Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 11. maí 1958 Steypuhrœrivél ÓSKASX TIL KAUPS. Tilboð merkt: „Steypuhrærivél" — 8255 sendist afgr. Mbl. Verkamenn Vantar 20—30 verkamenn til bygginga- og jarð- vinnustarfa í sumar. Uppl. í Eignabankanum h.f., Víðimel 19 frá klukkan 5—8 e.h. Upplýsingar ekki gefnar í síma. IUótavír Verð pr. kg. kr. 16.13 H. Benediktsson H.f. Lóugötu 2 — sími 11228 iai SKÁK 111 EINVÍGIÐ um heimsmeistara- tignina hefur nú staðið yfir frá 4. marz, og lýkur væntanlega um 10. maí. Þetta er í þriðja sinn sem þeir JBotvinnik og Smyslof leiða saman hesta sína. í fyrsta skiptið 1954 og lauk þeirri viðureign með jafntefli. 1957 var Smyslof einnig áskorandi Botvinniks og kom mjög vel þjálfaður til keppninn- ar, enda sigraði hann nokkuð örugglega. í þessari þriðju keppni þeirra er það Botvinnik sem kemur á óvart með því að hafa horfið algjörlega frá Frönsku-vörninni og tekið upp sókndjarft afbrigði í Caro-Can. 1. e4, c6. 2. d4, d5. 3. Rc3, dxe4. 4. Rxe4, Rf6. 5. Rxf6f, gxf6. Honum hefur vegnað vel með þeta afbrigði, enda eru Franska-vörnin og Caro-Can all- skyldar byrjanir. Smyslof virðist aftur á móti ekki hafa gengið heill til skógar í þessu einvígi og hefur tvisvar lagzt veikur. í nokkrum skákum hefur hann leikið slæma fingurbrjóta, sem ekki myndu koma fyrir hann undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar 21 skák var lokið hafði Botvinnik hlotið 12 vinninga, en Smyslof 9. Smyslof verður því að vinna 3 síðustu skákirnar, ef honum á að takast að halda hin- um virðulega sessi: „Bezti skák- maður heims“. 22. skák. Hvítt: M. Botvinnik. Svart: V. Smyslof. Hollenzk vörn. 1. d4, f5. (Þegar þessi skák er tefld hafði Botvinnik 12 y., en Smyslof 9. Eins og við sjáum af þessum tölum verður Smyslof að sigra í þrem síðustu skák- unum. í þessari skák vegur Smyslof með vopnum Botvinniks, sem sé hollenzku-vörninni, en slíkar bardagaaðferðir gefast oft vel þegar spenna keppninnar hef- ur náð hámarki.) 2. g3, Rf6. 3. Bg2, e6. 4. Rf3. Be7. 5. 0—0, 0—0. 6. c4, c6. 7. Rc3. (Marg ir hafa meiri trú á uppbygging- unni 7. Rbd2 og Re5, Rdf3.) 7. — -— d5. 8. Bg5‘. (Einnig er 8. Bf4 álitlegur leikur.) 8. — — Rbd7. 9. e3. (Botvinnik byrjar nú rólegar hernaðaraðgerðir til tryggingar stöðu sinni, en meira í anda við þá stöðu, sem hann hefur byggt upp, er 9. Dd3 og Habl ásamt b4, b5.) 9.------De8. 10. Dc2, Kh8. 11. Re2, h6. 12. Bxf6, Bxf6. 13. cxd5, exd5. 14. Rf4 (?) (Tilgangur þessa leiks er ákaflega torskilinn. Sjálfsagt virðist 14. b4.) 14.-----g5. 15. Rd3, IIg8. 16. Dc3, Be7. 17. Rfe5, Rf6. 18. f3, Be6. 19. Rc5(?) (Bot- vinnik hefur fengið lakari stöðu í fyrrihluta miðtaflsins, og hyggst nú draga úr kóngssóknar- möguleikum andstæðings síns með uppskiptum, en erfitt hefði l orðið fyrir Smyslof að brjóta sér leið á kóngsvæng eftir b4.) ABGDEFGH ABCBEFGH 19. — — Bxc5. 20. Dxc5. (Hér var dxc5? vafasamt vegna Kg8 og Re5 missir fótfestu.) 