Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 10
10 WOHCinSBLAÐIh Sunnudagur 3. nóv. 1957 Bjarni Sigurðsson skrifstofustjóri Mynd þessi af Bjarna Sigurðssyni er tekin í fundaherbergi Varðar í Valhöll 6. október s.I., er stjórn Varðar hélt kveðjufund með honum í tilefni þess, að hann iét af skrifstofustjórastarfi. „VERIÐ ekki að hafa fyrir þessu. Nú líður mér vel“. Nokkru síðar var hann látinn! Það var Bjarni Sigurðsson, sem skildi þannig við. Andlát hans bar að aðfaranótt 26. október. Hann hafði tekið sótt. Fólk hans leitaði honum læknis- hjálpar. Þess taldi hann ekki lengur þörf. Hann var ferðbúinn — og fór! — ★ — A morgun verður til moldar borinn þessi kjörviður íslenzks drengskapar og dugnaðar, áræð- is og manndóms, — er hélt blá- fátækur úr föðurhúsum — með 2 krónur í farareyri — trúði á manngildið — brást aldrei við erfiðustu lífskjór — ávann sér óskorað traust samferðamanna — hafði lokið merku lífsstarfi á Austfjörðum, er hann 57 ára gamall fluttist til Reykjavikur — en þar átti hann eftir að Ijúka öðru ekki ómerkara lífsstarfi sem skrifstofustjóri stærsta stjórn- málafélags landsins, Varðar, í nærri þrjá áratugi. — ★ — Bjarni Sigurðsson var fæddur að Þykkvabæjarklaustri í Álfta- veri í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Nikulásson og Rannveig Bjarna- dóttir. Fór Bjarni ungur að heim- an, fyrst, eins og margur sveita- pilturinn fyrr og síðar, til sjó- róðra — síðan í menntunarleit. Og í þá daga varð æskan að „leita“ menntúnar í bókstaflegri merkingu. Skólar voru ekki á hverju strái — eins og nú — og enginn unglingur myglaði undan þunga skóla-„skyldunnar“. Bjarni „leitaði“ sinnar mennt-' unar í fyrstu hjá Jóni presti Jóns- syni frá Melum, er þá var í Bjarnanesi, en síðar að Stafa- felli í Lóni. Eftir einn vetur hjá séra Jóni ætlaði Bjarni að leita til Möðruvallaskóla og lá við borð, að hann færi einn og ?ót- gangandi norður yfir fjöll. Sagði hann svo sjálfur, að hann hefði verið búinn að láta gera sér skó, haft þrjór krónur upp á vasann og einhverjar skuldaviðurkenn- ingar fyrir vinnu frá sumrinu, sem enginn gat þó greitt út í hönd. Því mun þá hafa ráðið prests- fiúin frá Bjarnanesi, sem Bjarni bar mjög hlýjan hug til, að hann breytti skyndilega um áætlun og hélt í Eiðaskóla og útskrifaðist þaðan eftir tvö ár með fyrstu einkunn. Síðap gerðist Bjarni barnakenn ari með 25 króna árslaun með fæði og húsnæði og síðan var þess skammt að bíða, að hann settist að á Fáskrúðsfirði, var kennari á veturna, en stundaði útgerð á sumrin. Þar giftist hann Þórunni Eiríksdóttur frá-Vattar- resi. Er skemmst frá því að segja að á Fáskrúðsfirði og síðar Eskifirði hlóðust á Bjarna Sigurðsson flest þau trúnaðarstörf og helztu, er um var að ræða í félags- og sveitarstjórnarmálum. Hann var hreppstjóri og oddviti, sýslunefnd armaður og safnaðarfulltrúi, sparisjóðsgjaldkeri, gæzlustjóri við Landsbanka-útibúið, í yfir- fasteignamatsnefnd, í yfirkjör- stjórn og settur sýslumaður nokkrum sinnum. Á þetta er minnt sem vitni þess trausts, er Bjarni naut — en skal ekki að óðru leyti rakið, þó að mér sé vel kunnugt um, að frá þessum Rýmingarsala