Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.10.1958, Blaðsíða 13
Föstudagur 10. okt. 1958 M ft K C v N B L A Ð I O 3 a u m o r ð u m s a g t Hagalín sextugur í dag: Sterkir og réft nátfúr- aðir—það eru mínir menn n — Þú ert orðinn sextugur, Hagalín? — Nú — já, ég er víst að verða það. — Hvernig getur eiginlega staðið á því eins og þú ert ung- legur og brennandi í andanum? — Nú, það stendur ekki öðru vísi á því en ég fæddist fyrir sjötíu árum vestur á fjörðum, áður en Englendingar eyðilögðu fiskimiðin þar og eyddu sveit- irnar — sextíu árum ætlaði ég auðvitað að segja, en þetta kem- ur stundum fyrir mig að ég mis- mæli mig heldur illa, en menn taka þó ógjarna eftir því, t. d. þegar ég held lifandi ræður, — enda held ég bara áfram eins og ekkert hafi í skorizt. En þó varð ég stundum að leiðrétta mig í tímum í Gagnfræðaskólanum á ísafirði í gamla daga, mátti til, þegar krakkarnir skelltu upp úr, eins og t. d. þegar ég sagði: „Það er of seint að barna brunn- inn, þegar byrgið er dottið ofan í“. Krakkarnir eru næmir fyrir slíku. Það er gaman að þeim, get ég sagt þér. Uh — stórgam- an, ég hef varla stundað skemmti legra starf. En mismæli og mis- sýningar líka hafa loðað við suma í minni ætt — ákafinn sérðu! Til dæmis sagði Halldór frændi minn Jónsson eitt sinn af mikilli geðshræringu, þegar hann sá gulan mána niður við hafflöt- inn: „Guð almáttugur í himnin- um miskunni mér! Sjáið þið nú helvízka frönsku skonnortuna, sem kemur þarna brunandi beint á okkur með topp og bram og gallíon undir góssi! Drottinn minn góður setji mig stöðugan! Er það þá ekki tunglið!" ^jújú, Halldór þessi var fljótlátur og spaugilegur í orðum, en ég held þú getir séð þetta allt í æ i- sögunni minni, ef þú nennir að eiga við það. Það er .ekki svo mikið verk að fara í gegnum hana, hún er ekki nema 5 bindi ennþá. Annars hef ég hugsað mér þau verði 12 í allt. Já, — ég held ég komist ekki af með minna. Allt þetta fólk, sem ég hef kynnzt og atburðirnir, maður lifandi! Eg er að hugsa um að byrja aftur, þegar ég er orðinn sjötugur, það er of snemmt að gera upp ævi sína á miðjum aldri. Eins og þú veizt, lýkúr 5. bindinu, þegar ég er tvítugur, já, eiginlega þegar ævin er að byrja. Ætli ævisögustaflinn nái mér ekki í öxl, þegar ég er bú- inn. Það yrði hæfilegt, finnst þér ekki? Auðvitað hef ég haft gaman af að skrifa ævisöguna. Mér þykir slíkar bókmenntir einna skemmtilegastar, — þótti það strax og ég fór að fóst við Sæmund. Það getur verið, að það sé ekki við hæfi að þýða þær, en við erum nú einu sinni að skrifa fyrir okkar eigin þjóð, en ekki aðrar. Einhvern veginn verður að koma í veg fyrir, að við verðum aðeins gata i New York, einhvern veginn verður að koma í veg fyrir það — og ég held eitt bezta vopnið séu nýjar íslendingasögur. Ég er bjartsýnn, það máttu vita. Og ég á eftir að skrifa margar ævisögur. . . . Þú ert eitthvað vantrúaður á sög- una um Jessen, en það er óþarfi, hún er furðulega lifandi. Þetta er merkismaður, hefur haft mikil áhrif á alla hina fjölþættu tækniþróun hér á fslandi, og ég hafði ákaflega gaman af að tala við hann, ekki sízt, þegar hann fór að tala um véiar, þá varð hann bara sjálfur að vél. En fólk verður að vera einlægt, opið. . . . Ta. hvað heldurðu, dettur þe aug, að ég segi annað en sannleikann i ævisögu minni? Við vorum aldir upp við það að taka eftir hlutunum í þá daga og ekki nema sjálfsagt að vita nákvæm- lega t. d. hvað baðstofa foreldra minna var stór. En fyrst þý átt erfitt með að trúa þessu, skal ég segja þér, að ég hef alltaf haft ákaflega gaman af tölum og þess háttar. Hagskýrslur