20. — — Rd7 (!) (Menn ættu að athuga vel gildi þessa leiks. Re5, sem er búinn að vera svörtum óþægur ljár í þúfu síðan í 17. leik, verð- ur nú skyndilega að hverfa af sjónarsviðínu vegna mistaka hvíts í 19. leik.) 21. Rxd7, Dxd7. 22. Hael. (Jafnvel núna er eðli- legast að leita fyrir sér um gagn- sókn með 22. b4.) 22.-------Hg7. 23. Hf2, b6. (Síðasti leikur svarts miðar að því að losa Ha8.) 24. Dc3, Dd6. (Leikið til þess að geta valdað c6 með Bd7.) 25. Hc2, Bd7. 26. b4. (Að síðustu kom hinn lang þráði leikur!) 26.-------h5. 27. Khl, h4. 28. gxh4, gxh4. 29. f4. (Annars léki svartur f4, sem væri eyðileggjandi fyrir hvítan.) 29. ------Hag8. 30. Bf3, Be8! (Vel leikið. Biskupinn skal fylgja stór- skotaliðinu í sókninni.) 31. Dd2. (Hccl dugar ekki vegna 31.------- Dh6. 32. Hgl, Bh5!) 31.-----Dh6. 32. De2, h3. 33. Hccl, Hg2! ABCDEFGH 33..... Hg2. 34. Bxg2. (Hvítur hefur ekki I önnur hús að venda.) 34. — — Hxg2. 35. Df3, Dh4. 36. b5. (Síð- ustu fjörbrotin.) 36.----Bh5. 37. Dxg2. (Hvítur gat eins vel gefizt upp. Ef 37. Dfl þá Hf2.) 37.----- hxg2f, 38. Kgl, c5 og hvítur gaf. I LESBÓK BARNAfc. rA TESBÓK BARNANNA 3 og nornin Leikrit í fjónim þáttum eftir Astrid Ohlsson, 11 ára. FYRSTI ÞÁTTUR Konungsböllin. Kóngurinn og drottningin eru á svið- inu. Prinsessan kemur þjót- andi inn í salinn. Prinsessan: Mamma, mamma, veiztu hvað veðrið er gott í dag? Má ég ekki fá að fara út í skóginn? Mér leiðist svo að verða að hanga heima og geta ekkert leikið mér. Drottningin: Auðvitað mátt þú það, vina mín, en þú verður að gæta þess að ganga eftir stign um, svo að þú viílist ekki í skóginum. Kóngurinn: Og komdu ekki of seint heim. Prinsessan: Þú getur ver- ið rólegur, pabbi, því lofa ég þér. (Dansar út). Gaman, gaman, hæ, hæ! ANNAR ÞÁTTUR Skógur. Galúranorniii geng- ur yfir sviðið og felur sig bak við stórt grenitré. Hún hlær tröllslega. ~ Prinsessan: (gengur hægt inn á sviðið og syngur) „Sig bældi refur und bjarkarrót, úti í skógi, ' úti í skógi, tra, la, la, la — — — Nornin: (kemur þjótandi grípur prinsessuna og öskrar) Loksins tókst mér þó að ná í þig, ha, ha, ha! Prinsessan: Slepptu mér, slepptu mér, þú meiðir mig, andstyggilega galdrakerling. Nornin: Ha, ha, ha, þú verður nú að koma með mér, hvort sem þér lík- ar betur eða verr. Ég ætla að hafa þig til miðdegisverðar. Ha, ha, og namm, namrn. Prinsessan: Ég vil ekki verða miðdegismaturinn þinn. (Nornin ' dregur hana með sér út af svið- inu). ÞRIÐJI ÞÁTTUR Eldhúsiö hjá norninni. Stór bakaraofn með gríðarstórri hurð, sem hægt ej að opna og loka, Nornin dregur prinsessuna inn. Nornin: Ojamm, ojæja, þá þarf ég nú að gá í matreiðslubókina mína til að sjá, hvernig er bezt að meðhöndla þig. Þú hlýtur að vera reglu- legur konungsmatur, ha, ha, ha! (Nornin dregur fram stóra bókarskræðu og flettir blöðum. Les): Steikist við háan hita í átta stundir: Bæta má réttinn með