Þar sem við erum að hætta sölu á rafmagnsvörum, seijum við það, sem ettir er af Ijósakrónum, borðlömpum. standlömpum með 25% til 30% afslætti. Húsgagnoverzlunin Vnlbjörk Laugaveg 99 — Sími 14707. árum hafði Bjarni frá mörgu merku að segja. Ég hefi nú minnzt lauslega á nokkur atriði frá yngri árum Bjarna Sigurðssonar, eða frá hinu „fyrra ævistarfi“ hans fyrir austan, eins og ég leyfi mér að orða það. En allt var þetta um garð gengið og þeim lífsþætti lokið um 20 árum áður en okkar kynn- tng og samstarf hófst fyrir al- vöru. En við Bjarni urðum nán- tr samverkamenn, er ég hóf starf sem erindreki Sjálfstæðisflokks- ins síðari hluta árs 1939. Tengd- ist upp frá því í milli okkar djúpstæð vinátta, sem ég hefi notið mikillar hlýju frá og geymi um dýrmætar minningar. Starfsskilyrði og aðstaða var æði misjöfn, eins og gengur og gerist í pólitísku starfi. Stund- um sigrar, — stundum áföll og erfiðleikar. Bjarni gladdist af sigrum Sjálfstæðisflokksins, en æðraðist aldrei, þótt móti blési. Mér var það frá öndverðu ómet- anlegt að finna ætíð hina bjarg- föstu trú og traust þessa ágæta manns á þann málstað, sem hann vissi beztan. Hálfvelgju þekkti Bjarni ekki. Hann var sennilega sá samvizkusamasti starfsmaður, sem ég hefi kynnzt. Þó að Bjarni væri ern og brattur til hinztu stundar voru þó þeir tímar á seinni árum, sem á honum mæddi sorg og sjúkleiki. Þetta vissu eða lundu fæstir og aldrei fannst lát í störfum hans. Hann var mað- ur, sem kunni að harka af sér. Gekk þó eigi „óhaltur" af yfir- læti sem Gunnlaugur ormstunga, heldur hélt hann sínum hlut af hógværri karlmennsku. Frá því samstarf ukkar Bjarna hófst er mér ekki kunnugt um annað en hann hafi ætíð notið óskoraðs trausts og virðingar — mmnmg Kveðja frá Ólafi Thors formanni Sjálfstæðisflokksins í NÆRFELLT þrjátíu ár var Bjarni Sigurðsson fastráðinn starfsmaður Sjálfstæðisflokks ins og í tvenn þrjátíu til við- bótar sannur Sjálfstæðismað- ur svo sem öll hin níu áratuga ævi hans vitnar um. Aðrir munu segja sögu þessa heiðursmanns. Eg kveð hann í nafni Sjálfstæðisflokks ins með einlægu þakklæti og þeim ummælum að við mát- um hann allir mikils sakir starfhæfni hans, trúmennsku og margvíslegra annarra mannkosta. Okkur þótti Bjarni Sigurðs- son hvarvetna til prýði. Far þú í friði, aldni vinur. Ólafur Thors. Kveðja frá Ver&i BJARNI SIGURÐSSON lét Hann áorkaði líka miklu. af skrifstofustjórastarfi hjá Varðarfélaginu í síðasta mán- uði. Þá sagði hinn níræði öldungur, að hann ætlaði að koma daglega á skrifstofu fé- lagsins og vinna stund og stund, ef ekkert óvænt haml- aði. Hann sagðist mundu vinna allan daginn, ef mikið væri um að vera. Með þessu hugarfari hafði Bjarni Sigurðsson unnið öll sín störf fyrir Varðarfélagið í hartnær þrjá áratugi. Hann vann því allt, sem hann mátti. Hann átti ómetanlegan þátt í vexti og viðgangi félagsins. Og ávallt mun standa það fagra fordæmi, sem hann gaf okkur samherjunum með ó- eigingjörnu starfi sínu í þágu háleitra hugsjóna. Varðarfélagið stendur í mik illi þakkarskuld við Bjarna Sigurðsson. En hann átti líka óskipta virðingu og vináttu Varðarfélaga. Minningu um góðan