Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 9. marz 1958 MORCVIVBLAÐIÐ 3 Ú r verinu -- Eftir Einar Sigurðsson - Togaramir Fyrri hluta vikunnar var suðvestan rok, er snerist um miðja vikuna upu í norðan hvassviðri, sem dró þó fljótt niður, og var ágætt fiskiveður síðari hluta vik- unnar. Megnið af togurunum er nú komið á miðin fyrir Suðvestur- landinu, flestir á Selvogsbank- ann, en nokkrir út af Jökli og á Eideyjarbanka. Afli hefur verið mjög misjafn, ágætur hjá sumum eins og Hval- fellinu, sem kom inn eftir 5 daga vegna vélarbilunar með 80 lestir og hafði þó ekki getað verið að veiðum nema um helminginn af útivistinni. Einnig var góður afli hjá Neptunusi og Ask, sem voru með við lest að meðaltali á sólarhring. Einn togari, Karlsefni, seldi afla sinn í Bretlandi í vikunni, 3400 kít fyrir rúm 10.000 sterlings pund. þá fiskurinn oft flögra til þegar breytir til. 16 bátar eru nú byrjaðir með net. 3 bátar róa með línu, 2 af þeim voru á sjó í fyrradag, og voru þeir með 3 lestir hvor. 1 bátur stundar loðnuveiðar, og fékk hann í fyrradag 200 tunnur. Það sem ekki er notað í beitu, sem er lítið með jafnfáum línubátum, fer, ýmist til frystingar eða í fiskimjöl. Er Fiskifélag Islands með einhverjar tilraunir til hag- nýtingar loðnunnar til fiskimjöls- vinnslu. Togarinn Bjarni Ólafsson kom inn í vikunni með 255 lestir af fiski. Vestmannaeyjar Á mánudaginn voru fáir á sjó vegna vestan storms og brims. Úr því fór veðrið batnandi. Daglega hefur þeim farið fjölg- andi, sem hætt hafa við línuna ur áður verið stigliækkandi upp úr öllu valdi. Stjórnmálamenn eru sjálfsagt nokkuð næm „loftvog" og finna öðrum fremur, hvert vindurinn blæs. Almenningur er orðinn- þreyttur á hinum sífeldu álögum, sem hafa dunið á honum undan- farið í einni og annarri mynd. Hann er meira en þreyttur, hon- um ofbýður skattarnir, tollarnir og útsvörin. Að vísu verður ekki komizt hjá, að riki og sveitarfélög hafi hæfi- legar tekjur, en fólkið vill ekki, þótt því þyki gott að fá fram- kvæmdirnar, verða fyrir þær þræl ar þess opinbera. Það vill fá tæki- færi til að skapa sér sæmilega vel- megun, hús og snoturt heimili, bíl fyrir fjölskylduna o. s. frv. Og þcir, sem fyrir það eru náttúrað- ir, einhverjar framkvæmdir. Al- menningur skilur það líka, að með því að ganga of nærri at- vinnuvegunum með skattlagningu er verið að draga úr getu þeirra til þess að tileinka sér nútíma tækni og tækifæri til vaxtar, sein góð launakjör hljóta jafnan að byggjast mikið á. Forráðamenn þjóðarinnar í stjórnmálum og fjármálum við- i urkenna þetta að nokkru með þvi Fisklandanir: Jón Þorlákss .. 199 t. 15 daga Geir ............ 141 t. 9 daga Þorst. Ing.....105 t. 8 daga Ingóifur Arnars. 232 t. 15 daga Askur ............ 165 t. 9 daga Neptunus ........ 205 t. 11 daga Hvalfell .......... 80 t. 5 daga Reykjavík Ótíð var' framaa af vikunni, suövestan og vestan brælur og stundum versta veður, og notaðist veiðin ilia hjá þeim, sem voru að brjótast út, því alltaf voru ein- hverjir á sjó flesta dagana. Síð- ari hluta vikunnar voru ágæt sjó- veður. Stærsti róðurinn í vikunni var hjá Kára Sölmundarsyni, 42 lest- ir. Annars fiskuðu flestir bátarn- ir sæmilega. Bátarnir hafa allir verið á svip uðum slóðum, djúpt á Grunnkönt- unum. Veiða nú allir bátar í net utan einn lítill bátur, sem rær með línu. Fór hann einn róður í vikunni og fékk 5 % lest. Einn útilegu bátur, Auður, komst alla leið austur að Hroll- augseyjum með net sín og kom inn í vikunni með 63 lestir af fiski, slægt. Keflavík Ógæftir voru framan af vik- unni, suðvestan og vestan storm- Ur og landlega tvo fyrstu dagana. Síðar hefur verið róið. Á miðviku daginn voru aflabrögð frekar lé- leg, því