Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 1
24 siðui! 45. árgangur 106. tbl. — Sunnudagur 11. maí 1958 Prentsmiðja Morgunblaðsina Blechingberg neitor snknrgiftum KAUPMANNAHÖFN, 10. maí — Danski sendiráðsfulltrúinn, sem handtekinn var og settur í gæzlu- varðhald fyrir njósnir og fram- sal * hernaðarleyndarmála til Rússa, hefur neitað öllum sakar- giftum. Hefur verjandi hans, Gersted málafærsiumaður, skýrt dönsku blöðunum frá þessu. Þetta skapar algerlega ný viðhorf í máli hans. Fram til þessa hafa dönsk blöð lýst sekt hans sem sannaðri, en nú kemur i ljós, að endanlegar sannanir eru ekki fyr- ir hendi. Það hefur verið ákveðið að Blechingberg gangi undir geð- rannsókn. Hefur þess verið get- ið', að hann hafi lent í bílslysi i skemmtiferð suður á Spáni fyrir 11 árum. Varð hann þá að ganga undir heilauppskurð og er það mál manna að það hafi haft ein- hver þau áhrif á geð mannsins, sem breyttu honum úr grandvör- um og ábyrgum opinberum starfs manni í njósnara og landráða- mann. —NTB. Efnahagsaðstoð til að smíða mýfa flugvél Sprengjuflugvélin. „Svala” felur í sér miklar nýjungar Þegar utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna fóru á NATO-fundinn í Kaupmannahöfn í síðustu viku, fóru eiginkonur sumra þeirra með þeim. Meðan eiginmennirnir sátu á löngum og þreytandi fundum um alþjóðamál, varð þetta eins og bezta skemmtiferð fyrir konurnar. — Þær fundu sér margt til afþreyingar. Mynd þessi var t. d. tekin er þær fóru saman á tízkusýningu. Við borðið sitja frú Guðm. í. Guðmundssonar frá íslandi, frú P. da Cunha frá Portúgal, frú John Foster Dulles frá Bandaríkjunum, frú H. C. Hansen frá Danmörku, frú J. M. A. H. Luns frá Hollandi, frú Christian Pineau frá Frakklandi og frú Halvard Lange frá Noregi. Tito verði gildir einu þótt hann einangraður Sýnt þykir að Voroshilov hætti við Júgóslavíu-för. Fullur fjandskapur milli Rússa og Júgóslava BELGRAD 10. maí. (Reuter) — Tvö aðalblöS Júgóslavíu, Borba og Politika, birtu í dag með stærsta fyrirsagnaletri liið ögrandi og ákveðna svar Títós til Rússa. Þetta þykir sýna, að heimsókn Voroshilovs til Júgóslavíu hafi verið af- boðuð og ágreining'urinn milli Títós og Rússa sé eins mikill og hann var 1948, þegar Júgóslavía var rekin úr Kominform. fast við stefnu sína, jafnvei þótt það kunni að kosta þá einangrun Hræðist ekki einangrun 1 svari Títós segir, að júgó- slavneskir kommúnistar haldi Járnbrautaverk- falli frestað LONDON, 10. maí. (Reuter). — Á síðustu stundu tókst að koma í veg fyrir allsherjarverkfall járn brautastarfsmanna um allt Bret- land. Var ákveðið að fresta verk- fallsboðun til þriðjudags. Gerð- ist það á fundi fulltrúa verka- lýðssambandsins og verkamála- ráðherans Ian McLeod. Járn- brautirnar brezku eru þjóðnýttar og er ríkið því eini viðsemjand- inn um kaup og kjör. Starfsmenn strætisvagna í Lundúnum hafa nú staðið í verk falli í eina viku. Neöanjarðai- brautirnar ganga hins vegar eft- ir áætlun, svo að strætisvagna- verkfallið hefur minni áhrif en ætla mætti. Á sunnudag hefst verkfall 6000 starfsmanna við Smitfield- kiótmarkaðinn í Lundúnum. Tal- ið er að nægar kjötbirgðir séu í búðunum fram á miðvikudag. Eftn það verður kjöt ófáanlegt í London. og útilokun frá samstarfi hinna kommúnistaríkjanna. Stjórnmálafréttaritarar telja líklegt, að Moskvuvaldið sé að hefja allsherjarsókn gegn „tító- isma“. Má vera að fyrsta skrefið í þá átt hafi verið að afboða heim sókn Voroshilovs forseta til Júgó- Fánastengur teknar niður BELGRAD, 10. maí. (Reuter) Þegar líða tók á daginn, var sýnilegt að hætt var við und- irbúning að heimsókn Voro- shilovs, forseta Rússlands. — Vinna við skreytingar í borg- inni hætti og sums staðar fóru verkamenn að taka niðut fánastangir. Ivan Zamchevsky, sendi- herra Rússa í Belgrad, kom í morgun til borgarinnar, flug- leiðis frá Moskvu. Talið er að hann hafi flutt með sér af- boðun á heimsókn Voroshi- lovs. slavíu, sem átti að hefjast á morg un, sunnudag. En Júgóslavar myndu líta á slíka afboðun, sem grófustu móðgun. Hver er tilgangur Rússa? Ekki er enn ljóst, hver tilgang- ur Rússa er með því að fara aft- ur að troða illsakir við Júgó- slava. Afstaða júgóslavneska kommúnistaflokksins hefur alla tíð síðan 1948 verið söm og jöfn, en Rússar hafa ýmist talað fagur- lega við þá, eða hótað þeim hörðu. Nú virðist það ætlun Krúsjeffs, ekki aðeins að ráðast