eru mér t. d. skemmtilestur; bak við töl- urnar les ég ótal margar sögur, þetta er eins og að athuga gróð- urfarið, sjá hvaða blóm eru kom- in upp og hver eru sprungin út. Af smáatriðunum langar mig að reyna að ráða í árferðið, mér fmnst alltaf eitthvað vera að gerast, sem spáir um framtíðina og ég vil taka þátt í því að'rýna í þann mikla spádóm. Ég hef aldrei haft tíma til að sökkva mér niður í persónulega harma eða vol, hvernig sem hoi'furnar hafa verið. Æi — nei, ég vil heldur sökkva mér niður í starf og hugsun um meira starf, hvað þarf að gera og verður að gera. Hefurðu lesið kvæðið um Svefn- eyjarbóndann eftir mig? Nei, ekki það, en þú ættir að kynna þér það, áður en þú skrifar þetta samtal, því það fjallar raunveru- lega um sjálfan mig. Þar er mitt eðli: að rífa mig upp úr því sem hrellir og hrjáir og fara að hlúa að einhverju, sem getúr gróið og ilmað. Já, það er mitt eðli. Og nú skulum við tala um eitt- hvað annað, eða er ekki komið nóg af þessupi hégómaskap. Sussu — suss, og ég sem hélt, að ég væri orðinn aiveg laus við hégómann. En hvað um það, eig- um við ekki heldur að tala eitt- hvað um stjórnmál, ég hef dá- lítið komið við þau um ævina. — Jú, en segðu mér fyrst, hvaða kross er þetta við bóka- skápinn þarna. Þú ert þó ekki orðinn kaþólskur? — Onei, en ég hefði viljað verða kaþólskur prestur, ja — það er að segja, ef ég hefði mátt giftast. Ég get ekki lifað konu- laus, mundi aldrei leggja það á mig. — Nei, — aldrei. Ég held það eina, sem gæti komið mér til að fyrirfara mér væru þær hörmungar, sem af því leiddi, ef allar konur jarðar dæju einn góð- an veðurdag. Það er hrein ónátt- úra að geta lifað kvenmannslaus og það hefur mér aldrei dottið í hug að gera. Ég segi eins og Gustav Wied um kvenfólkið: „Það er nú það bezta sem við höfum af því tagi“. Allur öfug- uggaháttur í þeim efnum er hreinasti viðbjóður í mínum aug- um, já, eitur í mínum beinum. Uss — suss, það held ég. Þeir sem eru sterkir og rétt náttúr- aðir, það eru mínir menn. Annars getur verið, að ég tali lítið við konuna, meðan ég er að vinna hér heima, en ég vil helzt hafa opið fram til hennar. Konan er mér beinlínis andleg nauðsyn, ekki síður en — já, já, andleg nauðsyn. Ég hef þá trú, að Guð almáttugur hafi tekið frá fyrir mig þessa konu, geymt mér hana. Hún er félagi minn. Nú er ég að skrifa bók um okkur og son okk- ar og dýrin, sem við áttum á frumbýlingsárunum í Kópavogi. Þetta verður skemmtileg bók, lýrisk. En ég var að tala um konuna. Hún er raunsæ og rök- vís, en þó jákvæð og barnaleg eins og ég og tilvalin til að ráða flestu, sem ég vil ekki skipta mér af sjálfur. — Svo þetta er þá sagan um krossinn? — Ja, ef þú heldur, að ég sé ekki trúaður, þá er það mikill misskilningur. Mér finnst t. d. líf eftir dauðann jafn sjálfsagt og þetta líf. Hví ekki? Spírit- isminn hafði á sínum tíma mikil áhrif á mig, enda hinir merki- legustu raunvísindamenn, sem hafa fallið fyrir honum, einmitt þegar þeir fóru að kynna sér hann til að geta afsannað hann! En svo er það allt annað mál, þegar menn þykjast vera orðnir kunnugri hinum megin en hér: Það er eins og Sigurður minn Breiðfjörð sagði: gaman að standa í þessu, enda hafði ég gert það upp við mig strax í byrjun, að ég yrði að þola nokkur sár -í bardaganum, ef ég ætlaði á annað borð að taka þátt í honum; vissi sem var, að ekki voru allar árásir á mig af óþokka skap runnar og hugsaði oft, þeg- ar illt var uppi, um orð móður minnar, sem hún sagði við mig: „Varaðu þig á þeim, sem alltaf fara vel að þér. Hinir eru hættu- lausir". — Merkasti stjórnmála- maður, sem ég hef