Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1957, Blaðsíða 17
Sunnuctagúr 3. nóvember 1957 MORCJllSBT 4ÐIÐ 17 Páll Pálsson, kennari: Ríkisstofnun og menn við missiraskipti SVO mjög og oft sem menn hafa gjört hverir öðrum bölvun, má þó einnig sjá hið gagnstæða. Og víst er það ein stofnun í landi voru, sem sannarlega veitir oss margháttaða gleði, fróðleik og skemmtun. Stofnun sú er ekki alltaf öfundsverð af viðleitni sinni. Hún mætir oft kulda og óréttmætum aðfinnslum. Samt er það ekkert vafamál, að stofnun- in lætur í té að ýmsu leyti góða og ódýra þjónustu, því að stað- reynd er það, að sú mikla þjón- usta er seld, en mjög vægilega. Og nú er oss lofað því, að í vet- ur skuli mun meira fyrir oss gjört en verið hefur. Þessa hluti ber að meta og þakka, og þá ekki sízt, þegar nöldurtízka herj- ar á þjóðfélag vort. Hér er sem sé um að ræða Ríkisútvarpið íslenzka, en mál- efni þess geta verið vor málefni og vor málefni geta verið þess málefni, þó aldrei frekar en þeg- ar útvarpið flytur oss fréttir eða ræðir við oss um andleg mál, því ekki lifir maðurinn á einu saman brauðinu eins og mörgum er kunnugt. Segjast verður það þó strax eins og er, að oft er til óþæginda nokkurra, hve fréttir útvarpsins eru stundum ófullnægjandi, ólíf- rænar, ónákvæmar og illa samd- ar. Eða hvernig er t. d. hægt í aðalfréttatíma kl. 20, kvöld eft- ir kvöld, að afgreiða allar er- lendar fréttir á 4 mínútum?! Til hins mesta hagræðis og ánægju verður það, þegar lag- færingar nokkrar fást á þessu. Þá skal hér lítillega drepið á einn veigamikinn þátt í starf- semi útvarpsins. Það eru þulirn- ir. Sá langglæsilegasti þeirra er núna Ragnar Árnason. Er rétt að leggja áherzlu á þetta, þar eð hjá honum fer saman: Karl- mannleg, en þægileg rödd. Hann er fluglæs og með afbrigðum skýrmæltur. Gildir einu, hvort um er að ræða miðhluta orða eða setnihga, upphaf þeirra eða endingar, allt heyrist þetta jafn- vel og greinilega, „ekkert er klippt af eða g!eypt“ og kemur það af því, að maðurinn hefur algjört vald á máli, rödd og lestri. Af þessu leiðir svo þá stað- reynd, að blærinn á lestri Ragn- ars er allur glæsilegur og hinn hressilegasti. Þegar ég sagði, að Ragnar væri fluglæs, þá gerði ég það af tveim ástæðum: í fyrsta lagi af því, að hann er það og í öðru lagi vegna þess, að sumir eru það ekki. Fátt er ömurlegra á að hlýða en þul, sem aldrei kemst klakklaust í gegnum einn einasta fréttalestur, sakir mislestrar og hvers kyns ruglings, eða þá þul, sem svo er nefmæltur, að úr verður einn mikill og dimmur sónn eða belj- andi, þar sem fátt orða verður greint, eða þann þul, sem smjatt- ar á undan og eftir vel flestu þvi, sem hann segir. Jón Múli Árnason er prýðilegur þulur og í mikilli framför. Thorolf Smith, sem les stundum fréttir, er einnig ágætur. Sérstaklega fer hann þó vel með fréttalestur. Guðrún Erlendsdóttir heyrist nú aftur í útvarpinu og er það fagnaðar- efni, enda ætti hún ekki þaðan að hverfa í bráð. Rödd hennar er einkar viðfeldin. Um tíma virt- ist eitt ætla að há henni nokkuð. Það var þetta: Að snarþagna sem snöggvast í miðri setningu. Gat það bent til þess, að lesturinn væri ekki nógu öruggur. Guðrún hefur nú hafið sig frá þessu og les af miklum skörungsskap og röskleik. Bæði lestur auglýsinga og stjórn sumra þátta m. m., hefur sannað, að hún er á „heims- mælikvarða“ og kvenþulir hafa ekki gerzt betri síðan Sigrún Ögmundsdóttir starfaði við út- varpið af alkunnri prýði. Þekk- ing og menntun Guðrúnar veld- ur því, hve jafnvíg hún er á ís- lenzkt mál sem erlendar tungur. Nú er það kunnugt, að góðar kvenraddir, er hljóma vel I út- varpi, eru mjög vandfundnar. Hin hispurslausa, glæsilega og viðfelldna rödd Guðrúnar á þar því mjög vel heima. Hugleiðingu við missiraskiptin flutti að þessu sinni séra Jakob Jónsson. Kom hann nú vegna forfalla annars. Séra Jakob hef- ur því haft lítinn eða engan tíma