Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. marz 1958
CTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjón: Sigíus Jónsson.
Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Augiysingar: Arni Garðar K.rxstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
„Einhvern tíma cetla ég að láta sogu-
hetju mína flýja inn í sjúkrahús — og
áður en atriðinu lýkur, œtla ég að
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480
Askriftargjalct kr. 30.00‘á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið. •
RAFVÆÐINGARÁÆTLUNIN AÐ
KOMAST í FRAMKVÆMD
Rafvæðingaráætlun
sú, sem síðasta ríkisstjórn
Ólafs Thors samdi um
sumarið 1953, er nú að komast í
framkvæmd. Eitt hinna þriggja
orkuvera, sem þá var ákveðið að
byggja, Bolungarvikurvirkjunin,
er nú tekin til starfa. Fólkið er
farið að njóta þeirra lífsþæginda,
sem næg raforka skapar allstaðar
þar sem hún er fyrir hendi. í
skjóli hennar verður atvinnulífið
fjölþættara og afkomugrundvöll-
ur almennings ti'austari.
Hinar tvær virkjanirnar, sem
ákveðið var að ráðast í, sam-
kvæmt rafvæðingaráætlun Ólafs
Thors og ríkisstjórnar hans, voru
í Mjölká í Arnarfirði og í Gi'ímsá
á Austurlandi. Samkvæmt þeim
uppiýsingum, sem blaðið fékk í
gær hjá raforkumálastjórninni, er
gert ráð fyrir að Mjólkái-virkj-
unin verði fullgei'ð fyrir eða um
mitt yfirstandandi ár. Frá henni
er búið að leggja loftlínu suður
tii Patreksfjarðar og Bíldudals
og mun sæstrengur verða lagður
yfir Arnarfjörð í sumar. Verða
suðurfirðir Vestfjarða þannig
tengdir við hið nýja orkuver.
Búið er að leggja hana norður til
Flateyrar og Suðureyrar í Súg-
andafirði. Lengra norður mun
hún ekki komast á þessu sumri.
Hafa stórkostlega
þýðingu.
Rafmagnsmál Vestfjarða standa
þá þannig í dag að Boiungarvik
hefur fengið orku frá hinu nýja
raforkuveri sínu, en öll kauptún-
in í BarðaStrandarsýslu og Vest-
ur-ísafjarðarsýslu munu fá raf-
orku frá orkuverinu í Arnar-
firði um mitt þetta ár, eða nokkru
seinna, samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem blaðið hefur fengið
frá raforkumálastjórninni. Á ár-
inu 1959 verður svo lokið við
rafmagnslínuna til ísafjarðar.
Öll kauptúnin við ísafjarðardjúp
hafa nú fengið raforku frá vatns
aflstöðvum, þar sem Hnífsdalur
og Súðavík fá raforku frá raf-
erkuverum Isfirðinga.
Eins og kunnugt er, hefur
verið gert ráð fyrir því, að
öll orkuverin á Vestfjöðum
verði tengd saman. Á þannig
. að skapast öryggi í rafmagns
málum þessa landshluta. Mun
það hafa stórkostlcga þýðingu
fyrir þróun og uppbyggingu
atvinnulifsins á Vestfjörðum.
Austfjarðarvirkjunin er svip-
að á vegi stödd og Vestfjarðar-
virkjunin. Á henni að verða full-
lokið um mitt sumar. Hafa raf-
magnslínur þá verið lagðar til
Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar,
Eskifjarðar, Egilstaða og Eiða.
Síðar verða lagðar línur til Reyð
arfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Að sjálfsögðu verður unnið að
því eftir megni, bæði á Austur-
landi og Vestfjörðum að veita
raforkunni út um sveitirnar. Til-
gangur rafvæðingaráætlunarinn-
ar frá 1953 var vissulega ekki
síður sá að taka raforkuna í þjón-
ustu landbúnaðarins. Á ári
hverju er nú lagt rafmagn til
nokkurra hundraða sveitabæja.
en í þessu stóra ogstrjálbýla k.ndi
þarf engan að undra, þótt það
taki nokkurn tíma að rafvæða
sveitirnar. Það kostar einnig
mikið fjármagn.
Viturleg stefna.
Sjálfstæðismenn hafa sérstaka
ástæðu til þess að fagna fram-
kvæmd rafvæðingaráætlunarinn-
ar. Fyrir þeirra frumkvæði á-
kvað ríkisstjórn sú, sem Ólafur
Thors myndaði með Framsókn-
arflokknum sumarið 1953, að
beita sér fyrir stórfelldum fram-
kvæmdum í raforkumálum þjóð-
arinnar. Góð samvinna tókst við
Framsóknarfiokkinn um þessi
mál, meðan þessir tveir stærstu
stjórnmálaflokkar þjóðarinnar
störfuðu saman af sæmilegum
heilindum. Það kom aðallega í
hlut Ólafs Thors að tryggja fjár-
magn til aðalframkvæmda raf-
væðingaráætlunarinnar. Tókst
það giftusamlega og Steingrimur
Steinþórsson vann síðan ötullega
að undiibúningi áætlananna.
