Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 9
Súnnudágur 11. maí 195fc UORGinSBLAÐIÐ Öll verk Einars Benediktssonar eru úrvalsrit Stutt andsvar til Þóris Bergssonar UNDANFARNA mánuði hafa birzt í Morgunblaðinu vikulegir þættir undir fyrirsögninni „Hlust að á útvarp“. Höfundur þessara þátta er Þorsteinn Jónsson, sem flestir íslendingar kannast þó bet- ur við undir nafninu Þórir Bergs- son, sá hinn sami, er undanfarna áratugi hefir glatt okkur með fjölmörgum smásögum, vel gerð- um að efni og rituðum á óvenju- lega fáguðu íslenzku máli. Útvarpsþættir Þóris Bergsson- ar hafa og orðið vinsælir, og mjög að verðleikum, þótt menn séu að sjálfsögðu ekfei ævinlega sammála þeim skoðunum, sem þar eru fram settar. Þessu marki eru öll mannanna verk brennd, einnig hin beztu þeirra. Og það er við þennan útvarps- þátt Morgunblaðsins, er þar birt- ist hinn 16. apríl sl., sem ég hlýt að gera stutta athugasemd. 1 þess- um þætti segir Þórir Bergsson svo m. a. er hann ræðir um Einar Benediktsson af tilefni dagskrár Blaðamannafélagsins í Ríkisút- varpinu: „. . .Einar Benediktsson þekkti ég allvel löngu síðar. Hann var eitt mesta stórskáld sinnar sam- tiðar. Undarlegt er að í úrvaii því er Aim. bókafélagið gaf út af ritum hans skuli sleppt einu stór- felldasta kvæði hans sem flestir kunna. Á ég þar við kvæðið Dag- urinn mikli. Hljóta þar einhver persónuleg viðhorf útgéfenda (þeirrá er völdu kvæðin) að ráða en ekkl dómgreind. Um kvæði þetta flutti eitt sinn, einn gáfað- asti maður, er ég hef þekkt, fyrir • lsetur og ég tel víst að um speki þá er fólgin er í kvæðinu mætti skrifa heila bók.“ Þessari hreinskilnu gagnrýni get ég ekki látið ósvarað með öllu, þar sem ég valdi að mestu efnið í Sýnisbókina, sem Þórir Bergsson gerir hér að umtalsefni. Margs þarf að gæta við val efnis í bók sem þessa, og engum eru þau vandkvæði Ijósari en mér. í grein, sem ég skrifaði í MOrgunblaðið hinn 21. maí 1957, þar sem nokkuð var rætt um næstu verkefni í sambandi við varðveizlu minningar Einars Benediktssonar, er m. a. vikið að útgáfu úrvals af verkum skálds- ins, og minnt á, að val efnis í slíka bók væri mjög vandasamt, þar sem svo mætti að orði kveða, að í heild væru verk Einars Benediktssonar valið efni. Með þessa staðreynd í huga var því bókinni einmitt gefið nafnið Sýnisbók, en ekki Úrvalsrit. Hins vegar gat bókin með engu móti orðið stærri, ef auðið skyldi að láta félögum Almenna bókafé- lagsins hana í té sem félagsbók. Margt varð því að fella niður, sem æskilegt hefði verið að birta, en megintilgangurinn með útgáf- unni var að „gefa sem fjölbreyti- legasta mynd af skáldskap Einars á öllum skeiðum ævi hans“, svo sem segir orðrétt í formála Bjarna Benediktssoaar, formanns Almenna bókafélagsins, fyrir út- gáfunni. Ég er í bezta lagi sammála Þóri Bergssyni, um að Dagurinn mikli sé merkilegt kvæði, og þykir mér síður en svo í frásögur færandí, þótt gáfaður maður hafi eitt sinn haldið fyrirlestur um þetta kvæði. öll, eða velfleat kvæði Binars Benediktssonar eru ein- mitt þannig gerð, að þau má ræða og rýna takínarkalítið. Hver vísa, og jafnvel hver hending þeirra, gefur tilefni til skiptra skoðana. Þessi kvæði eru eins og gim- Steinninn: litir og ljósbrot eru þar óteljandi. Og sannspurt hefi ég, að ræða hafi verið flutt um eitt erindi úr