Morgunblaðið - 15.06.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 15.06.1958, Síða 12
12 MORGVNnr 4 ÐiÐ Sunrnclagur 15. júní 1958 JRfawgKiifttfrlðfrift Otg : H.t Arvakur, ReykjavIK. UTAN UR HEIMI Framkvæmdastjóri: bigius Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Asknftargjalct kr 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasolu kr. 1.50 emtakið. SEMENTSVERKSMIÐJAN Igær var Sementsverk- smiðjan vígð og rættist þá gamall óskadraumur margra. Það er orðið langt síðan farið var að tala um að við íslendingar þyrftum að byggja síka verksmiðju, enda var ein sætt að nóg verkefni væri handa henni. Á síðustu áratugum hefir staðið yfir ný uppbygging í land- inu, sem krefst mikils byggingar- efnis, og þá ekki sízt sements. Á tiltölulegum stuttum tíma hef- ur þjóðin byggt yfir sig, en hin gömlu húsakynni horfið úr sög- unni. Auk þess koma svo til greina byggingar hafna, brúa, vita og annars slíks, þar sem se- ment er aðaluppistaðan. Það var því ekki að undra þó menn tækju að hugleiða hvort ekki væru möguleikar á að framleiða se- ment í landinu sjálfu. Marghátt- aðar rannsóknir fóru fram í sam bandi við efni, sem notfært væri til sementsgerðar og þótt margt væri búið að ræða og athuga í sambandi við þetta mál, var það ekki fyrr heldur en í stjórnartið Ólafs Thors og fyrir hans for- göngu, sem verulegur skriður komst á málið. Það getur ekki leikið á tveimur tungum, að sá íslenzkur stjórnmálamaður sem átti mestan þátt í því að hrinda sementsverksmiðjunni áleiðis var Ólafur Thors. í tið þeirrar stjórn- ar sem sat á undan núverandi ríkisstjórn hafði Ólafur Thors forgöngu þessa máls og útveg- aði hann lán erlendis til alls þess sem kaupa þurfti af vélum og öðru frá útlöndum til verk- smiðjunnar. Það féll í hlut fjár- málaráðherrans að útvega fé á innlendum markaði til kostnað- arins innanlands, en fjármála- ráðherrann reyndist þess ekki megnugur og Framkvæmdabank anum tókst ekki að útvega lán, eins og gert hafði verið ráð fyrir. Þegar stjórn Ólafs Thors kom til valda var búið að ákveða Se- mentsverksmiðjunni stað og gera ýmsar tæknilegar athuganir en að öðru leyti var málið 1 ítið komið áleiðis. Þegar núverandi stjórn kom til valda var eins og hér er vikið að, búið að útvega | fé til kaupa á erlendu efni búið j að hefja verkið, gera marg- víslegan tæknilegan undirbúning og draga að vinnsluefni en með því var grundvöllurinn lagður að byggingu hinnar nýju verk- smiðju. ★ Það er ástæða til þess að allir landsmenn fagni því, þegar svo stórt og þarflegt iðjuver rís upp, eins og Sementsverksmiðjan er. í því sambandi kynni sumum að finnast það skipta minnstu málí hverjir hafi lagt þar hönd á plóg- inn, og unnið brautryðjendastarf ið en það, sem sagt er hér að ofan um upphafið að byggingu Sementsverksmiðjunnar og und- irbúning hennar, er tekið fram vegna þess að Tíminn gerir í forustugrein sinni í gær tilraun til þess að rangfæra staðreyndir j og eigna öðrum heiðurinn en þeim sem heiðurinn ber. ! ★ Mikið hefur á seinni árum ver- ið talað um stóriðju á íslandi, sem gert geti atvinnulíf lands- manna fjölbreyttara og ber Áburðarverksmiðjuna og Se- mentsverksmiðjuna hæst af því, sem komizt hefur í framkvæmd. Það er margt feira sem rætt er um og ekki alls fyrir löngu kom fram uppástunga um að byggja hér verksmiðju til framleiðslu á þungu vatni, en það mál er á al- geru byrjunarstigi. Það er vissu- lega búhnykkur fyrir íslendinga að hafa eignazt framleiðslutæki eins og Sementsverksmiðjuna og Áburðarverksmiðj una. FUNDIR SJÁLFSTÆÐISMANNA , . HBH i ? ■ \ & V'' r • , ■ í 4 ' flntt Við morgunverðarborðið: „Er nokkuð í fréttum, elskan mín?