Morgunblaðið - 09.03.1958, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.03.1958, Qupperneq 15
Sunnudagur 9. marz 1958 MORCVJSBLAÐIÐ 15 Pokakjólarnir aldrei vin- sœlli en nú Samtal við trú Rut Guðmundsdóttur innkaupast/óra MarKaösins jakkana niður fyrir sitjandann. En þetta er vitleysa. Jakkinn á að koma fyrir ofan mestu breidd- ina, en ekki beint á hana. At- hyglin beinist fyrst og fremst að línunni þar sem jakkinn og pils- ið mætast! gluggana, og gul tjöld til þess að draga fyrir, bæði ná þau niður undir gólf. Tveir legubekkir eru í stofunni, úr teak, með grænu áklæði, og mislitum púðum, — sófaborðið er einnig úr teak langt og rennilegt. Falleg málverk prýða veggina, sérstaklega tók ég eftir einu, stóru málverki eftir Gunnlaug af sjómönnum, og hafróti. Þá er í dagstofunni lágt teak-borð sem þakið er grænum, gróskulegum jurtum sem klíía upp dálitla teak-rimla. Borðstofan er máluð í rústrauð um lit, nema loftið er hvitt. Þar inni eru gömul klassísk borð- stofuhúsgögn, allt mög vistlegt. Frúin hafði augsýnilega lagt sig fram um að hafa kaffiborðið sem I girnilegast. Hver bolli stóð á hvítri serviettu, sem allar voru fagurlega útsaumaðar, _ kök urnar voru skrautlegar, og meira að segja voru sykurmolarnir sérstaklega fallegir. Þeir voru skreyttir með lítilli sykurrós! Við spurðum hver ósköp þetta væru og frúin hló lítið eitt og sagði að sér hefðu eitt sinn verið gefnir erlendis nokkrir molar sem hún hefði stundum efst í karinú! Segja má að heimili frúarinnar beri nokkurn keim af verzlun- um Markaðsins sem vafalítið eru einhverjar þær smekklegustu hér í bæ, a.m.k. Allt er stílhreint, látlaust en einkar vistlegt. A. Bj. S.L. fimmtudag var kvenna- síðunni boðið ásamt fleirum, til síðdegiskaffidrykkju til frú Kutar Guðmundsdóttur innkaupa stjóra Markaðsins. Rut var ný- komin heim eftir að hafa sótt tízkusýningarnar sem haldnar voru í janúarlok í París en sl. laugardag fór hún til Bandarikj- anna til þess að sjá vortízku- sýningarnar þar. Þær sýning- ar eru jafnan haldnar nokkru eftir Parísarsýningarnar, þanr.ig að þær hugmyndir sem þar koma fram eru hagnýttar, þær eru sam- ræmdar því sem nothæft er fyr- ir almenning í Bandaríkjunum, ef svo mætti að orði komast. Að sjálfsögðu ræddum við fyrst og fremst um sýningarnar í París og þá einnig hvort „pokinn“ væri nú alveg úr sögunni. — Það er síður en svo, sagði frú Rut. Pokinn virðist jafnvel vin sælli nú en áður. Það virðast vera pokar alls staðar, bæði í bak og fyrir. En svo er það þessi nýja „trapezlína“ sem kom fram. Trúlegt þykir mér að hún nái ekki miklum vinsældum hjá almenn- ingi, a.m.k. ekki í þeirri mynd, sem hún kom fram á sýningun- um. — Mér virðist, sagði frú Rut einnig,, — að íslenzkar konur hafi verið mjög fljótar að tileinka sér hina nýju „pokatízku". Mér skilst eftir að hafa att tal við tízkuverzlunarfólk víðs vegar að úr Evrópu, að hvergi liafi sú tízka orðið jafnfljótt útbreidd hjá almenningi eins og hér í Reykjavik. Svo virðist sem poka- tízkan sé nú að „slá í gegn“ víða um lönd. — Nýir pokar með nýj- um nöfnum. — Hvernig var sídd kjólanna i Paris? — Kjólarnir voru allir stuttir. »umir sýndu jafnvel hnéð. En við verðum að muna að á Parísar sýningunum er ekki eingöngu verið að teikna kjóla fyrir okkur til þess