Af hálfu raforkumálastjórnar-
ínnar og sérfræðinga hennar hef-
ur verið unnið mikið og merki-
legt starf í virkjunarmálum þjóð
arinnar. Eiga íslenzkir verkfræð-
ingar mikla þökk fyrir vandað
undirbúningsstarf að framkvæmd
um við hin nýju raforkuver. Er
það starf enn ein sönnun þess,
að við eigum nú ágætlega fær-
um tæknilega menntuðum mönn-
um á að skipa.
Sjálfstæðismenn mörkuðu stefn
una í raforkumálum þjóðarinn-
ar þegar þeir Jón Þorláksson og
Jón á Reynistað lögðu fram frum-
varp sitt um hagnýtingu vatns-
aflsins í þágu sveita sem sjávar-
siðu fyrir tæpum 30 árum. Fram-
sóknarmenn sýndu því mikla
máli þá fullan fjandskap. Tím-
inn sagði að rafvæðing sveitanna
„myndi setja landið á hausinn",
og þegar Sjálfslæðismenn fluttu
fyrsta frUmvarpið um virkjun
Sogsins órið 1931 kallaði Tíminn
það „samsæri andstæðinga Fram
sóknarflokksins“.
Stórkostlegt framfafl’a-
mál.
En tímar liðu eg andstaðan
gegn þessum glæsilegu framfara-
málum hjaðnaði. Framsóknar-
fiokkurinn sá að hagnýting vatns
aflsins í þágu alþjóðar var mál,
sem ekki var hægt að berjast
gegn. Þessvegna tókst að lokum
góð samvinna milli Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins um hina miklu rafvæðingar-
áætlun, sem nú er að komast í
framkvæmd.
Það cr von Sjálfstæðismanna
að atvinnulífið í þessum lands-
hlutum, sem átt hefur við
ýmsa erfiðleika að etja á und-
anförnum árum, meðal annars
tilfinnanlegan skort á raforkoi,
efiist og tryggi fólkinu batn-
andi lífskjör og traustan af-
komugrundvöll. Reynslan hef-
ur allstaðar oröið sú, að næg
raforka hefur orðið atvinnu-
lífinu stórkostleg lyftistöng
um leið og það hefur skapað
almenningi margvísleg lífs-
þægindi á heimilunum.
láta skera hana upp
— segir Alfred Hitchcock
Hér fara á eftir glefsur úr við-
tali, sem birtist í The Satur-
day Evening Post. Pete Martin
ræðir við Alfred Hitchcock,
kvikmyndastjórann víðfræga.
Hitchcock hefir nú einnig tek-
ið sjónvarpið í þjónustu sína,
og sjónvarpsþættir hans vekja
hjó áhorfendum sömu eftir-
væntingu og spennu og kvik-
er hvorki hlaupari né dansari, og
liefi mescan áhuga á þeim lík-
amshlutum, sem eru fyi'ir ofan
mitti“.
★ ★ ★
„Hver teiknaði af yður mynd-
ina, sem alltaf birtist á sjón-
vai'pstjaldinu á undan þáttum
yðar?“
„Ég gerði það sjálfur fyrir
„Menn cru alltaf að spyrja mig, hvers vegna ég hafi svona
mikinn áhuga á glæpum. Sannleikurinn er sá, að’ ég hefi
engan áhuga á þeim.“
myndir hans — og kímni hans
er á þessurn vettvangi söm við
sig.
★ ★ ★
Skrifstofa Alfreds Hitchcocks
er á annarri hæð i aðalbækistöðv
um Paramountkvikmyndafélags-
ins. Við skrifborðið situr lítill
feitlaginn maður með langt, ljós-
rautt nef. Hann talar hægt. Sagt
er, að hanu eigi engan sinn líka
sem kvikrnyndaleikstjóri.
Ég hafði verið að reyna að
mörgum árum. Það hefur orðið
lítil breyting á mér síðan þá með
einni undantekningu að vísu. Ég
hafði dálítið meira hár — svona
þremur hárum meira. Þau voru
öll liðuð“.
„Það eru skrítnir menn, sem
horfa á sjónvarp“ segi ég. „Ég
hefi veitt því eftirtekt, að það,
sem virðist einkum laða þá að yð
ar þátlum, er fyrirlitningin í svip
yðar. Og það, sem hrífur þá enn
meir, er virðingai'leysið, sem þér
hitta hann í heila viku, en hann sýnið auglýsingunum, sem bera
hafði verið mjög veikur og leg-
íð í sjúkrahúsi og var ekki orðinn
heih heilsu. Þegar ég loks náði
tali af honum var hann i bezta
skapi.
★ ★ ★
„Mér er sagt, að þér hafið verið
skorinn upp oftar en einu sinni.
Það hlýtur að vera mjög erfitt að
ganga undir marga uppskurði“,
segi ég.
