Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 12
ír UORCUISBLAÐIÐ Fðstudagur 10. okt. 1958 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavrk. Framkværuaastióri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benedíktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla. sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr 35.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. ALÞINGI OG VIÐFANGSEFNI ÞESS UTAN UR HEIMI Árið 1940 sendi Stalin einræðisherra alls kyns áróðUTSltB og listamenn til Eistlands. En nú hafa Rússar slegið eign sinni á Eistland — og núna hafa þeir sent þangað rússneska „menningu". Þessi mynd er frá bænum Járva Jaanist. Þarna eru nokkrir Rússar í hinum alþekktu „vatteruðu“ úlpum sínum (vatijohvkad), sem eru hálfgerðar spariflíkur. Yfir dyrum skúrsins í baksýn stend- ur bæði á eistnesku og rússnesku: Veitingahús. Tveir Rússanna emi í slagsmálum. Þetta er svip- mynd af rússnesku „menningunni“, sem flutt hefur verið inn í Eistland. — Myndinni var smyglað út úr Eistlandi. Flóítamaður segir frá kjörum verkamanna i Eistlandi: Mánaðarlaunin hrökkva ekki fyrir tvennum sköm En he/m er sagt oð jbeir lifi kónga- lifi m/ðoð v/ð Vesturlandabúa REGLULEGT Alþingi kem- ur í dag saman til fundar. Nú eins og jafnan áður bíða þess fjölþætt og vandasöm viðfangsefni. En óhætt er þó að fullyrða, að sjaldan hafi ástand- ið í efnahagsmálum íslendinga verið eins erfitt og einmitt nú. Síðasta Alþingi var eitt hið lengsta sem háð hefur verið. Það sat frá því í byrjun október og fram í júní. Hlé var aðeins gert á fundum þess meðan bæjar- stjórnarkosningar fóru fram. Þetta síðasta þing bar fyrst og fremst svip úrræðaleysis vinstri stjórnarirmar. Þegar stjórnin gerði sínar fyrstu ráðstafanir í efnahagsmálunum í desember 1956 lýsti hún því yfir, að hinir nýju skattar og tollar, sem þá voru lagðir á almenning fælu ekki í sér hin „varanlegu úr- ræði“ og „nýju leiðir", sem hún hafði lofað þjóðinni til lausnar vanda efnahagsmálanna. Var því lýst yfir af stuðningsmönnum stjórnarinnar að slík úrræði myndu verða undirbúin fyrir „næsta þing“. En þegar þing kom saman um haustið 1957, stóð stjórnin í nákvæmlega sömu spor um og ári áður. Hún hafði ekki neinar nýjar tillögur eða úrræði tilbúin. Fjármálaráð- herra lýsti því yfir í sambandi við flutning fjárlagafrumvarps- ins, að stjórninni hefði ekki unnizt tími til þess að undirbúa „varanlegu úrræðin", meðal ann- ars vegna þess, að hún hafi ekki náð til þingmanna sinna yfir sumarið! Nú, þegar þingflokkar stjórnarinnar væru seztir á rök- stóla myndi snúið að því að und- irbúa tillögur og „varanleg úr- ræði“ í efnahagsmálunum. Fjárlögin fölsuð Alþingi sat viku eftir viku og mánuð eftir mánuð< án þess að nokkrar nýjar tillögur kæmu frá vinstri stjórninni í efnahagsmál- unum. Niðurstaðan varð sú, að þingmenn fóru heim í jólafrí, án þess að úrræðin litu dagsins ljós. Og síðasta verk vinstri stjórnar- innar fyrir hátíðir var að falsa fjárlögin og afgreiða þau þannig frá Alþingi. Fjármálaráðherrann treysti sér ekki til þess að leggja fram tillögu um nauðsynlega tekjuöflun, til þess að afgreiða greiðsluhallalaus fjárlög áður en bæjarstjórnarkosningar færu fram. Hann þorði ekki að sýna kjósendum framan í nýja skatta og tolla. Þess vegna greip hann til þess ráðs að kippa nærri 100 milljón króna útgjaldalið út af gjaidadálki fjárlaganna til þess að þau á pappírnum gætu heitið greiðsluhallalaus. Slíkt framferði hafði eng- inn fjármálaráðherra gerzt sekur um áður. Niðurstöður fjárlaga voru hreinlega fals- aðar frammi fyrir alþjóð, til þess að forða vinstri stjórn- inni frá því