til undirbúnings, en ekki kom það að sök, enda séra Jakob þjóð- kunnur mælsku- og gáfumaður. Hann er aðeins miðaldra, en á langt og merkilegt starf að baki. Það er í raun og veru ótrúlegt, hve miklu hann hefur annað bæði í kirkju og utan, sérstak- lega þegar á það er litið, að áhuga og skilningi manna á and- legum málum virðist mjög hafa hrakað. Nú er starfi prestsins yfirleitt lítill gaumur gefinn, nema þá helzt, ef einhver fær löngun til þess að hindra það eða lítilsvirða. Og hér í fólks- fjöldanum, innan um sinnuleys- ið og doðann, er einmitt gott að hafa presta með slíkan starfs- feril að baki, er sýnir augljós- lega, að sanngirni og hjálpsemi skipa þar öndvegið. Kæruleysi biður alltaf einhvern tíma ósig- ur fyrir starfi þeirra. Slíkur prestur óskaði oss í snjöllu máli góðs vetrar. Að lokum skal svo drepið á atburð, er gerðist á annan vetr- ardag. Slíkt gerist oft með öðrum þjóðum, en furðu sjaldan hér. Guðfræðiprófessor prédikaði í Dómkirkjunni og var því útvarp- að. Víða erlendis þykir það sjálfsagt, að kennarar í guðfræði prédiki í kirkjum, t. d. Karl Barth og Brunner í Sviss og fleiri. Þá fær almenningur að fylgjast miklu betur með því, sem gerist í sjálfri guðfræðinni. Prófessor Björn Magnússon á skilið þakkir fyrir missiraskipta- prédikun sína, þar sem hann flutti sem snöggvast guðfræðina „af Melunum og niður í bæ“, og raunar lengra. M. ö. o. hér á landi veit almenningur, að guð- fræði er kennd í Háskóla íslands. Og svo heyra menn í þessum eða hinum, sem þar hefur lært. En það er ekki nóg. Miklu meira verður þetta lifandi, þegar prófessorarnir koma sjálfir og tala við landslýðinn. Prófessor Björn er sístúderandi og fer þá ekki hjá þvi, að menn fái að heyra „eitthvað nýtt“, þegar slík- ir menn tala, en það er nú ein- mitt það, sem fólkið segist vilja. Það vill heyra eitthvað nýtt. Nú var prédikun prófessors Björns líka þannig, að í henni var eitt- hvað nýtt. Ekki svo að skilja, að þar hafi verið á ferð ný kenn- ing. Kenningin var sú sama og verið hefur og þannig verður hún, en hvað sannleiksgildi og lífskraft hennar snertir er hún þó ætíð ný, þ. e. a. s. allir, þeir, sem farnir eru, þeir, sem nú eru uppi og hinir óbornu haía sömu þörf fyrir þessa kenningu, í þeim skilningi verður hún alltaf ný. Hins vegar fá menn að heyra ný sjónarmið og nýjar stefnur inn- an guðfræðinnar, þegar þeir vísu láta sjálfir ljós sitt skína og er þá gott að heyra til sannleiks- elskandi og heilsteyptra manna eins og prófessors Björns Magnús sonar. Hann lagði út af guð- spjalli 19. sunnudags eftir trini- tatis, Matt. 9, 1—8, þar sem Jesús segir við lama manninn: Syndir þínar eru fyrirgefnar. Prédikun prófessorsins var raun- sæ og ekki flutt með vangavelt- um eða vafasömu orðskrúði. Hánn varaði við dómsýki, benti réttilega á staðreynd hjálpræðis- ins og sýndi ljóslega fram á al- gjört gildi trúarinnar og kær- leika Guðs, sem engum bregzt. Prófessor Björn á mikið starf að baki í þágu kirkju, vísinda og mannúðar og er hverju góðu og göfugu máli þarfur. Hugleiðingar þessar verða nú ekki lengri, en ítreka vil ég nauð- syn þess, að guðfræðiprófessorar vorir sjáist og heyrist oftar í prédikunarstólum kirkna höfuð- staðarins en verið hefur og mun voru fátæklega kirkjulífi full þörf þess. En þar sem alltaf virð- ist vera þörf fyrir að lasta, nöldra og þegja um það sem vel er, þá eru línur þessar ætlaðar frekar sem ádrepa og þakkir. Annan vetrardag. Páll Pálsson. * LESBÖK BARNANNA Strúturinn R A S l\l U S Rasmus sótti sér nú sjónauka til að sjá, yfir vígvöllinn. „Við skulum ekki skjóta kúlum“, sagði Rasmus, „við notum vatn“. Svo sóttu þeir fíl- inn Jumbó og létu hann sjúga eins mikið vatn upp i ranann og hann gat. Hann sprautað'i öllu vatn- inu yfir á ræningjaskip- ið. Það var nú meiri bun- an. „Hvað eigum við nú að gera“, vældi páfagauk- urinn, um leið og hann fékk ærlegt steypibað yf- ir