Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 11. maí 1958 Svipmyndir frá Tékkóslóvakíu Þjóðleikhúsið I Prag. ÞAÐ eru allmargir íslendingar, sem ferðazt hafa til Tékkósió- vakíu, sérstaklega á síðari árum og þá fyrst og fremst í viðskipta- erindum, því eins og kunnugt er, hafa mikil viðskipti farið fram milli íslands og Tékkósló- vakíu eftir að síðari heimsstyrj- öldinni lauk. Hafa þau við- skipti færzt í aukana jafnt og þétt síðan, enda eru það margir vöruflokkar, sem við getum keypt af Tékkum og hafa vörur þeirra yfirleitt átt vinsældum að , fagna hér á ' landi bæði fyrir' gæði og eins vegna þess að verðið er frekar lágt á tékkneskum vör_ 1 um miðað við frá öðrum löndum og hæfir vel kaupgetu íslenzkra neytenda. — En Tékkóslóvakia með allan sinn stórvaxna iðnað | og viðskipti út um allan heim, er j einnig mjög skemmtilegt land '■ heim að sækja á öðrum sviðum | og ef menn viija leggja leið sína j þangað til lengri eða skemmri j dvalar, þá mun auðveldlega vera hægt að eyða tímanum þar á margvíslegan hátt, því landið hef ir margt upp á að bjóða. Náttúru- fegurð er þar víða mikil og í Suður-Slóvakíu rísa hin þekktu og þaðan um margar aldir runnið straumar lista og menningar á mörgum sviðum, myndlistar, húsagerðarlistar og ekki sizt tón- listar. Enda virðist svo, sem hverj um Tékka sé í blóð borinn tón- listarhæfileiki og má fullyrða að hljómsveitir þeirra bjóða ekki upp á annað en það bezta á tónlistarsviðinu og þekkjum við íslendingar mörg af hinum sí- gildu tónverkum tékkneskra tón- skálda, en verk þeirra A. Dvorak og Smetana munu einna þekkt- ust hér á landi, einníg eftir Z. Fibich (1850-1900) Janácek 1854—1928) o. fl. í Prag eru tvær óperur, Ríkis- óperan og Smetana-leikhúsið, sem eru, þegar inn er komið hreinustu furðuverk hvað skraut og listrænan frágang snertir. Eru þar að jafnaði flutt tónverk og óperur eftir alla þekktustu meist- ara heimsins og er það sérstæður viðburður að hlusta á vel flutta óperu þar af menntuðum og — Re/kjavíkurbréf Framh. af bls. 13 góðan árangur, stefnan út á við hefur verið mörkuð og inn á við hafa ekki komið upp nein þau ágreiningsatriði, sem hættuleg geti verið samtökunum. Sterkasti aðilinn innan Atlantshafsbanda- lagsins er Bandaríkin, en þrátt fyrir það hafa minni þjóðirnar, eins og glöggt kom fram á Par- ísarfundinum í desember, talið það rétt sinn og skyldu að láta röggsamlega til sín taka þar við hlið Ameríku, áður en endanleg- ar ákvarðanir eru teknar. Þetta dregur engan veginn úr því að styrkur Ameríku hlýtur að vera „Þyngsti hnefinn", sem banda- lagsþjóðirnar geta lagt á borðið, þegar um átök í alþjóðamálu.n eru að ræða. Þetta kom Ijóst fram í París og það hefur enn verið staðfest í Kaupmannalröfn. Atlantshafsbandalagið stendur sterkum fótum og sá tvístringur og kolfningur, sem gert hafði vart við sig á árinu sem leið, virðist nú að verulegu leyti vera yfir- unninn og að nú sé miklu bjart- ara yfir samtökum hinna vest- rænu þjóða en þá virtist vera um tíma. Orava-kastalinn í Slóvakíu. og tignarlegu Tatrafjöll, sem margir heimsækja bæði til sum- ardvalar og eins til þess að stunda þar vetraríþróttir. Þar eru fyrsta flokks gistihús, sem starf- rækt um allan ársins hring, og þeir sem þangað hafa komið róma þar mjög allan viðurgern- ing, því ekkert mun skorta þar á til þess að gera gestum dvölina sem skemmtilegasta. — Annars er hótel-mennmg á mjög háu stigi í Tékkóslóvakíu og verður þess ekki sízt vart í höfuðborg- inni sjálfri, Prag; þar eru stór og falleg gistihús, sem standa öðrum evrópskum gistihúsum ekki að baki og fæðið er gott og öll þjónusta með afbrigðum lipur. Það sem maður verður fyrst og fremst var vxð í fari Tékka, er kurteisi þeirra og hjálpsemi. Svo virðist, sem allir leggi sitt bezta fram til þess að verða manni að liði á hvaða sviði sem er. Þótt tunga þeirra sé erfið og gjörólík Vestur-Evrópu málum, þá þarf hún ekki að valda nein- um vandræðum — þar sem allur fjöldinn skilur og talar annað hvort ensku eða þýzku. Höfuð- borgin Prag er gömul og forn- fræg borg og hefir að geyma ótal minningar og fagrar byggingar,er minna á miðaldamenningu M.