að koma til dyr- anna eins og hún var klædd. Sýndi þetta tiltæki e. t. v. greinilegar en flest annað í hvílíkt botnleysi og óreiðu fjármál ríkisins voru komin undir forystu vinstri stjórnar- innar. Hvítasunnuhretið mikla Alþingi hélt áfram að bíða eftir úrræðum vinstri stjórnar- innar. Enn beið það viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Tal- að var um, að „bjargráðin" myndu fæðast fyrir páska. Þau yrði nokkurs konar „páskaegg" ríkisstjórnarinnar. En af því varð ekki. Og enn var beðið. Hvífasunnan nálgaðist. Hvað eft- ir annað boðaði ríkisstjórnin að tillögur hennar myndu verða lagðar fram „í næstu viku“. En alltaf dróst fæðing þeirra. Rétt fyrir hvítasunnuna lagði svo vinstri stjórnin „bjargráð“ sín fyrir þingið. Nær 800 milljónir kórna í nýjum sköttum og toll- um voru lagðar á almenning með þeim. Þannið mætti vinstri stjórnin því „lágmarksskilyrði verkalýðs- hreyfingarinnar, að ekkert verði gert, er hafi í för með sér skerð- ingu á kaupmætti vinnulaun- anna og að ekki komi til mála, að auknum kröfum útflutnings- framleiðslunnar verði mætt með nýjum álögum á alþýðuna". En eitt var augljóst þegar í stað af þessum tillögum vinstri stjórnarinnar. Þær fólu ekki í sér nein „varanleg úrræði“ eða „nýjar leiðir“, eins og stjórnin hafði lofað. Það eina sem var nýtt í þeim var það, að aldrei hafði nokkur ríkisstjórn lagt aðra eins skatta á allan almenn- ing í landinu. Þing hins mikla öngþveitis En eins og síðasta þing ein- kenndist fyrst og fremst af al- geru úrræðaleysi og uppgjöf vinstri stjórnarinnar í efnahags- málum, benda allar líkur til þess, að það Alþing, sem hefur störf sín í dag, muni mótast af hinu mikla ' öngþveiti sem uppgjöf stjórnarinnar í efnahagsmálum hefur leitt yfir þjóðina. Nú er svo komið, að síðan „bjargráð“ vinstri stjórnarinnar voru sam- þykkt fyrir rúmlega 4 mánuð- um hefur vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað um nær 30 stig. Tryllt kapphlaup er hafið milli kaupgjalds og verðlags og taumlaus verðbólga þjarmar að þjóðinni. Gegn þessu öngþveiti hefur vinstri stjórnin ekkert úr- ræði á takteinum nema nýja skatta og álögur. Fjármálaráð- herra hefur þegar lýst því yfir, að „nýrra ráðstafana" sé þörf. Þáð þýðir stórfellda nýja skatta. Þetta þing mun því verða öngþveitisþing í framhaldi al' siðasta úrræðaleysisþingi vinstri stjórnarinnar. En meðal verkefna, sem þetta þing stendur frammi fyr- ir, er efling landhelgisgæzl- unnar og stóraukið eftirlit með vélbátaflota landsmanna, sem nú horfist í augu við geig- vænlega hættu vegna ofbeldis aðgerða Breta á miðunum. Um lausn þess vandamáls verða öll ábyrg öfl að sameinast. FYRIR skömmu birtist í blað- inu frásögn eistneska flótta- mannsins Erich Teayn, sem flúði í sumar af rússnesku skipi und- an Shetlandseyjum. í þeirri grein sagði flóttamaðurinn frá lífi eistneskra sjómanna. í eftir- farandi grein, sem birzt hefur í blöðum beggja vegna hafsins, segir sjómaðurinn frá lífinu í Eistlandi eins og það er í dag. o—O—o Fólk á Vesturlöndum getur ekki ímyndað sér hve kjörin eru bág í Eistlandi og hinum Eystra- saltsríkjunum. Miðað við líf al- þýðu manna hér vestan járn- tjalds er eistneska þjóðin þrælk- uð þjóð. öll yfirvöld eru rúss- nesk, en nokkrir auðsveipir skó- sveinar rússneskra kommúnista lifa í vellystingum. o—O—o Ákvæðisvinna er viðhöfð í nær öllum atvinnugreinum. Það er ekki- þar með sagt, að verkamenn geti hagnazt á því að leggja hart að sér. Ákvæðislaunin eru sí- breytileg og er breytt eftir af- köstum manna þannig, að eng- inn beri „of rnikið" úr býtum. Svonefndar „vinnuhetjur" eru í öllum atvinnugreinum. Þetta eru