Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 8
8
MORCVNBT. 4 ÐIÐ
Sunnudagur 11. maí 1958
Landssambönd launþeg-
anna eiga að mynda
Alþýðusamband íslands
Samtal við Sverri Hermannssan, formann
Landssambands íslenzkra verzlunarmanna,
um skipulagningu verkalýðsfélaga á
Norðurlöndum o. fl.
Hér sést yt’ir hluta af háskólahverfinu í íþöku.
Próf. Einar Ól. Sveinsson nýkominn
heim úr Bandaríkjaför
Rœtt við hann um íslenzkukennslu
vesfra o. fl.
PRÓFESSOR Einar Ól. Sveins-
son er nýkominn heim úr ferð til
Ameríku, en þangað fór hann í
boði Bandarxkjastjórnar og
fræðsluráðs Bandaríkjanna. í för
með próf. Einari var frú Krist-
jana kona hans. Þau hjón lögðu
af stað héðan 27. febr. sl. og ferð-
uðust í rúma tvo mánuði um hið
víðlenda ríki.
í stuttu samtali við fréttamann
Mbl. sagði próf. Einar, að sam-
kvæmt boðinu hafi hann átt að
hitta starfsbræður sína að máli.
Mér þótti það orðalag ágætt,
sagði hann, því að í því fólst að
mér var gefið undir fótinn að
vera ekki þegjandi allan tímann.
Það kom líka í Ijós, að ég var
beðinn um að flytja fyrirlestra
við marga háskóla, sem ég kom
til. Á þessu ferðalagi mínu kynnt
ist ég mörgu og heyrði margt,
m. a. kynntist ég nokkuð kennslu
þar vestra í islenzku og norræn-
um málum. Sýndist mér áhugi
vera allmikill á þessum efnum
og í sumum háskólum lögðu þó
nokkuð margir nemendur stund
á islenzkunám. Það er bersýni-
legt, að margir kennararnir eru
áhugamenn og hafa haldið uppi
kennslunni af dugnaði.
Um ferðalagið sjálft sagði
prófessorinn: Við hjónin fórum
fyrst til Washington, þar sem
ferðaáætlun okkar var gerð.
Washington er fögur borg með
miklu blómskrúði á sumardegi;
skipulag hennar er með einkenni-
lega frönskum blæ. Þar hittum
við fjölda íslendinga, og eiga þeir
heldur en ekki hauk í horni þar
sem ambassadorshjónin og sendi-
ráðið er, og mikillar gestrisni og
hjálpar nutum við af þeim hjón-
um. Frá Washington fór ég
beint til Berkeley-háskóla á
Kyrrahafsströnd. í þeim háskóla
hefur um nokkurt skeið verið
allmikil kennsla í norrænum mál
um, þar á meðal íslenzku. Sögu-
klúbbur starfar þar, og eru Is-
lendingasögurnar iesnar á frum-
málinu. Yfirleitt má segja, að
íslenzkunám standi þar með tals-
verðum blóma. San Francisco er
óvenjuskemmtileg borg, gædd sér
stökum töfrum, með nokkrum
suðrænum og austrænum blæ.
Þar hitti ég allmarga íslendinga,
enda eru þeir tiltölulega fjöl-
mennir á þessum slóðum. í Bei'k-
eley flutti ég íyrirlestur, en hélt
síðan til Grand Forks í Norður-
Dakota. Á ieiðinni gafst mér tæki
færi til að staldra við í Spanish
Fork í Utah, þar sem hópur ís-
lendinga nam land íyrir öld. Þar
hefur verið reist minnismerki
um þessa fyrstu landnema. Það
er í líkingu vita með víkingaskipi
á. og svo eru nöfn landnemanna
allra letruð á sérstaka plötu. Ég
var staddur þarna uppi á háslétt-
unni í slydduveðri og fannst á-
takanlegt að sjá þessi hreinu ís-
lenzku nöfn á þessum fjarlægu
sióðum. — í Grand Forks hittum
við dr. Richard Beck, og tóku
þau hjón okkur prýðisvel. Þar
flutti ég fyrirlestur. Beck fór síð-
an með okkur til Winnipeg, þar
sem ég flutti tvo fyrirlestra, ann-
an á ensku, hinn á íslenzku. Voru
þeir fluttir á vegum Manitóba-
háskóla og Þjóðræknisfélagsins.