ormajafn- ingi og froskasósu. — Namm, namm! Prinsessan: Hu, hu, og ég, sem er svo hrædd við froska. (stappar) Reynd ar vil ég alls ekki verða miðdegismaturinn þinn. Nornini'Þegiðu, stelpu- skjáta. Hvað varðar mig um, hvað þú vilt. (Norn- in tekur fram gríðar stóran bakka og opnar ofnhurðina) — Svona, leggstu nú hérna niður og vertu ekkert að spriklá. (Hún rennir prinsessunni inn í ofn- inn og ætlar svo að fara að kveikja upp eldinn). Æ, æ, hef ég þá ekkert brenni hérna. (Hún fer út. Hirðfíflið kemur inn. Skimar skrihgilega í all- ar áttir) Hvar skyldi nú prinsessan geta vér- ið? (Snýr sér að áhorf- endum) Hafið þið séð hana? Nornín skyldi þó aldrei vera búin að eta hana. Ó, ó, nú keraur kerlingin, bezt að fela sig. (Hann felur sig und ir borði. Nornin kemur inn með brehni, leggur það í ofninn og þykist kveikja í). Nornin: Nú verð ég að sitja og bíða (andvarp- ar) Ekki dugar að sofna. (Hún fer strax að hrjóta. Fíflið kemur inn). Fíflið: Nú er tækifærið að bjarga prisessunni meðan galdrakerlingin sefur. (Hann opnar ofn- dyrnar, dregur prinsess- una út. Síðan bar hann hana heim í höllina). FJÓRÐI ÞÁTTUR Hallarsalurinn. Kóngurinn gengur um gólf. Drottning- in grætur. Fíflið ber prins- essuna inn. Drottningin: Ó, elsku, hjartans barnið mitt. Loksins hefi ég aftur fengið þig til mín. (Snýr sér að fíflinu) Nú skalt þú fá þin laun. Þú skalt verða foringi í konung- lega lífverðinum og héð- an í frá skaltu búa í gullna húsinu úti í hall- argarðinum. TJALDIÐ. Verðlaunin í skrítlusam- keppninni. LESBÓKINNI hafa bor- izt mörg bréf frá ykkur með atkvæðum um, hverj ar væru beztu skrítlurn- ar í skrítlusamkeppninni. Við þökkum ykkur öíí- um kærlega fyrir bréfin og bírtum hér úrslitin í samkeppninni, en þau urðu þessi: 1. verðlaun, bækur fyr- ir 175 kr. Skrítla ’nr. 5, send af Jakobinu B. Sveinsdóttur, 10 ára, Héið argerði 59, Reykjavík. ' 2. verðlaun, bækur lyr- I A ir 125 kr. Skrítla nr. 64, send af Sigríði J. Tyrf- ingsdóttur, írafossi, Grímsnesi, Árn. 3. verðlaun, bækur fyr- ir 100 kr. Skrítla nr. 100, send af Ágústi Guðmunds syni, Tómasarhaga 44, Reykjavík. 4. verðlaun, bækur fyr- ir 50 kr. Skrítla nr. 76, send af Kristínu E. Sig- steinsdóttúr, 12 ára, Blika stöðum, Mosfellssveit. 5. verðlaun, bækur fyr- ir 50 kr. Skrítla nr. 99, send af Gunnhildi, 12 ára, Hveragerði. Lesbókin óskar ykkur, sem fengið hafið verðlaun in, til hamingju með úr- slitin, um leið og hún færir ykkur og öllum öðr- um, sem sendu skrítlur í samkeppnina, beztu þakk ir. Nú skuluð þið fljótlega ákveða, hvaða bók, eða bækur þið óskið ykkur að fá fyrir þá upphæð, sem þið hafið hlotið j verðlaun. Skrifið Lesbók- inni síðan sem fyrst og sendið óskalistann. Bæk- urnar verða sendar til ykkar í pósti. Með beztu kveðju. Lesbók barnanna. Ráðningar úr síðasta blaði Krossgátan: Lárétt: 1 súld —: 3 sauð. Lóðrétt: 1 sósa ■— 2 laug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.