Morgunblaðið - 15.06.1958, Side 23

Morgunblaðið - 15.06.1958, Side 23
Sunnudagur 15. júní 1958 MORGUISBT. AÐIÐ 23 Fjölþœtt sumarstarfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins FERÐASKRIFSTOFA RÍKI’SINS hefur gert áætlanir um fjölmarg- ar orlofs- og skemmtiferðir á þessu sumri. Flestar ferðirnar verða farnar um ísland, en einnig eru ráðgerðar ferðir til megin- lands Evrópu, m. a. á heimsssýn- inguna í Briissel. Meðal innan- landsferða má nefna eins dags ferðir frá Reykjavík til merkis- staða á Suðvesturlandi og eins og hálfs dags ferðir m. a. í Land- mannalaugar og Þórsmörk. Af lengri ferðum má nefna tvær átta daga ferðir noröur og austur um land og tvær 15 daga ferðir um óbyggðir. Þá verða og farnar nokkrar tvegja og hálfs dags ferðir frá Reykjavík. Innanlands ferðir, skipulagðar með hliðsjón af komu erlendra ferðamanna, verða með svipuðu sniði og áður. Þá efnir ferðaskrifstofan til ferðar um Fjallabaksveg hinn nyrðri. Verður farið á hestum. Gert er ráð fyrir tveimur ferða- mannahópum, allt að 20 manns í hvorum, og hefir hver maður tvo til reiðar. Annar hópunnn fer ríðandi austur og verður lagt upp frá Keldum, haldið sem leið ligg- ur að fjallabaki allt að Kirkju- bæjarklaustri. Þar tekur hinn hópurinn við hestunum og fer á þeim sömu leið til baka. Auk þessarar ferðar verður efnt til — Norræn blöð Framh. af bls. 10 sem er aðalmálgagn bænda- floKksins og gefið út í Vaasa í tæplega 30.000 eintökum. 2 Noregi koma út mörg dagblöð Norsk blaðaútgáfa hefur mót- azt mjög af því, hve samgöngur þar í landi eru erfiðar. Er blaða- útgáfa því stunduð víða um land ið og hafa margir bæir þar eigin dagblöð, þótt litlir séu. Stærsta blað Noregs er Aften- posten, sem gefið er út í Osló, og kemur út tvisvar á dag, á morgnana og síðdegis. Blaöið kom fyrst út 1860 og nefndist þá Christiania Adresseavis. Það fylgir hægrimönnum, og er einn af stjórnendum þess hinn þekkti stjórnmálamaður Herman Smitt Ingebretsen. Aðrir aðalritstjórar eru Henrik J. S. Huitfeldt og Einar Diesen. Blaðið er gróið og virðulega skrifað. Upplagið var 1956 147.000 eintök (morgunútg.) og 128.500 (síðdegisútg.) Annað blað hægrimanna er Morgen- bladeí. Næststærsta blað Noregs er Dag'bladet, sem er málgagn Vinstriflokksins, og túlkar skoð- anir vinstrimanna í Osló, sem yfirleitt eru taldir nokkru rót- tækari en flokksbræður þeirra vestanfjalls. Blaðið kemur út síð- degis. — Blaðið leggur á- herzlu á að ræða um bókmennt- ir og listir, en einnig fylgist það vel með sögum, sem skrafað er um yfir kaffibollum. Upplagið er tæpl. 100.000 eintök. Þá kemur Arbeiderbladet, sem er málgagn verkamannaflokksins í Osló (uppl. 66.000 eintök). Af öðrum Oslóarblöðum má nefna Morgenposten, óháð blað (47.000 eint., Verdens Gang, óháð síðdeg- isblað (40.000 eint.), Nationen, málgagn bændaflokksins og Várt land, sem er kristilegt blað, gefið út í 25.000 eintökum. Af blöðum, sem gefin eru út utan höfuðborgarinnar, má geta um Bergens Tidende, sem fylgir vinstriflokknum og gefið er út í 60.000 eintökum. Gula Tidend kemur einnig út í Björgvin og er stærst þeirra blaða, sem rituð eru á nýnorsku. Adresseaviseu í Þrándheimi, Drammens Tidcnde og