Við skruppum einnig til Gimli,
þar sem er alkunnugt elliheimili
Vestur-íslendinga, og eru 65
gamlir íslendingar þar saman
komnir. Þótti mér átakanlegt að
hitta þetta gamla fólk.
— Af hverju helzt?
Prófessor Einar Ól. Sveinsson.
— O, það talaði svo góða is-
lenzku. Það var enginn útlendur
hreimur, það var alveg eins og
talað var í sveitinni um aldam ít.
Þarna lék konan mín nokkur l'ig
íyrir vistmenn. Þeir þekktu ekki
nýju lögin, en þegar hún lék
gömul lög eins og Eldgamla ísa-
fold eða Ó, fögur er vor fóstur-
jörð, þá glumdi söngurinn.
Frá Winnipeg héldum við txi
Madison í Wisconsin, og flutti ég
þrjá fyrirlestra þar. Þar er ágæt-
ur norrænufræðingur og íslands-
vinur, Einar Haugen, og þótti
mér mjög skemmtilegt að heilsa
upp á hann. Háskólinn í Madison
er gríðarlega st’r. Á þessum slóð-
um er mjög sumarfagurt. Þar
býr margt fólk af norrænu bergi
brotið. — í Chicago flutti ég einn
fyrirlestur, en síðan héldum við
til New York, Baltimore, þar sem
próf. Stefán Einarsson tók okkur
tveirn höndum, og loks til Iþöku,
þar sem Jóhann Hannesson er
bókavörður og háskólakennari.
Þar hitti ég einnig Halldór Her-
max.nsson, og hafði mikla ánægju
af. Hann hefur ekki gleynt gamla
landinu sínu, það er víst. Cornell
háskóli er á ljómandi fallegum
stað, í brekku með gljúfrum sitt
hvorum megin við háskólaióðina.
Þar er líka Fiske-safnið og er
Jóhann bókavörður þess, og hef-
ur hann gefið út mikil bókfræði-
leg rit, eins og kunnugt er. Ég
flutti fyrirlestra bæði í Baltimo. e
og Cornell.
— Hvað um New York?
— Þar var mjög gaman að
staldra við, sagði próf. Einar. Það
er mikil borg. Þar er margt að
sjá, bæði fagurt og ljótt. Þar
komum við i.okkrum sinnum í
leikhús og sáum ieiksýnir.gar,
t. d. nýtt leiki it eftir ungan brezk
an höfund, John Osborne. ,,Look
back in ange.r". M.ióg bafð, ég
gaman að sjá Deiglu Millers
sýnda án aiira leiktjaM.i. Það er
oft, að leiktjöid og 'eiksviðstækni
dregur athygli frá sjálfum leikn-
um, en þarna var ekkert, til að
trufla. Leiksýmngin stóð eða féll
með því, hvort leikið var vel eða
illa. Og þarn-a tókst allt prýðilega.
Þar með er ég ekki að segja, að
ég skammaðist mín ncitt fyrir
frammistöðuna í Þjóðleikhúsinu
á sínum tíma. — í New Y'ork
hafði ég líka tækifæri til að
horfa allmikið á sjónvarp. Það
leizt mér ekki á.
— Komuð þið víðar?
— Nú er senn úti sagan. Við
komum enn til Harvard. Það
er gamall háskóli í útborg frá
Boston, með heillandi blæ, minn-
ir á enska háskóla. Þar hefur
lengi verið íslenzkukennsla og
allmargir nemendur. Þeir hafa og
gott íslenzkt bókasafn. Þar fluttx
ég fyrirlestur á ársfundi vísinda-
félags, sem ég er í (Mediaeval
Academy of America).
Um hvað fluttuð þér aðallega
fyrirlestra?
— Þeir fjölluðu allir um íslenzk
efni, flestir um íslendingasögur.
