Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. mai 195?
MORC.TJISBLAÐIÐ
3
Úr
vermu
júní í fyrra, og gat hún hafa
verið komin fyrr.
Bankarnir og ríkisvaldið
Það er viðurkennt af öllum, að
bankar geti með vöxtum og
stefnu sinni í útlánum haft mjög
mikil áhrif á þjóðarbúskapinn.
Xogararnir Jökuldjúpinu, og voru bátar af I T. d. er nú með vaxta- og lána-
Góð tíð var hjá togurunum sl. Snæfellsnesi að veiða þar ágæt- stefnu bankanna í Baiidaríkjun-
lega fyrir helgina. 5 bátar eru
nú á reknetum.
Eftir Einar Sigurðsson
Sr. Bjarni Sigurðsson:
BÆNIN
viku, hæg norðaustanátt.
Flest skipin eru nú við Austur-
Grænland á Jónsmiðum og þar í
kring. 5 skip eru fyrir vestan
GraSnland og veiða í salt. Nokk-
ur skip eru svo á heimamiðum,
aðallega út af Vestfjörðum. ís
hefur eitthvað hamlað veiðum á
Halanum.
Afli var góðúr síðustu viku og
jafnvel mörg skip með 25 lesta
meðalafla á dag. Sérstaklega var
ágætur afli við Austur-Grænland,
þar sem skipin fylltu sig á skömm
um tíma. Hjá skípunum vestan
við Grænland var ágætur afli
til að byrja með, en eitthvað
hefur dregið úr honum síðustu
daga.
Fisklandanir sl. viku:
Neptunus ...... 275 t. 11 daga
Jón forseti.... 220 9 —
Jón Þorláksson .. 224 - 12 —
Egill Skallagr. .. 277 - 12 —
Geir........... 303 - 12 —
Hallv. Fróðad. um 320 . 14 —
Afli 10 hæstu togaranna
1 Reykjavik frá áramótum til
1. maí:
Askur ............. 1795 t.
Geir ............ 1633 -
Hvalfell........... 1555 -
Þorkell máni ...... 1490 -
Skúli Magnússon .. 1481 -
Marz .............. 1391 -
Úranus ............ 1383 -
Neptúnus ......... 1354 -
Pétur Halldórss.... 1348 -
Jón Þorláksson .... 1334 -
Þessar tölur gefa ekki alveg
rétta mynd af aflabrögðum hjá
einstaka skipum, því að sum
þeirra, en ekki önnur, sigldu út
með aflann og töfðust þar af
leiðandi lengur frá veiðum.
Afli 10 skipa miðað viðúthaldsdag
frá áramótum til 1. maí:
Egill Skallagr.son .. 19,7 t.
Geir .............. 19,4 -
Þorkell máni ...... 19,4 -
Úranus ............ 19,4 »
Hallv. Fróðad...... 19,3 -
Askur ............. 19,1 -
Hvalfell .......... 18,5 -
Neptúnus .......... 18,5 -
Pétur Halldórss....17,3, -
Marz .............. 16,8 -
Reykjavík
Veðráttan var góð fyrri hluta
vikunnar, hægviðri, en eftir
miðja viku brá til allhvassrar
norðanáttar og hreinviðris.
Afli hjá netabátum í Flóanum
hefur farið ört minnkandi, og
eru nú allir litlu bátarnir búnir
að taka upp netin. Nokkrir
stærri bátarnir eru með netin við
Jökul, og hefur afli verið æði
misjafn, ágætt hjá sumum en lít-
ið sem ekkert hjá öðrum. Eru
nú allir í aðsigi með að taka upp
netin, og gera það sjálfsagt flest-
ir núna um helgina.
Færabátar voru á sjó fyrri
hluta vikunnar, og var þá reyt-
ingsafli. Síðari hluta vikunnar
komust þeir ekki á sjó vegna
norðanbrælunnar. Einn færabát-
ur, Stígandi, komst eina dag-
stund vestur að Jökli og fékk
þar 5 lestir af ágætum fiski.
Akranes
Síðustu bátarnir tóku upp
þorskanetin á föstudaginn. Var
þá enginn afli, 2—3 lestir á skip.
