Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 24
V EÐRIÐ NA-gola, léttskýjaff 106. tbl. — Sunnudagur 11. maí 195É> Reykjavíkurbréf er á bls. 13. j Fulltrúar stærstu verkalýðsfélag anna vildu vísa efnahagsmálá- tillögum ríkisstjórnarinnar frá Hannibalsliðið í eins atkvæðis meiiibluta, Atkvæði hans sjálfs réð úrslitum Guffmundur 1. Guðmundsson, utanríkisráðherra, kom i fyrra- kvöld frá Kaupmannahöfn, en þar sat hann utanríkisráðherra- fund Atlantshafsbandalagsins, sem kunnugt er. Hans G. Ander- sen, sendiherra, sat einnig fundinn. Fór hann til Kaupmanna- hafnar frá Genf. Á myndinni eru Hans. G. Andersen, Rósa Ingólfsdóttir, utanríkisráðherrafrú, og Guðmundur Í. Guð- mundsson. — Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, kom einnig heim meff flugvélinni í fyrrakvöld, en þriðji fulltrúinn á Genfarráff- stefnunni, Jón Jónsson, fiskifræðingur, var áður kominn til landsins. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) LANDHELGISMÁLIÐ í GÆR segja öll dagblöðin frá ályktunum Alþýðusambandsins um efnahagsmálin. Tvö stjórnar- blöff, Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn, birta tiilögu þá, sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Var hún flutt af fjórum mönn- um: Eðvarði Sigurðssyni, Snorra Jónssyni, Óskari Hallgrímssyni og Eggerti G. Þorsteinssyni. í tillögunni er sagt, að ráðstafan- irnar muni á ýmsan hátt verka sem gengislækkun og skuli þeim vísaff fra; þar sem þær séu ekki í samræmi viff þaff, sem síðasta Alþýðusambandsþing gai lieim- ild til að semja um. Tillaga fjórmenninganna Tillaga fjórmenninganna var orðrétt á þessa leið: „Efnahagsmálanefnd og mið- stjórn A. S. í. hafa á fundum sínum að undanförnu kynnt sér og rætt tillögur þær i efnahags- málum, sem ríkisstjórnin nú hyggst leggja fyrir Alþingi. Áð- ur hafði sérstaklega verið rætt við stjórn A. S. í. um það at- riði tillagnanna er ^arðar 5% grunnkaupshækkunina. Að lokn- um þessum athugunum álykta efnahagsmálanefndin og mið- stjórnin eftirfarandi: 25. þing A. S. í. lýsti því yfir að gengislækkun, eða aðrar hlið- stæðar ráðstafanir, aæmu ekki til mála sem úrlausn efnahags- málanna. Þær ráðstafanir, sem nú er hugsað að gera hafa á ýmsan hátt hliðstæð áhrif og gengislækkun. Hins vegai virðist tryggt, að þær hafi ekki í för með sér almenna skerðingu á kaupmætti vinnuiauna næstu mánuði. Greinilegt er að þessar ráð- stafanir í efnahagsmálunum munu leiða til frekari vei'ðbólgu- þróunar, og eru því fráhvarf frá þeirri stefnu, er 25. þing A. S. í. fagnaði og lýsti fylgi sínu við, og efnahagsmálanefnd og mið- stjórn A. S. I. síðan hafa ítrekað, þ. e. að stöðva verðþensluna. Ráðstafanirnar brjóta því í bága við þá stöðvunarstefnu, er verka- lýðssamtökin og ríkisstjórnin ba tóku höndum saman um. . Efnahagsmálanefnd og mið- stjórn A. S. í. vísa því frá sér þeim tillögum um ráðstafanir í Háskólahappdrœtfi fc 20.591 -100.000 kr GÆR var dregið í 5. flokki í Happdrætti háskólans. Vinning- ar voru 793, samtals 1.035.000 kr. Hæsti vinningurinn, kr. 100 þús. kom á nr. 20.591. Er það Vz miði, seldur í ritfangaverzlun ísafoldar í Bankastræti og á Akranesi. 50.000 kr. komu á nr. 7.391 (Í4 miði seldur í ritfanga- verzl. í Bankastræti og á Akur- eyri). 10.000 kr. fengu þessi nr.: 2.020; 3^91; 12.283; 18.218; 19.849; 26.704. 5.000 kr. komu á þessi nr.: 1.850; 6.693; 20.590; 20.592; 33.745; 37.958; 38.808; 42.104; 43.984; 44. 