Það virtist sem menntaðir menn
þar í landi hefðu mikinn áhuga
á að heyra um þau efni.
— Og hverníg voru svo fyrir-
lestrarnir sóttir?
— Þeir voru vel sótt.ir Ég
nefni sem dæmi að í Berkeley,
voru áheyrendur um 130 Þess
verður að gæta, að fyrirleslrarnir
voru fluttir innan háskólanna. Ég
fékk ágæta áheyrn. Ég vil skjóta
því hér inri í. að í mörgum há-
skólum vestra er kennsla í al-
þjóðlegum bókmenntum. Bregzt
það þá ekki, að þegar farið er
yfir fornaldar og miðalda bók-
menntir, svo sem Homer og
Dante, eru líka lesnar íslenzkar
fornbókmenntir, t. d. Islendinga-
sögur og Eddukvæði, en þá auð-
vitað í þýðingum.
— Móttökur í Bandaríkjunum?
— Voru með ágætum. Allir,
sem þar íara um, kannast við
gestrisni þeirra, og fórum við
ekki á mis við hana. Og fótkið,
sem ferðam&ðurinn hittir á fórn-
um vegi, hjálpsemi þess og glað-
1/ndi, gevir ferðina þægilega og
skemmti.ega.
SVERRIR Hermannsson, fram-
kvæmdastjóri Verziunarmanna-
félags Reykjayíkur og formaður
Landssambands íslenzkra verzl-
unarmanna (LÍV) er nýkominn
heim úr mánaðarferðalagi til
Noregs og Danmerkur, þar sem
hann kynnti ser sxarfshætti og
skipulag verkalyðssamtakanna á
Norðurlöndum, sér í lagi samtaka
skrifstofu og verzlunarmanna.
Hann fór utan í boði Tækniað-
stoðar Bandaríkjanna (ICA) fyr-
ir milligöngu Iðnaðarmálastofn-
unar Islands.
í Ósló dvaldist hann í hálfan
mánuð á vegum Fræðslustofn-
unar verkalýðsfélaganna (Ar-
beidernes Oplysningforbund) —
í samtali við fréttamann Morg-
unblaðsins sagðist Sverrir Her-
mannsson einkum hafa kynnt séi
skipulag og starfshætti verzlunar
mannasamtakanna í Noregi. Það
sem mér fannst einna athyglis-
verðast, sagði hann, er það, að
norsku verzlunarmannafélögin
ná ekki til eins mikils hluta starf
andi verzlunarmanna, eins og hér
á landi, og er Landssamband
þeirra þó orðið hálfrar aldar
gamalt. Þrátt fyrir það eru þetta
mjög sterk samtök og óhæ*t að
fullyrða, að þau séu næst-öflug-
ustu launþegasamtök Noregs. Þá
er þess að geta, hélt hann áfram,
að þar i landi hefur landssam-
bandið (Handels og kontorfunk-
sjonærenes forbund) með hönd-
um kaup- og kjarasamninga fy '-
ir allt landið og eru samningar
þar gerðir til miklu lengri tíma
en hér tíðkast, eða allt til tveggja
ára, og skapar það að sjálfsögðu
meiri festu í kjaramálin. Hér á
landi er það svo, að hvert ein-
stakt verzlunarmannafélag hefur
með höndum samningsgerð á sínu
félagssvæði. — Allt er gert til
þess að verzlunarmannafélögin í
Noregi séu sem öflugust og starf-
semi þeirra sem víðtækust. Má
þar m.a. geta þess, að ársgjöld
karla og kvenna eru kr. 144.00
(norskar). Þetta tiltölulega háa
gjald gerir félaginu kleift að
mynda nauðsynlega sjóði. svo
sem atvinnuleysistryggingarsj óð'
verkfallssjóði o. s. frv.
Verkalýðssamtökin í Noregi
hafa lagt höfuðáherzlu á að upp-.
lýsa félagsmenn sína og verja
til ’þess háum fjárhæðum árlega.