að klæðast í daglega, heldur líta hinir frönsku tízku- teiknarar miklu fremur á starf sitt sem listsköpun. Það sem þeir teikna er listavel gerð fyrir- mynd, sem aðrir „framleiðendur*1 geta haft til hliðsjónar þegar þeir koma fatnaðinum á íram- færi hjá almenningi. Ég tel ekki að tízkan eigi eftir að styttast svona almennt, — en auðvitað veit maður aldrei! Við munum allar eftir „The New Look“, sem Dior kom með 1947, þegar kjól- arnir áttu að vera niður fyrir miðjan kálfa. En síddin var oft ýkt þá, við munum eftir konum sem voru með pilsin „skröltandi" niður á hæla, — það þótti engum klæðilegt. — En í sambandi við nýju síddina, á pokakjólunum, — þá verða þeir að vera dálítið styttri en aðrir kjólar, til þess að hægt sé að ganga í þeim! Okkur kom öllum saman um að „pokakjólarnir", sérstaklega dagkj ólarnir, sem falla létt um líkamann, — sýna barminn greini lega, hylja mittið en koma svo aftur við mjaðmirnar væru sér- staklega klæðilegir. Frú Rut var sjálf í einum slíkum, ljósum að lit, sem fór henni mjög vel. Nú vorum við hættar að tala um tízkusýningarnar og farnar að ræða um klæðnað íslenzkra kvenna yfirleitt. Við vitum það öll að íslenzkar konur eyða yfirleitt miklum pen ingum í að klæða sig. En það virð ist svo einkennilegt hugarfar hjá þeim mörgum hverjum, að eigi að kaupa dagkjól, t.d. skrifstofukjól, þá má hann ekki vera úr fínu vönduðu efni. Hann má helzt ekkert kosta, en ef svo á aftur á móti á að kaupa samkvæmis- Rut Guðmundsdóttir kjól, þá má hann kosta dálag- legan skilding. — Ég hef það alveg öfugt, sagði frú Rut. — Samkvæmiskjól getur maður ekki notað, eða vill ekki nota nema nokkrum sinnum, þá er um að gera að kosta ekki miklu til, en dagkjólar sem mað- ur er alltaf í og vill gjarnan eiga lengi, — verða að vera vandaðir til þess að geta þolað hr.einsun eftir hreinsun og samt „haldið sér“ sem bezt — Og svo er annað um innkaup íslenzkra kvenna sem mér finnst dálítið undarlegt, sagði frúin, — og það er hve seint þær kaupa sér vor- og sumarföt. I öðrum löndum kemur vor- og sumartízk an fram í des. og janúar, en hér virðist margur bíða með að kaupa sumarfatnaðinn þar til daginn fyrir 17. júní Mér virðist miklu skynsamlegra að haga sér eins og konur í flestum öðrum löndum, að vera bú- inn að kaupa sumarvörurnar áður en góðir blíðviðrisdagar geta komið, allsendis óvænt. Þá er gaman að geta skriðið úr vetr- arfötunum, þótt ekki sé nema einn einasta dag! — Getið þér nú ekki í lokin gefið lesendunum einhver góð ráð í sambandi við klæðnaðinn, t.d. þeim konum sem eru sverari heldur en almennt gerist? — Það skal ég gera með ánægju. Sverar konur hér virðast haldnar þeim leiða misskilningi að þæi þurfi endilega að íklæðast svörtu og alltaf með löngum ermum. Þetta er reginfirra. Svart gerir þær einmitt meira áberandi, — ljósir „pastellitir“ deyfa útlínurn ar, ef svo mætti að orði komast, — og ermasíddin, hún á að vera rétt fyrir ofan olnbogann eða styttr:. Ef ermarnar eru langar þá virð- ist konan helmingi sverari. í Bandaríkjunum eru flestir kjólarnir í hálfu númerunum. sem framieiddir eru fyrir sverar konur með þessari ermasídd. Og ég minntist þess, er ég hef verið að máta dragtir með sverum konum, þá vilja þær allar hafa 2000. fundur St. Víkings ★ — ★ Svo mörg voru þau