687. (Birt án ábyrgðar) efnahagsmálunum, er nú liggja fyrir, þar sem þær eru ekki ) samræmi við það, er síðasta Al- þýðusambandsþing heimilaði pessum aðilum að semja um“. Knappur meirihluti Við þessa tillögu kom fram brevtingatillaga frá fjórum mönn um öðrum: Hálfdáni Sveinssyni (Akranesi), Tryggva Helgasyni (Akureyri), Gunnari Jóhanns- syni (Siglufirffi) og Birn: Jóns- syn, (Akureyri). Hanuibal Valdi marsson virffist hafa taliff þessa breytingatillögu vera þaff hag- stæffasta, sem hugsanlegt var aff hann gæti fengiff samþykkt og lagði hann ofurkapp á að þaff yrði. Á fundinum sjálfum voru þó fylgismenn breytingatillögunnar í minnihluta, en þá var tekið að hringja í fóik úti um land, og urffu lyktirnar þær aff sögn Þjóff- viljans og Alþýffublaffsins, að breytingatillagan var samþykkt með 15 atkv. gegn 14. Það er athyglisvert, að 29 manns greiða atkvæði, en í miðstjórn ASÍ og „19 manna nefndinni“, eru samtals 28 menn. Hefur því eins og Mbl. sagði frá í gær einn maður utan af landi greitt atkvæði, sem ekki átti að gera það eft- ir réttum reglum. í eins atkvæðis meirihluta Hannibals eru bæði atkvæði hans sjálfs og atkvæði þessa aukamanns. Eftirtektarvert er, að í flokki andstæðinga Hannibals voru fulltrúar verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, en meðal þeirra eru stærstu verkalýðs- félög á landinu. Andstaffan ítrekuð Þá segja Alþýðublaðið og Þjóð- viljinn frá því í gær, að gengið hafi verið til lokaatkvæða- greiðslu, er breytingatillagan hafði verið samþykkt. Var þá gerð ályktun eins og breytinga- tiliögumennirnir lögðu til, og var sú ályktun birt í blaðinu í gær. Hún var gerð með 16 atkv. gegn einu, en 12 sátu hjá. Þeir Eðvarð, Snorri, Óskar og Eggert sátu hjá og gerðu eftirfarandi grein fyrir afstöðu sinni: „Meff tillögu þeirri er viff höf- um flutt hér, svo og í þeim at- kvæffagreiffslum sem þegar hafa fariff fram, höfum viff markaff afstöðu okkar til þess máls er hér liggur fyrir til afgreiffslu. Sjónarmiff okkar hafa hinsvegar ekki hlotið meirihlutastuffning, og sjáum við því ekki ástæffu til aff ítreka afstöffu okkar frekar og greiffum því ekki atkvæffi.“ Affrar tillögur Eftir því, sem Mbl. hefur frétt, voru ýmsar fleiri tillögur bornar upp á fundinum, en náffu ekki meirihluta. Björn Bjarnason, fyrr um formaður Iðju, vildi að sögn láta lýsa því yfir, að fyrirhug- aðar efnahagsráðstafanir færu í bága við meginstefnu verkalýðs- samtakanna, og Hermann Guff- mundsson í Hafnarfirði vildi láta koma fram ákveðin mótmæli gegn efnahagsráðstöfununum. — Þess skal að lokum getið, að dagblað Framsóknarflokksins, Tíminn, hefur enn ekki sagt neitt frá ágreiningnum, sem upp kom í miðstjórn ASÍ og „19 manna nefndinni“. Úrskurðaður í 30 daga varðhald LÖGREGLUMAÐURINN, sem slasaðist í fyrradag, var við mjög sæmilega líðan í gærmorgun. Rannsókn í slysmáli þessu hélt þá áfram. í fyrrinótt handtóku rann- sóknarlögreglumenn piltinn, sem grunaður var um að hafa ekið bílnum, er lögreglumaðurinn var að elta, þegar hann slasaðist. Pilturinn viðurkenndi að hafa ekið bílnum, og hafi hann brugð- ið á flótta undan lögreglumann- inum á bifhjólinu, er hann varð þess var, að lögreglan veitti hon- um eftirför. Maður, sem sat í framsæti hjá piltinum var einnig kallaður fyr- ir rétt. Hann sagði að á flóttan- um hefði hraðamælirinn sýnt alit að 100 km hraða, er þeir brunuðu eftir Skúlagötunni. Piltur þessi var sviptur öklu- leyfi ævilangt 15. apríl síðastlið- inn, fyrir margítrekuð lögbrot á götum bæjarins, og einkum fyrir ofsaakstur. Vitað er, að hann hefur síðan ekið bíl og ekki lát- ið segjast við dóminn, sem svipti hann ökuleyfinu. Því úrskurðaði fulltrúi saka- dómara pilt þennan í 30 daga varðhald og var hann fluttur beint upp í „Stein“. Bænadagur þjóðkirkjunnar I DAG er almennur bænadagur íslenzku þjóðkirkjunnar. í kirkj- um landsins verður beðið „fyrir börnum og ungmennum, að þau megi ganga á Guðs vegum, hlýð- in boðum frelsarans, er verði þeim vegurinn, sannleikurinn og lífið“. Þ A Ð er ætlun sakadómara- embættisins að gera meira að þvi en verið hefur að svipta menn ökuleyfi sínu til bráðabirgða, ef þeir fremja lögbrot í umferðinni, enda þótt ekki sé um ölvun að ræða. Nú hafa tveir menn þannig verið sviptir leyfi sínu til bif- reiðaaksturs. Skýrt var frá því