Á þetta við um allar greinar t •
vinnulífsins og þykir mjög nauð-
synleg starfsemi þar í landi, ekki
aðeins fyrir launþegasamtökin og
launþega sjálfa, heldur einnig
fyrir atvinnulífið í heild, vinnu-
veitendur sem vinnuþiggjendur.
Um skipulagningu launþega-
samtakanna er það að segja, í
stórum dráttum, að sérgreinafé-
lögin mynda með sér landssam-
band, siðan mynda þessi sam-
tök það sem við mundum kalla
alþýðusamband. Hafa malin þró-
azt í þessa átt á löngum tima,
og að mínu áliti er þetta tví-
mælalaust það skipuiag, sem á
að taka upp hér á landi. Bendir
og ýmislegt til þess að þess verði
ekki langt að bíða að þróunin
gangi í sömu átt hér, t.d. nýstofn-
að Landssmaband ísl. verziunar-
manna og Sjómannasamband ís-
lands.
Frá Noregi fór Sverrir Her-
mannsson til Danmerkur sömu
erinda. Hann kvað óþarft að fjöl-
yrða um þá för, þar sem þessum
málum er líkt varið í báðum lönd
unum, en þó hygg ég, sagði hann.
að Norðmenn séu kommr neldur
lengra hvað snertir skipulag
verkalýðssamtakanna.
Að lokum sagði Sverrir Her-
mannsson, að öfugþróunin í þess-
um málum hér á landi væri
hryggileg staðreynd. Hér væri
verkalýðnum beitt fyrir plóg á-
kveðinna pólitískra flokka, cn á
Norðurlöndum beittu verkalýðs-
samtökin stjórnmálaflokkunum
fyrir smn plóg.
Þess má að lokum geta, að
félagar í Landssambandi "erzl-
unarmanna eru nú orðir.r 4000
að tölu. Starfandi eru 12 féiög
viðs vegar um landið. Á hæst-
unni verða stofnuð 4 ný félog. I
Sverrir Hermannsson
Vestmannaeyjum, Norður-Þing-
eyjarsýslu, Húsavík og ökaga-
fjrði (Sauðárkrók). I dag hefst
hér í Reykjavík fundur fullskip-
aðrar stjórnar Landssambands'ns.
Er hún skipuð 17 mönnum, 9
úi Reykjavík og nágrenni „g 2
úr hverjum landsfjórðungi. Á
fundinum verða rædd hagsmuna-
mál verzlunarmanna, svo sem
kjara-, lífeyrissjóðs-, fræðslumál
og fleira.
Fundur um
leikgagnrýni
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 30.
apríl sl. fóru fram umræður í
Listamannaklúbbnum hér I bæ
um leikdóma. Var fundurinn hald
inn í Baðstofunni í Naustinu, en
þar er klúbbur þessi til húsa.
Þar töluðust við, leikarar og leik-
gagnrýnendur.
Hafði Sigurður Grímsson fram
sögu fyrir hina síðarnefndu, en
Haraldur Björnsson flutti fram-
söguræðu íyrir hönd leikaranna.
Byggði hann ræðu sína aðal-
lega á þrem þáttum í starfi leik-
dómendanna:
1) Viðhorfi þeirra til leikaranna
og starfs þeirra. 2) Afstöðu þeirra
til lt ikhússins sem menningar-
stofnunar. 3) Viðhorfi leikdóm-
andans til leikhúsgesta, og alls
almennings í landinu.
Eftir að þessar tvær ræður
höfðu verið fluttar, voru frjálsar
umræður um þessi mál. Voru þær
allar hinar fjörugustu og mjög
skemmtilegar.
Ásgeir Hjartarson og Sigurður
Grímsson héldu uppi vörn fyrir
gagnrýnendurna gegn Arndísi
Björnsdóttur og Haraldi Björns-
syni, sem aðalléga voru í sókn
fyrir leikarana. Annars var sótt
og varizt frá báðum hliðum.
Mun þetta vera í fyrsta sinn,
sem slíkar umræður fara íram
opinberlega hérlendis.
Aðsókn var meiri en husrúm
leyfði, að þessum nýstárlega
iundi.