einu af kvæðum Einars (Skuggar), og tæplega er nú svo prédikun flutt, að ékki séu þar einhvers staðar tilfærð spekimál Einars Benediktssonar til nánari skýringar hinum heilögu fræðum. Nei, það eru engin tíðindi, þótt erindi hafi verið flutt um eitt kvæði eftir þetta skáld. Hins vegar verður að segja eins og er, að allt fram á síðari ár hafa bækur Einars ekki náð þeirri útbreiðslu sem verðugt væri. Þannig tók það 12 ár að selja fyrstu útgáfu „Hvamma" (1200 eintök), er út kom Alþingishá- tíðarárið 1930. Bók þessi geymir þó mörg hinna þróttmestu kvæða Einars Benediktssonar, og próf. Sigurður Nordal hefir komizt svo að orði í merkilegri ritgerð um skáldið, að þessi bók væri í raun og veru undrið í lífi þess. Skoð- unin um, að verk Einars væru lítt við alþýðuhæfi, hefir þannig löngum átt sér djúpar rætur. Útgáfufélagið Bragi, er hefir með höndum umsjón með útgáfu á verkum Einars Benediktssonar, tók því tveim höndum tilboði Almenna bókafélagsins um sam- starf til að útbreiða verk hans með íslenzku þjóðinni. Almenna bókafélagið vandaði og mjög til útgáfu bókarinnar, sem er skreytt listaverkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Er útgáfa Sýnisbókarinnar mesta átak sem til þessa hefir verið gert til þess að útbreiða verk Einars Bene- diktssonar á Islandi, en bók þessi er nú til á meira en 7000 íslenzk- um heimilum. Til þess að lesendur Sýnisbók- árinnar, þeir er ekki eiga önnur verk Einars Benediktssonar, geti sem auðveldlegast myndað sér skoðun á þessu máli, birtist hér Einar Benediktsson kvæðið „Dagurinn mikli" í heild, en þetta égæta kvæði er tilefni orðaskipta okkar Þórir Bergsson- ar. Og nú vildi ég mega biðja hann að segja til um, hvaða kvæði hann álíti að hefði átt að fella niður við val efnis í Sýnis- bókina, til að geta í staðinn birt þetta athyglisverða kvæði, en eins og áður getur, er bókin í nú- verandi stærð á yztu mörkum þess, sem framkvæmanlegt var. í upphafi gagnrýni sinnar, og sem áður var vitnað til, segir Þórir Bergsson, að Einar Bene- diktsson hafi verið eitt mesta stórskáld sinnar samtíðar. Ekki er ég heldur hinum mikilsvirta andstæðingi hér sammála. Því ég tel, að Einar Benediktsson hafi verið, og með yfirburðum, mesta skáld sinnar samtíðar, en eitt mesta skáld sem Island hefir fóstrað frá upphafi vega. Og slíka er ævinlega gott að muna. Magnús Víglundsson. DAGURINN MIKLI Hann liggur á börum við línið bleikt. Ljósið blaktir dapurt og veikt. Hreysið er kyrrt. Þar er helgi og friður, því heimurinn á ekki til neina kvöl, sem getur nagað náinn á fjöl. Nóttin er mild. Enginn vakir nje biður. Daglauna öreigi’ er dauður í kvöld. Hann dó til að borga öll lífsins gjöld. Nú fær hann að stara með stirnuð beinin. — Hann stóð opt og blíndi, af því komu meinin. Á brjóstinu hvílir helföl og köld höndin, sem alltaf sló vankant á steininn. Nú sjer hann, »ú sjer hann hvolfsins hjúp sem hafborð um iðustraumanna djúp; þar himna af kraptanna hvíld sig vefur um heila guðs — sem á þekking sín sjálfs; sem var og er allt milli auðnar og báls, sem elskar og skilur og lífið gefur. Nú sjer hann, nú sjer hann hvað eilífðin er, ódauðleg sjón i guðs minninga her. Nú skilur lífsfangi líkamans hvíta, hvað ljett er, án dauða, hlekkinn að slíta, því moldin á ekkert, sem andinn sjer, en allt er dautt, sem guð