kynnzt, er Jón Baldvinsson, og hann óx við nánari kynni. Ég orkti um hann langt kvæði, þegar hann dó, all- magnað. Mér var mikil eftirsjón að honum. Jón hafði svipaðar skoðanir á sósíalisma og ég, hann hafði orðið sósíalisti án þess að sleppa nokkru af þeirri gömlu rótgrónu alþýðumenningu, sem hann var alinn upp í. Hann vildi stækka fólkið, en ekki minnka þá stóru. Það er mín stefna. Hann sagði við mig, að flokks- foringja riði mest á, þegar hann vildi halda saman flokki og gera Hagalín: — Kann betur við mig á höfuðbólinu „Prestar hinum heimi frá hulda dóma segja, en skyldi þeim ekki bregða í brá blessuðum, nær þeir deyja“. Ojú — stöku sinnum hef ég séð sitt af hverju, en það hefur eng- in áhrif á mig. Ég var myrk- hræddur heima, ekki síðan. En, heyrðu, Matthías minn, — ég verð stundum reiður, við forsjónina. Ég varð til dæmis vondur yfir því, að hann Steinn skyldi fara að deyja, einmitt þegar hon- um var farið að líða vel; þegar hann hafði lagt af sér stakkinn, sem hann brá yfir sig til að villa mönnum sýn og hlífa sér — og kom til dyranna hreinn og beinn og sterkur, eins og honum var í rauninni eðlilegt . . . — Hvað um'stjórnmálin Haga- lín, þú hefur verið óvæginn í ræðunum, eins og í ritdómunum í gamla daga? — Æ-nei, ég var dálítið skemmtilegur. Aldrei óvæginn. — En þú tókst þátt í stjórn- málum af lífi og sál? — Já, meðan ég skipti mér af pólitikinni vestur á ísafirði, átti hún oft hug minn allan; ég stjórn- aði kosningum í þremur kjördæm um og gekk upp í því, var í öllum mögulegum nefndum og ráðum, frambjóðandi, málpípa og atkvæðasmali. ísfirðingar hentu oft gaman af áhuga mín- um og sögðu af mér sögur. Einu sinni átti kunningi minn að hafa spurt mig: „Jæja, Hagalín, seg- irðu ekki allt gott?“ Ég svaraði: „Onei, ég segi ekkert gott núna. Það dó atkvæði í nótt“. Eitt sinn á Vilmundur landlæknir að hafa verið að tala við konu á götu á ísafirði. Þá á ég að hafa gengið til hans og sagt: „Heyrðu, Vil- mundur. Þú átt ekki að vera að tala við þessa konu núna; hún hefur ekki atkvæðisrétt!" Svona var þetta í þá daga og mér þótti hann sterkan, að láta aldrei nokkurn flokksbróður finna, að hann misvirti við hann gagn rýni, fyrr en hann hefði gert upp við sig: Þennan mann verðum við að reka! Mér fannst mikið til um, hvað Jón Baldvinsson kunni vel að gera upp á milli stórra atriða og smárra, hvað hann var ljúfur og eftirlátur, þegar lítið var í húfi, en ósveigj- anlegur og óhræddur, þegar mik ið lá við. Hann var gagnmennt aður maður. — Nei, það er ekki rétt hjá þér, hann fór ekkert illa út úr Héðingsmálinu. Hann gekk þar út andlega heill og ósigraður. En hann hafði verið veikur af blý- eitrun í mörg ár og hjartað bil- að, það var allt og sumt. Ég hitti hann í Höfn 1936, þegar hann var á fundi lögjafnaðar- nefndarinnar. Hann var þá veik- ur. Hann talaði margt við mig; hann talaði þá eins og sá, sem er að semja pólitíska erfðaskrá sína. Hann sagði t. d. við mig: „Ef þú villt eitthvað fyrir mig gera, ætla ég að biðja þig um að styðja að því, að Stefán Jó- hann verði foringi flokksins og taki við af mér“. Hann benti á, að það væru vondir tímar fram undan, að styrjöld mundi skella á og þá ætti hófsamur lýðræðis- flokkur erfitt uppdráttar. Stefán væri akkeri, sem flokkurinn gæti legið fyrir á lygnri vík, unz veðrið væri gengið niður. Svo var það seinna, eða nokkrum árum eftir styrjöldina, að mér þótti seint ganga og taidi þá heppilegt að skipt væri um for- ystu. Þá sagði einhver við mig, sem hafði heyrt ummæli Jóns, hvort ég væri búinn að gleyma þeim: „— Nei“, sagði ég, „en Jón Baldvinsson var svo