-Ev rópu og má segja að hún standi í hjarta álfunnar og hafa þangað þraut-þjálfuð’im tónlistarmönn- um. — í Prag eru svo auðvitað margir skemmti- og dansstaðir bæði í fornum og nýjum stíl og einnig fallegir veitingasalir í sambandi við hótelin og allir eiga þessir staðir sammerkt í því að tónlistin hverju nafni sem nefnist er hrífandi og sú bezta sem völ er á. Víðs vegar um Tékkóslóvakíu eru margar fornar byggingar og lastalar, sem komið hafa mikið við sögu Evrópu á öllum tímum og eru þeir nú minjasöfn um þá, sem reistu þessi mannvirki og sem bjuggu þar fyrr á öldum, sem voru bæði meiri og minni háttar konungar og þjóðhöfðingjar. Er öllum þessum byggingum og ævagömlum höllum haldið við og kemur fjöldi ferðamanna á þessa staði og fær að kynnast í stórum dráttum sögu þeirra og uppruna. Heilsulindir (Spas) eru á mörg um stöðum í landinu og hafa risið þorp eða smáborgir í kring um- þær með nýtízku gistihúsum og hafa upp á margt að bjóða þeim, sem þangað leita, sér til hvíldar og hressingar. Þekktastir þessara staða munu vera Carlovy Vary (áður Karlsbad) Marien- bad, Luhacovic o. fl. Eins og áður getur, eru margar fornar og fagrar bygg- ingar í Prag og má þá fyrst og fremst nefna kastalann (Hrad- cany) þjóðminjasafnið og marg- ar fallegar kirkjur frá ýmsum tímum. T. d. St. James kirkjan, sem byggð er í barok-stíl, er mjög fögur og tignarleg, og að innan er hún eitt undravert lista- verk, sem ekki er hægt að lýsa með orðum og svo má Segja um fleiri af þessum skrautlegu bygg- ingum, eins og t. d. Ríkisóperuna, sem stendur á bökkum Vltava (Moldau) og er hún bæði utan og innan hvert sem augum er litið ein samfelld heild af list- rænum frágangi. — Með öllum þessum gömlu og skrautlegu höll um, kirkjum og fornum og nýj- um minnismerkjum er Prag ein fegursta höfuðborg Evrópu og munu allir, er þangað ferðast geyma um hana skemmtilegar minningar og áhrif bæði um for- tíð og nútíð þessarar gömlu borg- ar í hiarta Evrópu. Árið 1956 tóku tékknesk yfir- völd upp svonefnt ferðamanna- gengi til þess að gera sem flest- um útlendingum auðveldara að ferðast til landsins og á þessu gengi greiðir maður sem svarar % af raunverulegu gengi tékk- nesku krónunnar, en hún sam- svarar 1 enskum shilling (ísl. kr. 2,27). Vegna þessarar ráðstöf- unar hefir ferðamannastraumur- inn til Tékkóslóvakíu margfald- azt upp á síðkastið og enda þótt verð á flestu sé frekar hátt, þá verður útkoman samt ferðamann inum í hag, þar sem hann greiðir aðeins sem svarar kr. 0,75 fyrir hverja tékkneska krónu. Það mætti skrifa óralangt mál um land þetta og þjóðina, sem það byggir, en slíkt gæti orðið efni i heila bók en ekki í tak- markaða blaðagrein og mun því hér verða staðar numið að sinni. Tilgangurinn með grein þessari er fyrst og fremst sá, að benda þeim íslendingum, bæði þeim sem ferðast oft og fara víða og eins hinum sem sjaldnar „leggja land undir fót“, á þá möguleika, sem ferðalag til Tékkóslóvakíu færir manni og þá sérstaklega hvað snertir hið lága ferðamanna gengi, sem gerir öllum fært að fá sem mest út úr þeim gjald- eyri, sem veittur er til utan- ferða. — Oft þegar minnzt er á ferð til Tékkóslóvakíu, er eins og einhver beygur geri vart við sig slóvakíu, mun ekki hafa það á tilfinningunni að hann sé að fara í gegnum einhverja torfæru eða hreinsunareld, heldur þvert á móti mun hann verða var við tékkneska gestrisni og alúðlegar móttökur, hvaðan úr heiminum, sem hann er og mun allt verða gert til þess að greiða götu hans og gera honum dvölina sem ánægjulegasta. Til þess að fá sem beztar upp- lýsingar um hvernig ferðalagi skuli háttað til Tékkóslóvakíu, er bezt að snúa sér til Ferða- skrifstofu Ríkisins, sem getur gefið fullkomnar leiðbeiningar um allt er að því lýtur. Lárus Jónsson. Sumarstarf kven- skáta að Úlfljóts- vatni KVENSKÁTASKÓLINN að Úlf- Ijótsvatni mun verða starfræktur frá 24. júní til 18. ágúst. Sú breyt- ing verður á, að starfað verður í flokkum. og verður dvalartími hvers flokks tvær vikur. Er þetta aðallega gert vegna þess, að aðsókn að skólanum hefur verið það mikil, að ekki hefur verið hægt að sinna öllum umsóknum, sem borizt hafa. Með þessu móti er hægt að gefa fleiri stúlk um kost á að dvelja þarna í sum- arleyfum sínum og njóta hollrar útivistar um leið og þær læra ýmislegt, sem getur komið þeim að gagni og veitt þeim ánægju. Dvalartími skiptist, sem hér segir: Frá 24. júní—7 .júlí — 8. júlí—21. júlí — 22. júlí—4. ágúst — 5. ágúst—18. ágúst Fyrri mánuðurinn verður aðal- lega fyrir Ijósálfa 8—10 ára, en seinni mánuðurinn fyrir skáta- stúlkur 11—13 ára og éldri. Umsóknir um skólavist, þar sem tilgreint er nafn, aldur, heimilisfang, sími. dvalartími og í hvaða skátafélagi viðkom. er, sendist til Kvenskáta-skólans að Úlfljótsvatni Pósthólf 831, R.vík. Fjallgöngur eru vinsæl íþróttagrein. hjá sumum, að ætla sér að takast ferð á hendur „austur fyrir járn- tjald“ eins og það er kallað. En óhætt er að fullvissa hvern sem er um það, að hver sá ferðamað- ur, sem leggur leið sína til Tékkó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.