Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVl\BlAÐlÐ Sunnudagur 3. nóvember 1957 mtfrlaftifr Otg.: H.t. Arvakur. Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsmgar: Arni Garðar Krístinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjald kr 30.00 á mánuði mnaniands. t lausasölu kr 1.50 eintakið. PÍLAGRIMSGANGAN TIL MOSKVU FYRIR réttu ári, hinn 3. nóvember 1956, voru all- ir frjálshuga menn milli vonar og ótta um það, hver verða mundu örlög Ungverjalands. Þann dag sendi fréttaritari brezka blaðsins The Observer grein frá Búdapest til blaðs síns. Henni lauk svo: , „ — — — vestrænir áhorf- endur í Búdapest eru langt frá því að vera eins áhyggjufullir og Ungverjar. Þeir halda, að Rússar muni ekki láta til skarar skríða, muni ekki hertaka borgirnar og skerða hið nýfengna frelsi þjóð- arinnar. Þeir halda, að Rússai muni, þegar þar að kemur, fara úr Ungverjalandi. En áður en þeir geri það, kunni að vera, að þeir óski að sanna Ungverjum og heiminum, að þeir fari ekki vegna þess, að Ungverjar neyddu þá til þess að fara, heldur vegna þess að þeir hafi ákveðið að gefa öllum löndum frelsi til að velja „sína eigin leið til sósíal- ismans“. Þessi orð birtust morguninn eftir í Lundúnablaðinu The Observer. Áður en prentun þeirra væri lokið, höfðu Rússar látið til skarar skríða. Þeir hertóku borg- irnar og skertu hið nýfengna írelsi þjóðífrinnar. Einmitt sam- tímis því, er Englendingar lásu hinn bjartsýna spádóm í The Observer, hljómuðu um heims- byggðina neyðarópin úr ung- verska útvarpinu: „Hjálp! — Hjálp! — Hjálp.“ Og síðar: „Sos! — Sos! — Sos.“ ★ Eftir á virðist engum vafa und- irorpið, að Rússar hafi ætíð verið staðráðnir í að sleppa ekki tökum sínum á Ungverjalandi. Greinin í The Observer er tal- andi tákn þess, hvernig sumum velviljuðum mönnum lánast ætíð fram á síðustu stund að loka aug- unum fyrir því, sem er að gir- ast. Sök sér er þó að sjá ekki óorðna hluti. Það er engum okk- ar gefið, því að flestir erum við furðanlega skammsýnir. Hitt er verra að læra ekki af reynslunni og halda áfram að trúa á fagrar hugsjónir, þar sem einungis er um að ræða fyrirlitlega valda- baráttu og ömurlega kúgun. Hið sanna eðli kommúnismans hefur enn sýnt sig þessa dagana. Meðferðin á Zhukov og óvissan um, hvað við hann verði gert, er þar óbrigðult vitni. Dögum saman vissi enginn utan þrengstu valdaklíkunnar hvort hefja ætti þessa fyrri þjóðhetju til æðstu tignar eða varpa honum í hin yztu myrkur. S. 1. sunnudag hældist Þjóðviljinn um yfir þess- ari óvissu fréttamanna og sér- fræðinga í Rússlandsmálum. Hvað um Zhukov verður er smáræði miðað við örlög ung- versku þjóðarinnar. En þótt í smáu sé, sýnir Zhukov-málið að hugurinn er enn hinn sami þar eystra, og gat raunar engum komið það á óvart. ★ En einmitt þegar svo stendur og sömu dagana og minnzt er ársafmælis blóðbaðsins ægilega í Ungverjalandi, þá er félagsmála- UTAN UR HEIMI ctmeinu L p/óá unum ráðherra íslands lagður af stað í pílagrímsgöngu til Moskvu. Hinn 5. nóvember í fyrra lýsti íslenzka ríkisstjórnin yfir andúð sinni vegna atferlis Rússa gegn Ungverjum. Hún gerði það raun- ar með einstæðum hætti, sem sé á þann veg að reyna að breiða dulu yfir níðingsverkið með því að jafna því við frumhlaup Breta og Frakka í Súez. Það frum- hlaup var óafsakanlegt, enda hef- ur sá, er þar bar höfuðábyrgð- ina, orðið að draga sig í hlé frá öllum stjórnmálaafskiptum. En) jafnvel þá þegar var öllum heil- skyggnum mönnum ljóst, að at- burðirnir í Súez voru ósambæri- legir við þjóðarmorðið í Ung- verjalandi. Islenzka ríkisstjórn- in setti þetta þó að jöfnu, til að halda frið við kommúnista. Nú er komið í ljós, hver al- vara stjórninni var í fordæming- unni á atferlinu gegn Ungverj- um. Engum getur til hugar kom- ið, að félagsmálaráðherrann fari austur til Moskvu, einmitt nú þegar hinir ársgömlu atburðir standa ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum manna, nema með sam- þykki meðstjórnenda sinna. Þetta verður þvi ljósara þegar athugað er, að annar af fylgd- arsveinum hans er einn af helztu