að sjóveður var ekki gott. Á fimmtudaginn var reytings- afli, 6—8 lestir almennt, og komst upp í 12 lestir. Á föstudag reru allir bátar með nýja loðnu, og var aflinn þá .un betri en áður, þó ekki eins jafn- góður og menn höfðu gert sér vonir um. Fjöldinn var : íeð 8—- 10 Iestir, komst upp í 16 lestir hjá Guðmundi Þórðarsyni. Það var eins hjá netjabátunum, að ekki gaf. Fyrsti góði róðurinn hjá þeim, sem þeir gátu vitjað um allt, var á finuntudaginn. Þá var almennur afli hjá þeim, sem voru með talsvert af netjum, um og yfir 20 lestir, hæst var Báran með 23 lestir. Á föstudaginn var miklu lélegra hjá netjabátunum, algengt 6—7 lestir. Menn kenna hér um, að nú er mjög mikill straumur og netin muni liggja flöt í sjónum, svo að fiskurinn komist ekki í þau. Akranes Bátai-nir hafa verið að skipta um veiðarfæri frá línu yfir á þorskanet. Þeir, sem voru fyrstir að koma netunum út, fengu sæmi- legar lagnir. T. d. fékk Sigrún einn daginn 31% lest og annan daginn 27 lestir, og var þetta langmesti aflinn, þeir næstu voru með mest 15 iestir. 1 fyrradag, föstudag, var lítill sem enginn afli. Einir A bátar komu inn, og voru þeir með hæst 3 lestir. Norðanátt var, og vill Einn af bæjartogurunum, Þorsteinn Ingólfsson, siglir sl. mánudag inn á Reykjavíkurhöfn úr veiðiferð. og tekið netin, og eru nú í viku- lokin allir konmir með þorskanet. Afli hjá þeim, sem voru með línu, var 5—11 lestir. Beittu þeir ýmist loðnu eða síld. Meðalafli hjá netjabátunum fyrri hluta vikunnar var 11 lest- ir, en fór vaxandi, á fimmtudag- inn var heildaraflinn 750 lestir, og fékk þá einn bátur, Sindri, 59 lestir. Á föstudaginn var enn meiri afli, og náði hann þá 1425 lest- um, eða sem svarar 7 meðaltogara förmum. Voru þá bátarnir með 15—51 lest. Hefur aflinn verið skarpastur fyrir vestan Eyjar, minna aust- ur frá. Handfærabátarnir reru ekki al- mennt fyrr en á miðvikudag, og hefur afli hjá þeim verið frekar tregur, eða að meðaltali 2% lest í róðri. Bezta róðurinn af hand- færabátunum fékk Hersteinn, 9 lestir. Neskaupstaður 3 stórir bátar hafa róið með línu eftir áramótin og einn, Goðaborg, með liandfæri. Hafa þessir bátar aflað dável, bæði á línuna og handfærin. Um helm- ingur af aflanum á línuna hefur verið ýsa. Einn þessara báta, Þráinn, ætlar einnig að reyna fyr ir sér með þorsknót. Flestir stóru bátanna eru nú á vertíð syðra og einnig 5 smærri vélbátar, sem stunda handfæra- veiðar í Vestmannaeyjum og á Hornafirði. Togarinn Gerpir hefur lagt á land 314 lestir af fiski, cn hann hefur tafizt mikið frá veiðum vegna vélarbilunar. Frystihúsin eru búin að frysta 6000—7000 kassa af fiskflökum. Smáufsi hefur gengið í fjörð- inn, og hafa þegar veiðzt af hon- um 3000 tunnur í nót með fyrir- drætti. Ufsinn er seldur í fisk- mjölsverksmiðju fyrir 30 aura kg. Mælirinu fullur Menn hafa átt því frekar að venjast af alþingi, að það legði á þjóðina álögur en að það leitað- ist við að létta þeim af. Nú bregð ur svo við, að í sömu andránni koma fram tvær tillögur um slíkt. Önnur er um athugun á að hætta að leggja á einstaklinga tckju- skatt og hin um, að félög skuli bera 25% tekjuskatt, en hann hef- að hafa spariféð skattfrjálst. En svo mikilvægt sem spariféð er, þá er önnur eignamyndun það ekki síður, t. d. eins og ný framleiðslu- tæki og ibúðarhúsnæði. Sannleikurinn er sá, að það er miklu mikilvægara fyrir þjóðfé- lagið að' skattleggja eyðsiuna en hundelta þá, sem með ráðdeild og hagsýni geta eitthvað eignazt. Það ber vissulega að fagna báð um þessum málum, og þjóðarheild in mun ekki missa neins, þótt tekjuskatturinn yrði afnuminfi, hann kæmi aftur á öðrum sviðum heildinni til góða. Eða hvað sið- gæði þjóðarinnar myndi batna. Þegar verið