vill ekki líta. Nú lítur hann augum hið almáttka vald. Eilífðar kyrrð býr hans höfuðfald. Vetrarbrautin er belti’ um hans miðju, en blindninnar nótt er skör við hans stól. Hjartað er algeimsins sólnasól þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju. Hans þanki er elding, en þruma hans orð. Allt þiggur svip og afl við hans borð. Stormanna spor eru stillt í hans óði; stjarnanna hvel eru korn í hans blóði. Hans bros eru geislar, og blessuð hver stOrð, sem blikar af náð undir ljósSins sjóði. Og guð horfir inn gegnum heimanna heim; til hans lítur allt í veraldargeim. Fra engilsins sál i»n í kristallsins kjarna er kraptanna spil hans eigið líf — en allt sem er synd og kvöl og kíf það kastast á brott, eins og hrapandi stjarna. Þó holdið sjálfu sjer hverfi sýn, þó hismið vinni sjer dánarlín, er lífið sannleikur, dauðinn draumur. Hjá drottni finnst. hvprki kvein eða glaumur. En volduga aflið, sem aldrei dvín, er iðandi, blikandi ljósvakans straumur. Nú skynjar haim allrar sköpúnar þrá og skelfing, við bláloptin ómælis há. Hver lifsneisti inn í efnið blásinn á sjer þess takmörk og skipar þess rúm, langt eða skamt, ber sitt ljós í þess húm, uns lýkur guðs ætlun og fullgjörð er rásin. En stærðirnar hverfa hjá lífsins lind; þar ljúkast upp augun hálfskyggn og blind, því veran, sem knýr allan veraldarsveiminn, veit af sjer einni um sólkerfa geiminn — sem andinn á jörð fyllir út sína mynd, er alföður sálin á vöxt við heiminn. Og andans veröld á tímann ei til, þar telst hvorki árá nje dægra bil. En viðburðahringsins endalaust undur sjest aðeins í brotum í táranna dal. Hvað var og hvað ér og hvað verða skal í vitund drottins ei greinist í sundur. Aldanna kerfi er heilagt og hljótt. Hann heyrir ei ærslin, hann sjer enga nótt. Hann horfir inn yfir sólnasveiginn, hans sjón er eilífðin hádegismegin. Með aldrinum þver manns æfi svo skjótt — það er ai því hærra ljós skín á veginn. — Hann vill verða dropinn, sem hverfur 1 haf, í heild allra sálna, sem tók og sem gaf. Banvæna, helborna hvötin er þögnuð sem hreifist á móti lífsins straum. Hann var ekkert sjálfur. Hann vaknar af draun í veldi síns herra, með nafnlausan fögnuð. Einstaklingsveran örend og kvik á að hjaðna sem bóla og ryk. Til skugganna víkur öll skipting og greining. Nú skilur hann loksins guðs heilögu meining, frumlan i kerfinu, bjarmans blik, brotið af lífi — sem varð að eining. Hann kvílist á ljósum, ljettum væng. Hann lítur á sina banasæng; þar valdstjórnar herrann lægsti lagðist á lága garðinn í hinnsta sinn >— og konan með gleði’ undir grátinni kinn gáði og hlýddi hve vel honum sagðist. Oddviti og moldari! Allt var merkt, með augnakastinu skóþvengs vert. Hann heyrði fingrað við lokur og lykla, sá loðbrúnir síga og brettast í hnykla. — Svo breiddist út fang svo bjart og sterkt, sem bar hann svo hátt — upp í daginn mikla. RAFGEYMAR i bifhjól fyrirliggjandi Frá Kaupfélagi Arnesinga Nemar í plötusmíði og húsamálningu geta komizt að hjá oss. Eiginhandar umsóknir ásamt meðmælum og fæð ingardegi og ári, sendist til vor. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA. flbuð til leigu Til leigu er 5 herbergja íbúðarhæð við Garðastræti. Uppl. gefur (ekki í síma). JÓN N. SIGURÐSSON, hrl., Laugaveg 10, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.