Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 2
2 MORCVNTtr4Ð1Ð Sunnudagur 11. maí 1958 Bardagar hafa staðið að undanförnu á landamærum Jemen og Aden verndarsvæðisins á suðurhluta Arabíu-skaga. M. a. gerðist sá atburður þar nýlega, að herlið frá Jemen umkringdi Assasir-virkið, sem Bretar hafa reist á landamærunum. Héldu þeir uppi umsátri um það í nokkra daga, en liðsauki barst og voru Jemen-menn þá hraktir á brott. Myndin sýnir virkið. Meistarasamband bygg- ingarmanna stofnað Aðalfundur Vinnuveit- endasambands íslands 19 verkalýðsfélög í Reykjavík hafa sagt upp samningum AÐ TILHLUTAN stjórnar Meist- arafélags húsasmiða í Reykjavík var hafinn undirbúningur að stofnun sambands meistarafélaga í byggingariðnaði fyrrihluta árs- ins 1955. Athugun og undirbúningi að stofnun sambandsins hefir síðan haldið áfram, og var stofnfundur- inn 5. maí sl. í Baðstofu iðnaðar- manna. Að stofnun sambandsins standa þessi meistarafélög í Reykjavík: Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík, Málarameistarafélag Reykjavíkur, Múrarameistarafé- lag Reykjavíkur, Félag lög- giltra rafvirkjameistara í Reykja vík, Meístarafélag pípulagninga- manna og Félag veggfóðrara- meistara. Barði Friðriksson skrifstofustj. var undirbúningsnefnd til aðstoð ar við samningu frumvarps að lögum fyrir sambandið og mætti á stofnfundinum. Tilgangur sambandsins er skv. 3. gr. sambandslaganna m.a. þessi: a) Að efla samstarf meðal meist- arafélaga í byggingariðnaði. b) Að gæta hagsmuna sambands- félaganna almennt, en þó séT- staklega að því er snertir af- stöðu þeirra til verkkaupa og vinnuþiggj enda. j) Að koma fram fyrir hönd sam bandsfélaganna út á við og að standa fyrir samningagerðum, þegar slíkt þykir við þurfa, að dómi fulltrúaráðs, og sam- bandsfélög óska þess. a) Að leiðbeina sambandsfélög- um og vera þeim til aðstoðar í öllu því, er þeim má að gagni koma og við kemur iðngrein- um og atvinnurekstri þeirra. e; Að vinna að aukinni menntun og verkvöndun iðnstéttanna. Hugmyndin að stofnun meist- arasambands byggingamanna hér í Reykjavík er ekki ný. Fyrir löngu hafa byggingamenn séð nauðsyn á stofnun slíkra sam- taka og strax á árinu 1937 var gerð tilraun til að stofna meist- arasamband byggingamanna þótt almenn þátttaka byggingamanna væri þá ekki nóg til að samband- ið tæki raunverulega til starfa. Að stoínun Meistarasarnbandsins nú standa hins vegar öll félög meistara í byggingariðnaði. Vænt ir sambandið að stofnun þess megi verða félagsmönnum svo og öllum þeim, er við þá þurfa að skipta, til góðs. Fulltrúaráð sambandsins er skipað einum fulltrúa frá hverju félagi. Fulltrúarnir eru þessir: Frá Félagi lögg. rafvirkjam.: Árni Brynjólfsson; frá Fél. pípu- lagningam.: Grimur Bjarnason; frá Málarameistarafél. Rvíkur: Ólafur Jónsson; frá Fél. vegg- fóðraram.: Ólafur Guðmundsson; frá Meistarafél. húsasmiða: Tóm- as Vigfússon; frá Múrarameistara fél. Rvíkur: Þorkell Ingibergs- son. Framkvæmdastjórn sambands- ins skipa þessir menn: Tómas Vig fússon, formaður; Árni Brynjólfs son ritari; Þorkell Ingbiergsson gjaldkeri. Til vara Ólafur Jóns- son. GRUNDARHÓLI, Hólsfjöllum, 9. maí. — Eitt jafnkaldasta og erf- iðasta vor, sem komið hefur hér á Hólsfjöllum, um langt árabil, er nú að líða. Veturinn var harð- ur og veðrasamur, svo að sjald- an hefur fé verið lengur í húsi en nú. Fyrri hluta vetrar gerði stórhríðar á féð úti og fórust þá nokkrar kindur í fönn. Frá áramótum og fram á ein- mánuð var fé nær óslitið á gjöf, en seint á einmánuði gerði