er að tala um 25% tekjuskatt á félögum, er þar ekki allt, sem sýnist. Þessi skattur eins og hann er hugsaður, er miklu hærri, því að skattar og útsvör eru ekki hugsuð sem frádráttar- bær frekar en áður. En það sýn- ist vera meira er. nóg að greiða 25% af nettótekjum. Skattar og útsvör þurfa að vera frádráttar- bær. Eins og liáttað er með veltu útsvarið, geta þessi 25% því eins vel orðið 100%. Mikilvægum atvinnugreinum, sem þjóðfélagið telur æskilegt að beina fjármagninu til, eins og landbúnaðar og sjávarútvegs, á að vera heimilt að leggja helming inn af tekjunum í nýbyggingar- sjóð, áður en skatturinn er lagð- ur á. Stemma þarf stigu fyrir ótak- mörkuðu veltuútsvari. Framleiðslan Búið er að framleiða við 10% meiri freðfisk en á sama tíma í fyrra. Sama er að segja um salt- fiskinn, hann er nú heldur meiri en á sama tíma í fyrra. Það má heita, að allur fiskur hafi farið jafnóðum úr landi. Hin mikla slund nálgast Nú hefur ráðstefnan í Genf um landhelgismálin staðið nokkurn tíma. Tveir af ráðherrum lands- ins sátu ráðstefnuna, sem kunn- ugt er, og hljóta nú málin að skýrast eftir heimkomu þeirra. Engin þjóð í heiminum á að til- tölu við íbúa meira í húfi en Is- lendingar, að heimamið þeirra verði ekki gjöreyðilögð með rán- yrkju. Nú nálgast sú stund, er hrökkva verður eða stökkva í þessu máli, Séra Bjarni Sigurbsson: LOTNING ALLIR kannast við frásögn Biblíunnar um þyrnirunnann, sem stóð í ljósum loga, en brann þó ekki. Og þegar Móse gekk nær til að sjá þessa miklu sýn, heyrði hann rödd, sem sagði: „Drag skó þína af fótum þér, þvi að sá staður, sem þú stendur á, er heilög jörð“. Og vitundin um guð lega nánd orkaði á hann með því- líku reginafli, að hann dirfðist ekki einu sinni að líta upp og skoða þá dýrlegu sjón, sem við blasti, heldur „byrgði Móse and- lit sitt“. Helgistundir og helgistaðir vekja einatt sömu kennd í brjóst um okkar enn í dag, svo að okkur verður næst fyrir að lúta höfði frammi fyrir mikilleik helgidóms ins. Sjálft orðið lotning felur þannig í sér sömu tjáning og eiginleg hefir verið mannkyninu frá örófi vetra. En við erum að týna lotning- unni. Og hugsið ykkur þann heim, þar sem engum væri-neinn hlutur heilagur, þar sem ekkert er svo tigið, ekkert svo háleitt, ekkert svo guðdómlegt, að hverj- um, sem vera skal, geti ekki, að kalla átölulaust, haldizt uppi að draga það niður í skarnið. Lotningu í trú fylgir auðmjúkt hjarta, en engu að síður andleg upphafning, þar sem lífsundrið lýkst upp fyrir okkur vegna hins rétta viðhorfs til þess. A Menn syngja ekki framar af tilfinningu: Góða tungl, um loft þú líður, heldur espyrja: Hvenær komumst við til tunglsins? — Iðulega hefir vitið og þekkingin eins og svelgt í sig eða hrifsað undir sig skynjan fegurðar og göfgi í stað þess að vera henni stoð og styrkur, svo að samhljóm ur fengist milli hjarta og vits- muna. Viljinn leggst þar á sveif með viti og þekkingu, en læt- ur hjartað lönd og leið. Heim- urinn er að breytast í einn dá- indis mikinn Svartaskóla: „Hér er þróttur heilans æfður, hjartað gert að andans þjón; vonir deyddar, kvíði kæfður, kæti þögguð, harmur svæfður. Lægð í duftið sálarsjón. Sundrað, brotið allt í kjarnann. Virt að sorpi, sólin, stjarnan. Sælu og friði búið tjón“. Kynngi þvílíkrar heimsmenn- ingar veitir kenndum eins og lotningu engin grið. í mesta lagi á hún í fórum sínum virðingu og ahnenningur hefur aldrei lát- ið sér til hugar koma, að ekki yrði látið til skarar skríða, hver svo sem niðurstaða ráðstefnunnar í Genf yrði. Pólverjar áforma að auka fískveiðar Pólverjar áforma nú að auka fiskiskipastól sinn svo á næstu 15 árum, að þeir geti veitt 500 þús. lestir af fiski, eða heldur meira en Islendingar