Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1958, Blaðsíða 15
Sunnudagur 11. mal 1958 MORCUNBLAÐlh ís Sýning Kristjnns Dnvíðssonnr SKAMMT er síðan Kristján Da- víðsson hélt einkasýningu á verkum sínum í Sýningarsalnum við Hverfisgötu og enn skemmra, frá því er hann sýndi nokkur verk í glugga Morgunblaðsins. Báðar þessar sýningar vöktu at- hygli og gáfu það til kynna, að listamaðurinn væri farinn inn á nýja braut í verkum sínum og list hans breytt, frá því er hann hélt sýningu árið 1950. Nú hefur Kristján efnt til veiga mestu sýningarinnar af þessum þremur og sýnir nú í Bogasai Þjóðminjasafnsins um 40 verk, sem hann hefur unnið að undan- förnu. Ég sagði eitthvað á þá leið um Kristján hér í blaðinu fyrir skömmu, að fiann væri einn af mestu hæfileikamönnum ókkar á sviði myndlistar. Þau ummæli sannast vel á þeim verkum, er hann nú sýnir. Hér kemur lista- maðurinn fram með verk, sem eiga nokkra sérstöðu í íslenzkri list og gefa henni vafalaus breið- ari og skemmtilegri svip. Það er ferskur blær yfir þessari sýningu og óvenjuleg litagleði, sem hefur fjörgandi áhrif á umhverfið. Kristjáni tekst að byggja verk sín á léttan og leikandi hátt. Hann leiðir áhorfandann inn í skáldlegan, rómantískan heim, sem hann sækir viðfangsefni sm í. Það er eins og sum þessara verka iði af fjöri og lífsþrótti, og geðhrif þeirra verka örvandi og oft framandi. Kristján Davíðsson ræður yfir fjölbreyttum litastiga, sem hon- um tekst að gera lífrænan og spilandi. Tækni hans er á roarga vegu, og hann notar margvísleg efni til að tjá sig. Eitt er honum þó ávallt efst í huga, að láta efn- ið ekki verða fyrir hnjaski í með ferð, heldur notfæra sér þá mögu leika, er hann finnur í það og það skiptið. Litameðferð Kristjáns er og hefur alltaf verið einn af hans stóru kostum sem málara. Þessi sýning Kristjáns er sú skemmtilegasta, er ég hef séð frá hans hendi, og ætlan mín er sú, að margur muni hafa ánægju af henni. Vil ég hvetja þá, sem enn hafa ekki litið inn í Bogasalinn, að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara. Kristján Davíðsson á það sannarlega skilið, að þess- um verkum verði veitt athygli. Hann hefur unnið af áræðni og hugkvæmni. Sá ljóðræni heimur. sem listamanninum hefur tekizt að skapa í verkum sírum, er orðinn að tjáningu, sern virðist hæfa tækni cg hæfileikum hans Eitt V'l ég þó finna þessari sýningu til foráttu: — Hún stend Hr allt of stutt. Henni verður lokað á morgun. Valtýr Pétursson. Þorvaldur Ari Arason, tidl. LÖliMANNSSKRlFSTOFA Skólavörðustíg 38 • /*. Hdll ]ýh~Jwrlcitsson /»./. - Pósth 621 Simar H416 og 154/7 - Simncfnt. Símastúlka Vön símastúlka óskast að stóru fyrirtæki strax eða 1. júní n.k. Tilb. með uppl. um fyrri störf sendist blaðinu fyrir 13. þ.m. merkt: Símastúlka — 8248. Verzlunarhúsnœði Gott skrifstofu- og verziunarhúsnæði ca. 50—70 ferm. óskast, helzt í miðbænum eða við Laugaveg- inn. Tilb. leggist í pósthólf 1102. "TIVOLIf * Skemmtigarðurinn T í V 0 L í opnar í dag klukkan 2 Fjölbreyttustu skemmtitæki sem völ e»r á Yeitingar allskonar Ferðir frá Búnaðarfélagshúsinu TÍVOLÍ * LESRÓK BARNANNA Strúturinn R A S M IIS Hérna serðu sirkusstjór ann. Honum þótti væn/ um að fá heyið. Bíllinn sneri nú til baka, en á leiðinni mætti hann Has musi og félögum hans „Getur þú ekki hjáipað okkur“, kallaði Rasmus „við erum orðnir benzín iausir“. „Nei“, sagði bíl- stjórinn, „en farið þarna yfir í sirkusinn og biðjið þá“. Þegar þeir komu pangað, var fillinn að fá sér kalt steypibað og not- aði til þess litla garð- könnu, sem hann lyfti upp með rananum. K I S A Þegar illa á mér la og ornuðu tárin hvarmi, til min komstu, kisa grá, og kúrðir mér að barmi. Ekki’ eru’, að vísu, öll þín hljóð eftir réttum nótum, en þau koma kær og góð frá kattarins hjartarótum. Mér finnst enginn efi á því, þótt aðrir vilji’ ei trúa, að kattar þeli þínu í þöglar ástir búa. Margir segja, að söngur þinn sé af verra tagi, Þú hefir samt i sál mér inn sungið dýra bragi. Bezt þú skilur börnin smá, sem bera þig sér á örmum, við þau mjúkt þú malar þá og mænir á þau í hörmum. Mig hafa glatt þín Ijóðin löng og látið tárin þorna, er þú kvaðst þinn kattarsöng kát um bjarta morgna. Þegar loksins likaminn leggst, að föllnum baðmi, kýs ég að vera, kisi minn, köttur í meyjarfaðmi! ' .juoin. Guðmundsson. 2 árg. ^ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 11. maí 195S Óði n n ÓÐINN var æðsti guð Ásatrúarmanna. Hann réð fyrir öllum ásum. Ekki var hann foringi þeirra, vegna þess að hann væri þeirra sterkastur, eða mest hetja í bardögum. Það var Þór. Þó átti Óð- inn eitt vopn, sem var allra vopna bezt. Það var spjótið Gungnir. Óðinn var vitrastur af öllum goðunum og vissi hann allt, sem gerðist í jörðu og á. í höll hans var hásæti, sem Hlið- skjálf nefndist, en þaðan sá hann um heima alla. Hrafna tvo átti Óðinn, sem hétu Huginn og Mun- inn. Þeir flugu eins og hugur manns, hvert er hann sendi þá og fluttu honum fréttir af öllu, sem gerðist. Óðinn var guð skáld- skaparins. Hann hafði drukkið að skáldamiðin- um, en þá er hann drakk spilltist sumt af miðin- um, og þess vegna eru sumir menn skáld, að þeir fengu það af miðinum, sem Óðinn spillti. Sleipnir hét hestur Óð- ins. Hann var áttfættur og allra hesta beztur. Honum reið Óðinn jafnt um höf og lönd. Það var trú fornmanna, að Ás- byrgi væri eitt af hóf- sporum Sleipnis. Skrítlur Maturinn verður dýrari og dýrari með hverjum deginum, sem líður, and- varpaði frúin. Það endar með því, að maður verð- ur að hætta að borða, til hð geta lifað. ★ — Pétur, getur þú sagt mér, hvenær Napóleon dó? ( — Nei, kennari, ég veit það ekki heldur. ^ ★ Elsa (kallar): „Mamma, mamma!“ Mamma: „Hvað er það?“ Elsa: „Hafragrauturinn 'er orðinn stærri en pott- úrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.