orð um tízk una og kvenfólkið. En á meðan ég stóð þarna við komst ég ekki hjá því að líta í kringum mig forvitnum augum og hugði gott til glóðarinnaf að segja lesend- um ofurlítið frá hvernig umhorfs er heima hjá þessum tízkufröm- uði okkar hér í Rvík. Allt er þarna rnjög vistlegt, en laust við allt prjál. Dagstof- an er máluð í beinhvitum lit, — gólfið er hulið horna í milli með dökkgrænu, einlitu teppi, — hvít nylon gluggatjöld eru rykkt fyrir NÚ eru um það bil 3 ár síðan hin kornunga franska skáldkona Francoise Sagan gaf út fyrstu bók sína „Bonjour tristesse“, sem í íslenzkri þýðingu hlaut nafnið 'Sumarást. Bókin hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og seld í milljónum eintaka um heim allan. Eins og að líkum læt- ur hafa kvikmyndaframleiðendur háð inikið strið um kvikmynda- réttinn. Sá sem var fljótastur að átta sig á hlutunum og keypti fyrstur kvikmyndaréttinn af skáldkonunni var franskur hljómsveitarstjóri og kvikmynda framleiðandi Ray Venture og Sagan segir að hann hafi greidd dágóðan skilding fyrir. En hann sá í hendi sér að bezt myndi borga sig fyrir hann að selja réttinn áfram í hendur banda- rískra kvikmyndaframleiðenda. Og með mörg-hundruð prósenta álagningu seldi hann kvikmynda- réttinn í hendur hins þekkta Otto Preminger. Við hér heima höfum séð mörg af listaverkum hans, nú síðast söngleikinn Car- men Jones. Cecile — Jeanne d’Arc Óskahlutverk kvikmyndarinn- ar, sögumaður og aðalpersóna, féll í hlut hinnar ungu, banda- rísku Jean Seberg. Preminger uppgötvaði hana sjálfur fyrir hlutverk Jeanne d’Arc fyrir skömmu. En faðirinn og vinkonan eru leikin af David Niven og Deborah Kerr. í litum og svört og hvít Kvikmyndin er tekin, eins og bókin er skrifuð, sem „minning- ar“ úr dagbókinni þar sem unga stúlkan segir frá. Preminger hef- ur tekið sér það erfiða hlutv’erk að sameina litfilmu og venjulega svarta og hvíta filmu í myndinni. Hann tekur myndir líðandi stund ar í París í svörtu og hvítu en allar hugðnæmu senurnar frá sumarfríinu eru teknar í litum. Tekin í Riviera Meiri hluti kvikmyndarinnar var tekinn á Riviera-ströndinni. Preminger tók á leigu íburðar- mikið hús bókaútgefanda nokk- urs í París. Notaðist hann við húsmuni og útbúnað hússins í kvikmyndinni, svo að segja óbreytt. ÞEGAR menn ganga til náða næsta mánudag'skvöld — 9. marz — þá hefur stúkan Víkingur nr. 104 í Reykjavík haldið sinn tvö þúsundasta fund. Vafalaust verð- ur slíkt ekki talið til merkis- frétta, en sína sögu, og hana ekki ómerka eiga þessir 2000 fundir. Margir menn, konur og karlar, hafa fórnað þar mörgum frístund um, einnig peningum og vinnu. Allt hefur það verið gert í þáeu velferðar þjóðarinnar, en ekkert Spaugsöm skáldkona Á meðan á upptökunni stóð var Fransoise Sagan tíður gestur i ,,kvikmyndaverinu“, en um þær mundir dvaldist hún einmitt við Miðjarðarhafið, þar sem hún var að ná sér eftir bílslysið fræga sem nærri hafði rænt hana lífinu. Hún hafði sjálf áður lýst vel- þóknun sinni á kvikmyndahand- ritinu, en nú langaði hana til þess að kynnast því hvernig per- sónur hennar tækju sig út á lér- eftinu. Skáldkonan virðist ekki hafa látið hinn skjóta frama sinn á ritvellinum stíga sér til höfuðs, Francoise Sagan því hún fékk orð fyrir að vera mjög hlédræg, þegar hún kom í heimsókn, Hún átti það meira að segja til að spauga með bílslysið. Eitt veigamikið atriði kvikmyndarinnar er einmitt að stór bifreið ekur Út af klettum og lendir í hafinu. Sagan hafði sagt brosandi við Preminger „Ef yður vantar ein- hvern til þess að aka bílnum fram af, þá látið mig fyrir alla muni vita!