Morgunblaðið - 31.12.1957, Blaðsíða 12
12
MORGXJTS BL AÐIÐ
Þriðjudagur 31. des. 1957
Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðaxritstjorar: Vaitýr Stefánsson (óbm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arnx Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Krxstinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargialci ki. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
círctmó
t
RIÐ 1957 er að kveðja.
Það hefur eins og
önnur ár skilið eftir
minningar um gleði og harma,
farsæld eða ófarnað. Mann-
kynið hefur haldið áfrain
hinni eilífu göngu kynslóð-
anna móti nýjum tíma.
Á þessu ári hefur margt
það gerzt, sem sýnir að mað-
urinn er stöðugt að vinna
nýja sigra á sviði anda og
efnis. Þekkingarsvið hans
verður stöðugt víðara, jörðin
verður honum stöðugt undir-
gefnari. Hann vinnur bug á
sjúkdómum, skapar sér bætt
lífsskilyrði með nýjum tækj-
um, aukinni ræktun yfirborðs
jarðar, fegurra og þroskavæn-
legra umhverfi.
Sá skuggi hvílir aðeins yfir
þessum staðreyndum, að sú
hætta er fyrir dyrum, að
mannkynið kunni ekki að
hagnýta ýmsar snilldarleg-
ustu uppgötvanir sínar til
uppbyggingar og framfara,
heldur noti þær til þess að
tortíma sjálfu sér. Það er eitt
stærsta verkefni komandi ára
að eyða þessum skelfilega
skugga, draga úr hinum nag-
andi ótta við kjarnorku-
styrjöld, sem leggja mundi
lönd og álfur í rjúkandi rústir
á skömmum tíma.
★ ★ ★
Um þessi áramót má segja
að sæmilega friðsamlega horfi
í heiminum. Hvergi er um
meiri háttar vopnaviðskipti að
ræða. Hættan á stórátökum
hefur að vísu aukizt við þá
staðreynd, að Rússar ráða nú
yfir flugskeytum, sem þeir
geta sent með helsprengjur á
miíli heimsálfa.
Það var líka mjög athyglis-
vert, að einmitt í svipaðan
mund og Sovétstjórnin til-
kynnti þetta, neitaði hún þátt-
töku í áframhaldandi viðræð-
um innan nefnda þeirra, sem
unnið hafa að samkomulagi
um afvopnun. Er auðsætt að
yfirburðir Rússa á sviði lang-
drægustu flugskeyta hafa
dregið úr áhuga þeirra á um-
ræðum um afvopnun.
Telja verður sendingu rúss-
nesku gervihnattanna upp á
festinguna einn merkilegasta
viðburð ársins 1957. Hefur það
afrek verið notað mjög í áróð-
ursskyni af kommúnistum um
allan heim. En auðvitað fer
því víðs fjarri að það sé
minnsta sönnun um yfirburði
hins kommúníska skipulags.
★ ★ ★
Hinar vestrænu þjóðir
svöruðu hinum nýju viðhorf-
um, sem sköpuðust með flug-
skeytaógnunum og gervi-
hnattaáróðri Rússa, með
fundi leiðtoga sinna, sem ny-
lokið er í París. Um árangur
hans er e. t. v ekki ennþá
fullvíst. En tilgangur hans
var að efla varnarsamtök lýð-
ræðisþjóðanna og gera þau
fær um að mæta hinum nýju
viðhorfum.
Kosningar þær, sem fram
fóru í Vestur-Þýzkalandi á ár-
inu teljast einnig til hinna
merkustu atburða þess á
stjórnmálasviðinu. í þeim
vann hin frjálslynda borgara-
lega stefna dr. Adenauers og
flokks hans mikinn sigur.
★ ★ ★
Til stórtíðinda telst það
einnig, að ný „stjörnuhröp“
urðu í Rússlandi nokkru áður
en „sputnikunum“ var skotið
á loft upp. Nokkrir af aðal-
leiðtogum kommúnista voru
reknir út í yztu myrkur. Þeir
Molotov, Malenkov, Kagano-
vitz og Shepilov voru sviptir
embættum sínum og ásakaðir
um margs konar yfirsjónir.