gera nú að meðtalinni síld. Um 2/5 hlutana af þessu mikla fiskmagni ætla Pólverjar að veiða í Eystrasalt- inu og Norðursjónum, hitt við Is- land, Bjarnarey og Grænland. Er hér um að ræða 85 nýja togara auk margra annarra skipa, þar á meðal verksmiðjuskipa. Heim úr jómfrúferðinni Fyrsti gastúrbínutogari heims- ins, Sagitta, er nýlega komin heim úr jómfrúferð sinni. Var togarinn með 113 lestir af ísfiski ■ auk frosins fislcjar. Fyrsti fisk- kassinn var skreyttur og seldur á i uppboði fyi-ir sem svarar tæpar | 2000 krónur, og rann féð til slysa Ivarna. MikiII dragnólafloli 1 Grimsby eru nú 92 dragnóta- bátar, til handa eigin afreksmönnuro, sjaldan að hærra sé leitað. Svo oft er minnzt á vísindi og tækni og verkmenning nútímans í sömu andrá og það, sem aflaga fer, að kannski þykjast einhverjir skilja það svo, að hún sé talin megnasta böl. Það er þó fjar- stæða, að nokkrum detti í hug að halda því fram í alvöru. Hitt er jafnvíst, að varla er sú hlutur til né kenning, að ekki megi mis- nota hana eða hún geti ekki orðið til að glepja okkur sýn. A Með innreið efnishyggju og vísinda hrakaði trúarbrögðum svo, að ýmsir létu sig jafnvel dreyma um, að þeim mundi blæða til ólífis. Ekki leið þó á löngu áður en sló í bakseglið fyrir þeim mönnum, því að það kom fljót- lega á daginn, að sönn vísindi gátu ekki aðeins umborið kristna trú, heldur urðu hugsuðirnir blátt áfram að gjöra ráð fyrir lifanda guði. Og svo hefir þetta verið alla tíð síðan. Mættum þá ekki við, sem látið höfum trú okkar og lotning fyrir aðdáun á afrek- um þessara manna, leggja við hlustir, einnig þegar þeir viður- kenna, fullyrða meira að segja, að úrlausn allra dæma vísi til eins hinzta sannleika, skaparans, ^uðs? Sá, sem menn láta sér tiðast um þessa dagana og mestur telst vísindamaður um eftirlætið okk- ar nú, eldflaugar og gervitungl, segir: „Trúin veitir eina svarið, sem við getum sætt okkur við. Eina von mannkynsins er sú, að glæða megi siðgæði trúarinnar hjá hverjum og einum. Allir sannir vísindamenn verða að lokum trúaðir. Því meira sem þeir sökkva sér i náttúruvísind- in, því ljósara verður þeim, að spekiorð eru ekki annað en fá- tæklegt dulargervi fávizkunnar". Við erum að glata lotningunni úr lífi -okkar. Ekki svo að skilja, að við rísum ekki úr sætum, þeg- ar þjóðsöngurinn er sunginn eða tökum ofan höfuðföt í kirkju, sem eru að vísu ekki nema ytri tákn og óvíst um, hve nær hug- ur fylgir máli. En hvað um lotn- ing titrandi hjarta, þar sem hver taug er eins og mögnuð þökk og tilbeiðslu, ætli hennar sé ekki vant í lífi okkar margra? Lotningin dafnar við barm lif- andi trúar. En á dögum, þegar við höldum, að sé „brotið allt í kjarnann", ímyndum við okkur kannski, að við séum upp úr henni vaxin. Undur lífsins, allt frá smæstu öreind til sólkerfa himnanna, eru þó of mörg til að ■ sætzt verði á, að hér séu hvers- dagslegir hlutir. Eða „Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga?" Hér spyr maður, sem vissulega hafði opin augu fyrir nytsömum hlutum, en var þó skyggnari en svo, að á bak við þá skynjaði hann ekki undra-svið guðlegrar lotningar. Home ræddi við Gústaf koming STOKKHÓLMI, 7. marz—Bret- inn Robin Douglas-Home var 1 dag kynntur fyrir Gústafi kon- ungi. Eins og kunnugt^ er, hefur hann biðlað til Margrétar prins- essu, sonardottur konungs. Koma hans til Stokkhólms hefur vakið mikla athygli og gráðugir blaða- menn hafa verið önnum kafnir við að sitja um þau skötuhjúin. — Þess má geta, að þeir konung- ur ræddust við í hálfa klukku- stund. Að samtalinu loknu létu hirðmenn þau boð út ganga, að þetta væri alls ekki merki um það að trúlofun væri á næsta leiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.