Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 11. mai 1958 MOHCllTSTtl ÁÐIÐ 11 Gengið um Heiðmörk. Góður arangur — Ný aðferð við gróður- seininguna virðist gefa góða raun „HEFUR Heiðmörk komið vel undan. vetri?“, spurði Valtýr Stef ánssön, formaður Skógræktarfé- lags íslands. einn helzti frum- herji ræktunar nytjaskóga hér á landi, er við á mánudaginn ók- um upp í Heiðmörk nokkrir sam- an, með þeim Einari G. Sæmund- sen skógarverði og Hákoni Bjarnasyni, skógræktarstjóra. Engin maður þekkir Heiðmörk betur en Einar, er haft hefir veg og vanda af því að skipuleggja og stjórna skóggræðslunni í Heið- mörk frá því að hún hófst þar í stórum stíl árið 1950. Hann svar- aði því til að Heiðmörk hefði ekki orðið fyrir neinum áföllum í vetur og í vor en sjón er sögu ríkari og fengum við það stað- fest fljótlega. í Heiðmörk staðnæmdumst við fyrst í landi starfsfólks Lands- símans. Þar var höfð nokkur við- dvöl, til þess að fá sem bezt yfir- lit yfir hinn unga trjágróður, sem er að vaxa þar upp. Einar sagði, að þegar athugaður væri sá ár- angur sem orðið hafi af starfi landnemanna í Heiðmörk, þá væri þessi reitur gimamanna ein- mitt ágætt sýnishorn. Það var vissulega ánægjulegt og lærdóms ríkt að skoða trjágróðurinn í þessum skika. Þar eru þúsundir barrtrjáa búin að ná góðri hæð og hafa árssprotarnir farið stækk andi n\eð ári hverju. Það er eink- um sitkagreni sem þarna stend- ur, en einnig eru á flötu landi, sem er skjólminna, þroskavæn- legar furur, en grenin standa yfirleitt í skjólsamari stöðum, þar sem birkikjarrið vex. Þetta er sú aðferð við gróðursetningu, sem Einar hefur farið eftir. Barr tré af öllum tegundum virðast una hag sínum vel í þurra-jarð- vegi Heiðmerkur. sem víða er heldur ófrjór. Einnig hefur birk- ið sem sauðfé var búið að herja á frá landnámstíð, tekið ótrúleg- um framförum, síðan Heiðmörk var friðuð. Sama máli gegnir um annan gróður þar. Var Heiðmörk mjög farin að blása upp, en nú hafa öll rofabörð lokað sér og er nú uppblásturshættan úr sög- unni. Þegar tekið er tillit til þess að slíku skógræktarstarfi fylgja viss ir og eðlilegir byrjunarörðugleik- ar, þá verður að telja heildarár- angurinn og trjágróðursetning- una í Heiðmörk betri en ætla hefði mátt. Alls hafa verið gróð- ursettar í Heiðmörk um 860 þús. trjáplöntur. Bezt hefir sitkagren- ið dafnað og má víða sjá fallegar plöntur þeirrar tegundar 50 cm að hæð eða stærri. Síðar um daginn skoðuðum við skógarlund Ferðafélags íslands, en þar hefir verið unnið af sér- stökum dugnaði undanfarin ár og er nú fallegur nýgræðingur í miklum vexti á víðlendri spildu. I landi Skógræktarfél. Reykja- víkur komum við að hæsta trénu í mörkinni. Hákon skógræktar- stjóri, sem var með göngustaf sem metramál er merkt á, sló máli á þetta fallega sitkagreni og reyndist það hafa hækkað um 55 sentim. á sl. sumri og full hæð þess er 135 sentim. Allur þorri þess trjágróðurs sem er í Heið- mörk nú, ætti að geta náð þessari hæð eftir 2—3 sumur. Einar G. Sæmundsen fór mikl- um viðurkenningarorðum um landnemana í Heiðmörk. Það er nærri fullvíst að á tímum hraða og taugaspennu, hefur fjöldi fólks fundið í því hviíd fyrir sál og líkama, að eyða dagstund uppi í Heiðmörk við gróðursetningu trjáplantnanna. Það hefur kom- izt í snertingu við náttúruna í þessu starfi. Brátt mun þetta fólk aftur taka að streyma upp í Heiðmörk. Endurfundir þess við