á Tító, heldur einnig að beita hörðu til að uppræta „títóísma" í leppríkjunum. Má vera að það sé eðlilegt að Krúsjeff komist á þessa nýju skoðun eftir að hann er orðinn einvaldur í Rússlandi. Við það færist stefna hans í átt- ina til stalinismans. LONDON, 10. maí (Reuter) — Sennilegt þykir, að Bandaríkin muni veita Bretum sérstaka efna- hagsaðstoð til að smíða nýja tegund sprengjiuflugvéla, ger- ólika þeim tegundum, sem tíðk- azt hafa fram til þessa. Flug- vélar af þessari nýju gerð nefn- ast Svölurnar, og munu geta flogið með nær 3000 km hraða á klst. 3000 km á klst. Vickers verksmiðjurnar, þær sömu og smíða Viscount farþega- flugvélarnar heimskunnu, hafa undirbúið framleiðslu Svölu- sprengiflugvélanna. Áætlaður kostnaður við smíði fyrstu flug- vélanna og tilraunir, reyndist þó svo mikill, að brezka stjórnin treysti sér ekki til að leggja svo mikið fé fram. í tilraununum eru fólgnar víðtækar málmrannsókn- ir, því að við 3000 km hraða á klst., er alvarlegasta vandamál- ið, svokölluð málmþreyta, þ. e. að málmurinn leysist upp af hita á þeim stöðum, sem mest mæð- ir á. Hreyfir vængina Heimiidarmenn skýra frá því, að „Svalan“ geti hreyft vængina, þannig að ef hún er að hefja sig til flugs eða setjast á flugvelli þenji hún vængina út, en felli þá saman aftur á við, þegar mikl- um hraða er náð. Engin venju- leg stýri verða á flugvélinni, heldur verður henni stjórnað með því að færa misjafnlega til fjóra þrýstiloftshreyfla. Höfundur hinn ar nýju flugvélar er dr. Barnes Wallis, alkunnur brezkur upp- finningamaður, sem m. a. fann upp „stökksprengjurnar“, sem notaðar voru á styrjaldarárunum til að eyðileggja stíflugarða í Þýzkalandi. Hópur bandarískra flugsér-* fræðinga hefur dvalizt að und- anförnu í Bretlandi og kynnt sér uppdrætti að hinni fyrirhuguðu flugvél. Hafa þeir m. a. fengið að kynna sér ýmis hernaðarleynd armál í sambandi við smíði flug- vélarinnar. Nikita krefst jafnrœðis Moskvu, 10. maí. (Frá Robert Elphick, fréttaritara Reuters). NIKITA KRÚSJEFF einræðis- herra Rússlands, lýsti því yfir í nótt, að Rússar óski eftir fundi æðstu manna stórveld- anna, engu siður en Vestur- veldin. Þeir setja það aðeins að skilyrði að jafnræði sé með þátttakendu mí ráðstefn- unni. Hann bætti því við, að Rússar væru óhræddir við að lifa í heimi alþjóðaspennu, þeir hefðu taugar, sem væru eins sterkar og klifurstrengir. Vesturveldunum myndi aldrei takast að hræða Rússa. Krúsjeff flutti ræðu í veizlu, sem haldin var í tékkneska sendiráðinu í gærkvöldi í til- efni þjóðhátíðardags Tékka. Kom hann víða við í ræðu sinni. Hann sagði m. a.: — Við erum að hefja sókn á sviði neyzluvarnings. Við skipuleggjum hana eins og við skipuleggjum hernaðarsókn á stríðstímum. Þá skýrði hann frá því að um 100 milljarðar rúblna hefðu verið veittir ný- lega til að auka efnaiðnað Rússa. M. a. er ætlunin að auka stórkostlega plastfram- leiðsluna. Á það að vera lið- ur i aukinni framleiðslu neyzluvarnings. Þá sagði einræðisherrann, að samkomulagið milli komm- únisku rikjanna væri mjög gott um þessar mundir. Það væri ekki hægt að óska sér að það væri betra. Þetta sagði Krúsjeff þrátt fyrir það að hin verznandi sambúð Rússa og Júgóslava vekur hvarvetna mikla athygli. hlutlausir ? VARSJÁ, 10. maí (Reuter). Hið opinbera málgagn pólska komm- únistaflokksins Trybuna Ludu birti í dag langt yfirlit yfir þær deilur, sem upp hafa komið síð- ustu daga milli Rússa og Júgó- slava. Greinargerð þessi tekur yf- ir tvær þéttprentaðar dagblaðs- síður og eru þar teknir úrdrættir bæði úr rússneska blaðinu Pravda og júgóslavneska blaðinu Borba. Frásögn hins pólska blaðs er al- gerlega hlutlaus. Pólverjar eiga mikið á hættu ef Rússar hefja sókn gegn títóismanum, því að Gomúlka forsætisráðherra er tal- inn standa Tító mjög nærri. Fram að þessu hafa pólsk blöð ekki minnst einu orði á hinar nýju deilur Rússa og Júgóslava. Stórtap hjá KLM-f lugf élaginu HAAG, 10. maí. (Reuter) — Mik- ið tap varð á rekstri konunglega flugfélagsins hollenzka, KLM, á fyrsta ársfjórðungi þessa órs. — Hallinn nam um 32 millj. ísl. kr. Isaac Aler, framkvæmdastjóri fé- lagsins, segir að ástæðurnar fyrir tapinu séu þrjár: 1) Verkfall starfsmanna félagsins, sem kost- aði það um 25 millj. kr., 2) Lend- ingarbannið í Indónesíu og 3) Efnahagskreppan sem gerir vart við sig víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.