Morgunblaðið - 11.05.1958, Page 10

Morgunblaðið - 11.05.1958, Page 10
10 MORGVHBL AÐIÐ Sunnudagur 11. maí 1956 Norska prinsessan Ástríður klagði sl. sunnudag upp í ferðalag til Bandaríkjanna. Á ferðalag- inu á hún að halda sex ræður. Eina hélt hún í Hvíta húsinu sl. þriðjudag og í Minnesota heldur rún 5 ræður, en þar verður hún *viðstödd hátíðahöldin í tilefni af '100 ára afmæli fylkisins. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ástríður er op- inber erindreki norska ríkisins. f Bandaríkjunum mun hún einnig í fyrsta sinn ræða við blaðamenn. Á myndinni sést Ástríður kvéðja föður sinn, Ólaf konung. Adlai Stevenson hélt nýlega ræðu í veizlu, er 2000 k o n u r í Demokrata- flokknum sátu. Hann sagði m.a: „Hugmyndin að pokatízkunni hlýtur að vera komin frá M o s k v u . Til- gangurinn er að vekja óán'ægju og deilur í hinum vestræna heimi. Krúsjeff hrósar sigri í því efni. ..“ Audrey Hepburn er sögð hafa lagt mikið af undanfarið. Hún fór nýlega flugleiðis til Rómar og maður hennar, Mel Ferrer, tók á móti henni á flugvellinum. Hún trúði honum fyrir því, að hún væri nú aðeins 44 kg. að þyngd. Hann andvarpaði og sagði: En góða Audrey, ef svo heldur fram er horfir, getur þú innan skamms sofið í sjálfblek- ung. Leikkonan hef- ur undanfarið unnið mjög mik- ið, og læknir ne.-nax- xieiur lagt ríkt á við hana að hvíla sig vel. Annars geti hún átt von á að missa heilsuna. Fyrir skömmu var handtekinn í Bandaríkjunum maður nokkur, sem um nokkur ár hefur lifað af því ?ð þykjast vera „nánasti samstarfsmað- ur“ Dags Hamm arskjölds. Ef það kom fyrir, að einhver efaðist um, að hann væri sá, er hann þóttist vera, og bað um að fá að sjá skjöl hans, var svarið jafn- an: „Því miður er það ekki mögu legt. Hér er um að ræða mjög mikiv trúnaðarstarf". Fyrir nokkru fóru fram bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í nokkrum héruðum í Frakklandi. Við talningu kom í ljós, að Brig- itte Bardot hafði fengið eitt at- kvæði í héraði nokkru í Júrafjöll unum. Þess skal þó getið, að unga stúlkan hafði ekki boðið sig fram. Þó að þau Ingiríður Bergman og Roberto Rossellini séu nú skil- in að skiptum, er engu að síður mjög vinsamlegt samband milli fjölskyldu Rossel linis og Ingiríð- | ar. Einn af beztu vinum Ingiríðar er Renzo, bróðir I Robertos. Renzo { er allkunnur á Ítalíu fyrir tón- I smíðar sínar. — j Ingiríður fór nýlega til Napólí til { að vera viðstödd frumsýningu I óperunnar „Hringiðan" eftir Renzo. Sagt er, að hann vinni nú að óperu, sem er þanmg úr garði gerð, að Ingiríður geti tek- ið að sér aðalhlutverkið. .Gréta Garbo hefur ennþá lag á því að sveipa um sig leyndar- dómshulu og láta því ósvarað, hvort hún ætli nokkurn tíma að hefja kvikmyndaleik aftur. Ef til vill er það einmitt orsök þess, að sífellt er talað meira og meira ^ um hana, og C' -’ hæðir fyrir að Ít Jl' S ^ " JíÍÍ taka að sér hlut- Því er fleygt, að kvikmynda- félag nokkurt , hafi boðið henni eina milljón dala fyrir að leika aðalhlutverk- ið í mynd, sem þegar hefúr hlot- ið nafnið „New Girl in Town". Nú velta menn því fyrir sér, hvort Grétu þyki nógu vel boð- ið. Gárungarnir myndu samt vafalaust telja heppilegra, að myndin yrði skírð „Old Girl in Town“. Enska kvikmyndaleikkonan Vi- vien Leigh er, eins og kunnugt — Það verðið þér að spyrja manninn minn um! Fjörutíu lögfræðingar, sem á sínum tíma vörðu sjö japanska stríðsglæpamenn fyrir rétti, hitt- ust fyrir nokkru til að halda nfinningarhátíð. Tilefni hátíðar- innar var, að fyrir tíu árum höfðu þeir stolið öskunni af þess- um sjö stríðsglæpamönnum, sem ^e^nir voru af fjölmenntu " að gröfum þessara sjö manna. No*kkrir lögfræðinganna mútuðu einum grafaranna til að ljóstra því upp, hvar öskuskrínin voru grafin. Síðan laumuðust lögfræð- ingarnir í skjóli myrkursins á greftrunarstaðinn og Ijöfðu skrín in á brott með sér. Meðal þessara sjö stríðsglæpamanna var Tojo hershöfðingi. Voru skrínin flutt til Atami suður af Tókíó og eru þar enn. Lögfræðingarnir hafa nú ákveðið að reisa