mann og göfugan mun- um við geyma. Þorvaldur Garðar Kristjánsson. allra þeirra fjölmörgu flokks- systkina, sem hann átti samleið með. Rek ég því ekki nánar starfsferil hans nærri 20 árin síðustu í ævi hans. En ég minni á þá staðreynd að þegar ég er að hefja lífsstarf mitt — með samstarfi við Bjarna Sigurðsson, þá er hann yfir þann aldur, eða sjötugt, þegar opinberir embætt- ismenn eru látnir hætta störfum. Þó er það sannast að fram til þess síðasta var hann svo lif- andi og ern í anda, að þess vegna hefði hann sómt sér vel í röðum yngri stjórnmálamanna, þeirra framsýnustu og árvökustu. Bjarni Sigurðsson var um síð- ustu aldamót 33 ára gamall mað- ur. Hann lifði samhliða undra- verðum stökkbreytingum í fram- þróun íslenzku þjóðarinnar á þessari öld. Ef til vill var hann aldrei nátengdari samtíð sinni en eftir sjötugt, á þeim árum, þegar íslenzka lýðveldið var endur- reist — þegar nýsköpun atvinnu- lífsins hófst undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, þegar framfara- skeið íslenzku þjóðarinnar var örast í atvinnutækni, alhliða menningu og almennri velmegun, ýmist undir forustu eða með sterkustu ítökum Sjálfstæðis- fiokksins á Alþingi og í ríkis- stjórn. IMýjung! IMýjung! K0DEI radiómiounarstöð Þessi sjálfvirka, sjónnæma radiomiðunarstöð sem vakti mesta athygli á alþjóða fiskikaupstefnunni i Kaupmanna- höfn nú í haust, verður til sýnis fyrir skipstjóra, stýrimenn og útgerðarmenn á Hverfisgötu 50, Radioverkstæðinu, sunnu dag og mánudag nk. milli kl. 10 og 6 e. h. Radiómiðun sf. ?. B. 1355 Reykjavík. Þá voru æðaslög þjóðlífsins 1 nánustu samræmi við hjartaslög þeirrar lífsskoðunar og þeirra hugsjóna, sem ætíð höfðu búið í brjósti Bjarna Sigurðssonar. í baráttu Sjálfstæðisflokksins á þessum árum er geymd saga Bjarna. — ★ — Við sjáum samferðamenn á lífsleið okkar, sem okkur finnst ýmist, að rasi um ráð fram eða heltist aftur úr. Bjarni Sigurðsson hélt jafn- vægi sínu! Hann kvaddi vini og samherja á níræðisafmælinu í sumar. Hann skilaði af sér „síðara ævistarfinu" og kvaddi stjórn V'arðarfélagsins og samstarfsfólk hjá Sjálfstæðisflokknum. „Nú líður mér vel“. Það voru hans síðustu orð hér. Slíkir munu eiga góða heim- komu. — Júhann Hafstein. Þyngsfi dilkurinn í hausf vó 24 kíló HÖFN í NORNAFIRÐI 29. okt,— Fyrir nokkru er lokið slátrun hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga í Hornafirði. Slátrað var nær 11 þúsund fjár, þar af til innleggs 9700. Af því voru dilkar 9300, en í fyrra voru dilkar 8150. Meðalþungi 13,49 kg. Meðalþungi diika í ár reyndist vera 13,49 kg„ en í fyrra 13,01. Hæsti meðalþungi frá heimili var hjá Skafta Benediktssyni í Hraunkoti, 15,94 kg. á 134 dilka, en hæsta meðalvigt hjá einstak- lingi var hjá Ásgeiri Sigurðssyni frá Stafafelli, 18,20 kg. á 20 dilka. Hann átti einnig vænsta dilkinn sem slátrað var, 24 kg„ úr Fjár- ræktarfélagi Lónsmanna. •'eðalvigt sveita Eftir sveitum var meðalvigt þessi: Höfn, 14,36 kg„ Nes, 12,72 kg„ Lón, 14,04 kg„ Mýrar 13,83 kg„ Suðursveit 13,39 kg. Mest af kjötinu hefur þegar verið flutt út með Jökulfellinu. —Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.