Heildaraflinn yfir vertíðina
reyndist 9432 lestir sl. og ósl. á
móti 7075 lestum í fyrra.
Aflahæstu bátarnir eru:
Sigrún ...... 847 1. ósl.
Sigurvon .... 758 1. sl. og ósl.
Síldveiðin hefur verið mjög
treg hjá reknetjabátunum und-
anfarið, 30—40 tn. í lögn. Hafa
þeir aðallega verið í Miðnessjón-
um og Grindavíkursjónum. Lóð-
að hefur á mikilli síld djúpt í
Keflavík *
Allt hefur haft á sér æði mik-
inn lokabrag síðustu viku, lítill
afli, bátar verið að hætta og að-
komufólk að búast til heim-
ferðar.
Fyrstu daga vikunnar var al-
gengur afli hjá netabátum 6—10
lestir, og dró úr honum eftir því
sem á leið og var orðinn sáralítill
eftir miðja vikuna, og voru allir
búnir að taka upp netin í viku-
lokin.
Afli á línu var 5—6 lestir
fyrstu 2 dagana, en fór minnk-
andi og var almennt 4 lestir síð-
ustu dagana, og bundu allir sig
við gömlu lokin að þessu sinni
og hættu í gær.
Langbeztur afli var hjá bátum,
sem réru með línu framan af í
janúar og febrúar og skiptu um
yfir á net með marz-byrjun.
Virðist það hafa verið heppileg-
asti tíminn til að breyta um
veiðarfæri að þessu sinni, en það
getur verið misjafnt eftir ver-
tíðum.
Tveir aflahæstu bátarnir frá
áramótum til loka voru:
Bára............. 872 t. ósl.
Jón Finnsson .... 822 - —
Vestmannaeyjar
Vertíðinni er nú að ljúka,
verða einn eða tveir bátar úti
með netin nú um helgina eða
jafnvel enginn.
Undanfarið hafa bátar aðallega
verið með netin austur 1 Meðal-
landsbugt og verið 3—4 daga úti
í einu. Voru þeir að fá 20—80
lestir í þessari viku í „túr“.
3 bátar hafa róið með línu og
fengið 6—8 lestir í róðri á 40
stampa.
Afli handfærabáta hefur verið
lítill. Róa þeir nú aðallega aust-
ur á bóginn og salta í sig.
Frá áramótum til 9. maí höfðu
eftirtaldir 15 'bátar (nokkra báta
vantar inn í, sem ekki hefur tek-
izt að fá aflamagn frá) fengið
afla sem hér segir miðað við
óslægðan fisk:
Gullborg.............1225 t.
Ófeigur III..........1053 -
Freyja .............. 988 -
Kristbjörg .......... 934 -
Bergur, VE........... 932 -
Sigurður Pétur....... 914 -
Stígandi ............ 911 -
Snæfugl, SU ......... 850 -
Sigurfari............ 843 -
Kap ................. 839 -
Bergur, NK .......... 803 -
Þórunn .............. 795 -
ísleifur III ........ 783 -
Ágústa .. ........... 782 -
Týr ................ 768 -
Vertíðarlok
í dag er lokadagurinn. Þessi
vertíð hefur verið góð, engin
meiriháttar slys, gott tíðarfar og
alveg sæmilegur afli og sums
staðar ágætur.
En þrátt fyrir það að stundum
hafi verið gert mikið úr aflan-
um í blöðum og útvarpi, er hætt
við, að mörgum útgerðarmann-
inum reynist erfitt að gera upp
við skipshöfn sina í vertíðarlok,
því að tilkostnaður hefur verið
óvenjumikill, sérstaklega veiðar-
færaeyðslan.
En ekki er til setunnar boðið.
Menn eru ekki fyrr hættir á
línunni eða netunum en þeir eru
farnir að hugsa til nýs veiðiskap-
ar. Nú eru það handfærin og
reknetin, en aðrir fara að búa
bátana út á sumarsíldveiðarnar,
því að nú á að vera snemma
ferðbúinn, helzt ekki seinna en
10. júní. Norðmenn'veiddu fyrstu
síldina fyrir norðan um miðjan
um verið að gera tilraun til þess
að eyða þar atvinnuleysinu og
koma í veg fyrir kreppu. Marg
ir telja, að þetta muni takast.