hláku blota og fór þá einnig að gæta sólbráðar. Seig þá einnig vatn í allar lautir og grafninga svo fénu var bráð hætta búin hvert sem það fór, en land er hér svo flatt, að leysingavatn rennur mjög hægt. Þegar þannig var orðið á- statt kólnaði aftur og hafa hætt- urnar staðið óslitið fram um síðustu helgi, en þá kólnaði aftur svo rækilega, að allt fraus og vatn setti niður. Síðan hafa ver- ið norðanhríðar með 5—8 stiga frosti hvern dag og virðist ekkert lát á því. Margir bændur hafa orðið fyr- rónlistarvikunni á Akureyri lokið AKUREYRI, 9. maí. — Lokið er nú tónlistarviku þeirri er Tón- listarfélag Akureyrar gekkst fyr ir í tilefni 15 ára afmælis síns. Haldnir voru þrennir tónleikar og komu þar fram einsöngvararn- ir Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Á. Símonar og Guðmundur Jónsson. Undirleik annaðist Guðrún Krist insdóttir. Saman sungu þau Guð- rún og Guðmundur tvísöngva úr óperum. Húsfyllir var á öllum hljóm- leikunum og fengu söngvararnir allir mjög góðar undirtektir. Urðu þeir að syngja mörg auka- lög. Ennfremur bárust þeim blóm vendir. Tónlistarvika þessi þykir hafa tekizt einkar vel og ber öll- um saman um að hér hafi verið um að ræða merkilegan listvið- burð. — vig. LONDON, 10. maí. — Fegurðar- samkeppni Bretlands, sem fram fór fyrir nokkrum dögum, hefur verið dæmd margfaldlega ógild. Eru miklar æsingar á Bretlands eyjum út af mistökum, sem urðu við val á fegurstu stúlku Breta- ir tilfinnanlegu tjóni af völdum leysinganna i ár. Venjulega renn- ur snjórinn sundur á nokkrum dögum og blárnar skera sig sem Icallað er, en féð er hnappsetið meðan á því stendur. Nú hefur þetta tekið svo langan tíma að ógerningur hefur verið að gæta fjárins þó einn tveir menn hafi verið hjá því allan daginn. Verst er þó við þessar hættur, að í þær fara alltaf beztu kindurnar. Þær eru þyngstar á sér og hafa sig sízt úr þeim. Hvergi er farið að sleppa geld- fé ennþá. Ekki verður þó hægt að halda i það lengur en fram um miðjan mánuð, en þá fara ær að bera og eru engin tök að sinna því. Til samanburðar má geta þess, að í fyrra var öllu fé á einum bæ hér sleppt 11. apríl og ekki smalað aftur fyrr en 20. maí til burðar. Segja má að allt síð- astliðið ár hafi verið freinur erf- itt og hefði vafalítið orðið felli- ár fyrr fimmtíu árum síðan. Ekki er orðið bílfært. í neinar átt- ir núlli sveita. — Víkú.ð^. AÐALFUNDUR Vinnuveitenda- sambands íslands hefst á morgun kl. 2,30 í fundarsal Hamars h.f. í Hamarshúsinu við Tryggvagötu, og er ráðgert, að honum ljúki á miðvikudag. í upphafi fundarins flytur Björgvin Sigurðsson, fram kvæmdastjóri, skýrslu um störf- in á liðnu starfsári, en síðan hefst kosning stjórnar og nefnda- kosningar. Fjöldi verkalýðsfélaga um land allt hefur nú sagt upp samning- um miðað við 1. júní n. k., og munu væntanlegir kaup- og kjara samningar verða ræddir sérstak- lega á fundinum. Skv. upplýs- ingum frá Barða Friðrikssyni, skrifstofustjóra Vinnuveitenda- sambandsins, hafa eftirtalin verkalýðsfélög í Reykjavík sagt upp samningum: Verkamannafélagið Dagsbrún: (Tímakaupsmenn, mánaðarkaups menn o. f 1. Benzínafgreiðslumenn, Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- an, verkamenn á smurstöðvum, starfsmenn Steypustöðvarinnar, vélgæzlumenn í frystihúsum). Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur. Félag íslenzkra rafvirkja, Reykjavík. Félag járniðnaðar- manna, Reykjavík. Félag ísl. 13 málverk seld hjá Kristjáni Davíðssyni SÝNING Kristjáns Davíðssonar i Bogasal Þjóðminjasafnsins hefur staðið yfir síðan á laugardag. Að- sókn að sýningunni hefur verið góð og eru nú aðeins eftir 13 mál- verk óseld af 39, sem þar eru sýnd. 13 málverk höfðu verið seld áður en sýningin var opnuð og 13 hafa selzt á sýningunni sjálfri. Listamaðurinn segist auðvitað vera ánægður með þessa glæsi- legu sölu, en þó var ekki laust við, að hann hefði einhvern beyg af tölunni 13. veldis. Verður nú gerð þriðja til- raunin til að velja hana. 1 fyrstu fegurðarsamkeppninni var June Coopern kjörin fegurð- ardrottning. Hún reyndist aðeins 16 ára og var kjör hennar því ó- gilt. Síðan var kjörin ný fegurð- ardrottning Wendy Peters, 22 ára. En hún reyndist vera gift og auk þess er nú sannað að hún var í lífstykki innan undir sundboln- um. Nú á að reyna í þriðja sinn og eru strangar reglur settar fyrir þátttöku í keppninni. Skilyrðin eru þessi: 1. Skyldfólk má ekki koma inn að tjaldabaki. 2. Sér- stök eftirlitskona á að rannsaka, hvort stúlkurnar eru í lífstykkj- um undir sundskýlunni. 3. Leggja verður fram fullgilt vegabréf, er sannar aldur stúlkunnar. 4. For- eldri eða lögráðamaður undirriti þátttökuumsókn. Á afmælisdegi Yals A STOFNDEGI Knattspyrnufé- lagsins Vals mun stjórn félagsins taka á móti gestum í félagsheim- ilinu að Hlíðarenda í dag kl. 3— 6 e. h. í tilefni af afmælinu hyggst fé- lagið gróðursetja tré á félags- svæðinu að Hlíðarenda og gefst mönnum tækifæri til að koma með eða kaupa á staðnum trjá- plöntur til gróðursetningar. Enn- fremur geta menn skrifað sig fyr- ir trjáplöntum í Verzl. Varmá, Hverfisgötu 84; Verzl. Vísi, Lauga vegi 1, og hjá Guðmundi Ingi- mundarsyni, Kjörbúð SÍS, Aust- urstræti. Valsmenn! Klæðið Hlíðarenda gróðri. kjötiðnaðarmanna, TrésmiðaféL Reykjavíkur. Bókbindarafélag íslands, Félag bifvélavirkja. FéL blikksmiða. Félagið Skjaldborg. Hið ísl. prentarafélag. Iðja, félag verksmiðjufólks. Sveinafélag húsgagnasmiða. Sveinafélag skipa smiða. A.S.B. afgreiðslustúlkur i brauða- og mjólkurbúðum. Mjólk urfræðingafélag íslands. Félag starfsfólks í veitingahúsum, Sjó- mannafélag Reykjavíkur (vegna háseta og kyndara). Verkakvenna fél. Framsókn (aðalsamningur og ráðskonur í mötuneytum). Ekki synjað um brottfararleyfi ÓLAFUR BRIEM, Bergþórugötu 11, hringdi til blaðsins vegna fréttar, sem birtist í gærmorgun. Sagði þar, að kona hans, sem er rússnesk, hefði ekki fengið brottfararleyfi frá Ráðstjórnar- ríkjunum. — Ólafur sagði, að um slíkt leyfi hefði aldrei verið sótt, m. a. af þeirri ástæðu, að kona hans ætti ólokið námi. Hins veg- ar vonaðist hann til, áð hún myndi koma til íslands í septem- ber eða október n. k. — Ölafur sagði, að lög þau, er um skeið voru í gildi í Sovétríkjunum, og bönnuðu þarlendum borgurum að fara úr landi, þótt þeir væru giftir útlendingum, hefðu verið afnumin fyrir nokkrum árum. Ú tvarpsskákirnar VILLA var í blaðinu í gær, er sýnd var staðan á 2. borði í út- ’varpsskákkepni Reykvíkinga og Akureyringa. Hvíta drottningia átti að vera á e2 og hvítt peð á f2. — 1 gær voru þessir leikir birtir: 1. borð (leikur Reykvík- inga): Hd8—f8. 2. borð (leikur Reykvíkinga): Hb2—b4. Staðan í skákunum er nú þann- ig: ★ 1. borð. Hvítt: Akureyringar (Júlíus Bogason - Jón Ingimarss.) Svart: Reykvíkingar (Eggert Gilfer - Haukur Sveinss.) ABCDEFGH 2. borð. Hvítt: Reykvíkingar (Stefán Briem - Jónas Þorvaldss.) Svart: Akureyringar (Oddur Árnas. - Ól. Kristjánss.) ABCDEFGH Kalt vor á Hólsfjöllum effir harðan vetur Fegurðnrsamkeppnin endurtekin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.