Nokkru síðar var svo Zhukov
landvarnaráðherra rekinn.
Eisenhower-áætlunin um að
stoð við hin nálægari Austur-
lönd er einnig meðal merk-
ustu atburða ársins 1957. En
í þeim heimshluta hefur verið
mjög órólegt á árinu. Komm-
únistar hafa róið þar stöðugt
undir með þeim árangri að
Sýrland er nú orðið rússneskt
leppríki. Hins vegar mistókst
tilraun kpmmúnista til þess
að gera Jórdaníu sömu skil.
Nýlendustefnan hefur verið
á undanhaldi á árinu. Hinn
„svarti heimur“ Afríku er að
vakna til sjálfstæðis og fram-
fara. Ný ríki hafa verið stofn-
uð á Gullströndinni og önnur
eru í uppsiglingu.
★ ★ ★
í íslenzkum stjórnmálum
hefur árið 1957 verið ár hinna
miklu vanefnda. — „Vinstri“
stjórnin hefur orðið ber að
stórfelldum svikum við kosn-
ingaloforð flokka sinna og
sjálfa stefnuyfirlýsingu sína
Dýrtíð og verðbólga hefur
vaxið stórlega, skattar og toll-
ar hafa verið þyngdir að mikl-
um mun og dregið hefur til
muna úr eðlilegri uppbygg-
ingu í þjóðfélaginu.
Heildarframleiðsla þjóðar-
innar hefur orðið svipað og á
árinu 1956, en stórfelldir
gjaldeyriserfiðleikar og verk-
föll hafa valdið henni miklum
vandræðum.
íslendingar standa við þessi
áramót frammi fyrir fjölþætt-
ari erfiðleikum en oftast áð-
ur. Efnahagskerfi þeirra rið-
ar, grundvöllur íslenzkrar
krónu er holgrafinn og við
völd situr ríkisstjórn, sem
engan vanda getur leyst. —
Vandkvæðin verða því tor-
leystari með hverjum mánuði
sem líður. Engu að síður verð-
um vér að vona að gifta þjóð-
arinnar sé meiri en ólán og
að úr muni rætast á komandi
árum. Með þeirri ósk árnar
Morgunblaðið lesendum sín-
um og öllum landsmönnum
GLEÐILEGS ÁRS.
UTAN UR HEIMI
— Stiklao á stóru —
ÁRIÐ, sem er að líða, hefur að
mörgu leyti verið atburðaríkt á
alþjóðavettvangi. Hér birtist
stutt yfirlit yfir þá atburði, sem
jinna merkastir eru taldir:
9. janúar — Eden, forsætisráð-
herra Breta biðst lausnar.
0. jan. Macmillan tekur við.
il. jan. Róstusamt í Budapest.
Þeir
Eden lét af embætti sakir
heilsubrests
Lögregla Kadars skýtur á
verkamenn, sem svara með
grjótkasti.
Í6. jan. Fjárhagsáætlun Eisen-
howers lögð fyrir Bandaríkja-
þing. Gert ráð fyrir aukinni
. fjárveitingu til hernaðarþarfa
og til erlendra ríkja.
16. jan. To^canini andast í New
York.
19. jan. Fréttist að Krúsjeff sé
gtaddur í Peking til að lexta
liðsinnis Mao Tse-tung.
21.jan. Eisenhower settur form-
lega inn í íorsetaembætti
öðru sinni.
21. jan. Kosningar í Póllandi. Go-
mulka vinnur persónlegan
sigur.
25. jan Nehru neitar að hlý^a
samþykki öi-yggisráðsins í
Kashmírdeilunni.
27. jan. Kosningar í París.
Pojade fellur.
9. febrúar. Fyrsta skipið siglir
um Súez-skurð síðan hann
lokaðist á fyrra ári.