Eins og kunnugt er, hefur því
verið spáð í járntjaldslöndunum
undanfarin ár, að kreppa væri
að skella á í Bandaríkjunum, sem
breiddist síðan yfir hinn vest
ræna heim. Fram að þessu hefur
þetta aðeins verið óskhyggja
þeirra. Það væri ákaflega merki-
legt, ef hinum vestrænu þjóðum
tækist með aðgferðum einum
peningamálum að koma í veg
fyrir kreppu. Fleiri lönd hafa
nýlega gert og eru auðvitað allt-
af að gera róttækar aðgerðir í
peningamálum til þess að hafa
áhrif á þjóðarbúskapinn, svo
sem Bretland og Svíþjóð.
í sambandi við peningamál á
fslandi er mjög athyglisvert, hve
ríkisvaldið hefur verið aðgangs-
hart við banka og sparisjóði og
blátt áfram iðulega þvingað þá
til ýmis konar lánastarfsemi
ýmist til ríkissjóðs og ríkisfyrir
tækja, bæjarsjóða og bæjarfyrir
tækja og opinberra og hálfopin-
berra stofnana. Þetta hefur m. a
haft í för með sér aukna verð-
bólgu og skort á lánsfé til at
vinnuveganna og þá einkum
stofnlána.
Svo óheilbrigð hefur þróun
peningamálanna verið undanfar-
ið, að trúlegt er, að vextirnir
hafi ekki gert betur en rétt halda
í við minnkandi verðgildi pen-
inganna. öllum, sem skuldugir
eru eða á lántöku hyggja, þykir
þó nóg um vextina og óneitan-
lega toga þeir óþyrmilega í, þeg-
ar um miklar skuldir er að ræða.
En væri afstaða ríkisvaldsins
til lánsstofnana ekki sú, sem hún
er, vildi sjálfsagt margur leggja
á sig einhverjar byrðar til þess
að losna við það ófremdarástand,
sem nú ríkir í atvinnulífinu,
efnahags- og peningamálum. En
það er vita tilgangslaust að
hugsa til þess að laga ástandið
með breytingu á vöxtunum að
óbreyttri afstöðu þess opinbera
gagnvart lánsstofnunum. Slíkt
yrði aðeins skrípamynd af hlið-
stæðum ráðstöfunum annarra
þjóða og gerði bankana að eins
konar skattheimtustofnun fyrir
ríkissjóð. En þar er meira en nóg
að gert eins og er.
Bankarnir þurfa um fram allt
að verða sjálfstæðari og sem
óháðastir ríkisvaldinu og þannig
færari um að gegna hinu mikil-
væga hlutverki sínu í þjóðarbú-
skapnum: Að halda jafnvægi í
atvinnu- og peningamálum þjóð-
arinnar.
Mikilvæg lánsstofnun
Fiskveiðasjóður íslands hefur
nú starfað í rúmlega 50 ár. Sjóð-
urinn hefur ávallt verið hinn
mikilvægasti fyrir sjávarútveg-
inn, veitt lán til langs tíma með
lágum vöxtum. Þess verður þó
að geta, að útvegsmenn og aðrir
framleiðendur sjávarafurða
standa undir drýgsta tekjustofn-
inum, útflutningsgj aldinu.
Ársreikningur sjóðsins fyrir
1957 gefur margvíslegar vísbend-
ingar um sjávarútveginn og starf
stofnunarinnar. Útlán sjóðsins
eru nú 150 millj. króna, og eru
við 80% vegna skipa og hitt
fasteignalán. Á árinu veitti sjóð-
urinn lán að upphæð 47 millj.
króna. Vinnur sjóðurinn að lang-
mestu leyti með eigin fé, sem
auðveldar honum að halda lág-
um vöxtum. Rekstrarkostnaður
sjóðsins er lítill.
Listinn yfir lánveitingar eftir
hyggðarlögum gefur mikilvæga
vitneskju um afkomu útgerðar-
innar á hinum ýmsu stöðum. Eru
skuldirnar æði misjafnar.