“. Hún virðist vera yfirfull af glettni. Er ein af leikkonum myndarinnar spurði hana hvern- ig jafnöldrum hennar hefði líkað við „Bonjour tristesse", svaraði hún um hæl „Þeir eru of ungir til að lesa hana!“ í eigingjörnum tilgangi. Allt það starf hefur verið fórnarstarf til þess að styðja einhvern eða einhverja á hálli braut mannlíís- ins. Slíkt starf er oft lítils met- ið og vill gleymast, en það er samt menningar- og mannúðar- starfsemi. Það voru sjómenn, sem stofn- uðu stúkuna Víking. Þbir höfðu séð töluvert af þeirri ófarsæid, er áfengisneyzlan bjó stéttar- bræðrum þeirra. Það voru dug- andi menn, sem ýttu þessari björgunarskútu úr vör, og síðan hefur hún bjargað mörgum og afstýrt mörgum slysum. Stúkan fæddist merkisár og dag sem nú er orðinn merkisdagur þjóðar- innar. Hún fæddist 1. desember, það er fullveldisdagur þjóðar- innar. Hann er líka fæðingar- dagur eins merkasta vormanns þjóðarinnar, Eggerts Ólafssonar. og fleira mætti nefna. Stúkan Víkingur var stofnuð 1. desember 1904. Það var árið, sem Island eignaðist sinn glæsilega fysrta ráðherra, svo að eitthvað sé nefnt. Sigurður Eiríksson, regluboði, hafði undirbúið stofn- unina. Stofnfundurinn var hald- inn í Bárunni og var mjög fjöl- mennur. Þar flutti séra Ólafur Ólafsson, fríkirkjuprestur, eftir- minnilega ræðu, en Þórður J. Thoroddsen, þáverandi stórtempl ar, stofnaði stúkuna og voru stofnendur 80. Séra Ólafur geiík í stúkuna og var um langt skeið einn af forustumönnum hennar. Stúkan hefur oft átt mjög góð- um starfskröftum á að skipa. Eitt af fyrstu verkum hennar var að stofna unglingastúkuna Unni. — Lengst allra var Magnús V. Jóhannesson gæzlumaður henn- ar eða upp undir 30 ár. Á fundi stúkunnar kom fyrst fram á meðal templara tillaga um stofn- un dýraverndunarfélags. Hafði Tryggvi Gunnarsson reynt áður að koma þessu í framkvæmd, en ekki tekizt það. Templarar tóku svo höndum saman um stofnun félagsins, en Tryggvi Gunnars- son var kjörinn íormaður þess, en templarar störfuðu með hon- um. Einn af stofnendum stúkunnar Víkings var Jón Guðnason, fisk- hallarstjóri og var hann um ára- tugi umboðsmaður stórtemplara í stúkunni, en við tók af honum Björgvin sonur hans. Enn er mikið verk að vinr.a fyrir slíkan félagsskap, sern. stúkurnar eru og Víkingur mundi nú fagna mjög nýjum sterkum liðsmönnum. X. Rússoeskur kafbátur BJÖRGVIN—Ókunnur kafbátur sást í Bjarnarfirði við Björgvin síðla dags á þriðjudag s. 1. Norska flotamálaráðuneytið hef- ur skýrt frá þcí ;u og í yfirlýs- ingu þess segir ennfremur, að leitað hafi verið að kafbátnum í 30 klst., en án árangurs. — Það voru sjóliðar á norskum tundur- skeytabát, sem sáu kafbátinn, eða öllu fremur fjarsjá hans, sem stóð upp úr sjónum. Var kafbát- urinn þá staddur á miðjum firð- inum. Upplýst hefur verið, að þarna hafi engir kafbátar átt að vera á ferð, hvorki norskir né kafbátar frá NATO. o KVIKMYNDIR 99 Bonfour trisfesse 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.