landspilduna sína verða án efa gleðifundir. Nú sjá landnemar ávöxt iðju sinnar við að bæta landið, í ört vaxandi mæli. Einar sagði okkur dálítið frá nýrri gróðursetningaraðferð í Heiðmörk. Hún er í því fólgin að plönturnar, sem þangað er farið með til gróðursetningar úr skóg- ræktarstöðinni í Fossvogi, verða í litlum hnaus sem fýlgir rótinni. í hnausnum er blandað saman svarðarmold og hrossataði, sem verður litlu plöntunum vega- nesti. Einar telur að þetta muni geta aukið vaxtarhraða barrtrjánna litlu allverulega. Tilraunir í þessa átt hófust í Heiðmörk í fyrra og sýna mjög hagstæðan árangur. Enn er einn stór og mik ill kostur við þetta að hinar litlu trjáplöntur eru eðlilega viðkvæm ar ,einkum ræturnar, og geta auð veldlega orðið fyrir hnjaski og þornun við gróðursetnmguna og í þriðja lagi, og skiptir það einnig Hvaða gogn er ER þetta spurning þín? Áður en ég svara henni að einhverju leyti, skaltu skreppa með mér í hugan- um til Konsó í Afríku. Þú kann- ast við það nafn. Það er þar, sem rekið er íslenzkt kristniboð. Það- an ritaði Ólafur Ólaísson kristni- boði svo skemmtilegan ferðaþátt í Morgunblaðið nýlega, og Bjarmi birtir stöðugt frásagnir þaðan. Veittir þú þvi athygli, er þú last um Konsó, hvernig heiðingj- unum líður? Fannst þér, að þeir væru sælir við sma trú? Hafði hún siðbætt þá eða göfgað? Höfðu þeir öðlazt hjartagleði og sálarfrið af þjónun sinni við Saitan (Satan)? Myndir þú, ís- lenzka kona, vilja skipta kjörum við kynsystur þínar í Konsó, t.d. þegar hún þarf að ala barn? Eru þeir í Konsó sælir við sína trú? Er nema ein, aðeins EIN, trú í heiminum, er siðbætt getur manninn og göfgað í lífinu, gert hann sælan í dauðanum og eilífð inni? Hvað hefir reynslan sýnt? Sýnir hún ekki, að kristna trúin og biblían með henni blessar bæði lönd og lýði, hvar sem hún er í heiðri höfð? Boðskapur Krists er lyftistöng mannsand- oð bibiíunni? ans, sem hefur hann upp úr villi- mennsku eða heiðindómi og sið- spillingu. Bókin,. sem geymir þann boðskap, er biblían, „eina heilaga bókin“, eins og háskóla- kennarinn Max Múller komst að orði, er hann hafði rannsakað helg fræði Austurlanda í 40 ár. Það er gagn að biblílunni, allri saman. Betri mundi efnahagur íslands en hann er nú, ef þjóðin læsi biblíuna og BREYTTI eftir kenningum hennar. „Biblían er leyndardómur mikilleika Eng- lands“. Þannig mælti Viktoria Bretadrottning við erlendan þjóð höfðingja, er sótti hana heim. „Réttlætið upphefur lýðinn, en syndin er þjóðanna skömm,“ seg- ir heilög ritning. Hvernig geta menn breytt rétt, nema þeir viti, hvað er rétt? Biblían kennir oss, hvað er rétt. Hún er gefin oss „til menntunar í réttlæti“, segir hún. Fyrir því má það til tíðinda teljast og gegnir mikilli furðu, hve margir þeir eru, mennirnir, jafnvel úr hópi guðfræðinga, er lítilsvirða biblíuna, bæði í ræðu og riti. Það er ekki fátítt, að menn segi eitthvað á þessa leið: „Ég Framh. á bls. 22 Þegar Heiðmörk var friðuð vofði yfir henni uppblástur og eyði- legging. I dag dafna þar hundruð þúsundir trjáplantna og alit gróðurfar hefur gjörbreytzt, meira að segja birkikjarrið, sem sauðfé var búið að herja á miskunnarlaust, liefur tekið miklum framförum. I skjóli birkis dafnar sitkagrenið mjög vel. mjög miklu máli: Með þessu er tryggt að rætur plöntunnar liggja rétt í jarðveginum. Við, sem ekki höfðum fyrr far- ið slíka kynnisför um skóglendi Heiðmerkur, látið