Meðalstærð keyptra véla á ár-
inu 1957 var 5!4 hestafl pr. rúm-
FORELDRAR kenna börnum sín-
um iðulega bænir fyrst af öllu.
Og fagur er sá siður feðranna,
sem matgir halda enn í heiðri að
lesa morgunbænir, þegar komið
á fætur og nýr starfsdagur
hefst, svo að ekki sé minnzt á
kvöldversin, sem enginn má
sleppa og allir hafa átt sér, a. m.
k. einhvern tima ævinnar.
Kristur skipti deginum milli
bænar og starfs, og sérhver krist-
inn maður finnur líka til þeirrar
nauðsynjar að tala við drottinn
sinn og skapara. Gamalt kirkju
legt heilræði hljóðar svo: Iðja og
biðja. Að því sama lýtur vísa
Hallgríms Péturssonar:
Víst ávallt þeim vana halt:
vinna, lesa, iðja;
umfram allt þó ætíð skalt
elska guð og biðja.
o—★—o
Bænir okkar færum við yfir-
leitt ekki í hámæli, og því eru
kannski einhverjir, sem gjöra sér-
ekki ljóst, hve veigamikill þáttur
bænin er í lífi hvers einstaklings
og þjóðarinnar allrar. Hún er svo
samslungin lífi margra, að þeir
gjöra sér varla grein fyrir þvi
sjálfir, hve nær þeir biðja. Skilj-
anlegt er það líka, þar sem bæn-
in á sér .ekkert tiltekið form, á
sér ekki aðra kröfu en þá, að
hugurinn hvarfli til guðs.
Bænin er ekki uppfundning
presta né nokkurs manns, hún er
okkur ásköpuð frá öndverðu og
það er að brjóta gegn eðli sínu
að sniðganga hana.
o—★—o
Dauðlegum mönnum eru varla
önnur réttindi gefin veigameiri
en þessi að mega koma fram fyr-
ir almáttugan guð með allar þarf-
ir sínar í vissri von um bæn-
heyrslu. Og við höfum ekki efni
á að neyta ekki þeirra réttinda
„Verið ekki hugsjúkir um neitt,
heldur gjörið í öllum hlutum ósk-
ir yðar kunnar gucfí með bæn og
beiðni og þakkargjörð. Og friður
guðs, sem er æðri öllum skiln-
ingi, mun varðveita hjörtu yðar
og hugsanir í samfélaginu við
Krist Jesúm“. En þó að bæn-
heyrsla sé staðreynd, sem allir
kristnir menn hafa þreifað á, er
lest. Meðalverð véla pr. hestafl
var kr. 1166,00.
Guliin tækifæri
í fyrra var byrjað á að selja
frosna vorsíld. Komst magnið upp
í 3000 lestir, sem út var flutt.
Fékkst fyrir það sæmilegt verð.
Nú í ár er hægt að selja 11.000
til 12.000 lestir af þessari síld,
sem nemur um 45—50 milljónum
króna að verðmæti (með upp-
bótum).
Hér er um mikið magn að
ræða. Ef unnt á að vera að
veiða það og frysta, þarf að hafa
sig allan við. Gera má ráð fyrir
eftir reynslunni í fyrra, að síld-
in veiðist út júní-mánuð og jafn-
vel fram í byrjun júlí. Ef gert
er ráð fyrir, að hver bátur geti
veitt 1500 tn. að meðaltali, þarf
80 báta.
Til þess að manna þessi skip
þarf við 600 sjómenn og álíka
margt fólk í landi til þess að
vinna.að frystingunni. Það er því
ekki lítil atvinna, sem myndi
skapast við þessa veiði. Háseta-
hlut mætti áætla 10—15 þúsund
krónur eftir aflamagni.
