Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 12
12 MORGUWBLAÐIh Sunnudagur 11. maí 1958 tftg : H.í. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigíus Jónsson. Aðalntstjórar: Vaitýr Stefánsson (ábm.) Bjarní Benediktsson- Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arm Ola, simi 33045 Augiysingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjatd kr. 30.00 á mánuði innanlands. I lausasolu kr. 1.50 emtakið. „BJARGRÁÐIN" £RU AÐEINS FRESTUN YFIRLÝSING Alþýðusam- bands íslands út af bjarg- ráðum ríkisstjórnarinnar er nú loksins komin fram eftir mikið þóf. Þar var samþykkt með svo naumuni meirihiuta að naum ari gat hann ekki verið, að vinna ekki á mcti eða torveldi fram- gang tillagnanna. Lengra náði þessi sarnþykkt ekk;. TiUaga um að vísa rr.álinu frá með því að bjargráð'n færu aigerlega í bága við yfirlýsta stefnu ríkisstjórn- arinnar og það sem iaunþegasam tökunum hefði verið lofað var svo nálægt því að vca samþykkt rð ekki munaði nenu einu at- kvæði. Það þurfti að nota alveg sérstaka Kosningakiæ'k: til að bola þeirri tillögu niður en fá hina samþykkta og munaði þc aðeins ei.ru atkvæði ei.is og áð- ur segir. ★ Ef ályktunin er athugað, vek- ur það eltki furðu, þó orðið hati að grípa til alveg sérstakra ráð- stafana og þar á meðal kosninga . klækja á Hræðslubandalagsvísu til að fá hana samþykKta í yf- irlýsingunm, sem samþykkt var, segir, að með bjargráðunum sé í veigamiklum atriðum vikið frá þeirri „verðstöðvunarstefnu“ sern fylgt hefur verið, síðan núver- andi ríkisstjórn tók við völdum og „sem verkalýðsfélögin hafa stutt og vildu styðja áfram“. Her er með vægum orðum sagt, að bjargráðin þýði í rauninm þver- brot á því sem ríkisstjornin hafð) lofaði í efnahagsmálunum. í öðru lagi eru svo verðhækkanirnai, sem fyrirsjáanlegt er að dynja yfir, þegar bjargráðin hata ver- ið samþykkt, en í ályktuninni er tekið svo til orða, að bjargráð- in muni hafa í för með sér mein verðhækkanir en átt hafi sér stað síðustu 3 misseri og eft'.r misseri fari kjaraskerðing aðsegja til sín. Hér er einnig með njjög vægum orðum viðurkennd sú staðreynd, að með hinurn nýju bjargráðum verði nýju verðbólgu flóði hleypt yfir landið verð- bólguskrúfan fái nú að snúast og ekki sjáanlegt að ríkisstjórmr. hafi nokkur tök á að stöðva hana eða hefta. Þá er það atriði, sem í raun- inni vekur einna mesta furðu en það er, að Alþýðusambandið skyldi vera látið kyngja á þann hátt sem orðið er, lögfestingu k os. I ályktunmni et viður- icc.mt að nú eigi að fara inn á þá oraut að ákveða kaup með lögboði, en hingað til hafa Al- þýðusambandið og laur.þegasam- tökin barizt kröftuglega gegn því að löggjafarvaldinu væri beitt við ákvörðun kaups. Skiptir nér ekki máli, þó i þetta skipti sé um að ræða að iögfesta hækkun á kaupi til þess að vega á móti mikium verðhækkunum en meg- inatriðið er það, að ner er geng- ið inn á það sjónanruð að lög- gjafarvaldið geti ákveðið kaup. Þetta eru þau meginatriði. sem koma fram i ályktunmni, og má segja. að þá sé hart gengið að, þegar Alþýðusambandið er látið samþykkja tiilögur, sem fela í sér þau atriði sem hér hefur ver- ið drepið a k Við umræðurnar um bjargráð- in komu 4 menn fram með aðra tillögu, sem fól í sér frávísun á bjargráðunum og var hún felld með litlum atkvæðamun, cn þar 1 er tekið svo til orða: „Greinilegt er að þessar ráð- stafanir í efnahagsmálunum munu leiða til frekari verðbólgu- þróunar og eru því fráhvarf fra þeirri stefnu, er 25. þing A3I fagnaði og lýsti fylgi sínu við og efnahagsmálanefnd og mið- stjórn ASl síðan hafa ítrekað, þ. e. að stöðva verðþensluna. Ráð- stafanirnar brjóta því í bága við þá stöðvunarstefnu er verkalýðs- samtökin og ríkisstjórnin þá tóku höndum saman um.