mikill sjómaður að vestan, að hann vissi vel, að ekki yrði siglt með akkerið úti“. Samt hef ég alltaf metið Stefán Jóhann mikils, það verður þú að hafa með. Svona er nú pólitíkin, skemmtileg, en stórviðrasöm. Eitt sinn sagði Héð- inn Valdimarsson sig úr flokkn- um á stjórnarfundi og fleygði úrsögninni á borðið fyrir íram- an Jón Baldvinsson. Jón stakk henni í vasann; vissi sem vai', að Héðinn hafði gert þetta reiður. Jón gekk svo með úrsögnina í vasanum í marga daga og forð- aðist að hitta Héðin, lét hann ekki sjá sig á götu né ná í sig í sima, en svo mætir hann hon- um dag nokkurn á förnum vegi, hlær framan í hann, tekur úr- sögnina, sviptir henni í sundur og segir: „Ætli það sé ekki kom- inn tími til að rífa hana þessa?“ Þar með var málið útkljáð. Ann- ars hentaði flokknum þessi tví- skipta forysta vel, harka og harð fylgi Héðins og hófsemi og still- 4g og róleg íhugun Jóns. — Ef Jóns hefði notið við, þá værir þú sennilega enn eldheit- ur jafnaðarmaður? — Ég er enn jafnaðarmaður. — Aldrei hefur þú setið á þingi Hagalín. — Nei, ég vildi ekki fara á þing. Kom ekki til mála, nema ég beitti mér þá til forystu. Vildi ekki sitja á þingi sem atkvæða- tæki. Mundi hafa átt þess kost, en æi-nei, ég skal heldur segja þér frá því þegar ég verð sjötug- ur. — Hvernig var þetta, sem er eftir þér haft við hann Harald? — Þegar ég hafði eitt sinn haldið ræðu um kommúnisma á Heimdallarfundi, hringdi Harald ur Guðmundsson til mín og spurði, hvort ég væri kominn í Sjálfstæðisflokkinn. — Hví ekki það, svaraði ég? — þótti þetta vægast sagt skrýtin spurning. Hann spurði hvers vegna. Ég svaraði, hef alltaf verið nokkuð munnhvatur: — Ég hef alltaf kunnað betur við mig á höfuð- bólinu en í hjáleigunni. — Þú minntist á kommúnism- ann áðan. Það hefur verið þitt sérfag, Hagalín, að berja á tröll- um. — Já, Andréssynir hafa aldrei verið mínir menn. — Fyrst þú minníst á Kristinn Andrésson langar mig að spyrja: Hvað segirðu um það, þegar hann telur þig hafa svikið verkalýð- inn í bókmenntasögu sinni? — Ekki ertu nú billegur! Auð- vitað varð Kristinn að borga fyr- ir sig eftir viðureign okkr.r um margra ára skeið, er það ekki mannlegt? Ég skal segja þér dá- lítið skrýtna sögu, ef þú nennir að hlusta á hana. Þegar ég var á fyrirlestraferð í Noregi, kom ég í smáþorp nokkurt á Þela- mörk. Á bryggjunni stóð dökk- hærður maður, með svört augu og tillit, sem í var einhver óhugn- anlegur fanatískur eldur. Ég spurði, hver maðurinn væri. Mér var sagt, að þetta væri voldugur maður — trúboðinn á staðnum. Hann hélt marga trúarlega fundi og átti mikil ítök í fólk- inu, en svo gerðist það, að itúlka ein í þorpinu fór að þykkna undir belti. Hún var spurð, hver fað- irinn væri, og þegar gengið hafði verið á hana, sagði hún: Trú- boðinn! Þá var hann spurður, hvort satt væri. Hann játti því, að hann hefði gerzt fjölþreif- inn við stúlkuna, en kvaðst ekki mundu tala um málið, fyrr en á samkomu um kvöldið. Svo kom hann í ræðu- stólinn og flutti ræðu; aðalir.n- tak hennar var þetta. „Nú hefur guð notað mig sem verkfæri til að sýna ykkur vald djöfulsins og hvernig fara mundi fyrir ykkur, syndugum mönnum, fyrst svona fer fyrir mér, heilögum mannin- um“. — Þegar ég sá Kristin Andrésson fyrst í bókageymslu Landsbókasafnsins, hnykkti mér við: Mér fannst trúboðinn frá Þelamörk kominn. Og þótt ég ætti erindi við Kristin — ætl- aði að biðja hann um að taka að sér kennslu við Gagnfræða- skóla ísafjarðar — lét ég erindi mitt niður falla og sneri mér að öðrum málum. Ég hef nefnilega Framh. á Dis. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.