Stavanger Aftenblad eru stór blöð. Fedrelandsvennen (í Kristi- anssand), Verden (í Skien), Lofotposten (í Svolvær) og Ar- beider-Avisa í Þrándheimi koma út í um 20.000 eintökum hvert. útreiða um Skagafjörð og Rangárvelli. Breytingar á neðri deild sœnska þingsins STOKKHÓLMI, 14. júní. — NTB. Breytingar hafa enn orðið á skip un hinnar nýkjörnu neðri deild- ar sænska þingsins. Við lokataln ingu atkvæðanna í Stokkhólms- kjördæmi kom í ljós, að kommún- istar halda báðum þingsætum sín um þar, en þingsæti það, sem Hægri flokkurinn vann á utan- kjörstaðaatkvæðum, fékk hann í staðinn á kostnað Jafnaðar- manna. Bæta þeir því við sig einu sæti í höfuðborginni, en samkvæmt fyrri tölum höfðu þeir bætt við 2 sætum. Neðri deildin verður því þann- ig skipuð, ef ekki verða frekari breytingar á: Nú Áður Jafnaðarmenn .... 111 106 Hægri menn .... 45 42 Þjóðflokkurinn ,. 33 53 Miðflokkurinn. .. 32 19 Kommúnistar .... 5 6 Danska flutninga- skipinu leyft að sigla frá Djakarta DJAKARTA 14. júni. — Fyrir 2Vz mánuði var danska flutninga skipið „Bretagne" kyrrsett í Indó nesíu. Allar horfur eru nú á því, að skipinu verði ieyft að fara leið ar sinnar einhvern næstu daga. í Reutersskeyti segir, að þessar upplýsingar séu fengnar frá stjórn Indónesíu. Skipstjórinn, Vagn Dyrborg, hefur verið hafð- ur í stofufangelsi, síðan skipið var kyrrsett, en hann mun verða Iátinn laus. Hvorki danska utan- ríkisráðuneytinu né eigendum skipsins, hefur þó borizt tilkynn- ing um þetta. Á sínum txma lýstu Indónesisk yfirvöld yfir því, að mal yrði höfðað á hendur skipstjóranum, þar sem hann virti að vettugi aðvörunarskot frá indónesisku herskipi og sigldi skipi sinu til Padang á Súmatra, meðan borgin var á vafdi uppreisnarmanna. Er skipið sigldi frá Padang nokkr- um dögum síðar, var það tekið og farið með það til Djakarta. í deilunni við stjórn Indónesíu, lögðu formælendur eigendanna áherzlu á það, að farmur skipsins hefði verið Rauða Kross-vörur. Fréttir i stuttu máli HELSINGFORS, 14. júní. — Á blaðamannafundi í Helsingfors ár degis I morgun komst H. C. Han- sen, forsætis- og utanríkisráðherra Dana, svo að orði um áætianir um efnahagssamvinnu Norðurlanda, að þær væru vel á veg komnar. Var Hanse'-. einnig spurður að því hvoz’t danska stjórnin hefði í hyggju að bjóða sovézka forsætis- ráðherranum Krúsjeff til Dan- merkur. Sagði Hansen, að þetta hefði ekki komið tíi tals, en yrði ef til vill rætt síðar á þessu ári. TIL SÖLU Skodu stulion bifreið model ’52 í mjög góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 33373, mánudag og þriðjudag milli kl. 7 og 9 j e.h. TIL SÖLU mánaðar gamlir hænuungar. Uppi. í síma 19863. Kvenreiðhjól lítið notað til sölu. Upplýsing-ar í síma j 33386. Samkomur K.F.UM. og k Hafnarfirði. Almenn samkoma í kvöld kl. 3,30. Jóhannes Sigu iðsson, prent- ari talar. Hjálpræðisherinn. Sunnudag kl. 11 og 20,30. Rveð'ðjusamkoma fyrir deildar- stjórann s. majór Hjördísi Gul- brandsen. Kapt. G. Jóhannesdótt- ir stjórnar, foringjar og hermenn aðstoða. — Allir velkomnir! Bræ'ðraborgarstigur 34. Samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. ZION. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. I lafnarfjörður. Samkoma í dag kl. 4 e.h. AHir velkomnir! Heimatrúboð leikmanna. Filadelfía: Brotning brauðsins kl. 4. AI- menn samkoma kl. 8,30. Guð- mundur Markússon og Rjunbrit Sundvisson tala. Allir velkomnir. Almenttar samkomur Boðun fagnaðarerindisins, Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 2 í dag, sunnudag. — Austurgötu 6, Ilafnarfirði kl. 8 í kvöld. Félagslíf Reykjavíkurmót 3. fi. A. á Háskólavellinum, sunnudag- inn 15. júní. Kl. 9,30 f.h. VÍKINGUR — ÞRÓTTUR. Dómari: Guðjón Einarsson. Kl. 10,30 f.h. VALUR — K.R. Dómari: Skúli Magnússon. Mótanefndin. Rey’kjavíku 'mót 2. fl. B. á Valsvellinum, sunnudaginn 15. júní. Kl. 10,30 f.h. K.R. — VALUR. Dómari: Baldur Þórðarson. Kcykjavíkurmút 3. fl. B. á Velsvellinum, sunnudaginn 15. júní. Kl. 9.30 f.f. VALUR — VÍKINGUR. Dómari: Jón Baldvinsson. Mótanefndin. Ármenningar — Handknattleiksdeild. Karlaflokkr.r. Æfing á morg- un, mánudag á félagssvæðinu kl. 8. Mætið stundvíslega. Þjálfarinn. Ferðafélag fslands fer sex daga sumarleyfisferð um Breiðafjarðareyjar, Barða- strönd og Dali. Lagt af stað á fimmtudags- morguninn 19. júni kl. 8 frá Aust urvelli. Helztu viðkomustaðir eru Stykkishólmur, Flatey og helztu eyjar á Breiðafirði, Brjánslækur, Vatnsdalur, Gufudals- og Reyk- hólasveit, Bjarkarlundur, Búðar- dalur, urn Uxahryggi og Þing- völl. Farmiðar eru seldir í skrif- stofu félagsins Túngötu 5 á mánu dag. Sími 19533. Mr. Edvin C. Bold flytur erindi í Guðspekihúsinu í kvöld sunnudag kl. 8,30. ÞaB nefnist: „Ofurmannleg skin- f«ri“. Þetta er síðasta erindi Mr. Bolts hér á landi. CHium heiraili aðgangur. Beztu þakkir færi ég öllum, er sýndu mér vinsemd á fimmtugsafmæli míxtu 24. f.m. Guðmundur Hólrn. Þakka innilega ættingjum og vinum fyrir heimsókntr, gjafir og skeyti á 70 ára afmæli mínu, Lifið heil. Þorlákur Jakobsson, Blönduósi. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Matsvein vantar á m.b. Fjarðarklett frá Hafnarfirði, sem veiðir með hringnót. Upplýsingar hjá skipstjóranum Valtý ísleifssyni, Álfaskeiði 37, Hafnarfirði. Faðir okkar PÁLL EINAKSSON lézt að heimili sínu Mjölnisholti 4, Reykjavík 13. júrú. Börnin. Móðir mín I»ÖRITNN HANSDÖTTIR andaðist aðfaranótt 4. jún. Bryndís E. Birnir. Faðir okkar og tengdafaðir ÞÓRÐUR BRYNJÓLFSSON andaðist að EUiheimilinu Grund 13. þ.m. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju 18. júní kl. 3 eftir hádegi. Börn og tengdabörn. Móðir mín LÁRA HELGADÓTTIR frá Ólafsvík andaðist í Landsspítalanum 13. þ.m. F.h. aðstandenöa. Helga Ingvarsdóttir. Eiginmaður minn ÓLAFUR H. JÓNSSON kaupmaður í Hafnarfirði andaðist að morgni 14. þ.m.. Fyrir hönd aðstandenda. Katrín Hallgrímsdóttir. Útför HELGU JÓNSDÓTTUR frá Höfn í Reykjavík fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 16. þ.m. kl. 1.30 e.h. Nokkrir vinir hinnar Iátnu. Útför móður okkar GUNNÞÓRUNNAR GlSI.ADÓTTUR sem andaðist 12. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 18. þ.m. Guðrún Hinriksdóttir, Hallsteinn Hinriksson. Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jaröar- för föður míns HELGA GUÐMUNDSSONAR Guðrún Helgadóttir, Hverfisgötu 66 A.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.