„Ég veigra mér ekki við hverju
sem er. En ýmislegt af því, sem
gert er við mann í sjúkrastofu,
er hreint og beint svíviiðilegt.
Þegar verið var að búa mig undir
uppskurðinn, var bundinn miði
við úlnliðinn á mér og á hann
var letrað nafn mitt. Ég hugsaði
mér: Þeir hljóta að álíta, að ég
sé dauðans matur. En mér var
sagt, að það væri langt frá því.
„Við viljum aðeins vera vissir
um, að yður »é ekki ruglað
saman við neinn annan sjúkling,
svo að ekki verði gerð á yður
röng aðgerð. Mér var ekki mjög
mikil huggun að þessu svari“.
★ ★ ★
„Úr því að við erum að lala
um slík óþægindi, langar mig
til að minnast á útlit yðar. Sagt
hefur verið um yður að nefið
sé lafandi og neðri vörin líkist
einna helzt ausu. Hvernig mund
uð þér sjálfur lýsa útliti yðar?“
„Læknir í New York sagði eitt
sinn við mig, að ég væii ekk-
ert nema búkurinn fæturnir
væru aðeins leifar. Ég tók þetta
þó ekki nærri mér, þar sem ég
kostnaðinn af þáttunum“.
„Bezt gæti ég trúað, að aug-
lýsendurnir njóti líka virðingar-
„Mér er sagt, að faðir yðar
hafi átt hænsnabú," segi ég til að
beina viðræðunum inn á aðrar
brautir.
„Hann átti hænsnabú," segir
Hitchcock. „Og menn hafa gizkað
á, að mér þyki egg vond, af því
að faðir minn hafði þennan
starfa. Það er satt, að mér þykja
egg viðbjóðsleg. Enginn óþefur
er eins slæmur og lykt af harð-
soðnu eggi. Yfirleitt sýni ég egg
í neikvæðu Ijósi, ef þau koma við
sögu í myndum mínum. í einni
kvikmynd lét ég t. d. konu drepa
í vindlingi í eggjarauðu."
★ ★ ★
„Menn eru alltaf að spyrja mig,
hvers vegna ég hafi svona mikinn
áhuga á glæpum," heldur Hit-
chcock ófram. „Sannleikurinn er
sá, að ég hefi engan áhuga á
þeim. Ég hefi aðeins áhuga á
þeim að svo miklu leyti sem þeir
varða starf mitt. Raunverulega
er ég dauðhræddur við lögreglu-
menn — svo mjög, að þegar ég
kom fyrst til Bandarikjanna 1939,
neitaði ég að aka bíl, því að ég
var svo hræddur um, að lögreglu
maður myndi stöðva mig og gefa
mér áminningu. Ég hata slíka
óvissu og kvíða.“
Ég mun hafa verið undrandi
á svipinn, því að Hitchcock flýtti
sér að skýra þetta nánar: „Ég á
við, að ég hata það, þegar ég er
sjálfur ofui'seldur kvíða og ó-
vissu.“
★ ★ ★
Ég sagði honum, að eftii'lætis-
atriðið mitt í kvikmyndum hans
væri í „The Lady Vanishes", þar
sem tveir Englendingar staddir
í Evrópu, ræddu rólega um hver
mundu verða úi’slilin í knatt-
leikunum heima í Englandi, með-
an fréttirnar voru að berast um,
að nazistar væru að leggja undir
sig Evrópu. ,,Sem Bandaríkja-
maður,“ hélt ég ál’ram, „Taldi ég
þetta vera kjarna úr þjóðarein-
kennum Englendinga. Litu Eng-
lendingar sjálfir þannig á það
líka?“
„Nei,“ svaraði Hitchcock. „Þeir
vissu, að þetta var ekki annað en
fyndnar ýkjur. Slík atriði hafa
þótt einkenna leikstjórn mína og
..... Þelta var ekki annað en fyndnar ýkjur.“ í myndinni
„The Lady Vanislies" ræða tveir Englendingar (til vinstri)
rólega um knattleik, meðan nazislar leggja undir sig Evrópu.
leysisins, — a.m.k. kom í Ijós,
að þeir græddu á því. Sú kírnni,
sem ég vildi nota i sjónvarpinu
var sams konar og sú, er ég beitti
í kvikmyndinni „The Trouble
with Harry“. í þeirri kvikmynd
var Harry lík, sem hinir lifandi
voru í vandræðum með. Þessi
vandræða-spurning: „Hvað eig-
um við að gera við Harry?“ var
alltaf að skjóta upp kollinum.
Sumum þótti þetta í senn fyndið
og skelfilegt.“
hafa verið kennd við mig. en eru
raunveruiega dæmi um enska
kímnigáfu, sem byggist á því að
gera litilvæg atriði fáránlega
öfgafull.“
★ ★ ★
„Söguhetjur mínar eru alltaf
venjulegir menn, sem verða fyrir
kynlegum atvikum. Þrjótarnir
eru hins vegar alltaf aðlaðandi
og kurteisir. Enda er það raun-
verulega skelfilegast við afbrota
Frainh. á bls. 22