“ Þessa tillögu studdi hér um bil helmingur allra þeirra, sem ríkis- stjórnin hafði samráð við og er því ljóst að Alþýðusambandið er klofið gersamlega í tvennt um þessi mál, enda varð niðurstað- an ekki önnur en sú, að ASÍ lof- aði að vinna ekki gegn bjargráð- unum eða torvelda framgang þeirra. Meira fékkst ekki og ríkis stjórnin varð að láta sér nægja það. Yfirlýsingu um beinan stuðning hvað þá um ánægju gat hún ekki fengið. En jafnvel þó yfirlýsing Alþýðusambands Is- lands nái ekki lengra, hefur þó þessi stofnun nú verið kúguð eða dregin til þess með kosninga- brögðum, að samþykkja atriði sem hingað til hefur verið barizt harðlega á móti í þeim herbúðum, en þar er að telja afskipti lög- gjafarvaldsins um kaup og raun- verulega gengislækkun með mik- illi kjaraskerðingu, eins og nú á að framkvæma. ★ Ríkisstjórnin er í ógöngum. — Meðferðin á efnahagsmálunum ber þess ljósan vott. Innan stjórn- arflokkanna er hver höndin upp á móti annarri. Litlu hefur mun- að að úr yrði fullur fjandskapur og ríkisstjórnin yrði að gefast upp. En til þess að breiða yfir allt þetta er talið að nú verði landhelgismálið notað til að draga athyglina frá uppgjöfinni í efnahagsmálunum. Bjargráðin þýða aðeins að raunverulegri lausn efnahagsmálanna er enn skotið á frest og ólíklégt er að sá frestur verði lengri en til haustsins. Þá fara afleiðingarnar fyrst fyrir alvöru að koma fram. í haust mun almenningur fyrir alvöru verða farinn að finna til þunga hinnar nýju dýrtíðar, sem bætist ofan á það, sem fyrir var. Og hvað verður þá? Um það er vitaskuld of snemmt að spá en fáum mun finnast útlitið vera uppörvandi fyrir ríkisstjórnina. 1 sambandi við landhelgismálið er rétt að minna á að einu sinni áður voru viðkvæm utanríkismál tekin í þjónustu togstreitunnar innanlands, ef svo mætti orða það. Það var þegar samþykktin um brottvikningu varnarliðsins var gerð. Það óheillaskref hefur valdið okkur stórtjóni og álits- hnekki. Stjórnarflokkarnir ættu ekki að "endurtaka þann leik nú hvað varðar landhelgismálið. Það er mál allrar þjóðarinnar, sem ekki má verða misnotað í póli- tískum tilgangi. Með reynsluna af aðferðum stjórnarflokkanna er ekki ástæðulaust þó nú séu látin falla varnarorð í þessa átt. UTAN UR HEIMI I MYNDUM —'k—'k— Drúsar við gröi Jetros Drúsarnir, sem búa í ísrael, em mjög dyggir þegnar ísraelsríkis. Fyrir nokkru fóru þeir sína ár- legu píiagrímsför til grafar Jet- ros í Galileu og stilltu þá svo til, að þeir gátu jafnframt verið við- staddir 10 ára afmælishátíð ísra- eisríkis. Drúsarnir tala arabísku. Þeir trúa á einn guð, sem hefur holdgazt hvað eftir annað, og enn vænta Drúsarnir komu hans til jarðarinnar. Fornar sögur herma, að Drúsarnir séu komnir'af Jetro, sem var tengdafaðir Móses. Og ennþá rækja þeir tengdirnar við Gyðinga. Töluvert hefur verið um óeirðir í brezka vernda rríkinu Aden. — Hafa Bretar þvi haft þar ýms- an viðbúnað. Á myndinni sjást brezkir hermenn reyna fallbyssu, sem nota á gegn óeirðaseggjum í grennd við Dhala. Myndin sýnir loftvarnarflugskeyti, sem komið hefur verið upp í Vestur-Þýzkalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.