hér í blað- inu í gær að leigubíll hefði ekið á lítinn bíl, sem við áreksturinn gjöreyðilagðist. I gærmorgun var leigubílstjórinn kallaður fyrir hjá sakadómaraembættinu og var hann sviptur ökuleyfi sínu um stundar sakir. Maður þessi hefur meiraprófsréttindi síðan árið 1955 og hefur ekki áður komið við sögu. Á slysstaðnum mældust hemlaförin eftir bíl hans í þurru malbikinu rúmlega 30 metra löng. Þótti sakadómarafulltrúan- ÞJÓÐVILJINN skýrffi frá því í gærmorgun, aff fundur ríkisstjórn arinnar um landhelgismáliff myndi hefjast árdegis í gær. Seg- ir blaffiff, aff búizt sé viff stöffug- um fundum á laugardag og sunnu dag og að álitiff sé, aff teknar verffi lokaákvarffanir um fram- kvæmdir í málinu. Af þessu tilefni sneri Morgun- blaðið sér til Magnúsar Jónsson- ar alþm., sem á sæti í landhelgis- nefnd flokkanna, meðan Sigurff- ur Bjarnason er erlendis. Magnús sagði, aff boffaður hefffi veriff fundur ríkisstjórnarinnar, nefnd- Tónleikar í Melaskólaimm KLUKKAN 9 í kvöld gengst Kammermúsikk-klúbburinn fyr- ir þriðju tónleikum ársins 1958. Verða þeir í Melaskólanum. Við- fangsefni á þessum tónleikum er kvartett í C-dúr opus 76 nr. 3 eft ir Haydn (Keisarakvartettinn) og kvartett í F-dúr opus 59 nr. 1 eftir Beethoven. Kvartett Björn Ólafssonar flytur verkin. um, sem um málið fjallar, sýnt að hann hefði gerzt sekur um of hraðan akstur og óaðgætni. Hinn maðurinn, sem sviptur hefur verið ökuleyfi til bráða- birgða, kom tvisvar við sögu með aðeins fárra daga millibili. — I fyrra skiptið ók hann upp á gang- stétt, er hann var að leggja bíl sínum við Skólavörðustíginn neðanverðan. Tvær konur voru þar á ferð og skipti það engum togum, að maðurinn ók á aðra konuna sem meiddist þó nokkuð. í síðara skiptið ók hann af Skot- húsveginum inn á aðalbraut, Frí- kirkjuveginn, og rakst þar á bíl og olli nokkrum skemmdum á honum. Maðurinn var algáður í bæði skiptin. Ekki tókst að fá mantiinn til að mæta fyrir rétti fyrr en í fyrradag og var honum þá kunngerð þessi ákvörðun embættisins. arinnar og sérfræffinga kl. I# 1 gærmorgun. Sá fundur var þó af- boffaður, en jafnframt sagt, að fundur yrffi kl. 4 í gær. Blaffið fer svo snemma i prentun á laugardögum, aff ekki liggja fyr- ir fréttir um, hvort þessi fund- ur muni hafa veriff haldinn eins og boffaff hafði veriff. Konur vilja að jafnlaunanefnd verði skipuð Kvenréttindafélag íslands, Al- þýðusamband Islands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur gengust fyrir almennum fundi um launamál kvenna þ. 5. þ.m. í Tjarnarkaffi. Formaður Kvenréttindafélags íslands, Sig- ríður J. Magnússon stjórnaði fundinum og flutti ávarp. Framsögu höfðu Herdís Ólafs- dóttir frá Alþýðusambandi ís- lands; Valborg Bentsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja; Anna Borg frá Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur og Hulda Bjarnadóttir frá Kvenrétt indafélagi Islands. Aðrir ræðumenn á íundinum voru: Ingibjörg Arnórsdóttir, Ragnheiður Möller og Jóhanna Egilsdóttir. Svohljóðandi tillaga var samþykkt samhljóða af öllum þorra fundarmanna: „Fundur haldinn í Tjarnar- kaffi 5. maí 1958 að tilhlutan K. R.F.Í., A.S.I., B.S.R.B. og VR skor ar á ríkisstjórnina að skipa nú þegar jafnlaunanefnd skv. þings- ályktunartillögu nr. 73 frá 30. apríl 1958. Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina að skipa í nefndina a.m.k. 3 konur í samráði við K.R.F. . og launþega- samtökin". Fundurinn var vel sóttur og máli ræðumanna vel tekið. AKRANESI, 10. maí. — 28 ær eru nú bornar hjá Grími Jóns- syni í Grímsholti — og hefur hann fengið 51 lamb. Tvær ær hafa orðið þrílembdar og 19 tví- lembdar. Þetta er góð útkoma hjá Grími — og í fyrra átti hann 80 lömb á fjalli og heimti öll að hausti utan eitt. — Oddur. Tveir bílstjórar sviptir ökuleyfi til bráðabirgða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.