minnismerki yfir stríðsglæpamennina sjö. Mario Lanza lagði fyrir skömmu upp í hljómleikaför um er, gift snillingn _ um Sir Laur- ' ence Olivier. í síðdegissam- kvæmi nokkru spurði einn gest- V' " J§ anna, er gjarna WMtiMp ím vildi koma sér í mjúkinn h j á henni: * mmm, — Hvernig er það eiginlega að vera gift snill- ingi? Án þess að nokkur svipbrigði sæust á andliti leikkonunnar, svaraði hún: í fréttunum Þýzkaland, og ætlaði hann að syngja í fimm borgum. Mario fékk slæma dóma eftir tvo fyrstu hljómleikana, og kvað hann hafa brugðizt reiður við ummælum gagnrýnenda. Á hljómleikum í Hamborg urðu TILKYNINIIIMG um bótagreiÖslur lífeyrisdeildar almanna- trygginganna áriÖ 1958 Bótatímabíl lífeyristrygginganna er frá 1. jan. sl. til ársloka. Lífeyrisupp- hæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar til bráðabirgða með hliðsjón af bót- um síðasta árs og upplýsingum bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðing- ar bótarétti, verður skerðing lífeyris árið 1958 miðuð víð tekjur ársins 1957, þegar skattframtöl liggja fyrir. Sækja þarf á ný bætur samkvæmt heimildarákvæyðum almannatrygginga- laga fyrir 25. maí n.k., í Reykjavík til aðalskrifstofu Tryggingarstofunar rík- isins, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar. Til heimildarbóta teljast hækkanir á elli- og örorkulífeyri, hækkanir á lífeyri til munaðarlausra barna, örorku styrkur, ekkjulífeyrir, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, þurfa ekki að endur- nýja umsóknir sínar fyrr en um næstu áramót, þar sem hækkunin er þegar úr- skurðuð til þess tíma. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú er verja má í þessu skyni, er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi verið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga, skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt, að þeir hafi greitt iðgjöld sín skilvíslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samn- ingi um félagslegt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina, eru uppfyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna, eiga gagnkvæm- an rétt til greiðslu bóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er því nauðsyn- legt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn sína. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafnan fullum bótaréttindum. Reykjavík, 6. maí 1958. Tryggingastofnun ríkisins áheyrendur að bíða í 20 mínútur. Þá var tjaldið dregið frá, og um boðsmaður Lanza, Kurt Collien tjáði 2.200 óþolinmóðum gestum, að Lanza væri v.eikur. Áheyrend- ur brugðust illa við, og 300 manns héldu til gistihússins, þar sem Lanza bjó. Þar voru fyrir 100 lögregluþjón ar vopnaðir kylfum. Næsta dag bar Collien Lanza það á brýn, að hann hefði setið að sumbli á krám kvöldið áður. Lanza brást enn reiður við, fór umsvifalaust til Rómaborgar og aflýsti hljómleikum sínum í Þýzkalandi. Collien sagði blaða- mönnum, að Lanza væri á hnot- skóg eftir samningi við kvik- myndafélag og vildi ekki eiga á hættu, að fleiri óhagstæðir dóm- ar eyðilegðu möguleika hans á að gera þennan samning. Lanza komst samt ekki hjá óvinsam- legum blaðaummælum. Blaðið Der Abend í Vestur-Berlín skrif- aði: „Sjaldan hefir takmarka- laust sjálfsálit nokkurs söngvara komið svo greinilega fram“. Er Margrét prinsessa var ný- lega í Vestur-Indíum, varð hún óviljandi völd að því, að blaða- ljósmyndari var sviptur leyfi til .... að taka myndir. ir hafði óskað eftir ■' 'iÍiitf ^ í§§i, ‘l; fæddum manni lÍFpví með h a n d a - bandi. Var þetta ijosmynuaxxnn Brian Brake, er tekur blaðaljósmyndir fyrir fréttastofu í París og tíu tímarit á meginlandi Evrópu. Ástæðan til þess, að Brake var sviptur ljósmyndaleyfinu var sú, að hann hafði staðið of nálægt prinsess- unni, er hann tók myndina. Sam- kvæmt reglunum verður ljós- nxyndari að standa í a.m.k. 5 m fjarlægð, þegar myndin er tekin. Sjálfur sagðist Brake hafa stað- ið í 10 m fjarlægð frá prinsess- unni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.