umboðsmönnum Framsóknar- flokksins innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Er ekki um að vill- ast, að þarna eru samantekin ráð a. m. k. tveggja stjórnar- flokkanna. ★ I sjálfu sér skiptir það okkur íslendinga litlu máli, hvað aðrar þjóðir og valdamenn þeirra gera í þessum efnum. Þótt við fslend- ingar séum fámennir, þá erum við nógu margir til þess að geta einir gætt sóma okkar. Við hefð- um því hjálparlaust af öðrum átt að hafa vit á að senda engan ís- lenzkan ráðherra þessa pílagríms för. Þó verður fróðlegt að fá frétt ir af þvi, hversu margir ráðherr- ar ú öðrum lýðæðislöndum en ís- landi verða viðstaddir hátíða- höldin í Moskvu hinn 7. nóvem- ber. Um það bil, sem Einar Olgeirsson kom úr fjölskyldu- heimboðinu fyrir austan járn- tjald, birtist í Rétti grein eft- ir hann, er m. a. segir: „Þótt það samstarf verkalýðs- flokkanna, sem nú á sér stað um ríkisstjórn, sé ýmsum annmörk- um háð, þá ber þess að gæta, að þetta samstarf gerir það að verk- um að ísiand er nú eina landið utan sósíalistiska heimsins, þar sem hinir ólíku verkalýðsflokk- ar hafa tekið saman höndum um ríkisstjórn. Og þó þetta samstarf hér mætti vera betra og nánara, þá er sú staðreynd, að það er til, mikílvægur vísir þess, er verða má síðar um Evrópu". Valdhöfunum í Moskvu þykir betra að veifa röngu tré en engu. Utan íslands hefur enginn lýð- ræðissinni í Evrópu viljað ljá sig til samstarfs við böðla Ung- verja. Hannibal Valdimarssyni verður því vafalaust vel fagnað af valdhöfunum í Kreml. Fögn- uður þeirra verður í réttu hlut- falli við skömm íslenzku þjóð- arinnar. Sameinuðu þjóðirnar 12 ára. — Dagsins minnzt um víða veröld ÞANN 24. október voru 12 ár liðin frá því að stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna gekk í gildi. Er sá dagur talinn afmælisdagur al- þjóðasamtakanna. Er dagurinn ár hvert hátíðlegur haldinn um víða veröld, fyrst og fremst með- al hinna 82 þátttökuþjóða, en einnig víðar. Á Norðurlöndum var dagsins minnzt á líkan hátt og fyrr. Forystumenn héldu ræð ur, efnt var til fundahalda, hljómleika, sérstakir útvarps- þættir samdir o.s.frv. Það eru fyrst og fremst félög Sameinuðu þjóðanna, sem gangast fyrir há- tíðahöldum í tilefni dagsins, en hans er einnig minnzt í skólum og sums staðar á vinnustöðum. Víða var dagsins minnzt á sér- kennilegan hátt. í Brazilíu hélt t. d. Fjallamannafélagið í Ríó de Janeiró upp á daginn með því, að félagarnir klifu eitt af hæstu fjöllunum, sem rísa við borgina. Fóru þeir áður ókunna stigu upp fjallið og reistu fána Sameínuðu þjóðanna á fjallstoppnum. í sjón- varpinu var efnt til samkeppni í spurninga og svara stíl, þar sem verðlaun voru geysihá, en spurn ingarnar allar um starfsemi Sam- einuðu þjóðanna, Sveit flugvéla flaug í rökkurbyrjun yfir borg- ina og kastað var úr flugvélun- um upplýsingaritum um sam- tökin. í Bandaríkjunum höfðu 5000 borgarstjórar gefið út fyrirmæli um, að dagsins skyldi minnzt og voru skipaðar jafnmargar nefnd ir til þess að sjá um hátíðahöldin á hverjum stað. 3,200 útvarps- stöðvar víðs vegar um Bandarík- in fluttu einnvers konar efni um SÞ þennan dag og eins gerði fjöldi útvarpsstöðva víðs vegar um Ameríku. Félag Sam. Þjóðanna í Banda- ríkjunum gaf út svonefnda „bókahillu SÞ“, en það er safn bóka um Sameinuðu þjóðirnar. Útvarpsstöðvar í Tyrklandi, Grikklandi og ísrael efndu til sér stakra útvarpsþátta í tilefni dags ins og var að lokum flutt bæn í dagskrárlok fyrir Sameinuðu þjóðunum og framtíð þerira. í Chile söfnuðust saman 20.000 börn á einum stað til að hylla fána Sameinuðu þjóðanna. I Rangoon (Burma) var efnt til alþjóðlegrar hátíðar þar er sýnd ur var dans og leikin hljómlist frá fjölda þátttökuríkja SÞ. í Eg- yptalandi var ávarpi Dags Hamm arskjölds, aðalforstjóra Samein- uðu þjóðanna útvarpað á ensku og frönsku, eins og hann hafði talað það, en síðan útvarpað í arabískri þýðingu. Norrænir sérfræðingar í biónustu SÞ Sænski hagfræðingurinn K. G. Brolin, sem er aðstoðarforstjóri hagdeildar menntamálaráðuneyt- isins sænska, er staddur í Teher- an um þessar