menn, sem sagðir eru hafa af- kastað svo og svo miklu, þeir eru auglýstir og verðlaunaðir og aðrir síðan hvattir til þess að fara að þeirra dæmi. Því meira, sem „vinnuhetjurnar“ eru sagð- ar hafa unnið — þeim mun lægra verður ákvæðiskaupið. Allir eiga að afkasta jafnmiklu og „vinnu- hetjan“ án þess að kaupið hækki. o—O—o Engin leið er að mótmæla slíkum aðferðum. Þungar refsing- ar liggja við verkfallstilraunum, eins og allir vita. Verkalýðs- félögin eru aðeins nafnið eitt. Verkamenn eru aldrei kosnir í neinar stöður í þessum félögum, þeim er algerlega stjórnað af kommánistaflokknum — og verkalýðsforingjarnir svonefndu, sem vinna með verkamönnum, eru aðeins eftirlitsmenn, sem gefa flokknum skýrslu um verka mennina. Það eru þessir menn, sem skipuleggja þátttöku verka- manna í hópgöngum og útifund- um — t. d. 1. maí og 7. nóvember. Þá verða allir verkamenn að undirrita heit um að mæta á fundinum og gefa sig fram við „verkalýðsforingjann“. Þungar sektir og fangelsi liggja við brot- um á þessu heiti. Hver „verka- lýðsforingi" hefur 30—40 menn í sinni umsjá, svo auðvelt er að fylgjast með því hverjir mæta — og hverjir mæta ekki. Margir þessara „foringja“ eru ekki allt of harðir í kommúnistatrúnni, en þeir eru þá í sömu aðstöðu og verkamennirnir, þeir verða að mæta og annast starf sitt. o—O—o Meðallaun verkamanna í Eist- landi eru um 500 rúblur á mánuði (en það er u. þ. b. 2000 ísl. kr.). Miðað við verðlag á nokkrum vörutegundum er ó- skiljanlegt hvernig eistneskir verkamenn fara að því að draga fram lífið með kaupi sínu, því að kg. af brauði kostar 1,38 rúblu (um 5,50 ísl. kr.), rúsínubrauð 9,00 rúblur kg. (36,00 ísl. kr.), karlmannaskór 300 rúblur (1200 ísl. kr.) og karlmannaföt 1—2 þús. rúblur (4—8 þús. ísl. kr.) Það er því óhætt að segja, að eistneskir verkamenn geti lítið veitt sér. Samanburður verðlags og kaupgjalds talar alltaf sínu máli. Hins vegar fáum við oft að heyra það í Eistlandi, að við lif- um eins og konungar miðað við „þrautpíndan verkalýð kapital- isku ríkjanna". o—O—o Og þrátt fyrir hina litlu kaup- getu almennings verður fólk í borgum og bæjum landsins að standa í biðröðum til þess að fá brauð — enn þann dag í dag. Jafnvel bændur verða að kaupa sitt brauð. Þeir mega ekki baka brauð á samyrkjubúunum úr korninu, sem þeir rækta. Þeir eru skyldugir að selja ríkinu alla uppskeruna og enginn vog- ar að stinga korni undir stól. Finnist það, hversu lítið magn sem það annars er, þá á við- komandi von á margra ára fangelsissetu, því að hann hefur stolið frá ríkinu — og það er stórglæpur í löndum kommún- ismans. o—O—o Ríkið kaupir kornið af bænd- um á 0,10 rúblur (0,40 kr.) kg. Kílóið af brauði kostar hins veg- ar 1,38 rúblur, (um 5,50 kr.) eins og áður sagði, en fyrir styrjöld- ina, þegar Eistland var frjálst og fullvalda ríki, var greitt sama verð fyrir kg. af korni og kg. af brauði. Nú græðir ríkið því 1,28 rúblu (5,10 kr.) á hverju kg. af brauði. Hinir kommúnisku vald- hafar Eistlands kalla þetta ekki arðrán. •—O—o Um þær mundir, er Krúsjeff fordæmdi Stalin varð ástandið í Eistlandi dálítið frjálslegra. Það örlaði á gagnrýni og menn þorðu frekar að láta skoðanir sín- ar í ljós hver við annan. En nú er allt komið í saijra farið aftur. Þeir, sem uppvísir verða að því að mæla eitt orð gegn kommún- istum eru sendir í allt að 25 ára fangelsi í Síberíu. Aðeins í einu tilliti er ástand- ið betra. Nú eru dómar kveðnir upp opinberlega. Nú vita að- standendur því hve lengi hinir dæmdu eiga að sitja í fangelsi, en áður voru menn aðeins hand- teknir, ef þeir voru grunaðir um Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.