“ „Já. Margrét og lownsena nara sézt saman einu sinni enn!“ Makarios, fyrrverandi erkibiskup á Kýpur, hefur undanfarið vcrið gestur Arabísk-gríska félags- ins í Kaíró. Var honum m. a. haldin mikil veizla í Semiramishótelinu í Kaíró. Á myndinni sést Makarios halda ræðu í veizlunni, og ekki verð ur betur séð en Nasser skemmti sér hið bezta. Ieldhúsdagsumræðunum, sem fóru fram síðustu dagana, sem Alþingi sat, deildu Sjálfstæðismenn hart á stjórnarflokkanna fyrir brigð- mælgi þeirra við gefin loforð og óheillavænlega stefnu í landsmál um. Sjálfstæðismenn deildu þunglega á stjórnarflokkanna fyrir að lofa þjóðinni gulli og grænum skógum fyrir kosning- arnar 1956, fyrir að lofa viðreisn efnahagsmálanna, sem ekki hef- ur verið staðið við, brottför varn arliðsins, sem raunar góðu heillu hefur heldur ekki verið staðið við og í fáum orðum sagt, brjóta hvert einasta loforð, sem gefið var í öndverðu, áður en stjórnin komst til valda og þegar hún settist í stólana. Sjálfstæðis- menn drógu skýrt fram, lið fyrir lið, Joforðasvik ríkisstjórn- arinnar og sýndu fram á að ís- lenzka ríkisstjórnin væri raun- verulega ekki starfhæf. í útvarps umræðunum hafði hver stjórnar- flokkanna fullan ræðutíma, á móti Sjálfstæðisflokknum einum og var leikurinn ójafn. En þó ræðutíminn væri stuttur, nægði hann Sjálfstæðismönnum fylli- lega til þess að gera þjóðinni ljóst, með hvílikum blekkingum kjósendur höfðu verið táldregnir fyrir kosningarnar 1956 og hvaða afleiðingar aðfarir íslenzku rík- isstjórnarinnar hafa haft síðan. Sjálfstæðismenn hafa nú fylgt áhlaupi sínu á eldhúsdeginum gegn ríkisstjórninni eftir með al- mennum stjórnmálafundum, sem hafa verið haldnir nú síðustu daga um Norður- og Vesturland og verður þeim fundum haldið áfram um næstu helgi. Ræðu- mönnum Sjálfstæðismanna hefur alls staðar verið vel tekið og góð ur rómur gerður að máli þeirra. Það er engum vafa bundið, að al- menningur úti um landsbyggðina er feginn því, að forystumenn í íslenzkum stjórnmálum ferðist um landið og skýri sjónarmið sín. Þó fólkið í byggðum landsins hlusti ef til vill endrum og eins á suma þessa menn, þegar út- varpsumræður fara fram í þing- inu, vill almenningur miklu held ur sjá ræðumennina augliti til auglitis og heyra mál þeirra. Þá er líka unnt að gera til þeirra fyrirspurnir og koma að öðru leyti fram þeim athugasemdum sem kjósendum sýnist. Það er j skylda stjórnmálamanna að halda sem nánustum tengslum við almenning í landinu og með við- ’ tækum fundahöldum stærsta stjórnmálaflokksins, er vissulega gerð mikil viðleitni í þá átt að j treysta þetta samband stjórn- málamanna og almennings. ( Fyrii nokkru var kvikmyndin „Lykillinn“ frumsýnd í Lundúnum. Að sýningunni lokinni óskaði Margrét prinsessa leikurunum, er fóru með aðalhlutverkin, til hamingju. Sophia Loren hneigir sig fyrir Margréti. Við hlið Sophiu stendur mótleikari hennar, William Holden.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.