Morgunblaðið - 09.03.1958, Blaðsíða 14
14
MORCVNBLAÐtÐ
Sunnudagur 9. marz 1958
KOPAVOGUR
Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi efna til skemmtunar
í Tjarnarcafé niðri, nk. sunnudag kl. 8,30 e. h.
Aðgöngumiðar fást í skrifstofu flokksins að Mel-
gerði 1, í dag kl. 7—9 e. h. og á morgun, sunnudag
kl. 1—4 e. h.
ATH. Strætisvagn fer frá Tjarnarcafé í Kópavog
að skemmtuninni lokinni.
Sk emm tinef n din.
BœjargialdkerastarfiB
hjá bæjarsjóði Hafnarfjarðar er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 18. marz n.k.
Hafnarfirði, 7. marz 1958.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði.
Stefán Gunnlaugsson.
Fyririsggjandi
ETRONIT-pIastplötur frá Danmctrku.
Áferð: mahogni, eik og grátt frost. — Stærð:
250x125 cm. — Plöturnar þola vínanda, logandi
sígarettur og hversbonar slit mjög vel. —
V GIPSONIT-þilplötur.
EINANGRUNARKORK
PÁLL ÞORGEBRSSON
Laugavegi 22 — Ármúla 13
STRRUB
með olfu
Þetta permanent endisf allt að hálft ár, eftir
ástandi hársins. Rannsóknarstofur þýzkra há-
skóla hafa staðfest, að þetta permanent ér al-
gerlega skaðlaust. Reynsla hundruð þúsunda
ánægðra kvenna hefur sarmað ágæti þess. —
★ Með STRAUB-heimapermanenti fylgir
túba af STRAUPOON-SHAMPOO
Silkigljái og
áferÖarfegurð með
STRAUB
heimapermanenti
Söluumboð í Reykjavík:
Bankastræti 7,
sími: 2-21-35
STRAUB fæst einnig í helztu verzlunum út um land.
— Reykjavlkurbréf
Framh. af bls. 13
Tímans segir um samvinnu Fram-
sóknar „við fylgismenn Alþýðu-
bandalagsins“:
„Mbl. túlkar þetta að sjálf-
sögðu á þann veg að Framsókn-
armenn séu að styðja kommún-
ista til valda og jafnvel hefur
Mbl. gengið svo langt, að kalla
þetta stuðning við heimskomm-
únismann!"
Hér hefur Tíminn augljóslega
farið blaðavillt, því að það var
einmitt Alþýðublaðið, sem í
næsta blaði á undan því, að þessi
Timagrein birtist, sagði á forsíðu:
„Framsóknarmenn í nánu sam-
starfi við alþjóðlega kommúnista
í verkalýðsmálum.
Menn ráku upp stór augu, er
þeir lásu Tímann sl. föstudag og
sáu þar greinarkorn á fremstu
síðu um að A-listinn í Iðju, væri
„Listi vinstri manna“, en í sæti
formanns á listanum er Björn
Bjarnason, maðurinn, sem hér á
landi er aðalumboðsmaður hins
alþjóðlega kommúnisma".
AlþýÖHblaðið
boðar tímamót
Jafnvel Alþýðublaðinu ofbaað
þessi skollaleikur Tímans. Hinn
5. marz segir þar í forustugrein:
„Tíminn reynir að túlka þessa
nýju afstöðu Framsóknarmanna
í verkalýðsmálum sem baráttu
við íhaldið og segir jafnframt að
fylgismenn Aiþýðubandalagsins
hafi nú um skeið fylgt miklu
ábyrgari stefnu en áður. Alþýðu-
flokksmenn í verkalýðsfélögun-
um eru einnig aðilar að þessu
máli en Tíminn víkur ekki einu
orði að þeirri staðreynd. Slíkt
mun eiga að heita kurteisi, sem
er góð dygð og þakkarverð. Hins
vegar mun bezt fara á því að
taka þetta mál til umræðu nú
þegar, þar eð hér getur verið um
að ræða merkileg tímamót í sögu
stjórnmálanna og verkalýðshreyf
ingarinnar á íslandi“.
Enn segir Alþýðublaðið:
„Foringi kommúnista í Iðju
var Björn Bjarnason. Hann er að
því leyti kommúnisti á heims-
mælikvarða, að enginn maður
hefur reynt honum meira að
tengja íslenzka verkalýðshrej f-
ingu „alþýðusamtökunum" aust-
an járntjaldsins. Björn kunni lika
dável þær baráttuaðferðir, sem
eru ær og kýr kommúnista. And-
stæðingar hans í Iðju voru svipt-
ir félagsrétti. Mætti lengi rekja
þá sögu, en slíks gerist naumast
þörf. Hún er í meginatriðum öil-
um kunn — einnig Framsóknar-
mönnum.
