Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 8
8 MOKGVISB f 4ÐIÐ Sunnudagur 3. nóvember 1957 Það er vnsuiega víðtækt við fangsefni, sein htr er unnið að, segir Sveinbjörn Finnsson. Allt er hér undir einum hatti, allar tegundir lömunar eru teknar hér til meðferðar. Það er líka nauð- synlegt að bæta hér aðstöðuna á marga lund. Hér vantar heimili fyrir börn og sjúklinga utan af landi, sem nú verða að búa hjá aðstandendum eða vandalausu Á skóverkstæðinu. — Magnús Magnússon til vinstri og Steinar Waage viff saumavélina. Rjúpnaveiðar Stranglega bannaðar í H e i ð m ö r k . Skógræktarfélag Reykjavlkur Þar fá lamaðir limir mátt og fólkið trú á lífið og framtíðina 1 föndurstofunni. Kennarinn, Jane Houston stendur hjá hinum ungu nemcndum sínum. Frá morgunheimsókn i æfingastöð lamaðra og fatlaðra ÞRETTÁN ára gömul telpa ■tendur í anddyrinu á æfinga- ■töð Styrktarfélags lamaðra •g fatlaðra að Sjafnargötu 14. Hún segist heita Hrafnhildur Böðvarsdóttir. — Ég lamaðist í faraldrin- um í fyrra á hægri fæti og vinstri hendi. Þegar ég hyrj- aði að sækja æfingar hingað á Sjafnargötuna varð að hera mig inn í húsið og út í bílinn, sem flutti mig. En nú er ég að verða frísk-----. Þessi myndarlega telpa, sem segir okkur þessa sögu, kemur nú gangandi við staf í æfingar sínar. Hún hefur með hjálp sérfróðra manna endurheimt krafta sína, unn- ið hug á hinum skelfilega sjúkdómi, sem lamaði limi hennar og ógnaði æsku henn- ar og framtíð. Æfingastöff Iamaffra og fatlaffra Við höfum verið að skoða Æf- ingarstöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þegar við mættum Hrafnhildi litlu Böðvarsdóttur. Betri sönnun en hana var varla hægt að fá fyrir hinum glæsilega árangri, sem orðið hefu’’ af starfi þessarar merku he'ibrigðisstofn- unar, sem framkvæmdarstjóri og fO’’sxöðukona stofnunarinnar höi'ðu boðið Mb.. að skoða sl. fiirmtudagsmorgun. Æfingastöðin er stórt þriggja hæða steinhús með rúmgóðum kjallara og fallegum trjágarði. í Sveinbjörn Finnsson framkvæmdarstjóri. þessu húsi hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekið æfinga stöð fyrir lamað og fatlað fólk. Lseknir stöðvarinnar, Haukur Kristjánsson, er sérfræðingur á sínu sviði. Forstöðukona hennar frú Jónína Guðmundsdóttir er íþróttakennari að mennt. Hefur hún jafnframt lært sjúkraleik- fimi í Noregi. Við æfingastöðina starfa nú 6 stúlkur að sjúkra- þjálfun og tvær aðstoðarstúlkur. Loks kennir ein stúlka föndur. Þessar stúlkur eru íslenzkar, danskar, norskar, dansk-íslenzk- ar, þýzkar og bandarískar. Það má því með sanni segja að nor- ræn, jafnvel alþjóðleg samvinna, sé að verki í þessari merkilegu heilbrigðisstofnun. Við getum aldrei fullþakkað hina miklu aðstoð danska Styrkt arfélagsins við útvegun fólks og tækja til þessarar stofnunar, seg- ir Sveinbjörn Finnssön, fram- kvæmdastjóri æfingastöðvarinn- ar. Á fjórða hundraff sjúklingar á tveimur árum. Árið ’56 fengu 130 sjúklingar ein- hverja hjálp hér og 193 það sem af er þessu ári, segir forstöðukon an okkur. Sumt af þessu fólki hefur fengið fullan bata en aðrir nokkurn. Vanalega koma um 30 sjúklingar til æfinga á dag. Flest- ir þeirra koma þrisvar í viku. Við hefjum daglegt starf kl. 9 fyrir hádegi. Bílstjórinn okkar sækir fólkið þangað, sem það dvelur út um allan bæ og til Hafnarfjarðar. Margt af því þarf að bera inn í húsið. Æfingarnar, sem sjúklingarnir taka þátt í eru mjög misjafnar og taka mismunandi langan tíma Jónína Guðmundsdóttir, forstöffukona. daglega. En flestir eru í þeim um það bil eina klst. Stundum byrja æfingarnar í sundlauginni í kjallaranum, stundum í leik- fimisölunum á efri hæðunum. Allar tegundir lömunar teknar til meðferffar Lítill drengur æfir sig á göngubrúnni í aff ganga. Viff enda göngubrúarinnar er spcgill og kemur mynd hans fram þar. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon tók allar myndirnar, sem fylgja þessari grein). fólki. Er oft erfiðleikum bundið að koma þessu fólki fyrir í bæn- um og stundum er það of stutt á æfingastöðinni til þess að geta náð bata, segir forstöðukonan. ,Það er líka nauðsynlegt að að- stoða sjúklinga við að fá atvinnu við sitt hæfi eftir að þeir hafa fengið þá hjálp, sem hægt er að veita þeim hér. í fyrra var byggt skóverkstæði hér við hliðina á stöðinni. Eru þar smíðaðir skór fyrir alls konar bæklað fólk. Eru tekin gipsmót af fótunum og smíðað eftir þeim. Ennfremur eru smíðuð þarna all* konar „innlegg" í skó og barna- skór lagfærðir. Það er Steinar Waage, sem rek ur þetta verkstæði en hann hefur lært slíka skógerð í Þýzkalandi og Danmörku. Með honum vinn- ur Magnús Magnússon, skósmið- ur frá ísafirði. Báðir þessir menn eru dugandi og vandvirkir iðn- aðarmenn. Tekjur af eldspitum og happdrætti Lítill brosandi sjúklingur i sundlauginni. En hvaðan fæst fé til þess að halda uppi rekstri þessa mikla nauðsynjafyrirtækis? Megin tekjulindir æfingastöðv arinnar eru símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra, og eldspýtnasala. Eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.