okkur nægja á sunnudögum að finna þar skemmtilegan hraunbolla, undr- uðumst að sjá hve starf land- nema Heiðmerkur hefur þegar borið mikinn árangur. Dagur var að kvöldi kominn er við ókum suður undir Vífils- staðahlíð. Þar hefur Skógræktar- félag Reykjavíkur fengið til við- bótar allmikið land, svo segja má að Heiðmörk sé nú nokkurn veg- inn eins og hún var upphaflega hugsuð er fyrst var farið að gera áætlanir um hana, eða alls um 2100 hektarar lands. Verið er að ljúka við að girða þetta land með mjög traustri og vandaðri girð- ingu. Þegar hún verður komin upp verður Heiðmerkurgirðing öll um 27 km. löng, eða rúmlega helmingur leiðarinnar austur að Þingvöllum. Þeir Einar og Hákon sögðu að Vífilsstaðahlíð væri sérlega vel fallin til skógræktar. Birkikjarr vex þar í hlíðum og skjól er þar gott. í vor verður byrjað að setja þar niður fyrstu trjáplönturnar. Maður sem ekki vill láta nafns síns getið hefur gefið 50 þús. kr. til skógræktar og fyrir það fé verður gróðursett þarna í vor. Þá hefir Skógrækt ríkisins ákveðið að koma þar upp sýnireit þeirra trjátegunda sem vaxa hér á landi. Ætti reitur þessi að njóta sin vel í hinni fögru hlíð. Vorannir í Heiðmörk eru á næstu grösum og þegar þeim lýk ur í vor verður búið að gróður- setja ca. 130 hektara lands með ríflega 1 millj. trjáplantna. Heiðmerkurskógur á ekki að verða nytjaskógur fyrir Reykja- vík, heldur á Heiðmörk að vera nokurs konar „þjóðgarður" fyr- ir bæjarbúa, sem þangað vilja leita sér hvíldar og hressingar. Heiðmörk er nú þegar sennilega sá staður hér í nágrenni bæjar- ins sem bæjarbúar sækja mest um helgar yfir sumarmánuðina. Vegakerfið um mörkina er stöð- ugt að teigja sig lengra og lengra, en náttúrufegurð er þar mikil og minnir um margt á Þingvelli. Á heimleiðinni sögðu þeir Ein- ar og Hákon okkur frá því að bæjaryfirvöldin hefðu ætíð sýnt Heiðmörk sérstakan áhuga. 1 sumar mun verða athugað hvort fært er að skapa hinum vinsæla Vinnuskóla Reykjavíkurbæjar bætt vinnuskilyrði í Heiðmörk. Hefur verið um það rætt að reisa búðir fyrir vinnuskólanema í mörkinni, og að þeir starfi þar á sumrin við skóggræðslu einvörð- ungu. Það starf hentar éinna bezt nemendum skólans. Er reynsla fengin fyrir því í Heiðmörk, þar sem vinnuskólanemar hafa starf- að undanfarin sumur. Hér er um að ræða mál sem mjög snertir æsku bæjarins ekki síður en starfið í Heiðmörk. Eitt af þeim vandamálum sem steðja að Reykjavík, er hvaða leiðir eru bezt fallnar til þess að stuðla að aukinni útivinnu barna bæjar- ins yfir sumarmánuðina, skapa þeim verkefni sem í senn er hollt og skemmtilegt. Því beinist hug- urinn nú svo mjög að Heiðmörk, því þar eru verkefnin næg við að rækta og bæta landið fyrir komandi kynslóðir. — Sv. Þ. Takið eftir! Takið eftir! Erum fíuttitr með húsgagnaverzlun okkar úr Brautarholti 22 í Skipholt 19. — Beint á móti gömlu búðinni. EftlrfaSin húsgögn á boðstálum Útskorin sófasett Hringsófasett Armstólasett Létt sett, Armstólasett, armstoppuð Svefnsófar Sófaborð Útvarpsborð Lampabcffð Súluborð Skókassar Stofuskápar Húsgagnaáklœði í miklu úrvali Nýir greiðsluskilmálar Enein ákveðin útborgun við afhendingu húsgagnanna.— Allt andvirðið greiðist með jöfnum afborgunum mánaðarlega. — Tækifæri til að gera hagkvæm viðskipti — BÓLSTIJRGEROIN H.F. Skipholti 19 (áðuir Brautarholt 22) Sími 10388

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.