Hvernig sem á þetta er litið,
er hér um hið athyglisverðasta
mál að ræða, sem útgerðarmenn
og sjómenn ættu að gefa fyllsta
gaum. En eitt er nauðsynlegt í
þessu sambandi, og það er að
búa þannig að þessari útgerð, að
einhver fáist til þess að stunda
hana. En það verður ekki, nema
sömu verðbætur fáist á síldina
og þorsk.
alls ekki víst, að guð verði allt
af við óskum mannanna. Góður
faðir gefur börnum sínum ekki
heldur annað en það, sem hann
veit, að er þeim og öðrum fyrír
beztu. Og þótt við fáum ekki allt
af einmitt það, sem við biðjum
um, njótum við ætíð þess kær-
leika guðs, sem gefst í samfélag-
inu við hann, og hljótum þann
sálarfrið og hugarstyrk, sem við
færum á mis við ella.
o—★—o
Oft er um að kenna skammsýni
okkar mannanna, að guð verður
ekki við óskum okkar. Við sjáum
þá ekki né skiljum, hvað okkur er
fyrir beztu. Eins og Jesús sagði
við móður þeirra Zebedeus-sona
forðum: Þið vitið ekki, hvers þér
biðjið.
Þessi skammsýni okkar birtist
m. a. í því, að okkur væri synjað
þess, sem við þreyjum og þráum
af hjarta, ef sumar bænir væru
uppfylltar bókstaflega. ^ Ágúst-
ínus segir frá því á einum stað
í Játningum sínum, hve innilega
móðir hans bað þess, að hann
sigldi ekki burt frá henni til
ítalíu. Heitasta ósk hennar var
sú, að sonur hennar yrði krist-
inn, og henni óaði við þeirri
tilhugsun, að hann lenti í solli
og veraldarglaumi stórborganna,
firrtur móðurlegum áhrifum og
umönnun. Og einmitt í þann
mund, sem móðurhjartað barðist
sem ákafast í bæn, sigldi sonur-
inn að heiman. — Á Ítalíu varð
Ágústínus fyrir sterkum áhrifum
kristninnar, og sú varð raunin,
að hann gerðist einhver traust-
asti liðsmaður kristinnar trúar.
— Óskir móðurinnar rættust
vissulega með dásamlegum hætti,
þó að á skorti framsýni til að sjá,
hvers biðja bar.
o—★—o n
Öllum er okkur eiginlegt að
ástunda bæn í starfi okkar, en
það vill þá líka stundum brenna
við, að við ætlumst til, að bænin
komi í staðinn fyrir starfsemi
hugar og handar.
Enginn góður faðir leysir dæmi
barns síns til þess að það geti
leikið sér á meðan. Við reistum
ekki heldur yfir okkur hús né
legðum vegi né stýrðum bíl með
því að sitja auðum höndum,
hversu heitt sem við bæðum þess.
Því aðeins fáum við glætt þroska
okkar og snilli, að við leggjum
allt í sölurnar til að ná settu
marki. Bænin er að vísu ómiss-
andi þáttur þeirrar viðleitni, ef
vel á að takast, en hún losar okk-
ur sem betur fer ekki við alla
áreynslu, að við megum leggja
árar í bát.
Þetta m. a. sýnir okkur, hve
fráleitt er að vænta þess, að allar
bænir okkar rætist bókstaflega.
En það dregur síður en svo úr
gildi bænar, heldur miklu frem-
ur brýnir fyrir okkur, að við
skoðum bænir okkar ekki eins og
töfrabrögð, heldur eru þær lif-
andi samfélag við guð. Og í heimi
bænarinnar verða því einatt
miklu meiri undur en þótt töfra-
sproti ævintýrisins breytti gráum
steini í dýrlega höll.
o—★—o
Jesús sagði: Biðjið, og yður
mun gefast; leitið, og þér munuð
finna, knýið á, og fyrir yður mun
upp lokið verða. Hans orð eru
sannastur leiðarsteinn í hverri
hugsun, hverju starfi, hverri bæn.
í dag er bænadagurinn. Og þó
að við tölum daglega við guð um
allt okkar líf, svo að bænirnar
gagnsýri hugsunarhátt okkar og
alla framkomu, þá skyldum við
þennan dag sameinast um að
hefja bænina til enn méiri veg-
semdar í lífi okkar og breytni.
Þannig öðlumst við hreinna
hjarta og verðum betri guðs
börn.
Minnumst orða trúarskáldsint
mikla, Hallgríms Péturssonar:
Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig;
þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að diottins nác