Björn Bjarnason reyndi um síð
ustu helgi að endurheimta fyrri
völd sín og áhrif í Iðju og lögðu
kommúnistar ofurkapp á þá von-
lausu baráttu. Jafnframt gerðust
þau tíðindi að Framsóknarmenn
gengu til liðs við þennan fulltrua
alheimskommúnismans í ís-
lenzkri verkalýðshreyfingu. Gæt-
ir sannarlega mikils misskilnings,
ef Tíminn álítur sig hafa upp-
götvað einhverja „ábyrga stefnu
Alþýðubandalagsins" í fari
Björns Bjarnasonar. Stjórn hans
í Iðju, meðferð félagssjóðanna og
framferði mannsins yfirleitt,
hermir allt aðra sögu — — —.
Framsóknarflokkurinn er kom-
inn út á hættulega braut, þegar
hann hafnar samstarfi við Al-
þýðuflokkinn til að styðja verka-
lýðsleiðtoga á borð við Björn
Bjarnason-------. Víst fer vel
á því að Tíminn ræði þessi mál
að gefnu tilefni flokks síns. En
ef Björn Bjarnason er fulltrúi
fyrir „ábyrga stefnu Alþýðu-
bandalagsins" í verkalýðsmálum,
hverjir eru þá hin tegundin? Því
svari þeir, sem þykjast vita“.
Pólitískir
áróðursseggir
Sjálfsagt er að geta þess, að
kunnugir telja, að menntamála-
ráðherrann hafi verið svo upp-
tekinn af samkvæmisskyldum sín
um þann dag, sem þessi forustu-
grein var skrifuð, að honum hafi
ekki gefizt tóm til að láta rn-
stjóranum í té hinar venjulegu
leiðbeiningar. Strax daginn eftir,
hinn 6. marz, kveður við annan
tón, þann, sem Tímanum líkar,
því að hann hefur prentað upp
mest af því, sem Alþýðublaðið
sagði þá í forystugrein sinni
Enda var hún skrifuð af hinni
sömu gegnsæju hræsni, sem
stöðugt skin út úr skrifum Tím-
ans. Það er að vísu rétt, sem
þarna segir:
„Það er áreiðanlega ekki seinna
vænna að forystumenn í verka-
lýðshreyfingunni taki að ugga að
sér í þessum efnum og spyrna
við fótum. Félögin mega ekki
vera leiksoppur pólitískra spekú-
lanta og flokkshyggjumanna,
sem á hverjum tíma reyna að
nota þau til að skara eld að sinni
pólitísku köku. Samtökin verða
að varpa af sér hinum illu áhrif-
um, sem flokksvélar og pólitískir
loddarar hafa verið að þröngva
upp á þau á undanförnum árum
Það er þjóðinni nauðsynlegt að
eiga jafnan heilbrigða, sjálf-
stæða og þróttmikla verkalýðs-
hreyfingu, sem gerir hvort
tveggja í senn að halda vöku
sinni og vera jafnan til sóknar
og varnar, sjálfri sér og alþjóð
til heilla og hagsbóta. Það verður
ekki, ef hún er stöðugt klofin í
andstæðar fylkingar af pólitisk-
um áróðursseggjum".
Þetta lítur nógu vel út. En hví
er sleppt að segja frá þvi, hverj-
ir eru upphafsmenn óhæfunnar?
Það eru einmitt núverandi stjórn-
arflokkar, allir í hóp, Alþýðu-
flokkur, kommúnistar og Frar.i-
sókn, sem hér eiga sökina. Nú
láta þeir svo sem, að verkalýðs-
félögin eigi að vera undirstaða
stjórnarsamstarfsins. Með því er
verið að draga félögin inn í stjórn
máladeilurnar hatrammlegar en
nokkru sinni fyrr. í verkalýðsfé-
lögunum eru menn af öllum
stjórnmálaskoðunum. Auga gefur
leið um, að ef ráðamenn þeirra
ætla að nota þau til að undir-
byggja sín eigin pólitísku völd,
þá hljóta andstæðingar þeirra
innan félaganna að hefja barátt-
una gegn þvílíku framferði. Með
þessu er verið að gera verkalýös-
félögin að einum aðalvetvang
stjórnmálabaráttunnar í landinu.
Það er engum hættulegra en sam-
tökunum sjálfum og er hróplegt,
að mennirnir, sem í öðru orðinu
hæla sér af að hafa fengið þessu
áorkað, skuli nú býsnast yfir ó-
hjákvæmilegri afleiðingu eigin
verka.
5 herbergja íbúð
ea. 130 ferm., á neðri hæð er til leigu nú þegar. —
Bílskúr, raflýstur, hentugur fyrir léttan iðnað, 44
ferm., getur fylgt með eða leigist sér, á sama stað.