sig. Negrakonungurinn gat ekki skilið, hvers vegna Rasmus vildi endilega (skjóta á ræningjaskipið með vatni, en Rasmus ( sagði: „Bíðið þið bara við i þangað til á morgun, þá I skuluð þið fá að sjá nokk- uð skrítiö. Jumbó sprautaði nú heilmiklu vatni yfir á skip sjóræningjanna og þá skeði nokkuð svo skrítið, að Rasmus og félagar hans fóru að skellihlægja. All- ir sjóræningjar ganga 1 nefnilega á tréfæti og tré- fæturnir gátu ekkl þolaö ! alla þessa vökvun; hugs- I ið ykkur bara, þeir fóru að vaxa og út úr þeim komu litlar, grænar grein með blöðum á. Ræningja skipstjórinn og menn hans | urðu ákaflega hræddir. Trén héldu alltaf áfram að stækka og þau uxu j ræningjunum yfir höfuð. Þeir gátu ekki hreyft sig i öllum þessum skógi. — Skip negrakóngsins var úr allri hættu. ykkar á Norðurlöndum. Auðvelt er að fá, eftir aug lýsingum í blöðum, penna vini, sem hafa áhuga fyr- ir frímerkjasöfnun — Enskukunnátta opnar leið ir til frímerkjaskipta á þennan hátt 1 flestum löndum heims, ekki hvað sízt fyrir íslenzka frí- merkjasafnara, þar sem íslenzku merkin eru mjög eftirsótt. Ráðning á krossgátu 1. Sæll 4. rós 5. altan 7. und 8. nári'. Lóðrétt; 1. Sól 2. æstur 3 land 4. rann. 6. ani. 1- árg. if. Kitstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 3. nóv. 1957. Islenzku ÍSLENDINGAR hafa frá öndverðu verið mikil sagnaþjóð. H^er kynslóð héfur varðveitt hinn bjarta kyndil sög- unnar og fengið hann börnum sínum til varð- veizlu. Sagan var þeirra dýrmætasti arfur. Þess vegna á engin þjóð eins góðar heimildir um uppruna sinn og fyrstu sögu eins og fslendingar. En með hverjum hætti hefur sagan varðveizt og hverjum eigum við það að þakka, að íslenzk börn geta enn þann dag í dag lesið um fyrstu íslenzku landnámsmennina og niðja þeirra, afreksmenn- ina og kvenskörungana á söguöld? Þeirri spurningu verð- ur aldrei að fullu svarað. Við vitum ekki nöfn þeirra, sem sömdu sögurn ar eða skráðu þær. Talið er, að, sögurnar hafi fyrst lifað á vörum fólksins og verið sagðar mann fram af manni. Þannig hafa þær sumar fengið fasf form, og einn lært þær af öðrum í tvær til þrjár aldir, áður en þær voru skráðar. En þeg- handritin ar ritlistin breiðist út, verður mönnum ijóst, að nauðsynlegt var að skrá sögurnar niður, svo að þær geymdust óbreyttar. Fræðimenn hafa leitt að því sterkar líkur, hvenær ýmsar íslendingasögur Munkur skrifar handrit séu fyrst skráðar. Þannig er t. d. talið, að Heiðar- víga og Fóstbræðrasaga séu ritaðar um 1200, Egils saga um 1225, Laxdæla um 1250, Njála um 1280 og Grettis saga um 1300. Mest hefur verið ritað af sögunum á 13. öld, en all- margar eru þó yngri (frá 14. öld), svo sem Bárðar saga Snæfellsáss, Víg- lunds saga, Kjalnesinga saga o. fl. íslendingabók hefur Ari fróði skrifað um 1130 og Landnáma hefur líka ver ið skrifuð á 12. öld. Margar af íslendinga- sögunum hafa vafalaust verið skráðar af munkum í klaustrunum. Einkum er Þingeyrarklaustur, sem er elzt klaustranna, stofn- að 1133, frægt fyrir fræði iðkanir og sagnaritun. Aidrei verður það starf, sem unnið var í klaustr- unum, við að safna sam- an sögunum og skrá þær, fullþakkað. En margir aðrir unnu einnig að þessu verki. Ýmsir höfðingjar, svo sem Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson, voru sjálfir miklir sagnfræðing ar og ritsnillingar. Aðrir höfðu í þjónustu sinni skrifara til að afrita hand rit og safna mörgum sög- um saman í eina stóra bók. Frægasta bókin, sem þannig er til orðin, er Flateyjarbók, sem Jón Hákonarson lét gera á síð- ari hluta 14. aldar. Hún er stærst af öllum fornu ís- lenzku skinnhandritun- um, sem varðveizt hafa. Mikil vinna hefur ver- ið að búa til Flateyjarbók. Blöðin voru búin til úr kálfskinnum og er brot- ið svo stórt, að hvert skinn nægði aðeins í tvö blöð. Bókin er 450 blað- síður eða 225 blöð og hafa því farið hvorki meira né

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.