mundir, þar sem hann vinnur að því að skipu- leggja skólahagskýrslur landsins. Það er UNESCO — Mennta-vís- inda- og menningarstofnun Sam- einuðu þjóðanna, sem gekkst fyr- ir þvi að Brolin var ráðinn til þessa starfa. Norskur efnafræðikennari, K. A. Risan frá Kristiansand, hefur verið ráðinn til að fara til Ceylon til þess að leggja á ráð um efna- fræði og stærðfræðikennslu í æðri skólum þar í landi. Risan er einnig á vegum UNES CO. ísrael stefnir Búl^aríu fvrir Albmðadómstól ísrael hefir kært Búlgaríu fyr- ir Alþjóðadómstólnum í Haag og krafizt skaðabóta fyrir farþega- flugvél, sem skotin var niður yfir Búlgaríu. 58 manns, 51 farþegi og 7 manna áhöfn, fórust er flug vélin var skotin niður þann 27. júlí 1955. ísrael heldur því fram, að sl. tvö ár hafi verið gerðar tilraunir til þess að komast að friðsamlegu samkomulagi við stjórnarvöldin í Búlgaríu um greiðslu skaðabóta, en þær málaleitanir hafi ekki borið neinn árangúr. Fer ísrael fram á, að alþjóðadómstóllinn skeri úr um það, að Búlgaría sé skaðabótaskyld og einnig er far- ið fram á, að dómstóllinn meti tjónið til skaðabóta. ísrael bendir á, að allmargir af farþegunum hafi ekki verið borgarar í fsrael og að ættlönd þeirra muni gera sérstakar kröf- ur um skaðabætur á hendur Búlgörum. Alþjóðadómstóllinn mun bráð- lega taka málið fyrir. Endurskofrin stofnskrár SÞ frestað Allsherjarþing Sameinuðu þjóð anna, er nú situr í New Yor, hefir ákveðið að fresta umræðum um endurskoðun á Stofnskrá samtak anna sem samin var og samþykkt í San Francisco. Verður engin endurskoðun framkvæmd fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár, eða á Allshe-rjarþinginu 1959. Ályktunin um, að fresta endur- skoðun á sáttmálanum, var lögð fram af sérstakri nefnd, sem skipuð var 1955 til þess að gera tillögur um breytingar á Stofn- skránni, ef þær þættu æskilegar. Nefnd þessi ákvað á fundi sínum í sumar, að leggja til við Alls- herjarþingið, að Srofnskráin yrði höfð óbreytt enn um hrið. Á Allsherjarþinginu greiddu 54 þjóðir atkvæði með því að fresta endurskoðun, enginn greiddi mót atkvæði, en 9 þjóðir sátu hjá, auk þeirra sem fjarverandi voru. Veðurfræðinvar undir- búa undir brvstilofts- öld farbewaflu^sins Framkvæmdaráð Alþjóðaveð- urfræðistofnunarinnar (WMO) kom nýlega saman til fundar í Genf til þess að ræða mjög að- kallandi mál, en það er hvernig veðurfræðingar eigi að snúast við auknum kröfum, sem gerð- ar verða til þeirra þegar þrýsti- loftsöld farþegaflugsins heldur innreið sína fyrir alvöru. Það er ekki svo ýkjalangur tími til stefnu. Framkvæmdaráðið samþykkti að skípa nefnd sérfræðinga til að taka málið til rækilegrar með- ferðar og skila skýrslu um niður- stöður sínar fyrir næsta ársþing stofnunarinnar, sem haldið verð- ur að vori (1958). Það þykir vitað mál, að gerðar verði enn meiri kröfur til veðurþjónustunnar, en nú er gert, þegar flugvélar fara að þeysast gegnum himingeim- inn með allt að því 1000—1200 km. hraða á klukkustund. Vafa- laust þarf að taka í notkun nýj- ar vélar og breyta til um starfs aðferðir frá því sem nú tíðkast. Loks samþykkti framkvæmda- ráð WMO, að setja á stofn sér- staka deild innan skrifstofu stofn unarinnar í Genf, sem á að hafa það hlutverk, að fylgjast með öll um nýjungum, sem fram kunna að koma á þessu sviði. Fréttir frá SÞ í stuttu máli — Fulltrúi Spánar var kjörinn níundi varaforseti á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna á dög unum. Varaforsetar voru áður 8, er þátttökuríkin voru aðeins 8, — Austurríki hefir lánað hinni nýju Alþjóðakjarnorkustofnun 1 milljón dollara á meðan beðið er eftir tillögum frá þátttökuþjóð- unum. Kjarnorkustofnunin hefir aðalaðsetur sitt í Vín. — Ghana hefir gerzt aðili að GATT (Tolla- og viðskiptasam- komulaginu). — Sudan hefir gerzt aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að Alþjóðabankanum. Þessi bíll var á bilasýnlngu í Earls Court í London nýlega. Er það tveggja manna Pontiac, model „Club de Mer“. Þetta er reynslubíll, sem ekki er enn framleiddur til sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.