrirgefa okkur“. Enginn tók í hendur þeirra. Síðar voru mér boðnar 300 þús. flórínur í bætur fyrir fangavistina, en ég kaus að lifa á þýðingum. í útlegð á ný Eftir byltinguna hófst svo önn- ur útlegð mín. Ég er nú í London, þar gefum við út Irodalmi Ujság, Bókmenntablaðið. Það kemur út hálfamánaðarlega þar eins og það gerði fyrir byltinguna í Ung verjalandi, er það var gefið út þrátt fyrir fjandskap stjórnar- valdanna og rifið út svo að á ritstjórnarskrifstofunum var stundum ekki nema eitt eintak til af síðasta tölublaði. í London vinnum við saman blaðamaður- inn Páloczi-Horváth, rithöfund- arnir Paul Ignotus og Paul Tabori, stjórnmálamaðurinn og rithöfundurinn Imre Kovacs og Stalinverðlaunahafinn Tamas Aczel. Ég veit ekki, hvenær við sjáum aftur landið á krossgöt- um Evrópu“. í dag talar George Falúdi um ungversku byltinguna og afleið- ingar hennar, og Reykvíkingar ættu að fjölmenna í Gamla Bíó klukkan 2. prentsmiðju N Ú IN N A N skamms munu koma út Enðurminnlngar Svelns Björnssonar, fyrsta forseta tslands, á vegum Isafoldarprentsmiðju. Fétur Ólafsson, forstjóri tsafoldar, og Sigurður Nordal, prófessor, sem séð hefur um útgáfu ævisögunnar, skýrðu blaðamönnum frá þessu í gær. Ævisagan mun verða um 350 blaðsíður að lengd. Er hún öll rituð á Bessastöðum af Sveini Björnssyni sjálfum á árunum i942—1950. Hér er um að ræða eina merkilegustu ævisögu, sem rituð hefur verið á íslenzku. Kemur út 20. nóvember Endurminningar Sveins Björns sonar koma út hinn 20. nóvember nk. Nær ævisagan fram til árs- ins 1941 eða til þess tíma er Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri. Ævisagan skiptist í kafla og nær yfir bernskuár höfundar, skólaár, háskólaár, málflutnings- ár í Reykjavík o. s. frv. Enn- fremur er þar sagt frá síðustu æviárum föður höfundar, Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar, lýst hinni gömlu Reykjavík og fjöl- rnörgu er snertir sögu lands og þjóðar. I endurminningunum er einnig merkileg frásögn af fyrsta sendi- herratímabilinu í Kaupmanna- höfn og framhaldi þess allt fram Biðskák varð hjá Friðrik og Ivkov WAGENINGEN 2. nóv. — Reuter í 4. umferð svæðakeppninnar í Hollandi fóru leikar þannig: Friðrik Ólafsson — Ivkov (Júgóslavíu) biðskák. Larsen (Danmörku) vann Tro- ianescu (Rúmeníu). Nipehaus (Vestur-Þýzkal.) — Trifunovic (Júgóslavíu) biðskák. Kolarov (Búlgaríu) — Stál- berg (Svíþjóð) jafntefli. Lindblom (Noregi) — Teschn er (V.-Þýzkal.) biðskák. Clarke (Bretlandi) — Hannin en (Finnl.) biðskák. Orbaan (Hollandi) — Duck- stein (Austurríki) biðskák. Szabo (Ungverjal.) vann Uhl- mann (Austur-Þýzkal.). Donner (Hollandi) — Alster (Tékkósl.) biðskák. Staðan er þá þannig eftir 4. umferð: Szabo 4 v., Uhlmann og Larsen 3 v., Alster, Donner, Duck stein og Friðrik 2 v. og eina bið- skák. Vel fagnað MOSKVU, 2. nóv. — Krúsjeff tók í dag á móti Abdel Hakim, yfirhershöfðingja Egyptalands. Kom Egyptinn flugleiðis til Moskvu. Malinowsky sá er tók við embætti landvarnarráðherra af Zhukov, var viðstaddur. Sluppu ómeiddir KARACHI, 2. nóv. — Tveggja hreyfla portugölsk flugvél rakst í dag á byggingu eina á flugvell- inum í Karachi. Skeði þetta er vélin lenti. Tuttugu og fjórir farþegar og áhöfn vélarinnar sluppu lítt eða ekki meiddir eh flugvélin er tal- in ónýt. — Reuter. til Srsins 1940 er Svelnn Björns- son fluttist heim til íslands að nýju. Fór hann þá um Þýzka- land, ítalíu og Bandaríkin til Ts- lands. Sjálfstæðismálið og samningagerðir Ævisaga Sveins Björnssonar varpar ljósi yfir sögu sjálfstæðis- málsins hin síðustu ár, margvís- legar samningagerðir og utan- ríkisviðskipti, sem hann tók þátt í fyrir hönd íslánds. Mun henn- ar beðið með mikilli eftirvænt- ingu af miklum fjölda Islendinga. Sveinn Björnsson hafði sjálfur ritað formála að endurminning- um sínum, en Sigurður Nordal ritar eftirmála, sem er um 8 bls. að lengd. Felast í eftirmálanum skýringar á útgáfunni. Tónlistarhöll valinn staður Skipulagsnefnd bæjarins hefur staðsett væntanlega tónlistar- höll. Gerði nefndin það að tillögu sinni að höll þessi, sem Tónlist- arfélagið hyggst reisa, fái lóð við Suðurlandsbrautina, að norð- anverðu við hana, á móts við Grensásveginn. A sl. vori voru sett ný lög um Háskóla íslands. Þar er m. a. ákvæði um aí fulltrúi stúdenta skuli taka sæti í háskólaráði. Fulltrúinn skal kosinn af stúdentaráði, og fór sú kosning fram í fyrsta skipti nýlega. Var Bjarni Beinteinsson stud. jur. einróma valinn til starfans og sat hann háskóla- ráðsfund í fyrradag í fyrsta sinn. Myndin er tekin á fundinum; og sjást á henni (talið frá vinstri): Björn Magnússon prófessor (forseti guðíræðideildar), dr. Snorri Hallgrímsson prófessor (forseti læknadeildar), Magnús Torfason prófessor (forseti lagadeildar), dr. Trausti Einarsson prófessor (forseti verkfræðideildar), dr. Þorkell Jóhannesson prófessor, háskólarektor, prófessor Pétur Sig- urðsson, háskólaritari, dr. Símon Jóh. Agústsson prófessor (forseti heimspekideildar) og Bjarnl Beinteinsson, fulltrúi háskólastúdenta. (Ljósmynd: Studio)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.