15. feb. Shepilov víkur fyrir
Gromyko úr utanríkisráð-
herraembætti Ráðstjórnar-
innar.
24. feb. SAS hefur reglubundnar
flugferðir til Asíu yfir norður
heimskautið.
1. marz. ísraelsstjórn segist
kalla allt herlið heim frá
Gaza og Akabaflóa.
6. marz. Chana fær formlegt
sjálfstæði.
17. marz. Magsaysay, forseti
Filippseyja ferst í flugslysi.
Þeirra var aí
brezka heimsveldisins
21. marz. Eisenhower og Mac-
millan ræðast við á Bermuda.
27. marz. Bulganin hefur bréfa-
skriftir fyrir alvöru. Skrilar
Gerhardsen hótunarbréf.
28. marz. Makarios leystur úr
stofufangelsi.
29. marz. Dönsku stjórninni berst
hótunarbréf frá Bulgan.n.
9. apríl. Dr. Adams sýknaður
urtu at sjónars
Molotov var frægastur þeirra,
sem biðu ósigur i valdabarátt-
unni í Kreml á þessu ári.
í Old Bailey-réttinum af
ákæru um morð.
10. apríl. Jórdaníustjórn segir af
sér að beiðni Husseins.
10. apríl Bandaríkin veita Pól-
verjum stórlán.
12. apríl Málgagn rússneska her-
málaráðuneytisins hótar Is-
lendingum.
15. apríl Hussein konungur mynd
ar nýja stjórn og kveður
niður uppreisn.
16. apríl Saud konungur skipar
hersveitum sínum að berjast
með Hussein, ef til átaka
komi.
14. maí Kosningar í Danmörku.
Borgaralegur sigur, kommún-
istar tapa.
14. maí Ismay lávarður lætur af
ný/u getid í he
Spaak á að styrkja samstööu
NATO
framkvæmdastjórn NATO.
Spaak, fyrrum utanríkisráð-
herra Belgíu, tekur við.
16. maí H. C. Hansen falin
stjórnarmyndun í Danmörku.
21. maí — Stjórn Mollet fellur.
23. maí Inflúenzan er orðin skæð
í Asíu.
31. maí — Serkir fremja hin
mestu hryðjuverk í þorpi einu
iði nu
Ismay „rýmdi fyrir yngri
manni“
í Alsír. Myrða þar alla karl-
menn.
I. júní Bretar sprengja öflug-
ustu vetnissprengju, sem gerð
hafði verið.
6. júní Fimmburar fæðast í
V-Afriku. _
10. júní Þingkosningar í Kanada.
íhaldsfl. vinnur sigur.
12. júní Maunoury og stjórn hans
hlýtur traust franska þings-
ins.
20. júní Ungverjalandsskýrsla
S.Þ. rædd um allan heim.
21. júní — Kadar segir Ung-
vei'jalandsskýrsluna lygar
ótíndra glæpamanna
4. júlí — Krúsjeff hreinsar til:
' Molotov, Malenkov, Kaga-
novitj og Shepilov útskúfaðir
„flokksfjendur". Zhukov fær
sæti í forsæti miðstjórnar-
innar.
12. júlí — Krúsjeff á yfirreið i
leppríkjunum.
II. júlí Aga Khan andast.
24. júlí Bardagar hefjast í Oman.
25. júli Túnis lýst lýðveldi.
2. ágúst — Afvopnunartillögur
Vesturveldanna lagðar fram á
fundi afvopnunarnefndarinn-
ar.
7. ágúst — Abel, einn afkasta-
mesti njósnari Rússa í Banda-
ríkjunum, handtekinn.
13. ágúst — 79 manns farast meS
kanadiskri flugvél.
19. ágúst — Sýrland talíð lepp-
ríki Rússa.
Frh. á bls. 21
imsfréttunum
Dr. Salk — Fyrst mænuveikin,
síöan krabbameinið