Tilboð með tilgreindri leiguupphæð, óskast fyrir
14. þ.m. Fyrirframgreiðsla eftir samkomulagi. Til-
boð sendist í afgreiðslu blaðsins merkt:
Teigarnir — 7951.
Blaðastjórn
Tímans
Það fer ekki á milli mála, að
Tíminn er og hefur lengst af ver-
ið ósannsögulasta og rætnasta
blað á íslandi, að Þjóðviljanum
ekki undanteknum. Öllum hlut-
lausum mönnum kemur saman
um, að blaðamennska Tímans er
blettur á íslenzkri menningu. Sá
blettur er svo auosær, að fjar-
stætt er að sakast við þá ógæfu-
sömu menn, se*i leigt hafa sig til
að kallast ritstjórar Tímans. Það
er sjálf blaðstjórnin, sem ber
ábyrgðina. Ef hún teldi ekki rétt
að farið, mundi hún fyrir löngu
vera búin að taka í taumana. —
Þess vegna er fróðlegt og raunar
nauðsynlegt fyrir almenning á ís-
landi að átta sig á, hverjir eru í
þessari blaðstjórn. Það eru þeir,
sem eru hinir seku. Blaðstjórnin
er nú nýkosin. Að sögn Tímans
voru þessir kjörnir:
Hermann Jónasson, forsætis-
ráðherra, Eysteinn Jónsson, fjár-
málaráðherra, Erlendur Einars-
son, forstjóri, Vilhjálmur Þór,
seðlabankastjóri, Guðbrandur
Magnússon, forstjóri, Rannveig
Þorsteinsdóttir, lögfræðingur, OI-
afur Jóhannesson, prófessor,
Hilmar Stefánsson, bankastjóri,
og Sigurjón Guðmundsson, frarn-
kvæmdastjóri. Þessara nafna ber
að minnast, þegar lesinn er óhroð
ur og ósannindi Tímans.
Blaðstjórnar-
maður eða
aðalbankastjóri ?
Tíminn segir hinn 6. marz af
tilefni hádegisverðarræðu Vil-
hjálms Þórs, aðalbankastjóra:
„í áramótaræðu forsætisráð-
herra kom það glöggt fram, að
hann taldi óbreytta styrkjastefnu
óheppilega, og voru niðurstöður
hans mjög svipaðar og Vilhjálms
Þórs. Sama kemur einnig fram
í nýloknum ályktunum aðalfund-
ar Framsóknarflokksins, og þetta
kom einnig fram í ályktun flolrks
stjórnarfundar Alþýðuflokksins.
Það er því ljóst, að meirihluti rik
isstjórnarinnar er svipaðrar skoð-
unar og Vilhjálmur Þór varðandi
þessi mál.
Um afstöðu verkalýðsins er það
að segja, að kosningar, sem fram
hafa farið í verkalýðsfélögunum
að undanförnu benda ekki til þess
að styrkjastefnan eigi þar fylgi
að fagna. Úrslit þeirra verða ekki
talin hagstæð fyrir þá, sem ein-
dregnast halda fram óbreyttri
styrlcjastefnu".
Hér er þá Tíminn farinn að
færa Framsókn og meirihluta
ríkisstjórnarinnar til inntekta
sigra lýðræðissinna og hrakfaiir
kommúnista og Framsóknar í
verkalýðsfélögunum að undan-
förnu! Óheilindin hjá þess-
um herrum birtast í æ nýrri
og nýrri mynd. Þá er Vil-
hjálmi Þór í þessum orðum Tím-
ans lýst sem hreinum talsmanni
ríkisstjórnarinnar og Framsóknar
flokksins. Það er nytsamt að
hafa þá játningu, þó að hún sé
óþörf vegna þess, að orð Vil-
hjálms sjálfs lýstu því berlega,
að þar talaði íremur blaðstjórn-
armaður Tímans en aðalbanka-
stjóri þjóðbankans.
Af orðum Vilhjálms varð ekki
annað skilið en gjaldeyrisástand-
ið hefði verið enn alvarlegra
1955 en nú. Hversu fráleitt það
er, sést ef borið væri saman pen-
ingaleysi tveggja manna. Annar
væri aðeins peningalaus í bili. En
hann ætti óúttekið mikið af kaupi
sínu og væri búinn að kaupa
helztu nauðsynjar til heimilisins,
og þar að auki að mestu skuld-
laus. Hinn væri skuldum vafinn,
búinn að eyða öllu kaupinu og án
brýnustu nauðsynja heima fyrir.
Peningaleysi hins síðartalda væri
ólíkt alvarlegra en hins fyrr-
nefnda. Sú fjármálaspeki, sem
ekki gerir greinarmun á þessu
tvennu, er sannarlega ekki euis
hádegisverðarvirði.